SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Side 34
34 30. október 2011
V
ið þingsetningu árið 1923 þótti tíðindum
sæta að þá tók kona fyrst sæti á Alþingi Ís-
lendinga. Brautryðjandinn var Ingibjörg H.
Bjarnason, skólastjóri Kvennaskólans í
Reykjavík, kjörin af landslista, sem borinn var fram
af konum. Þær ákváðu að bjóða fram sérstakan
kvennalista eftir að fullreynt þótti að samkomulag
tækist ekki við stjórnmálaflokkana
um að konur skipuðu sæti ofarlega á
framboðslistum þeirra. Markmiðið
var að koma konu á þing og það
tókst.
Ingibjörg fæddist á Þingeyri við
Dýrafjörð 14. desember 1868, dóttir
hjónanna Hákons Bjarnasonar kaup-
manns og Jóhönnu Kristínar Þor-
leifsdóttur. Af tólf börnum þeirra
létust sjö úr barnaveiki en upp kom-
ust fjórir synir og ein dóttir.
Skömmu eftir fæðingu Ingibjargar hóf Hákon versl-
unarrekstur og þilskipaútgerð og var jafnframt með
skip í ferðum á milli landa. Þegar Ingibjörg var á ní-
unda ári fórst Hákon ásamt flestum úr áhöfn sinni
þegar skip hans brotnaði á Mýrdalssandi á heimleið
frá Kaupmannahöfn. Móðir hennar hélt rekstri versl-
unarinnar á Bíldudal áfram næstu árin og lagði mikla
áherslu á að mennta börnin. Fjölskyldan fluttist síðar
til Reykjavíkur þar sem Ingibjörg gekk í Kvennaskól-
ann og lauk þaðan prófi 1882. Næstu ár stundaði hún
nám hjá Þóru Pétursdóttir biskups en sigldi árið 1884
til Kaupmannahafnar þar sem hún stundaði nám
næstu tíu árin, einkum á sviði uppeldis- og kennslu-
mála.
Brautryðjandi í leikfimikennslu
Ingibjörg varð fyrsti Íslendingurinn til að ljúka leik-
fimikennaraprófi en það gerði hún árið 1892 frá Poul
Petersens Institut. Eftir heimkomu til Íslands hóf hún
kennslu í fimleikum við Barnaskólann en sú náms-
grein hafði ekki verið kennd þar fram að þessu. Lagði
hún ætíð mikla áherslu á mikilvægi góðrar leikfimi-
kennslu fyrir börn og ungmenni og sá til þess að
henni væri vel sinnt í Kvennaskólanum. Var það
henni mikið metnaðarmál að leikfimihús yrði reist
við Kvennaskólann en það hefur ekki enn orðið að
veruleika.
Þegar Ingibjörg kom heim frá námi 1893 hóf hún
kennslu við Barnaskóla Reykjavíkur, Kvennaskólann
og í aukatímum. Helstu kennslugreinar voru danska,
heilsufræði, teiknun, hannyrðir, leikfimi og dans og
kom brátt í ljós að Ingibjörg var góður kennari.
Árið 1901 fór Ingibjörg enn utan til náms og dvaldi
í tvö ár í Þýskalandi og Sviss til að kynna sér helstu
nýjungar í kennslumálum. Eftir heimkomuna kenndi
Ingibjörg áfram við Barnaskólann og Kvennaskólann.
Skólastjóri Kvennaskólans
Þegar Þóra Melsteð, skólastjóri Kvennaskólans, lét af
störfum árið 1906 tók Ingibjörg við stjórn skólans og
gegndi starfinu til æviloka eða í 35 ár. Eitt fyrsta
verkefni Ingibjargar var að leysa húsnæðisvanda
skólans en það var gert með byggingu húss við Frí-
kirkjuveg. Fluttist skólinn þangað árið 1909 og bjó
Ingibjörg sjálf í skólanum.
Kvennaskólinn þótti vera til fyrirmyndar í starfs-
háttum undir stjórn Ingibjargar. Áhersla var lögð á
reglusemi og nákvæmrar hlýðni krafist við settar
reglur en Ingibjörg gekk sjálf á undan með góðu for-
dæmi. Hún var þekkt fyrir stjórnsemi og jákvæðan
aga, sköllin á göngum Kvennaskólans hljóðnuðu þeg-
ar hún gekk um. Námsmeyjarnar vissu að góðvild bjó
að baki strangleikanum og jafnframt að góðlátleg
kímni féll í góðan jarðveg hjá henni.
Félagsstarf kvenna í Reykjavík
Ingibjörg var virk í félagslífi Reykjavíkur og drif-
kraftur í ýmsum samtökum kvenna. Hún starfaði í
Thorvaldsenfélaginu, tók þátt í leiksýningum á veg-
um þess og var í stjórn barnauppeldissjóðs félagsins.
Hún starfaði einnig í Hinu íslenska kvenfélagi og var
einn af stofnendum Lestrarfélags kvenna 1911 og sat í
fyrstu stjórn þess. Hún átti einnig þátt í stofnun
Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913 og sat þar einnig í
stjórn.
Í júní 1915 komu fulltrúar tólf kvenfélaga í Reykja-
vík saman á fundi og ræddu hvernig ætti að fagna því
að 19. júní hefði Alþingi samþykkt að þær fengju
stjórnmálaleg réttindi til jafns við karla. Sú hugmynd
var samþykkt að konur skyldu gangast fyrir bygg-
ingu sjúkrahúss og það yrði sem bautasteinn fyrir
nýfengnum réttindum.
Barátta fyrir Landspítala
Til að fagna réttarbótinni efndu konurnar til hátíðar
við setningu þingsins hinn 7. júlí. Fjöldi kvenna safn-
aðist saman við Miðbæjarskólann og gekk fylktu liði
inn á Austurvöll. Nefnd fimm kvenna fór inn í þing-
húsið og hafði Ingibjörg orð fyrir þeim. Í ávarpi til
þingheims vottaði hún þingmönnum gleði og þakk-
læti kvenna fyrir nýfengin réttindi. Að lokinni athöfn
í þinghúsi hófst hátíð á Austurvelli þar sem Ingibjörg
lýsti yfir því í heyranda hljóði fyrir hönd kvenna-
samtaka í Reykjavík að réttarbótarinnar yrði minnst
með fjársöfnun til byggingar Landspítala. Þörfin var
brýn og skortur á sjúkrarými brann mjög á konum.
Sjálfgefið var að Ingibjörg yrði formaður sjóð-
Einingartákn og merkisberi
Í dag eru 70 ár liðin frá andláti
Ingibjargar H. Bjarnason, fyrsta
alþingismanns Íslendinga úr
hópi kvenna. Er við hæfi að
minnast hennar enda er hún í
hópi merkustu Íslendinga síð-
ustu aldar.
Kjartan Magnússon
Kjartan
Magnússon