Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 NÚ liggja fyrir niðurstöður sam- antektar slysa- skráningar Umferð- arstofu á umferðarslysum ár- ið 2009. Slysaskrán- ing Umferðarstofu byggist á lögreglu- skýrslum úr gagna- grunni Ríkislög- reglustjóra. Í einhverjum tilfellum rata umferðaróhöpp ekki í gagnagrunninn heldur beint á borð tryggingafélaga, en það á yfirleitt við í tilfellum þar sem ekki er um slys á fólki að ræða. Í skýrslunni má sjá jákvæða þróun hvað varðar fækkun umferðarslysa frá því sem var árið á undan. Á landinu öllu fækkar alvarlegum slysum um 15% eða úr 200 árið 2008 í 170 árið 2009. Það fellur þó sá skuggi á að 17 létust í 15 slysum í umferðinni í fyrra en árið 2008 létust 12 í jafn- mörgum slysum. Þetta er þó langt undir meðaltali þess fjölda sem látist hefur í umferðarslysum á Ís- landi undanfarin tíu ár en þeir voru að jafnaði 22. Á síðustu þremur árum hafa miklu færri lát- ist og meðaltalið er tæplega 15 á ári, en næstu þrjú ár á undan lét- ust rúmlega 24 ár hvert. 35% fækkun slasaðra á Suðurnesjum Þegar landshlutarnir eru skoð- aðir kemur í ljós að mest fækkar slösuðum á Suðurnesjum eða um 35% milli áranna 2008 og 2009. Á Vestfjörðum fækkar þeim hlutfalls- lega um 32% og á Suð- urlandi um 24%. Á höf- uðborgarsvæðinu fækkar slösuðum um 23%. Á Norðurlandi vestra fjölgar slösuðum hins vegar um 19% og á Austurlandi um 13%. Ekki er enn ljóst hvað veldur þessari aukningu á Norðurlandi vestra og Austurlandi en tilgangur skýrsl- unnar er m.a. sá að greina þau atriði í umferðarörygg- ismálum sem krefjast frekari at- hugunar og aðgerða. Í þessu sambandi er rétt að geta þess að Umferðarstofa er með á heimasíðu sinni sérstakt slysakort sem Loftmyndir ehf. hafa útbúið þar sem hægt er m.a. að greina fjölda og tegundir um- ferðarslysa á tilteknum stöðum landsins. Meðal annars er hægt að afmarka stakar götur og gatnamót og fá nákvæmar upplýsingar um einstök slys. Á grundvelli þess er hægt er að greina hættuna og gera mögulega viðeigandi ráðstaf- anir til fækkunar slysa. Almenn- ingur getur t.d. séð hver fjöldi slysa er í íbúðargötu eða hverfi viðkomandi. Kortið má nálgast á www.us.is. Góður árangur á höfuðborgarsvæðinu Á höfuðborgarsvæðinu er vit- anlega mest umferð og flest um- ferðarslys og óhöpp verða á því svæði. Það er því ánægjulegt að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur á höfuðborgarsvæðinu. Þeg- ar skoðaður er fjöldi slasaðra og látinna árið 2009 m.v. 100 þúsund íbúa og sá fjöldi borinn saman við 10 ára meðaltal kemur í ljós 26% fækkun. Fjöldinn var í fyrra 2,8 en meðaltalið er 3,8. Á landinu öllu nemur þessi fækkun 18%. Það er því ljóst að þessi mikla fækkun á höfuðborgarsvæðinu vegur þungt í þeim árangri sem náðst hefur. Árið 2009 var samanlagður fjöldi þeirra sem létust og slös- uðust bæði alvarlega og lítilsháttar á höfuðborgarsvæðinu kominn nið- ur í 564 manns úr 730 árið áður. Þessi fækkun nemur tæpum 23% milli ára. Er um raunfækkun slysa að ræða? Þegar árangur í umferðarörygg- ismálum er metinn dugar ekki ein- göngu að skoða þær breytingar sem eiga sér stað á fjölda slysa og slasaðra. Skoða þarf hvort um raunverulega aukningu eða fækk- un er að ræða með tilliti til fjölda íbúa, fjölda ökutækja, ekinna kíló- metra og annarra hagtalna sem áhrif geta haft á þróun mála. Á blaðsíðum 44 til 48 í skýrslunni má sjá vísitölur sem allar benda til þess að um raunverulegan árangur og fækkun umferðarslysa sé að ræða. Dæmi um það er að fjöldi slasaðra og látinna á hverja 100 þúsund íbúa er árið 2009 407, en meðaltal tíu ára á undan er 457. Þetta er u.þ.b. 11% fækkun slysa á hverja 100 þúsund íbúa. Hvað veldur? Það er vert að skoða hver helsta orsök þessa árangurs er og ekki síður mikilvægt er að greina þá þætti sem bæta þarf úr, svo enn betri árangur náist í komandi framtíð. Þá jákvæðu þróun sem sjá má í skýrslunni má fyrst og fremst þakka ökumönnum sjálfum. Jafnframt má nefna aukið eftirlit lögreglu og breytta aðferðafræði við löggæslu – ekki hvað síst á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar breytinga á lögum um sektir og viðurlög ásamt refsipunktum árið 2007 hefur mátt sjá töluverða fækkun slysa en ljóst er að lög- regla hefur fylgt þeirri lagasetn- ingu eftir með markvissu eftirliti. Á undanförnum árum hefur verið unnið að eflingu fræðslu og áróð- urs fyrir almenna vegfarendur og ökunema. Með tilkomu laga um akstursbann hefur stórlega dregið úr alvarlegum umferðarlagabrot- um og slysum meðal ungra öku- manna. Vegna efnahagsástandsins hefur dregið úr umferð en samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerð- arinnar er sá samdráttur líklega ekki meiri en 1,5% miðað við mæl- ingar á þjóðvegum á höfuðborg- arsvæðinu milli áranna 2008 og 2009. Minni umferð er því aðeins lítill áhrifavaldur í þessum efnum. Það er í það minnsta ljóst að árið 2009 voru töluvert minni líkur á að ökumaður sem fór um vegi lands- ins lenti í umferðarslysi en árið áður. Eftir Einar Magn- ús Magnússon »Hægt er að skoða fjölda og tegundir slysa á afmörkuðum svæðum kortsins allt niður í stakar götur og gatnamót. Slysakort Umferðarstofu. Þar má sjá fjölda og tegundir umferðarslysa. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Framfarir íslenskra ökumanna Einar Magnús Magnússon Loftmyndir ehf. RÉTT fyrir páska fékk ég bréf frá mennta- og menning- armálaráðuneytinu. Tilefni þess var að dóttir mín er að ljúka 10. bekk grunnskóla í vor og kominn tími til að velja framhalds- skóla. Nú er breytt fyrirkomulag á inn- ritun í framhalds- skóla. Það er til bóta að gefinn er rýmri tími til innrit- unar nemenda með forinnritun, eins og nú er fyrirhuguð. Þá gefst tími til að skoða hvert straumurinn liggur og hvaða skólar þurfa hugs- anlega að vísa nemendum frá. Mér þykir þó miður sú breyting að nú eiga nemendur í hverjum grunn- skóla forgang að skólavist í til- greindum framhaldsskóla. Þannig eiga framhaldsskólar að innrita fyrst þá sem á svæði þeirra búa, hafa staðist inntökuskilyrði og sækja um viðkomandi skóla sem aðal- eða varaval. Að því loknu geta skólar tekið inn aðra nemendur sem búa utan svæðis skólanna. Á mannamáli þýðir þetta að um helmingur nemenda í viðkomandi framhaldsskóla kemur úr fyrirfram ákveðnum grunnskólum en hinn helmingurinn má koma úr hvaða skóla sem er. Síðari hópurinn verð- ur væntanlega sá sem hefur bestu einkunnirnar. Miðað við þær ein- kunnir sem vinsælir menntaskólar, s.s. MR og Verzló, miðuðu við í fyrra má búast við enn hærri ein- kunnum í ár þar sem hópurinn verður helmingi minni. Ég á erfitt með að skilja rök sem hugsanlega liggja að baki. Heil- brigðir unglingar á 16. aldursári eru fullfærir um að taka stræt- isvagn til skóla og þurfa ekki að búa í sömu götu og væntanlegur framhaldsskóli. Framhaldsskól- arnir eru misjafnir og hafa mis- munandi áherslur. Sumir eru með bekkjarkerfi og aðrir áfangakerfi. Það fer ekki eftir búsetu nemenda hvort kerfið hentar. Nemandi af Seltjarnarnesi á ekk- ert frekar erindi í framhaldsskóla með bekkjarkerfi en nem- andi úr Grafarvog- inum. Ekki sé ég skynsemina í því að útiloka nemendur úr nýrri hverfum borg- arinnar frá grísku- og latínunámi, sem er ekki kennt í öllum framhaldsskólum. Einnig er engin sanngirni fólgin í því að nemandi með lægri einkunnir komist inn í ákveðinn framhalds- skóla og öðrum nemanda með hærri einkunnir sé vísað frá – vegna þess að foreldrar hans völdu að búa í vitlausu hverfi. Höf- uðmálið er að nemandinn geti valið sér þann skóla sem hentar honum best. Ég hefði haldið að ráðherra mennta- og menningarmála úr stjórnmálaflokki sem kennir sig við jöfnuð myndi ekki setja reglur um innritun sem mismuna nem- endum á þennan hátt. Eftir margra ára búsetu erlendis er ég þakklát fyrir þann jöfnuð sem ríkir hérlendis hvað varðar búsetu og hverfaskiptingu á Íslandi. Mér þykir þetta skref vera skref aftur- ábak í átt til erlendrar „fyr- irmyndar“ – þar sem það skiptir máli í hvaða hverfi þú býrð. Eftir Kristínu Heimisdóttur »Mér þykir þetta skref vera skref aft- urábak í átt til erlendrar „fyrirmyndar“ – þar sem það skiptir máli í hvaða hverfi þú býrð. Kristín Heimisdóttir Höfundur á ungling í 10. bekk grunnskóla. Átthagafjötrar Ómar Skjól Esjan sést víða á höfuðborgarsvæðinu og alltaf má finna skjól á Seltjarnarnesi sama hvaðan hann blæs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.