SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Qupperneq 38
38 30. október 2011 H örðustu aðdáendur dansmyndarinnar Footloose frá árinu 1984 glöddust ekki þegar í ljós kom að endurgera átti myndina. Sú skoðun var áberandi að ekki ætti að eiga við svona kvikmyndaklassík. Stjarna myndarinnar, Kevin Bacon, sem lék Ren McCormack í upphaflegu myndinni hefur núna gefið myndinni blessun sína. „F-Loose! Var að sjá hana. Til hamingju Craig, Kenny, Julianne, Dennis, Andie, Miles og allir leikararnir. Þið rokkið,“ skrifaði Bacon á Twit- ter í vikunni og setti um leið mynd af bíómiðanum sínum inn á síðuna. Nýja myndin, sem er með Kenny Wormald í hlutverki Rens, hefur fengið góða dóma og notið vin- sælda í bíóhúsum en dómur Bacons vegur auðvitað líka þungt. Sérstaklega hjá þeim sem þótti vegið að honum með þess- ari endurgerð. Kevin Norwood Bacon fæddist 8. júlí árið 1958 og er því 53 ára. Hann hefur leikið í mörgum vinsælum myndum og unnið til Golden Globe- og SAG-verðlauna. Breska dagblaðið The Guardian hefur til- nefnt hann í hóp bestu leikaranna sem hafa aldrei hlotið Ósk- arsverðlaun. Hann fékk hins veg- ar stjörnu á frægðargangstétt Hollywood árið 2003. Langlíft hjónaband Bacon kvæntist leikkonunni Kyru Sedgwick 4. september árið 1988, sem gerir hjónaband þeirra eitt það langlífasta í Hollywood. Hjónin hafa leikið saman í nokkrum myndum, Pyrates, Murder in the First, The Woodsman og Loverboy. Sedgwick hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár í hlutverki sínu sem lögregluforinginn Brenda Leigh Johnson í The Closer. Þau eiga tvö börn, Travis, f. 23. júní 1989, og Sosie Ruth, f. 15. mars árið 1992. Fjöl- skyldan er ekki búsett í Los Angeles eins og svo margir leikarar heldur í New York, nánar tiltekið bæjarhlutanum sem kallaður er Upper West Side á Man- hattan. Bacon var boðið að vera í nýju myndinni en hann afþakkaði. „Kevin var skynsamur að neita því,“ sagði leikstjórinn Craig Brewer í viðtali við E! On- line. „Ég held hann hafi haft góða ástæðu til að segja nei. Ég held að hann hafi vitað að myndin yrði ómerkilegri ef hann myndi skyndilega birtast og blikka myndavélina. Það hefði gert frásögnina veikari.“ Bacon er enn stoltur af Footloose, myndinni sem gerði hann að stjörnu. „Fólk lítur á myndina sem poppað léttmeti. En ef þú lítur til baka og horfir á hana þá er myndin mun djarfari en fólk man.“ Búið er að endurgera kvikmyndina Footloose en Kevin Bacon varð frægur fyrir dansspor sín í upphaflegu myndinni. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is ’ Bacon var boðið að vera í nýju myndinni en hann afþakkaði. Bacon blessar nýju Footloose Á þeim rúmu fjörutíu árum sem Alþýðubandalagið starfaði kom það ýmsu til leiðar í íslensku þjóðlífi. Flokkurinn, sem var yst til vinstri á litrófi stjórnmálanna, var upphaflega stofnaður sem kosningasamtök árið 1956. Kjarninn í hreyf- ingunni var Málfundafélag jafnaðarmanna undir forystu Hannibals Valdimarssonar, sem nokkru fyrr hafði yfirgefið Alþýðuflokkinn. Einnig átti Sameiningarflokkur alþýðu – Sósíalistaflokkurinn undir forystu Einars Olgeirssonar aðild að bandalaginu og síðar kom Þjóð- varnarflokkur herstöðvaandstæðingar til liðs við hreyfinguna. Árið 1968 varð Alþýðubandalagið formlegur stjórnmálaflokkur og varð Ragnar Arnalds formaður. Þeir formenn sem síðar komu voru Lúðvík Jósepsson, Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og síðast Margrét Frímannsdóttir, sem kjörin var formaður haustið 1995. Hún leiddi flokkinn á breytingatímum en 1998 rann Alþýðubandalagið svo inn í Samfylkinguna sem þá var verið að stofna og bauð í fyrsta sinn fram árið 1999. Ráðherrarnir Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson. Áhrifamiklir Alþýðubandalagsmenn. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Myndasafnið Mars 1979 Tvíeðli Al- þýðubandalags Frægð og furður Reuters Hjónakornin Kevin og Kyra á frumsýningu á mynd sinni The Woodsman á kvikmyndahátíðinni í Deauville í Frakklandi árið 2004. Reuters Bacon er enn stoltur af mynd- inni sem gerði hann að stjörnu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.