Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 11
Núna erum við með eldgamlan mynd- varpa. Svona hlutir fara strax. Gamlir barnavagnar og gömul barnarúm eru líka vinsæl. Ef það kemur eitthvað svona gamalt og vel með farið fer það nánast strax í dyrunum.“ Umfangsmikil starfsemi Að sögn Vilhjálms eru þau tvö sem sjá um markaðinn auk sjálfboðaliða. „Tekjurnar af markaðnum fara all- ar óskiptar í rekstur Samhjálpar og hjálpa okkur verulega. Auðvitað fengum við á baukinn í þessari kreppu, starfið er umfangsmikið og það fara hér í gegnum þetta hús fleiri hundruð manns á mánuði, ég hugsa að það séu um 2000 manns sem fara í gegnum félagsmiðstöðina og göngu- deildina á mánuði. Svo erum við með 106 manns í rúmi á hverri einustu nóttu á áfangaheimilunum okkar. Á síðasta ári voru 42 þúsund heimsókn- ir á kaffistofuna og þar erum við að gefa heitan mat alla daga ársins,“ segir Vilhjálmur um rekstur Sam- hjálpar. Markaðurinn í Stangarhyl er opinn frá klukkan 13 til 18 alla virka daga. „Við tökum alltaf vel á móti góðum gjöfum og við sækjum dót til þeirra sem gefa ef þeir óska eftir því,“ segir Vilhjálmur að lokum. Gramsað Ungt fólk er duglegt að koma á markaðinn og kaupa í búið. Gamlir barnavagnar og gömul barnarúm eru líka vinsæl. www.samhjalp.is Daglegt líf 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Bónus Gildir 8. - 11. apríl verð nú áður mælie. verð N.v ferskt nautahakk .................. 898 998 898 kr. kg Kjörfugl ferskur heill kjúklingur .... 598 719 598 kr. kg Bónus 3ja kornabrauð 600 g ...... 198 259 330 kr. kg Bki gullkaffi 500g ...................... 398 498 796 kr. kg K.f frosið sparhakk..................... 398 498 398 kr. kg Bónus kleinur xl 6 stk. ................ 298 359 50 kr. stk. K.f kryddað lambalæri................ 1.398 1.798 1.398 kr. kg Hunts tómatar í dós 410 g.......... 98 111 240 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 8. - 10. apríl verð nú áður mælie. verð Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.395 2.995 2.395 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði........ 2.498 2.998 2.498 kr. kg Hamborgarar 4 x 80 g m/brauði . 456 548 456 kr. kg Ísfugl kjúklingabringur ................ 2.094 2.992 2.094 kr. kg Móa kjúklingaleggir.................... 649 998 649 kr. kg Fk Bayonne skinka ..................... 940 1175 940 kr. kg Hagkaup Gildir 8. - 11. apríl verð nú áður mælie. verð Grísalundir ................................ 1.559 2.598 1.559 kr. kg Grísakótelettur........................... 940 1.879 940 kr. kg Kjúklingalundir .......................... 1817 2.595 1.817 kr. kg Ferskar bringur .......................... 1817 2.595 1.817 kr. kg SS VSOP lambafille m/fitu ......... 2.918 4.168 2.918 kr. kg Hamborgarar Siggi sterki ............ 594 849 594 kr. pk. Myllu risabrauð 1 kg .................. 199 249 199 kr. stk. Myllu vínarterta ......................... 499 629 499 kr. stk. Kostur Gildir 8. - 12. apríl verð nú áður mælie. verð Kostur, lambalæri, kryddað......... 1.238 1.905 1.238 kr. kg Bautabúrið, grísakótilettur .......... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Lambafille m/fitu, kryddlegið...... 2.848 3.798 2.848 kr. kg Móar, kjúklingur heill ferskur ....... 694 1.068 694 kr. kg Pítubuff m/brauði og sósu.......... 769 1.098 769 kr. stk. Goði, dönsk lifrarkæfa 380g ....... 255 339 255 kr. stk. Goði, nestiskæfa 150 g.............. 161 229 161 kr. stk. Kjarnafæði, pólskar pylsur .......... 768 1.370 768 kr. kg Krónan Gildir 8. - 11. apríl verð nú áður mælie. verð Grísakótelettur 10 stk................. 899 1.498 899 kr. kg Grísasnitsel ............................... 849 1.698 849 kr. kg Grísagúllas................................ 849 1.598 849 kr. kg Ísl. m. kjúklingabringur ............... 1.698 1.998 1.698 kr. kg Ísl. m. kjúklingur ferskur ............. 599 798 599 kr. kg SS bláberjahelgarsteik ............... 1.974 2.468 1.974 kr. kg Krónu skinka ............................. 159 198 159 kr. pk. Nóatún Gildir 8. - 11. apríl verð nú áður mælie. verð Ungnautaborgari 90 g ................ 129 169 129 kr. stk. Lamba rib eye ........................... 2.998 3.998 2.998 kr. kg Lamba rib eye m.hvítl.&rósm. ..... 2.998 3.998 2.998 kr. kg Grísalundir erlendar ................... 1.498 1.998 1.498 kr. kg Laxaflök krydduð ....................... 1.528 1.798 1.528 kr. kg Lax í heilu ................................. 763 898 763 kr. kg Laxasneiðar .............................. 1.188 1.398 1.188 kr. kg Þín Verslun Gildir 8. - 11. apríl verð nú áður mælie. verð Nautahakk úr kjötborði............... 998 1.398 998 kr. kg Nautasnitsel úr kjötborði ............ 1.598 2.498 1.598 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.698 2.198 1.698 kr. kg Nautainnralæri úr kjötborði......... 2.498 3.198 2.498 kr. kg Ísfugls kjúklingabringur úrb......... 2.094 2.992 2.094 kr. kg Jacob́s pítubrauð fín/gróf 400g .. 210 279 525 kr. kg Myllu beyglur, allar teg. .............. 298 419 298 kr. pk. Capri Sonne djús Multivit 330 ml 175 229 531 kr. ltr Helgartilboðin Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði. Það er leiðinlegt að þurfa að henda mat. Gúrkur lenda oft í ruslinu enda eiga þær til að gleymast í grænmetis- hólfinu í ísskápnum. Samkvæmt vefsíðunni www.is- lenskt.is geymist góð og heilbrigð gúrka í rúma viku án þess að dragi úr gæðum ef aðstæður í geymslunni eru réttar. Besti geymsluhiti fyrir gúrkur er 12°C. Þeim er mjög hætt við kæli- skemmdum ef hitinn fer undir 10°C en hafi þær verið geymdar við lægri hita er réttast að halda honum eins út geymslutímann, því gúrkur spillast fljótt við stofuhita eftir slíka með- höndlun. Best er því að geyma gúrkur heima á svölum stað, t.d. á þeim stað í ísskápnum þar sem kuldinn er minnstur. Best er að pakka gúrkunni vel inn í plast, loka vel fyrir sárið eftir að búið er að skera af henni til að koma í veg fyrir að hún þorni upp og geyma hana í ísskápnum. Endilega... ...látið gúrkuna ekki skemmast Agúrkur Góðar og grænar. Kjötbollur eru alltaf vinsælar hjá börnunum. Þessi suðurítalska upp- skrift að kjötbollum með pasta fellur hins vegar ekki síður að smekk full- orðinna og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það er hægt að nota margar teg- undir af pasta með kjötbollunum en sjálfur nota ég yfirleitt annaðhvort penne eða spagettí. Í kjötbollurnar sjálfar þurfum við í skammt fyrir fjóra: 500 g svínahakk 500 g pasta, t.d. penne 3-4 hvítlauksrif Steinseljubúnt, helst flatlaufa 2 egg 2 sneiðar af brauði, venjulegt niður- sneitt brauð hentar vel. 1 laukur 1 dl hvítvín 1 dós af heilum tómötum Parmesanostur Ólívuolía Salt og pipar Saxið hvítlaukinn og steinseljuna fínt. Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og saxið brauðið niður í eins litla bita og þið getið. Blandið saman við hakkið. Rífið niður um það bil hálft stykki af parmesanosti og blandið saman við. Bætið eggjunum við og blandið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. Mótið kjötbollurnar þannig að þær verði vel þéttar og á stærð við golfkúlu. Það er þægilegt að nota ísskeið við þetta. Passið ykkur á að bollurnar verði ekki of stórar. Þá eru meiri líkur á að Uppskriftin Ítalskar kjötbollur Fleiri uppskriftir má finna á: www.mbl.is/matur/ www.vinotek.is þær molni í sundur við steikingu. Veltið bollunum upp úr hveiti. Hitið ólívuolíu á pönnu. Saxið laukin og mýkið í olíunni á pönnunni. Bætið kjötbollunum við og steikið um stund þar til þær eru orðnar stökkar að utan. Takið bollurnar af pönnunni og geymið. Hellið hvítvíninu út á heita pönnuna og notið sleif til að losa skófarnar sem eru fastar við pönnuna. Þetta er það sem gefur sósunni bragð. Bætið nú tómötunum saman við ásamt safanum úr dósinni og maukið á pönnunni. Setjið kjötbollurnar aftur út í og látið malla á vægum hita undir loki í um hálftíma eða þar til sósan er farin að þykkjast. Hitið pastað skv. leiðbeiningum og setjið í stóra skál. Blandið kjötbollunum og sósunni saman við. Berið fram með fersku salati og nýrifnum parmesanosti. Hvað annað með en ítalskt rauðvín? Til dæmisIsole e Olena Chianti Classico eða Cantina Zaccagnini Montepulciano d’Abruzzo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.