SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Page 39
30. október 2011 39
N
ú um helgina eru líklegast um 4.000 rjúpnaskyttur á heiðum
uppi við veiðar. Talsverðar líkur eru á að veiðin sé treg, lítið
er um rjúpu, hún dreifð og veðrið frekar slæmt. Rjúpnaveiðar
eru krefjandi og líkamlega erfiðar, veiðimaðurinn þarf að
ganga allan daginn, oft klífa fjöll og fara upp og niður brattar hlíðar. Hann
þarf að vera einbeittur, fylgjast með veðrinu, lesa landslagið og skima eft-
ir bráðinni. Þrátt fyrir að veiðin sé lítil og stundum engin eru það yfirleitt
sáttir menn sem koma heim að kveldi. Þeir hafa verið úti, reynt á líkama
og sál og notið töfra náttúrunnar. Það er nefnilega svo, að nú orðið er það
ekki veiðin sem skiptir öllu máli í huga veiðimanna, heldur ýmislegt ann-
að, eins og það að vera úti í náttúrunni á þessum árstíma og svo auðvitað
félagsskapurinn. Í 5.000 ár hafa karlar haldið út á mörkina til að draga
björg í bú og svo á kvöldin yljað sér við eldinn, sagt veiðisögur og notið
samvistanna.
Rjúpnaveiðar eru holl afþreying bæði fyrir líkama og sál. Þetta er vert
að hafa í huga í ljósi frétta sem birtust í liðinni viku þess efnis að Íslend-
ingar nytu þess vafasama heiðurs að vera næstfeitasta þjóð Vesturlanda á
eftir Bandaríkjamönnum. Framtíðin er því miður ekki björt í þessum efn-
um. 20% íslenskra barna eru of þung og 5% þeirra of feit. Ofþyngd er afar
hættuleg heilsu okkar, hún getur orsakað marga hættulega sjúkdóma eins
og hjartasjúkdóma, krabbamein og sykursýki.
Offita er í flokki lífsstílssjúkdóma, en það eru sjúkdómar sem eru
áunnir vegna rangra lífshátta, hreyfing-
arleysis, reykinga, streitu og rangs mataræðis.
Þá er offita mjög íþyngjandi fyrir heilbrigð-
iskerfið, 6% útgjalda til heilbrigðismála á
Vesturlöndum fara til meðferðar á sjúkdómum
sem tengjast offitu. Hver aukning með-
alþyngdar Íslendinga um eitt stig líkams-
þyngdarstuðuls (BMI) eykur heilbrigð-
iskostnað þjóðarinnar um hátt í tvo milljarða á
ársgrundvelli. Íslensk náttúra er uppspretta
góðrar heilsu og því „hinn mikli læknir“ eins
og indíánarnir, frumbyggjar Ameríku, kölluðu náttúruna. Ísland er
strjálbýlasta land Evrópu og raunar eitt af strjálbýlustu löndum heims. Ís-
lendingar hafa því meiri möguleika en flestar aðrar þjóðir á að stunda
holla útivist úti í náttúrunni og bæta með því heilsu sína, styrkja líkama
og sál. Gjafir náttúrunnar, ber og sveppir og villibráð af ýmsum toga, er
einhver sá hollasti matur sem völ er á. Villibráðin er fitusnauð og laus við
óæskileg aukaefni, fyrir utan það að vera frábær matur. Veiðar, hvort sem
það eru stangveiðar eða skotveiðar, eru þjóðhagslega hagkvæmar. Það er
verið að nýta afurðir af landi sem ekki nýtist annars, veiðimenn lengja
ferðamannatímann og skilja því eftir talsverðar tekjur á landsbyggðinni.
Líklegast eyða rjúpnaveiðimenn um 36 milljónum úti á landi nú um
helgina, þessar tekjur skipta máli. Veiðar bæta heilsuna, við veiðar slök-
um við á og minnkum streitu, veiðar eru líkamlega krefjandi, villibráð er
hollustufæði og veiðar skapa atvinnu á landsbyggðinni. Offita er faraldur
hér á Íslandi, offitan kostar þjóðarbúið milljarða á ári hverju. Það er því
brýnt verkefni að stjórnvöld beiti sér fyrir því að skorin verði upp herör
gegn þeirri plágu sem ofþyngd landsmanna hefur í för með sér. Það verð-
ur meðal annars gert með því að hvetja fólk til að ferðast um okkar fagra
land og auðvelda landsmönnum að stunda veiðar. Því miður er það nú
svo að undanfarin ár, segjum undanfarin átta til tíu ár, hefur okkur stöð-
ugt verið gert erfiðara fyrir að njóta íslenskrar náttúru. Lokað hefur verið
slóðum á hálendinu sem jeppamenn hafa ekið í áratugi án þess að náttúr-
an bæri nokkurn skaða af. Skotveiðar á öræfum hafa verið bannaðar eða
takmarkaðar án nokkurra sannfærandi raka. Silungsveiðimenn hafa verið
skyldaðir til að greiða fyrir veiðileyfi í vötnum í þjóðlendum. Veiðar og
nánast öll útivist bætir heilsuna, nærir líkama og sál. Eins og áður sagði
verður líklegast frekar lítil rjúpnaveiði í ár. Náttúrufræðistofnun leggur til
að hver veiðimaður veiði aðeins sex rjúpur. Þetta er vitaskuld aðeins
ábending, sumir veiðimenn þurfa kanski tólf rjúpur fyrir sig og sína, aðrir
aðeins fjórar. Það sem skiptir máli er að gæta hófs við veiðarnar, veiða að-
eins fyrir sig og sína. Rjúpan er einhver sá besti matur sem völ er á, hún
lifir á háfjallagróðri og velur fæðu sína af mikilli kostgæfni. Hlutskipti
rjúpunnar er að vera matur, allar rjúpur eru nefnilega étnar. En – hvað
eiga þeir veiðimenn að gera sem aðeins veiða eina rjúpu nú í haust? Jú,
bringurnar má hakka með hníf og bragðbæta með eggjarauðu, kryddi og
borða hráar sem forrétt. Bein, fóarn og hjörtu má svo hluta niður, steikja,
sjóða og búa til kraft til að bragðbæta sósur, til dæmis með lambakjöti.
Betri villibráðarkraft er ekki hægt að hugsa sér. Þeir veiðimenn sem hins
vegar fá enga rjúpu geta huggað sig við það, að þeir hafa sennilega lést um
nokkur kíló, styrkt hjarta og lungu og upplifað enn einn dag í paradís.
Feit þjóð í
fögru landi
Villibráð
Sigmar B. Hauksson
’
Rjúpna-
veiðar
eru holl
afþreying bæði
fyrir líkama og
sál.
Risastór legókall
fannst í fjörunni í Sara-
sota í Flórída í Banda-
ríkjunum. Jeff Hind-
man fann gripinn en
hélt í fyrstu að hann
væri strandað sjáv-
ardýr en svo reyndist
alls ekki vera. „Ég
botna ekkert í þessu,“
sagði hann við Herald
Tribune.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem legókalli skolar á
land en svipaður kall fannst á strönd í Hollandi 2007
og Englandi 2008. Í þau skipti tengdist atburðurinn
listamanninum Ego Leonard og svo virðist sem þessi
kall sé líka kominn frá honum. Hann er að minnsta
kosti merktur að aftan Ego Leonard 8. Kona í Sara-
sota var þrátt fyrir þetta viss um að kallinn kæmi úr
geimskipi og aðrir voru vissir um að þetta væri hluti
kynningarherferðar fyrir nýjan Legoland-skemmtigarð
í Flórída. Garðurinn var opnaður 15. október, aðeins
tíu dögum áður en kallinn fannst. Leonard sendi frá
sér þessi skilaboð fyrir hönd kallsins: „Ég er feginn
að ég komst alla þessa leið. Gott veður og vingjarn-
legt fólk. Ég held ég verði hér um tíma.“ Lögreglan er
með legókallinn í sinni vörslu og eigandinn hefur 90
daga til þess að sækja hann.
Legó í fjörunni
Dúkka bjargaði fjöl-
skyldu í Tennessee í
Bandaríkjunum frá því
að brenna inni í vik-
unni. Dúkkan var
skólaverkefni hjá
stúlkunni á heimilinu,
sem átti að sinna öll-
um hennar þörfum því
dúkkan fer annars að
gráta.
Verkefnið á að sýna
unglingum hversu
mikil ábyrgð það er að sinna ungbarni. Húsið brann til
grunna en fjölskyldan bjargaðist. „Stelpan segir að
hún sofi venjulega mjög fast en ekki eftir að hún tók
dúkkuna heim. Það heyrðist eitthvað í dúkkunni og
stelpan vaknaði við það,“ sagði talsmaður lögreglu
Kathy Tyson við dagblað í bænum La Vergne. „Hún
fór fram til að kanna það sem henni heyrðist vera
diskur að brotna. Þegar hún opnaði dyrnar mætti hún
reykjarmekkinum,“ sagði Tyson.
Það var þó enginn diskur sem brotnaði heldur var
þetta hljóðið í rúðu sem sprakk baka til í húsinu.
Stelpan fór strax og vakti móður sína og kærasta
hennar og þeim tókst að komast út heilum á húfi.
„Stelpan vildi fara aftur inn að sækja bíllyklana
sína en það var ekki hægt,“ sagði slökkviliðsstjórinn
Victor Woods. „Mínútu eða tveimur síðar hefði þessi
saga fengið annan endi.“
Dúkkan bjargvættur
Alþýðubandalagið og þingmenn þess komust nokkrum sinnum í
ríkisstjórn. Einstaka ráðherra mætti hér nefna. Lúðvík Jósepsson var
sjávarútvegsráðherra tvívegis og tók þá af skarið með útfærslu land-
helginnar fyrst í 50 og síðar 200 sjómílur. Magnús Kjartansson, sem sat
í ríkisstjórn 1971-1974, beitti sér fyrir ýmsum umbótum á sviði al-
mannatrygginga. Hjörleifur Guttormsson lét til sín taka sem iðn-
aðarráðherra á árunum 1978-1983 og einn af svipmeiri fjármála-
ráðherrum Íslandssögunnar er Ólafur Ragnar Grímsson sem sat við
ríkiskassann í Arnarhváli frá hausti 1988 til vors 1991. Er í þessari upp-
talningu hvergi á aðra ráðherra flokksins hallað þótt ónefndir séu.
„Alþýðubandalagið var þjóðernissinnaður sósíalistaflokkur sem
hafði meiri hljómgrunn en hliðstæðir flokkar annars staðar á Norð-
urlöndunum,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við
Háskólann á Akureyri. „Gjarnan naut flokkurinn fylgis 17-18% kjós-
enda og stundum náði það raunar meiri hæðum, t.d. 1978 þegar Al-
þýðubandalagið fékk nærri 23% fylgi. Þjóðernishugsun flokksins birt-
ist mjög sterkt í andstöðu gegn veru bandarísks herliðs hér á landi sem
og í andstöðu gegn NATO. Þá var hið sósíalíska element í flokknum
sterk taug sem hafði samband við launafólk og samtök þess. Alþýðu-
bandalagið var sprottið upp úr flokkum sem höfðu sterk tengsl við
hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu, t.d. Komintern, og klofnings-
brotum úr Alþýðuflokknum. Þetta tvíeðli einkenndi flokkinn alla tíð
og má segja að það hafi brotist fram síðar, til dæmis á árunum upp úr
1980 og eftir það þegar deilur og ágreiningsmál fóru að einkenna
flokkinn en sú var raunin allt uns flokkurinn gekk inn í Samfylkinguna
þótt aðrir fyndu skoðunum sínum farveg innan VG.“
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Þjóðernissinn-
aður sósíal-
istaflokkur sem
hafði meiri hljóm-
grunn en hliðstæðir
flokkar annars staðar
á Norðurlöndunum.
Birgir
Guðmundsson.