SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 28

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 28
28 30. október 2011 ég sinni sjálfur alls konar ritstörfum. Það er mjög skemmtilegt að fara inn í annarra manna texta og starfa þar, maður virkjar þá stöðvar í sér sem annars myndu bara ryðga. Ég hef alltaf trúað því að maður eigi að vera örlátur á hug- myndir, hreinlega ausa þeim út hægri og vinstri því að hugurinn er töfrahirsla eins og í ævintýr- unum, því meira sem tekið er úr honum því meira kemur í hann. Ég hætti reyndar um hríð að vinna á bókaforlagi en fór að gera útvarps- þætti, var annars eins og John Lennon; heima að baka brauð og taka á móti stelpunum mínum þegar þær komu úr skólanum. Það fór að vísu mjög fljótt svo að þær fóru að baka ofan í mig þegar þær komu úr skólanum – alla vega yngri stelpan. Þetta var dásemdartími en ég skrifaði ekkert meira en áður þótt ég hefði miklu meiri tíma til þess. Nú eru stelpurnar orðnar eldri og þurfa síður á því að halda að einhver taki á móti þeim þegar þær koma heim.“ Góð nærvera Thors Þegar þú byrjaðir að skrifa, var þá ekkert erf- itt að vera sonur þekkts rithöfundar, Thors Vilhjálmssonar? veit ekki alveg hvort þetta er skáldsaga eða smásagnasafn – þetta er eitthvað þar á milli, ég kalla þetta sagnasveig. Sögurnar lýsa kannski ekki því sem þær fjalla um. Þær gerast þegar eitthvað er í þann veginn að gerast eða eitthvað hefur gerst en þær lýsa því ekki endilega sem þær snúast um. Og svo er hægt að finna í safn- inu alls konar þræði, alls konar sögur, jafnvel heila skáldsögu. En fyrsta sagan er sem sagt um þessa ungu konu sem hjólar gegnum þorpið í doppóttum sumarkjól. Hún er af erlendu bergi brotin, stjórnar kórnum á staðnum. Það eru kór- tónleikar um kvöldið og hún er að fara að gera klárt í Samkomuhúsinu. Henni bregður fyrir í flestöllum sögunum og í síðustu sögunni stígur hún af hjólhestinum og fer inn í Samkomuhúsið en þá er líka allt breytt.“ Í annarlegu ástandi Þú hefur afar góðan stíl. Liggurðu yfir stíln- um? „Já, ég fæ stundum að heyra það og þá finnst mér alltaf eins og það liggi eitthvað ósagt „en“ í loftinu. En jæja, ég held ég verði að svara því játandi. Ég er eins og málari sem málar aftur og aftur ofan í sama flötinn. En svo get ég verið eldsnöggur að skrifa þegar svo ber undir, eins og til dæmis þegar ég skrifa pistla.“ Af hverju leggurðu svona mikið upp úr stíln- um? „Ég nota orðin til að fanga eitthvað, stemn- ingu, ástand, hlutskipti fólks og búa til and- rúmsloft í textanum. Kannski hef ég bara erft brageyrað frá Indriða afa mínum sem gat gert vísur, kannski er þetta af því að ég varð ekki konsertpíanisti og tónskáld eins og ég hefði átt að verða. Annars er þetta ekki meðvitað. Þegar ég skrifa er ég alltaf í annarlegu ástandi. Ég kemst í geðshræringu og finn mjög sterkt til með persónunum og hlutskipti þeirra sem er oft frekar raunalegt og einmanalegt í mínum sög- um. En um leið er partur af mér utan við þetta, kaldur. Það myndast þá einhver spenna í text- anum sem mér finnst eftirsóknarverð. Skrifa þurrt, sagði Halldór í Kristnihaldinu.“ Þú starfar sem yfirlesari á bókaforlagi, lær- irðu eitthvað af því sem nýtist þér við eigin ritstörf? „Það held ég ekki. Þetta er svo ólíkt. Ég vona hins vegar að ég nýtist í sumu einmitt af því að V aleyrarvalsinn er ný bók eftir Guð- mund Andra Thorsson, safn smá- sagna sem tengjast. Fyrir 25 árum skrifaði Guðmundur Andri verð- launasmásögu en fékkst ekki aftur við þetta form fyrr en nú í þessari nýju bók. „Ég skrifaði smásögu í fyrsta sinn árið 1986, fyrir tuttugu og fimm árum, og það var líka í fyrsta sinn sem ég settist gagngert niður til að skrifa eitthvað af þessu tagi, ég ætlaði mér að fást við fræðimennsku og gagnrýni,“ segir Guð- mundur Andri. „En það voru sem sagt þau boð út látin ganga í ríkinu að hver sá sem skrifaði góða smásögu fengi peningaverðlaun í smá- sagnasamkeppni á vegum Listahátíðar – heil- mikinn pening og þetta notaði ég til að plata sjálfan mig til að prófa að skrifa smásögu. Það gerðist eitthvað furðulegt þar, eitthvað kom innúr mér sem ég hafði ekki vitað að væri þar. Ég hreppti þarna önnur verðlaun, á eftir honum Sveinbirni I. Baldvinssyni sem skrifaði skínandi sögu og fór svo til Spánar fyrir peninginn. Eftir það hætti ég að skrifa en fór vinna á Máli og menningu enda gamalreyndur prófarkalesari úr skóla Elíasar Marar. Svo spanaði Halldór Guð- mundsson mig upp í að reyna að skrifa skáld- sögu og mér tókst að telja sjálfan mig á að slappa af með þeirri kenningu að það sem plag- aði íslenska rithöfunda helst væri skortur á metnaðarleysi og skrifaði Mín káta angist á nokkrum mánuðum. Síðan hef ég skrifað nokkrar bækur. Og svo allt í einu vitjaði smásagnaformið mín aftur þar sem ég var á göngu niðri í fjöru – það fauk í mig þarna í rokinu heima á Álftanesi. Ég fæ svona heilu bækurnar stundum í hausinn og þessi var svona. Hún gerist í þorpi sem heitir Valeyri og fjallar um fólk sem ég held að við þekkjum flest, venjulega Íslendinga. Sögurnar eru sextán og gerast allar á sömu tveimur mín- útunum á Jónsmessunni núna í sumar – það er sem sagt ytri tíminn en innri tími sagnanna spannar hins vegar miklu lengri tíma, mörg ár og heila mannsævi stundum. Sögurnar tengjast og skarast á alls konar hátt, sömu persónur koma fyrir aftur og aftur, manneskja í einni sögu er að bíða eftir manneskju í annarri, ein saga klárast í annarri, það er hringt úr einni sögu í aðra og saman mynda þær eina frásögn. Þær fjalla allar um einsemd og ást og ætli megi ekki segja að þær séu svolítið angurværar. Ég Viðtalið Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hugurinn er töfrahirsla Guðmundur Andri Thorsson sendir frá sér nýja bók, Val- eyrarvalsinn. Hann segir frá bókinni og talar um skriftir og stíl. Þjóðfélagsmál og íslensk umræða koma svo við sögu. Guðmundur Andri ræðir einnig um föður sinn, rit- höfundinn Thor Vilhjálmsson. ’ Þegar ég skrifa er ég alltaf í annarlegu ástandi. Ég kemst í geðshræringu og finn mjög sterkt til með persónunum og hlutskipti þeirra sem er oft frekar raunalegt og einmanalegt í mínum sögum. En um leið er partur af mér utan við þetta, kaldur. Það myndast þá einhver spenna í textanum sem mér finnst eftirsóknarverð. Skrifa þurrt, sagði Halldór í Kristnihaldinu. Guðmundur Andri: Ég hef alltaf trúað því að mað- ur eigi að vera örlátur á hugmyndir, hreinlega ausa þeim út hægri og vinstri því að hugurinn er töfrahirsla eins og í ævintýrunum, því meira sem tekið er úr honum því meira kemur í hann.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.