Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 FRANSKA sendiráðið á Íslandi veitir styrki til náms í Frakklandi. Styrkirnir standa til boða náms- mönnum af öllum fræðasviðum og eru opnir Íslendingum. Fimm styrkir eru í boði á þessu ári auk styrks til listnáms í Frakklandi. Forgang hafa nemendur á masters- eða doktorsstigi og þeir sem hyggj- ast taka tvær annir eða fleiri af námi sínu í Frakklandi. Umsókn- areyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu franska sendiráðsins, www.ambafrance.is, en þeim skal svo skilað í sendiráðið að Túngötu 22. Umsóknarfrestur rennur út þann 7. maí nk. Sendiráðið veitir frekari upplýsingar. Námsstyrkir í Frakklandi Í DAG, fimmtudag kl. 12.25-13.25, heldur Katrín Ólafsdóttir, hagfræð- ingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, fyrirlestur í stofu 132 í Öskju, undir yfirskrift- inni „Kynjuð kreppa - karlar og konur í ljósi hagfræðilegrar grein- ingar“. Í fyrirlestrinum skoðar Katrín hvort fjármálakreppan hafi mismunandi áhrif á karla og konur og við hverju má búast á næstu misserum Sem dæmi má nefna að atvinnuleysi karla jókst mun hrað- ar en kvenna fyrstu mánuði krepp- unar. Þá veltir hún fyrir sér hvort rekja megi upphaf kreppunnar til mismunandi áhættuhegðunar kvenna og karla. Kynjuð kreppa Á LAUGARDAG og sunnudag nk. verður boðið upp á helgarnám- skeið í 5Rytma dansi. Nám- skeiðið fer fram í Klassíska list- dansskólanum í Reykjavík á Grensásvegi 14. Námskeiðið, Maps to Ecstacy, vísar til þess nátt- úrulega trans sem dansinn gefur. Kennari er Alain Allard, sem hefur kennt hér á landi reglulega undan- farin 10 ár. Hægt er að dansa á opnu kvöldi á föstudag kl. 19.30- 21.30 eða þá alla helgina. Nánari upplýsingar má finna á www.dans- fyrirlifid.is. Helgarnámskeið í 5Rytma dansi Alain Allard FARFUGLAHEIMILUNUM í Laugardal og við Vesturgötu hefur verið veitt vottun norræna umhverf- ismerkisins Svansins. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri Farfuglaheimilisins í Reykjavík, seg- ir vottunina auðvelda mjög markaðs- og kynningarstarf. Ekki dugi lengur að vera með einhliða viljayfirlýsingar um góða starfshætti heldur séu gest- ir upplýstir og vilji heldur kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem séu vottuð af þriðja aðila. Svanurinn sé þekktur og því kærkominn. „Farfuglar hafa alltaf verið mjög meðvitaðir um umhverfið og sam- þykktu þegar árið 1999 umhverfis- stefnu og leituðu þá strax að um- hverfisstaðli, sem við fundum í Svaninum,“ segir hún. Svanurinn er opinbert umhverfis- merki Norðurlanda og á að ýta und- ir sjálfbæra þróun samfélagsins svo að komandi kynslóðir hafi jafna möguleika og núverandi til að mæta þörfum sínum. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra afhenti fyrirtækinu Svan- inn í fyrradag og sagði við það tæki- færi að Farfuglaheimilin hefðu lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi og vottunin væri staðfesting árangurs- ins sem hefði náðst. „Það er ánægjulegt að sjá að stöðugt fjölgar í hópi Svansleyfa, enda eru Svans- leyfin á Íslandi orðin sjö talsins, auk þess sem 12 aðrar umsóknir hafa borist Umhverfisstofnun,“ sagði hún. „Mjög meðvitaðir um umhverfið “  Farfuglaheimilin í Laugardal og við Vesturgötu hafa verið vottuð með um- hverfismerki  Mjög mikilvægt svo að gestir geti gengið að gæðunum vísum Morgunblaðið/Ernir Farfuglaheimili vottuð Rafal Ziolkowski, Sigríður Ólafsdóttir, Stefán Har- aldsson, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Vita Stale. Villa í æviágripi Í æviágripi um Guðjón Her- manníusson sem birtist 30. mars sl. var villa. Rétt er að faðir Ólafíu S. Ísfeld, eiginkonu Guðjóns, var Jón Ísfeld, kaupmaður í Neskaupstað. LEIÐRÉTT VERULEGAR framfarir hafa orðið á öryggisbúnaði bif- reiða á sl. árum, bæði í búnaði sem dregur úr hættunni á umferðarslysum og búnaði sem verndar þá sem lenda í umferðarslysum. Bílgreinasamband Íslands vakti í gær athygli á háum aldri einkabíla á Íslandi, þar sem með- alaldurinn er 10,2 ár en 8,5 ár innan Evrópusambands- ins. „Það hefur orðið gríðarleg framþróun í öryggis- búnaði. Lengi vel höfðum við aðeins bílbeltin, sem vissu- lega voru gríðarlega stórt skref. Síðan komu abs- bremsurnar og nú á síðustu árum má segja að það hafi orðið hálfgerð sprenging í þróun öryggisbúnaðar,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins. Sem dæmi megi nefna veltivörn, nýjar gerðir bíl- belta og svo stöðugleikastýringuna sem búin sé að margsanna sig í Bandaríkjunum og Evrópu. „Það væri hægt að bjarga mörg þúsund mannslífum ef þetta væri í öllum bílum og okkur fannst kominn tími til að vekja at- hygli á því.“ Er það mat Bílgreinasambandsins að leiða megi líkur að því að fækka mætti umferðarslysum á Íslandi um ríf- lega 1.000 á ári hverju og fækka alvarlegum umferð- arslysum enn meira ef allur bílafloti landsmanna væri búinn nýjasta öryggisbúnaði. „Þetta eru tölur sem byggjast á meðalfjölda slysa hér á landi og reynslunni að utan og er varlega áætlað,“ seg- ir Özur. Öryggismálin verða einnig í brennidepli á opnu húsi sem haldið verður hjá flestum bílaumboðum landsins nk. laugardag. annaei@mbl.is Öryggisbúnaður í brennidepli Morgunblaðið/Ernir Öryggisatriði Ólafur Kr. Guðmundssyni, varaformaður FÍB og Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins með veltistýri og annan öryggisbúnað sem fækkað getur alvarlegum umferðaslysum töluvert. Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is „FORMAÐUR Dýralæknafélags Íslands veg- ur að heilli stétt með orðum sínum og dregur í efa fagþekkingu okkar lyfjafræðinga á opin- berum vettvangi. Ég harma það og býð dýra- lækna velkomna á okkar fund til þess að ræða málin og finna lausnir á þeim vandamálum sem formaður Dýralæknafélags Íslands vitnar í,“ segir Aðalheiður Pálmadóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands. Formaður Dýralæknafélagsins sagði í Morgunblaðinu 26. mars sl. þá í apótekum mjög illa inni í dýralyfjum og þar sem dýra- læknar beri meiri ábyrgð en læknar þegar þeir ávísi lyfjum hafni sumir þeirra beiðnum um lyfseðla sem leystir séu út annars staðar. Morgunblaðið sagði sögu tveggja bænda sem fengu ekki lyfseðla þegar ljóst var að þeir vildu kaupa lyfin í apótekum en ekki af dýralækn- unum. Formaður lyfjagreiðslunefndar, Rúna Hauksdóttir, sagði þá einnig að augljósir hags- munaárekstrar væru við lyfjasölu dýralækna og að breyta þyrfti fyrirkomulaginu. Alfreð Schiöth, ritari Dýralæknafélags Ís- lands, segir í forföllum formannsins dýra- lækna treysta fagþekkingu lyfjafræðinga, en ítrekar þá miklu ábyrgð sem dýralæknar bera á lyfjagjöfum, þar sem mörg dýralyfja séu án markaðsleyfa. Sauðfjárbændur ræða lyf Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin taka lyfjamál fyrir á árlegum aðalfundi sauð- fjárbænda í dag: „Við viljum að gerðar verði reglulegar verðlagskannanir á lyfjum, að lyfja- verð verði aðgengilegt fyrir bændur og að breytingar á reglum leiði ekki til verðhækkana á lyfjum.“ Bændur vilja breytta álagningu lyfja Sauðfjárbændur áttu fund með dýralæknum fyrir páska. „Við nefndum hvort þeir hefðu skoðanir á því að við berðumst fyrir því að settar yrðu reglur um fasta krónutölu á álagn- ingar eins og gert er með lyf fyrir menn. Þeir sögðust nú ekki hafa neina sérstaka stefnu um það.“ Alfreð segir eðlilegt að sjálfsagt að stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda leiti til lyfja- greiðslunefndar með hugmyndir um breytta álagningu. „Ég geri ráð fyrir að ákvörðun lyfjagreiðslunefndar um álagninguna sé byggð á reynslu þeirra og að horft sé á sanngjarnan máta á alla þætti sölunnar.“ Lyfjafræðingum finnst að sér vegið  Segjast kunna sitt fag  Dýralæknum umhugað um ábyrgð sína  Sauðfjárbændur ræða lyfja- verð á ársfundi og vilja verðið upp á yfirborðið  Hámark álagningar í höndum lyfjagreiðslunefndar Endurskoða þarf lyfja- lögin í landinu í heild. Þetta segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar. „Ekki dugir að stagbæta lögin bút fyrir bút, eins og gert hefur verið frá 1994.“ Lengi hafi verið rætt um að endurskoða lögin en vinnan sé mikil og í höndum heilbrigðisráðuneytisins. Rannveig segir að meðal annars þurfi að setja skýrari reglur um lyfsölu dýralækna. Endurskoða þarf lyfjalögin Rannveig Gunnarsdóttir ICELANDAIR og Iceland Ex- press hafa að undanförnu boðið upp á pakka- og tilboðsferðir hingað til lands, þar sem gert er út á eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Hjá félögunum fengust þær upp- lýsingar að vel hafi selst í ferðirnar og helst vonast til að gosið standi áfram og yfir sumarið – þannig að markaðssetningin borgi sig. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, hafa pakkaferðir félagsins mælst vel fyr- ir og sala á þeim gengið vel, ekki síst í Bretlandi. Guðjón segir að telja megi farþega sem komi hingað til lands í gosferðir með Icelandair í hundruðum. Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, tekur í sama streng. Félagið hafi nýtt sér gosið mikið við markaðssetningu erlendis að undanförnu og það beri greinilega árangur. Merkja megi fjölgun far- þega, þó erfitt sé að greina hverjir komi í þeim eina tilgangi að berja eldgosið augum. Matthías segir Bretum og Þjóðverjum helst hafa fjölgað. Að auki berist flugfélögunum fjölmargar fyrirspurnir um eld- gosið, s.s. hvort hægt sé að skoða það og þá hversu langt frá en einn- ig hvort óhætt sé að heimsækja Ís- land á meðan enn gýs. andri@mbl.is Gosferðir seljast vel Gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.