SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 44

SunnudagsMogginn - 30.10.2011, Síða 44
44 30. október 2011 Alan Glynn – Bloodland bbbbnn Írski rithöfundurinn Alan Glynn er líklega þekktastur fyrir það að hafa skrifa bókina The Dark Fields og síðan handrit upp úr henni sem varð að kvikmyndinni Limitless, en hann á að baki fleiri bækur, nú síðast Bloodland sem kom út í byrjun september. Hún segir frá ungum írskum blaðamanni sem tekur að sér að rannsaka andlát ungrar stúlku með það í huga að skrifa um hana bók, en hún fórst í þyrluslysi. Hann kemst fljótlega á snoðir um að eitthvað var bogið við slysið, það átti auðsjáanlega að ráða einhverjum bana, en erfitt að átta sig á hvern farþeganna átti að myrða. Á sama tíma eru dularfullir hlutir að gerast í Kongó sem tengjast heimsókn öldungadeildarþingmanns þangað, en hann er með í bígerð forseta- framboð, og drykkfelldur fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands býr sig undir að leysa frá skjóðunni um skuggalegt leyndarmál. Frekar flókin saga, en lipurlega skrifuð og skemmtilegt hvernig írska húsnæðisbólan birtist í henni. Gregg Hurwitz – You’re Next bbmnn Bandaríski rithöfundurinn Gregg Hurwitz er margfaldur metsölu- höfundur og einnig afkastamikill handritshöfundur og hefur skrifað margar teiknimyndasögur. Það fer og ekki á milli mála að hann kann sitt fag, kann að flétta saman svo snúinn söguþráð að lausnin kemur ekki í ljós fyrr en á síðustu metrunum og heldur samfelldri spennu allan tímann. Í sem skemmstu máli þá fjallar bókin um munaðarlausan mann sem kvænist og eignast dóttur. Lífið leikur við hann, hann rekur byggingarfyrirtæki í örum vexti og nýtur mikillar hamingju í einkalífinu, þar til skyndilega að flest fer að ganga honum í óhag. Ólánið hefst með því að hann er svikinn af illum undirverktaka og svo taka ofbeldishneigðir óþokkar að elta hann á röndum. Lögreglan vill síðan ekkert fyrir hann gera og fljót- lega þarf hann að glíma við ofurefli liðs nánast einn síns liðs án þess þó að vita af hverju. Fljótlega verður honum þó ljóst að það er sitt- hvað óuppgert í fortíðinni. Líkt og vill vera með bandarískar spennusögur þá er mikið ofbeldi í bókinni, fullmikið jafnvel, og þeir sem hafa ekki smekk fyrir því að sakleysingjar séu barðir til bana eða pyntaðir til að skapa spennu ættu að láta bókina eiga sig. Þeir sem harðari eru af sér geta haft af henni nokkurt gaman. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 9. - 22. október 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jo- nasson / JPV útgáfa 2. Ekki líta undan - El- ín Hirst / JPV útgáfa 3. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 4. Húshjálpin - Kathryn Stockett / JPV útgáfa 5. Hjarta mannsins - Jón Kal- man Stefánsson / Bjartur 6. Órólegi maðurinn - Henning Mankell / Mál og menning 7. Þræðir valdsins - Jóhann Hauksson / Veröld 8. Hollráð Hugos - Hugo Þór- isson / Salka 9. Galdrakarlinn í OZ - L. Frank Baum / Edda 10. Fallið er hátt - Anna Grue / Vaka-Helgafell Frá áramótum 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jo- nasson / JPV útgáfa 2. Ég man þig - Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 3. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 4. Stóra Disney köku- & brauðb. - Walt Disney / Edda 5. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 6. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 7. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 8. Betri næring - betra líf - Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 9. Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 10. Frelsarinn - Jo Nesbø / Upp- heimar Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. G oðsögnin um drykkfellda og úfna snill- inginn er lífseig og stundum dugir það miðlungslistamönnum að vera drykk- felldir og rytjulegir; best ef þeir drekka sig í hel, þá eru þeir mærðir sem vanmetnir snill- ingar. Það eru þó til listamenn sem lifað hafa í skugganum, eða réttara sagt skugghverfunum, og samt, eða kannski þrátt fyrir það, skilið eftir sig listaverk. Bandaríski rithöfundurinn Charles Bu- kowski er dæmi um það, meistari orðsins, sem glímdi við drykkjusýki alla tíð og var alltaf upp á kant við þjóðfélagið og borgaralegt regluverk. Fyrir stuttu gáfu Uppheimar út bókina Hollywood eftir Bukowski, sem er aðeins fjórða bókin eftir hann sem gefin er út á íslensku, þó að ljóð eftir hann sé víða að finna í ljóðasöfnum á íslensku. Bukowski fæddist 16. ágúst 1920 og lést 9. mars 1994. Hann fæddist í Andernach í Þýskalandi, átti þýska móður en bandarískan föður, og var gefið nafnið Heinrich Karl Bukowski. Þess má geta að föðurafi hans var einnig þýskur, fluttist til Banda- ríkjanna undir lok nítjándu aldar. Þegar piltur var þriggja ára fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna, til Los Angeles, og Bukowski ólst þar upp. For- eldra hans köllu hann Henry upp á amerískan máta, en þegar Bukowski óx úr grasi kaus hann frekar nafnið Charles. Í æviminningabrotum rakti Bukowski það að faðir hans hefði verið vandræðapési sem tyftaði fjölskylduna þegar svo lá á honum og snemma má segja að drengur hafi horfið inn í sig, hann dró sig í hlé frá umhverfinu og átti lítið samskipti við jafnaldra sína. Áfengið var honum mikill lausnari og hann hefur lýst því hvað það hafi verið frábær tilfinning að smakka áfengi í fyrsta sinn og hann eyddi síðan ævinni í að reyna að komast í það dá- semdarástand að nýju. Bukowski stundaði nám við háskóla í Los Ang- eles en lauk því námi ekki, hann vildi lifa en ekki læra og ákvað að reyna fyrir sér sem rithöfundur og blaðamaður. Hann vakti snemma athygli fyrir smásögur sem þykja forvitnilegar í dag, en vöktu ekki ýkja mikla hrifningu á sínum tíma og svo fór að Bukowski hætti að skrifa og einbeittri sér að því að drekka í um áratug. það tímabil varð hon- um ríkuleg uppspretta í einskonar æviminn- ingaskáldskap með aukasjálfið Henry Chinaski í aðalhlutverki. Á þessum tíma vann hann ýmsa vinnu, var um tíma í niðursuðufabrikku og bar út póst. Segja má að drykkjan hafi komið honum aftur í gang sem rithöfundi, eða réttara sagt afleiðingar drykkjunnar, því hann var lagður á sjúkrahús nær dauða en lífi með blæðandi magasár 1955 og eftir það tók hann að skrifa ljóð. Fyrstu ljóðabækurnar komu svo út 1963, It Catches My Heart in Its Hands, og 1965, Crucifix. Hann skrifaði líka fastan pistil í dagblað á þeim árum, en vann annars fulla vinnu hjá póstinum. 1969 hætti hann dagvinnu og tók til við að skrifa í fullu starfi. Fyrsta skáldsagan Post Office, kom út ári síðar, en alls liggja sex skáldsögur. Hollywood er ein þeirra, segir frá því er Henry Chinaski tekur að sér að skrifa handrit að kvikmynd, en bókin, sem kom út 1989, byggist á reynlsu Bukowskis sjálfs af því að skrifa hand- ritið að kvikmyndinni Barfly sem byggist á reynslu Bukowskis af samfelldri drykkju til margra ára. Charles Bukowski lést úr hvítblæði skömmu eftir að hann lauk við síðustu skáldsögu sína, Puklp, sem kom út á íslensku undir nafninu Reyf- ari 1995. Eftir hann liggur grúi verka, áður er getið um sex skáldsögur, en ljóðabækurnar eru nærfellt fimmtíu og ekki allt komið, því hann skrifaði mikið fyrir allskyns jaðarblöð sem eru löngu horf- in og gleymd, en einnig eru ellefu smásagnasöfn, nokkur greinasöfn, leikrit og á annan tug kvik- myndahandrita. Charles Bukowski er dáður í dag og metinn sem magnaður rithöfundur, en einu sinni var hann bara fyllibytta. Drykkfelldur og úfinn snillingur Fyrir stuttu kom út skáldsagan Hollywood eftir þann merka mann, Charles Bukowski, sem er í dag talinn með helstu rithöfundum Bandaríkjanna, en var á sinni tíð álit- inn drykkjurútur og flysjungur. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.