Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 33
Dagbók 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Sudoku Frumstig 7 6 3 9 2 8 3 1 7 8 2 1 5 9 3 1 3 6 5 8 5 9 8 7 7 1 2 9 4 3 5 7 8 6 4 3 8 3 6 9 5 4 6 9 7 1 7 1 8 5 9 8 6 1 4 2 4 1 2 5 6 3 4 5 2 3 1 2 6 5 9 7 6 3 3 4 1 6 7 6 9 4 7 2 3 8 5 1 5 3 7 1 8 4 6 2 9 8 2 1 5 6 9 7 4 3 7 5 3 9 1 6 4 8 2 1 8 9 2 4 5 3 6 7 2 4 6 8 3 7 9 1 5 3 1 5 4 7 8 2 9 6 9 6 8 3 5 2 1 7 4 4 7 2 6 9 1 5 3 8 8 1 3 7 6 5 2 4 9 7 2 4 1 8 9 6 5 3 9 6 5 3 2 4 8 7 1 5 8 6 4 1 7 3 9 2 2 4 1 9 3 6 5 8 7 3 9 7 2 5 8 4 1 6 1 5 2 8 9 3 7 6 4 6 7 9 5 4 2 1 3 8 4 3 8 6 7 1 9 2 5 4 6 3 1 5 7 8 2 9 5 1 9 2 8 6 4 7 3 7 2 8 9 3 4 6 5 1 2 8 5 3 4 1 9 6 7 3 9 1 6 7 5 2 4 8 6 7 4 8 9 2 1 3 5 1 3 7 4 6 9 5 8 2 8 4 2 5 1 3 7 9 6 9 5 6 7 2 8 3 1 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 8. apríl, 98. dag- ur ársins 2010 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Hroll setur að Víkverja í hvertskipti, sem eftirlitssamfélagið festir sig betur í sessi. Nýjasta vend- ingin lýtur að veggjöldum. Þau snú- ast um að láta ökumenn greiða fyrir notkun á vegakerfinu. Hugmyndin er sú að komið verði fyrir tölvukubbi í bílum, sem skrái með hjálp gervi- hnattar upplýsingar um akstur. Þá rúlla hundraðkallarnir væntanlega inn í ríkissjóð í hvert skipti sem ekið er framhjá tilteknum kennileitum. Víkverji ætlar ekki að fara að amast við því að nú eigi að finna enn eina leiðina til skattlagningar, en bendir á að víðast hvar þar sem þetta er gert erlendis eiga ökumenn þess kost að fara aðrar leiðir. Sú yrði sjaldnast raunin hér á landi. Víkverji veltir hins vegar fyrir sér hvort það sé réttlætanlegt að taka upp kerfi, sem hægt er að nota til að fylgjast með öllum ferðum bíla til þess eins að taka af þeim vegatoll þegar þeir þeim er ekið um tiltekna vegi. „Þetta er talið vera framtíðarmúsíkin í Evr- ópu og þarf líka að skoða hér, að teknu tilliti til persónuverndarsjón- armiða,“ var haft eftir Kristjáni Möller samgönguráðherra í Morg- unblaðinu í gær. Hver eru þessi per- sónuverndarsjónarmið? Og hvað er næst? Til dæmis mætti hugsa sér að græða einfaldlega kubb í einstak- lingana sjálfa. Þá væri hægt að taka gangstéttartoll og fylgjast með því hvenær þeir fara yfir landamæri. x x x Við gerum ráð fyrir að öllumgangi gott eitt til og sá sem ekkert hafi að fela geti ekki haft neitt á móti því að komið sé fyrir tölvukubbum hér og þar. Málið er hins vegar ekki svona einfalt. Vík- verja finnst í það minnsta að engum komi það við hvar hann sé að þvæl- ast – þótt hann sé í fullkomlega sak- lausum erindagjörðum – og hann hefði aldrei ímyndað sér þegar hann las skáldsöguna 1984 nokkru áður en það ár rann upp að hann ætti eftir að upplifa að allar forsendur hins stöðuga eftirlits yrðu til staðar án þess að borgararnir æmtu eða skræmtu. Sem betur fer er stjórn- arfarið þó ekki orðið eins og í þeirri ágætu bók. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 háskalegt, 8 heiðursmerkjum, 9 ófrægir, 10 ótta, 11 gegnsæar, 13 fífl, 15 vinna, 18 sýður, 21 hrós, 22 skaða, 23 niðurlúta, 24 málfæris. Lóðrétt | 2 atriði, 3 ve- sæll, 4 þrá, 5 vænan, 6 raup, 7 konur, 12 pen- ingur, 14 andi, 15 heið- ur, 16 stritinu, 17 fáni, 18 margt, 19 bókleg fræði, 20 sefar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skops, 4 þveng, 7 játar, 8 ellin, 9 ger, 11 rauk, 13 erta, 14 ólgan, 15 karp, 17 nema, 20 orm, 22 pokar, 23 yndið, 24 niðji, 25 torga. Lóðrétt: 1 skjár, 2 ostru, 3 sorg, 4 þver, 5 eflir, 6 gunga, 10 elgur, 12 kóp, 13 enn, 15 kæpan, 16 rykið, 18 endar, 19 auðna, 20 orri, 21 mynt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Ba6 8. Rf3 d6 9. e3 Rbd7 10. b4 Hc8 11. Bd3 c5 12. dxc5 bxc5 13. b5 Bb7 14. O-O Bxf3 15. Bxf6 Rxf6 16. gxf3 d5 17. De5 Rd7 18. Dg3 Rb6 19. Hfc1 Df6 20. Ha2 Hfd8 21. a4 dxc4 22. Bxc4 Rd5 23. Bxd5 Hxd5 24. Hc4 h5 25. h4 Dd8 26. Kg2 Kf8 27. Hac2 g5 28. Kh3 Df6 29. f4 g4+ 30. Kh2 Dd8 31. H2c3 f5 32. e4 Hd2 33. exf5 exf5 34. Hxc5 Hxc5 35. Hxc5 Dd4 36. Hxf5+ Kg7 37. Hg5+ Kh6 38. Kg1 De4 39. Dg2 Hd1+ 40. Kh2 Dxf4+ 41. Dg3 De4 42. Dg2 Df4+ 43. Dg3 Dc1 44. Dg2 Hf1 45. Hf5 Staðan kom upp á MP Reykjavík- urskákmótinu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Cori Deysi (2412) frá Perú hafði svart gegn Þorsteini Þorsteinssyni (2278). 45… g3+! og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýjanlegt. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Með bestu vörn. Norður ♠K109 ♥986532 ♦865 ♣K Vestur Austur ♠G6532 ♠87 ♥KG10 ♥D74 ♦2 ♦KDG1074 ♣G543 ♣76 Suður ♠ÁD4 ♥Á ♦Á93 ♣ÁD10982 Suður spilar 6♣. Um sagnir er það eitt að segja að austur vakti á 2♦, veikum. Síðan tóku N-S við og melduðu greinilega full- mikið. Eða hvað? Útspilið er ♦2. Hjartað þarf að nýta, en vandinn er innkomuleysið í borði. Eftir rauðu ás- ana í upphafi er freistandi að spila spaða á tíuna. Þannig fæst auka- innkoma til að vinna úr hjartalitnum EF vestur setur lítið. En vel lesinn spilari í vestursætinu gæti hoppað upp með ♠G. Alla vega er ástæðulaust að láta á það reyna. Til er leið, sem dugir, jafnvel gegn ófreskum varnarspilara. Sagnhafi spilar ♣8 á kóng, trompar hjarta með ♣9, tekur ♣Á-D, yfirdrepur ♠D með kóng (!) og trompar hjartað frítt með ♣10. Spilar loks ♣2 og leggur upp. Vestur kann að hafa losað sig við ♣G, en tvistinn verður hann að drepa – sama hvað hann er góður. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú kemst ekki hjá því að leggja hart að þér á næstunni. Ekki trúa öllu sem þú sérð og heyrir. Nágranni kemur þér til hjálpar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þér hættir til að vera of föst/fastur fyrir og það leggur stein í götu þína. Njóttu dagsins á allan hátt. Mundu að það að vera hamingjusamur/söm er ákvörðun. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú verður minnt/ur á hvað þú skuldar. Einhver fylgist með þér í leyni, vandaðu þig því við verkefnin. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú stendur frammi fyrir vali sem getur haft mjög örlagaríkar afleiðingar fyrir framtíðina. Reyndu ekki að slá ryki í augu viðmælanda, talaðu bara hreint út. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Allir kalla eftir áliti þínu. Settu þér eitt markmið – bara eitt! og náðu því. Fylgstu með eyðslunni, hún er of mikil. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir þarftu að vera ákveðin/n og sterk/ur. Liggur eitthvað á í ástamál- unum? Flýtir eykur bara líkurnar á mis- tökum. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þeir eru margir sem vilja hitta þig að máli svo þú átt erfitt með að skipuleggja tíma þinn. Þú finnur þig knúna/knúinn til þess að komast í snertingu við aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með upp- byggilegar hugmyndir. Þú ert ein/n á báti í bili, það þarf ekki að vera slæmt. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Hraður lífsstíll þinn heldur þér á þönum í dag. Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. Hugarró er mikilvæg. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Félagar og fjölskylda virðast leika sér að því að ýta við þér. Innst inni þráir þú að komast út úr rútínunni. Drífðu þig nú í líkamsræktina, við eigum bara einn líkama. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert að eyða meiri peningum þessa dagana en þú ert vön/vanur. Vita skaltu að það eru tvær hliðar á öllum mál- um og báðar eiga rétt á sér. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú ert óvenju þreytt/ur á vinnunni og þig langar því mest til að vera annars staðar. Forðastu að dragast inn í deilur annarra. Hláturinn léttir lífið og lengir það, hvernig væri að lesa bók í kvöld? Stjörnuspá 8. apríl 1703 Manntal, hið fyrsta í heim- inum sem náði til heillar þjóð- ar, var tekið á Íslandi um þetta leyti. Að því er varðaði gestkomandi fólk var miðað við þennan dag. Á Alþingi í júlí voru Árna Magnússyni og Páli Vídalín „fengin fólkstöl og kvikfjártöl af öllu landinu,“ eins og sagði í Vallaannál. 8. apríl 1989 Markaðstorgið Kolaportið var opnað í bílageymsluhúsinu undir Seðlabankanum við Arnarhól. DV sagði að húsið hefði troðfyllst af fólki og að þar hefði verið „heitt í kol- unum og mikil sala“. 8. apríl 1989 Jóhannes Jónsson opnaði fyrstu Bónusverslunina, við Skútuvog í Reykjavík. Starfs- menn voru þrír. Í blaðaauglýs- ingu sagði: „Afsláttur af öllum vörum. Engin greiðslukort – en bónus fyrir alla. Bónus býð- ur betur.“ Eftir opnunina sagði Jóhannes í samtali við Morgunblaðið: „Móttökurnar hafa verið hreint frábærar.“ 8. apríl 2008 Al Gore, friðarverðlaunahafi Nóbels, hélt fyrirlestur í Há- skólabíói um loftslagsmál. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Jenný Elísabet Skaptadóttir og Marín Eydal Sig- urðardóttir söfn- uðu 3.000 krón- um fyrir Rauða krossinn til hjálpar börnum á Haítí. Á mynd- inni er Jenný Elísabet. Söfnun Eins og sönnum jeppamanni sæmir er Emil Gríms- son, stjórnarformaður Arctic Trucks, staddur á Fimmvörðuhálsi. Hann er fimmtugur í dag og ver fyrri hluta afmælisdagsins því fjarri fjölskyldunni, eiginkonu sinni Rikke Elkjær og dætrum sínum tveimur. Tímanum er þó vel varið, því Emil er í myndatökum fyrir hinn vinsæla breska sjónvarps- þátt Top Gear og varla hægt að hugsa sér betri auglýsingu fyrir fjallabílana. „Þetta er fimmta ferðin mín hingað upp að sjá gosið,“ segir Emil og kveðst hálfpartinn hafa ver- ið búinn að gleyma afmælisdeginum. Hópurinn hefur verið síðustu tvær nætur uppi á hálsinum og sofið í bílunum, til að ná sem bestum tökum. Enski þáttarstjórnandinn James May, eða „hæggengasti maður heims“ eins og hann er stundum kallaður, er með í för og segir Emil hann eldhressan. „Það er mér efst í huga núna að snúa vörn í sókn,“ segir Emil, aðspurður hvað sé annars á döfinni. „Við erum með margt í gangi hjá Arctic Trucks og þá eru sókn- arfærin helst í útlöndum. Bæði breytingar fyrir einkanotkun, ekki síst fyrir fyrirtæki sem þurfa öfluga bíla, og svo höfum við verið að breyta bílum fyrir friðargæslu líka.“ onundur@mbl.is Emil Grímsson er fimmtugur í dag Með Top Gear við eldgosið Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Reykjavík Sigrún Anna fæddist 10. febrúar kl. 12.20. Hún vó 3.980 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Elín Jóhann- esdóttir og Viggó Einar Hilmarsson. Reykjavík Natalie Ósk fæddist 11. janúar kl. 23.26. Hún vó 3.650 g og var 51,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Lovísa Vilhjálmsdóttir og Frank Farmer.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.