SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 10
10 30. október 2011 Þ að hlýtur að hafa verið sérstök reynsla fyrir virtustu hagfræðinga heims, menn eins og Paul Krugman nób- elsverðlaunahafa, Joseph Stiglitz, prófessor við Col- umbia-háskóla, og Martin Wolf, aðalhagfræðing Fin- ancial Times í London, að ræða við Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, og félagsfræðiprófessorinn Stefán Ólafsson um íslensk efna- hagsmál, íslensku krónuna og evruna. Hvaða erindi þessir tveir Íslendingar áttu í panelumræður með hinum erlendu gestum er mér með öllu hulin ráðgáta. Sennilega hefur aðgöngumiði Gylfa að panelnum falist í því að hann notar hvert einasta tæki- færi sem hann fær til þess að úthrópa íslensku krónuna og vera með yfirlýsingar í þá veru að evran sé eins „klettur í haf- inu“ í samanburði við hina aumu íslensku krónu. Í hverju aðgöngumiði félagsfræðipró- fessorsins fólst veit ég ekki, nema þá helst því, að hann er mikill stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusam- bandið. Kannski Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra hafi bara handvalið þessa stuðningsmenn sína. Þeir fengu þó báðir að finna til tevatnsins frá hinum virtu og heimsþekktu hagfræðingum. Paul Krugman lýsti því ein- faldlega yfir að hann undraðist áhuga Íslendinga á að taka upp evru í stað krónu og hann sagði líka að það væri okkar sveigjanlega gjaldmiðli að þakka að Ísland hefði risið skjótt úr öskunni eftir hrunið. Í máli hans kom líka fram að hann teldi að landið væri mun verr statt ef evran hefði verið gjaldmiðillinn hér þegar hrunið reið yfir í október 2008. Varla hafa þessi sjónarmið Krugmans glatt þá Gylfa og Stefán. Þá hafa orð Martins Wolfs, sem er álitinn einn áhrifamesti blaðamaður heims á sviði efnahagsmála, varla kætt þá félaga og örugglega ekki heldur formann Samfylkingarinnar Jóhönnu Sig- urðardóttur, þegar hann sagði að það væri sjálfsagt fyrir Íslend- inga að halda fast í krónuna. Wolf sagði orðrétt: „Hvers vegna í ósköpunum ættuð þið að ganga í samtök sem tekst jafnilla upp og Evrópusambandinu? Hafið þið ekki tekið eftir því hvað er að ger- ast þar? Ísland myndi að sjálfsögðu ekki hafa nein áhrif, atkvæði þess yrði einskis virði í ákvörðunum sambandsins og svo gæti vel farið að það glataði stjórn á mikilvægum náttúruauðlindum sínum vegna þess að þeir (ESB, innskot blaðamanns) vilja ólmir komast í þær.“ Wolf sagði líka að hann sæi ekkert að því að Íslendingar héldu fast í krónuna, minnsta gjaldmiðil í heimi. Hún hefði reynst þeim ágætlega. „Ég er hrifinn af sjálfstæðum gjaldmiðlum, vil að þeir séu til og geti lagað sig að aðstæðum. Ég held að allir sem tóku upp evruna hafi í reynd verið að taka upp gjaldmiðil Þýskalands,“ sagði hann orðrétt. Hvað skyldi nú forsætisráðherranum íslenska og flokkssystkinum hennar þykja um þessi skynsamlegu ummæli? Hvenær ætli evrublindu Samfylkingarinnar linni? Trúir samfylk- ingarfólk því fram í rauðan dauðann að evran sé eins og „klettur í hafinu“? Þá væri nú fróðlegt að fá vitneskju um það hvernig ávarp Jos- ephs Stiglitz lagðist í oddvita ríkisstjórnarinnar, þau Jóhönnu Sig- urðardóttur og Steingrím J. Sigfússon. Hann sagðist telja að ekki hefði verið þörf á jafnmiklum niðurskurði ríkisútgjalda og raun var á eftir hrunið. Það væri opin spurning hvort minni niður- skurður hefði leitt til meiri hagvaxtar og minni fólksflótta til út- landa. Og varla hafa þessi orð prófessors Stiglitz glatt ráðherrana: „Hvað mun gerast í málum Icesave? Ég held að Ísland hafi gert rétt í því máli. Það hefði verið rangt að láta næstu kynslóðir axla ábyrgð á mistökum annarra fjármálakerfa, í þessu tilfelli Breta og Hollendinga, við eftirlit með bönkunum.“ Þetta var einmitt það sem þau Jóhanna og Steingrímur reyndu ítrekað að gera, en forsetinn og þjóðin stoppuðu þau í vitleysunni, góðu heilli. Hagfræðing- arnir heims- kunnu Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Paul KrugmanMartin Wolf ’ Hvenær ætli evrublindu Samfylking- arinnar linni? Trúir samfylkingarfólk því fram í rauðan dauð- ann að evran sé eins og „klettur í hafinu“? 07.30 Vekjaraklukkan hringir hressilega á slaginu hálfátta. Þetta er að verða eins og í kvikmyndinni Groundhog Day, því sama hugsunin kemur upp í hugann á hverjum ein- asta degi: ,,Oh, ég verð að skipta út hringingunni.“ En ekkert gerist og sama hringing vekur mig daginn eftir. Hvern- ig í ósköpunum varð eitís- rokklag fyrir valinu sem hring- ing í fyrsta lagi? Jæja, ég er allavega vöknuð. 08.00 Eftir góða sturtu (og auðvitað eftir að ég er búin að blása hárið og þetta helsta) sest ég niður með kaffibolla, hafra- graut og les blöðin. Ekkert er jafn yndislegt og ljúf stund í morgunsárið. 08.40 Mætt upp í vinnu. Dóra í mótttöku Ríkisútvarps- ins er alltaf jafn yndisleg, og tekur á móti manni með fal- legri kveðju. Ómetanlegt. 08.55 Eftir annan kaffibolla með vinnufélögum, prenta ég út handritið mitt og tek bunk- ann af geisladiskum með stríðsáratónlist með mér. Ég var búin að garfa í safni Rík- isútvarpsins af gömlum lakk- plötum með skemmtilegri stríðsáratónlist. Fyrir grúskara eins og mig er safn Ríkis- útvarpsins algjör gullnáma. Stefnan er tekin á stúdíó 4 þar sem Egill, tæknimaður og snill- ingur, tekur á móti mér. Við ætlum að taka upp þáttinn Það er draumur að vera með dáta sem fjallar um ástandið. Eftir að ég las bókina Úr fjötrum eftir Herdísi Helgadóttur mannfræðing ofbauð mér hryllilega sú meðferð sem hin- ar svokölluðu ástandskonur urðu fyrir á stríðsárunum. Þær konur sem tóku þátt í ástand- inu voru dæmdar og úthróp- aðar í samfélaginu. Meira að segja voru uppi hugmyndir um að krúnuraka þær og tjarga til þess að þær myndu skera sig enn betur úr hópnum, sem betur fer varð það ekki að veruleika. Íslensk stjórnvöld bönnuðu – með bráðabirgða- lögum árið 1941 – samskipti ís- lenskra kvenna og hermanna. Ungmennadómstóll var settur á fót til þess að bregðast við banninu. Stúlkur voru hand- teknar, þær settar í læknis- skoðun, fluttar nauðugar af heimilum sínum og margar hverjar vistaðar á Kleppjárns- reykjum. Satt best að segja, sættu þessar konur hrikalegri meðferð sem varð innblástur útvarpsleikritsins Ástand eftir Ásdísi Thoroddsen leikstjóra. Hún kemur sögunni vel til skila í leikritinu en seinni hluti útvarpsleikritsins verður flutt- ur nk. sunnudag. Við Egill í stúdíói 4 gerum okkar besta til þess að miðla sögu þessara svokölluðu ástandsára. 11.55 Við Egill vistum þáttinn og gerum hann kláran til útsendingar. Alltaf jafn góð tilfinning þegar þátturinn er tilbúinn til útsendingar. 12.10 Hádegismatur uppi í Bláfjallasal Ríkisútvarpsins. Það er ekki amalegt að sitja í þess- um fallega sal með útsýni til allra átta. Svo er félagsskap- urinn ekki af verri endanum því hádegisklúbburinn svokall- aði samanstendur af sjúklega skemmtilegu RÚV-fólki eins og Guðfinni, Sigurlaugu Margréti, Guðrúnu Gunnars, Hrafnhildi Halldórs og Ragnhildi Thor- steins. Alltaf mikið hlegið, það klikkar ekki. Þetta er mann- bætandi félagsskapur og alger- lega ómissandi í hádeginu. 13.00 Eftir yndislegt há- degishlé heldur vinnan áfram. Ég skelli heyrnartólunum á mig og set af stað I’ll be seeing you með Billie Holliday sem er allt- af jafn yndisleg og lagið líka. Ég er glöð að vikan sé á enda þar sem hún hefur heldur bet- ur tekið á, bæði á sál og lík- ama. Lífið minnir á sig, heldur betur – og mikilvægi þess að njóta hverrar mínútu með sín- um nánustu. Einnig stendur eftir einlægt þakklæti fyrir góðar minningar um ástkæra ömmu mína og nöfnu, Erlu Tryggvadóttur. 15.10 Trítla yfir á frétta- stofuna og trufla liðsmenn síð- degisútvarpsins, þá sérstaklega Guðfinn með blaðri um allt og ekkert. 17.30 Nú á að taka á því, einkaþjálfun í World Class er það heillin. Enda er ég annars eins og fífl í tækjasalnum. Ég mæli mér mót við Signýju Jónu systur mína sem dregur mig áfram á hárinu. Pískar gömlu áfram. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar; hún er alger himnasending. 19.00 Blaðra í símann við Helgu vinkonu, ræðum um allt milli himins og jarðar, líkt og við gerum á hverjum degi. 20.00 Hátíð ljóssins er fagnað á Austur-Indíafélaginu og þar sem ég hitti systkini mín, Óla og Signýju Jónu. Við njótum félagsskapar hvert ann- ars og úðum í okkur indversk- um mat. 23.00 Kíki á Facebook fyrir svefninn en bókin á náttborð- inu heillar meira. Tek þungu bókina í fangið, Franska svítu eftir Irène Némirovsky, sem er algjörlega frábær, og les þangað til augnlokin fara að þyngjast. Ekki líður á löngu þar til ég slekk ljósið því draumalandið er framundan. Dagur í lífi Erlu Tryggvadóttur dagskrárgerðarkonu hjá Rás 1 Erla Tryggvadóttir vinnur að þáttum um ástandið og ungmennadómstólinn sem settur var á laggirnar. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ástandskonan

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.