Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Skattheimtufrekir menn byrja áþví að hækka skatta. Svo breyta þeir um nafn á sköttum og hækka þá í leiðinni. Þá segjast þeir næst vera að leggja á skatta í þágu góðs málefnis og skatttekjurnar séu aukaatriði. Og svo loks segjast þeir vera að gera skatta sanngjarnari og koma á slíkum í stað annarra mun ósanngjarnari.     Skatt-heimtufrekj- ur eru nú fyr- irmenni þjóðar- innar. Þær hafa einungis setið í rúmt ár en hafa þegar notfært sér allar fram- angreindir aðferðir til að rökstyðja sífelldar skattahækkanir.     Þeir hækkuðu skatta til að sýnaumhverfisást. Þeir breyttu um nöfn á sköttum til að fá þeim mild- ara yfirbragð. Og nú segjast þeir vilja taka upp vegaskatta í stórum stíl. Ekki til að fá nema óverulegar viðbótartekjur að sögn heldur í sanngirnisskyni. Svo skal setja inn- an tíðar merki í alla bíla til að sjá hvert þeim var ekið og rukka svo í framhaldinu.     Notendagjöld eru svo miklu sann-gjarnari en bensín- og olíu- gjöld, segir samgönguráðherrann. En ökumenn héldu einmitt að bens- íngjöld væru notendagjöld. Þeir héldu að væri bensíni brennt þá benti það til þess að bílnum væri ek- ið. Það kæmi að vísu ekki fram hvert? En af hverju vill samgöngu- ráðherrann vita það?     Hvað hefur þessi ráðherra haldiðfram að þessu að gert væri við bensínið sem dælt er úr tönkum bensínstöðvanna? Það væri sett á brúsa og notað út á graut?     Takk fyrir að vera ekki boðið ímat til hans. Kristján Möller Bensíngjald ekki notendagjald? Veður víða um heim 7.4., kl. 18.00 Reykjavík 6 léttskýjað Bolungarvík 4 léttskýjað Akureyri 4 léttskýjað Egilsstaðir 3 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 léttskýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 8 skýjað Ósló 7 skýjað Kaupmannahöfn 9 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 17 heiðskírt Brussel 16 skúrir Dublin 11 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað London 10 skúrir París 17 skýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 17 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt Vín 15 léttskýjað Moskva 13 léttskýjað Algarve 20 heiðskírt Madríd 15 léttskýjað Barcelona 14 skúrir Mallorca 17 skýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg 5 skýjað Montreal 12 alskýjað New York 30 heiðskírt Chicago 8 alskýjað Orlando 24 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 8. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:21 20:40 ÍSAFJÖRÐUR 6:19 20:51 SIGLUFJÖRÐUR 6:02 20:34 DJÚPIVOGUR 5:49 20:11 Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is LÁRUS Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, tók við fyrirmælum frá stórum hluthöfum bankans um fjárfestingaákvarðanir meðan bank- inn starfaði. Skilanefnd Glitnis hef- ur stefnt þeim Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni og þremur starfsmönn- um Glitnis vegna viðskipta sem við- komandi komu að með einum eða öðrum hætti. Starfsmennirnir sem um ræðir eru þeir Rósant Már Torfason, Magnús Arngrímsson og Guðný Sigurðardóttir. Þrjú síðast- nefndu starfa öll hjá Íslandsbanka, en hafa nú tekið sér leyfi á meðan málið er rekið fyrir dómstólum. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Sjónvarpsins í gær- kvöldi. Engar persónulegar skuldir Fram kemur í stefnu skilanefndar að Jón Ásgeir Jóhannesson segi í tölvupósti til Lárusar hinn 11. maí 2008 að klára þurfi ákveðin mál. Einn milljarður sem hann eigi að fá greiddan eigi að fara að fjórðungi til greiðslu á yfirdrætti hjá Glitni, enda sé „prinsipp mál að vera ekki með persónulegar skuldir“. Síðar leggur Jón til að hann gerist starfandi stjórnarformaður Glitnis. Pósturinn er síðan áframsendur á starfmenn Glitnis. Einn þeirra svarar til að eig- andinn setji forstjórann Lárus í erf- iða stöðu með umræddum pósti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glitnir Skilanefnd bankans vill háar skaðabætur frá fyrrverandi eigendum og stjórnendum. Afskipti eigenda af lánastarfsemi bankans voru talsverð, samkvæmt stefnu sem skilanefndin birti þeim fyrir páska. Lárus fékk bein fyrir- mæli frá Jóni Ásgeiri  Tölvupóstsamskipti milli stórra hluthafa í Glitni og æðstu stjórnenda bankans leiða í ljós rík afskipti eigenda ’ Þetta erumálin sem éger að bögga ykkurmeð, aðallega ítekjuöflun fyrir bankann set þetta skýrt upp the bo- nus way svo við getum með ein- földum hætti klárað málin. FYRIRSÖGN Á TÖLVUPÓSTI JÓNS ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR TIL LÁRUSAR WELDING ’Þetta eru málin nenni ekki aðbögga ykkur á hverjum degi meðþessu enda ætlast ég til að CEO þess-ara félaga vinni sín mál. Ef við komumþessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kanski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnisbanka ÚR TÖLVUBRÉFI JÓNS ÁSGEIRS JÓHANNESSONAR TIL LÁRUSAR WELDING ’Mér finnsthinn góði eig-andi okkar aðeinssetja þig í erfiðastöðu með þess- um mail. Golds- mith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera. Kv. Einar ÚR TÖLVUPÓSTI EINARS ÓLAFSSONAR,ÞÁ- VERANDI FRAMKVÆMDASTJÓRA FYR- IRTÆKJARÁÐGJAFAR BANKANS, TIL LÁR- USAR WELDING EN ÁÐUR HAFÐI LÁRUS ÁFRAMSENT Á HANN BRÉF JÓNS ÁSGEIRS ’ Ég ítreka aðég legg miklaáherslu á að viðgerum þetta meðþeim hætti sem rætt var um.... ÚR TÖLVUBRÉFI PÁLMA HARALDS- SONAR, KENNDUR VIÐ FONS, TIL LÁRUSAR WELDING EN FLÉTTAN SNERIST AÐALLEGA UM HANN ’ Verð að viðurkenna að ég skilekki af hverju við lánum ekki baraPálma tvo milljarða til að koma fyrir áCayman áður en hann fer á hausinn. Ístað þess að fara alla þessa Goldsmith æfingu. ÚR TÖLVUPÓSTI EINARS ÓLAFSSONAR TIL LÁRUSAR WELDING Orðrétt úr tölvupóstum Í STEFNUNNI á hendur Jóni Ás- geiri og félögum eru birt brot úr tölvupóstsamskiptum sem sýna afskipti eigenda. Um er að ræða fléttu sem átti að skila Pálma Haraldssyni milljarði króna auk fjögurra til uppgreiðslu lána. ÚTLIT er fyrir að breytt verði um fyrirkomulag við ráðningar lækna- nema til heilbrigðisstofnana eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis. „Ég sé ekki í þessu áliti rök- stuðning umboðsmanns á því hvers vegna hann telur núverandi fyrir- komulag ólöglegt,“ segir Jóhann Sigurjónsson, ráðningarstjóri hjá Félagi læknanema. Bendir hann á að stjórnsýslufræðingur sem félag- ið leitaði til telji að fyrirkomulagið standist lög. Samrýmist ekki lögum Heilbrigðisstofnanir hafa ráðið læknanema eftir sérstakri „ráðn- ingarröð“ sem Félag læknanema heldur utan um. Læknanemi kvartaði yfir þessu fyrirkomulagi við umboðsmann. Í áliti umboðsmanns kemur fram að hann skilur bréf heil- brigðisráðu- neytisins til sín og heil- brigðisstofn- ana þannig að það telji ráðningar- fyrirkomulag- ið ekki sam- rýmast lögum. Heilbrigðisráðuneytið segist hafa áréttað það við Landspítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir að sömu reglur giltu um ráðningar lækna- nema og aðrar stöður á ríkisstofn- unum. Þess vegna ætti ekki að styðjast við ráðningarraðir Félags læknanema. Jóhann Sigurjónsson segir að heilbrigðisstofnanirnar ráði því hvort þetta fyrirkomulag verði áfram notað eða hvort þær leiti að starfsfólki með öðrum hætti. Hætt verði við ráðn- ingarraðir læknanema Lárus Welding Snorrason, þáver- andi bankastjóri Glitnis banka, sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna málsins: „Í þessum sem og öðrum við- skiptum unnum við starfsmenn bankans af fullum heilindum og fullkomlega innan okkar heim- ilda, samkvæmt reglum bankans með það að markmiði að verja hagsmuni hans í því gríðarlega erfiða markaðsumhverfi sem ríkti sumarið 2008. Fyrir liggur að í þessum viðskiptum, sem voru að stærstum hluta fram- lenging á áður ótryggðu láni og að minni hluta ný lánveiting, batnaði heildartryggingastaða bankans verulega gagnvart þess- um viðskiptavini. Ég tel því kröfugerð bankans á hendur mér ekki studda hald- bærum rökum og harma sér- staklega að skilanefnd bankans kjósi að draga almenna starfs- menn bankans inn í þessi mála- ferli, sem verða fyrirsjáanlega mjög tímafrek og kostn- aðarsöm.“ Lárus tók að lokum fram að hann hygðist ekki tjá sig frekar um málið opinberlega. Unnið af heilindum og innan heimilda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.