Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 ✝ Soffía SigurlaugLárusdóttir fæddist 23. júní 1925 á Vindhæli á Skagaströnd í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 31. mars 2010. Soffía var dóttir hjónanna Láru Kristjánsdóttur, f. 6. apríl 1901, d. 6. september 1993, og Lárusar Guðmundar Guðmundssonar, f. 6. október 1896, d. 21. september 1981. Hún var elst fjögurra systkina. Næstelst er Kristjana Sig- urbjörg, f. 12. júní 1926, þá kom Guðmundur, f. 5. júní 1929, d. 15. október 2002, og yngst er Guðrún Ingibjörg, f. 12. júlí 1930. Soffía giftist 22. júní 1946 Guðmundi Jakobi Jóhannessyni, kafara frá Garði á Skagaströnd. Hann fæddist 15. júní 1920, son- ur Helgu Þorbergsdóttur, f. 30. apríl 1884, d. 30. september eiga tvö börn og áður átti Signý eina dóttur. 5) Karl, f. 16. nóv- ember 1953. Maki hans var Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, f. 1. október 1957, og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 6) Lára, f. 3. apríl 1955. Maki henn- ar er Gunnar Svanlaugsson, f. 8. febrúar 1954, og eiga þau fjögur börn. Einnig ólst upp hjá þeim frá 10 ára aldri Ólafur Róbert Ingi- björnsson, f. 27. desember 1956. Maki hans er Kristín Hrönn Árnadóttir, f. 14. nóvember 1956. Þau eignuðust fimm börn. Soffía ólst upp á Vindhæli til 10 ára aldurs en fluttist þá til Skagastrandar með foreldrum sínum. Hún gekk í barnaskóla á Skagaströnd en var einnig tvo vetur í Héraðsskólanum á Laug- arvatni og einn vetur í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Eftir nám vann hún um tíma við afgreiðslu í Kaupfélaginu á Skagaströnd en sinnti húsmóð- urstörfum að mestu eftir það. Soffía starfaði lengi í Kven- félaginu Einingu á Skagaströnd og var formaður þar um skeið. Útför Soffíu fer fram frá Hóla- neskirkju á Skagaströnd í dag, 8. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 14. 1970, og Jóhann- esar Pálssonar, f. 23. maí 1878, d. 9. mars 1972. Soffía og Guðmundur hófu búskap sinn á Skagaströnd og bjuggu á Hólabraut 25 nær alla sína bú- skapartíð. Guðmundi og Soffíu varð sex barna auðið: 1) Lárus Ægir, f. 4. nóvember 1946. Sambýliskona hans var Bjarney Valdimarsdóttir, f. 7. ágúst 1949, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 2) Helga Jóhanna, f. 30. apríl 1948. Maki hennar er Eðvarð Sigmar Hallgrímsson, f. 22. janúar 1948. Þau eiga tvær dætur og fjögur barnabörn. 3) Guðmundur, f. 23. desember 1949. Maki hans er Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 5. september 1949, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Ingibergur, f. 16. nóvember 1953. Maki hans er Signý Ósk Richter, f. 17. maí 1960. Þau Elsku mamma. Þá hefur þú kvatt og ert komin til Drottins. Þú varst alltaf mjög trúuð, kennd- ir okkur bænir og gafst okkur gott veganesti út í lífið sem við búum að. Við ólumst upp á yndislegu heimili hjá ykkur pabba. Þar var alltaf fullt hús af fólki og mikið um að vera. Oft var glatt á hjalla í Skeifunni og það voru þínar uppáhaldsstundir þegar gítarinn var tekinn fram og Borgin sungin fullum hálsi ásamt fleiri góðum lögum. Já, minningarnar eru ótal margar og við söknum þín. Við munum halda vel utan um pabba og Hrefnu. Ljós og friður umvefji þig, elsku mamma. Þínar dætur, Helga og Lára. Nú er hún Soffía fóstra mín látin. Á Hólabraut 25 á Skagaströnd var mér komið fyrir í skóla sem unglingi hjá Soffíu og Guðmundi. Ég var orð- inn eitthvað til leiðinda hér fyrir sunnan. Það var Pálmi Sigurðsson, nágranni Soffíu og vinur foreldra minna, sem benti þeim á að það væri gott að koma mér í fóstur þar. Ég var ekki alveg sáttur við þessa ráð- stöfun. Ég vildi vera fyrir sunnan í gleðinni. Nú var ég þarna kominn með upp- reisnarandann í farteskinu. Mér fór fljótlega að snúast mjög hugur og vildi síðan helst hvergi vera annars staðar en hjá þessum nýju fósturfor- eldrum. Þarna var ég í skóla og við vinnu í nokkur ár. Ég veit ekki hvernig hefði farið fyrir mér ef for- eldrar mínir hefðu ekki af skynsemi sinni komið mér fyrir á Skagaströnd. Það er oft næðingssamt þarna á ströndinni en í hverju húsi bjó gott og hlýtt fólk og mér leiddist aldrei. Þegar líða tók á fyrsta veturinn tek ég eftir því að það er eitthvað mikið í gangi hjá fóstru, símhringingar og mikið rætt í hálfum hljóðum við fóstra. Svo fékk ég að vita það. Óli hafði misst móður sína ungur og hafði dvalið hjá þeim tímabundið um 10 ára aldur. Síðan flutt til Keflavík- ur. Óla leiddist þar. Hann hefur lík- lega verið 14 ára þegar hann hringdi í fóstru og spurði hvort hann mætti búa hjá henni. Nú var farið að færa til í herbergjum og búa um rúm, eins og von væri á höfðingja. Mikið voru þau ánægð að fá hann Óla sinn aftur. Síðan kom Óli fóstbróðir og hefur ekki farið af Ströndinni síðan. Svona var hún fóstra, hennar hjartans mál voru börn og unglingar og velferð þeirra. Þau Guðmundur eignuðust sex börn og ekki var kastað til hend- inni við uppeldið á þeim. Það mynd- aðist fallegur ættbogi frá þeim hjón- unum. Afkomendurnir voru yfir 100 síðast þegar ég vissi. Fóstra vann oft langan vinnudag. Starfsþrek hennar var dálítið skert því hún fékk löm- unarveiki ung en viljastyrkurinn var mikill. Á hverju kvöldi áður en hún sofnaði bað hún fyrir börnum sínum og afkomendum og fósturbörnum, öllum börnum og þeim sem áttu bágt og síðan allri heimsbyggðinni að ég held. Svona var hún fóstra. Hún reiddist aldrei fólki en gat sárnað mjög ósanngirni. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir seinnihlutann af upp- eldi mínu hjá þessum heiðurshjón- um. Guð veri með þér Guðmundur og öllum sem næst ykkur Soffíu hafa staðið í gegnum tíðina. Hafliði Sigurður Björnsson. Tengdamóðir mín var lágvaxin en stór kona. Eitt það fyrsta sem ég heyrði um Soffíu, eftir að ég flutti til Skaga- strandar fyrir tæpum 30 árum, var að þessi smávaxna kona hefði eitt sinn gengið með tvíbura sem var í sjálfu sér ekkert sérstakt, en þeir voru ekkert litlir, heldur 17 og 18 merkur. Hún vissi heldur ekki að börnin væru tvö fyrr en daginn áður en þeir fæddust þegar ljósmóðirin sagði: „Ég heyri ekki betur en að hjörtun slái tvö!“ – Núna er ég gift öðrum þeirra. Annað sem ég heyrði var að hún sendi mat mánuðum saman til ein- stæðings sem bjó hér á staðnum – dæmigert fyrir Soffíu, hún átti alltaf eitthvað aflögu fyrir aðra og það var henni ofarlega í huga að hjálpa þeim sem á þyrftu að halda. Soffía minnti mig oft á ítalskar stórmæður, hún passaði vel upp á fólkið sitt, hafði unun að því að fá stóra hópinn sinn saman og njóta söngs og glaðværðar með þeim. Þeim Guðmundi tókst það sem svo margir þrá, að eiga sameinaða og glaðlynda fjölskyldu. Soffía hafði ákveðnar skoðanir og var fylgin sér. Ég heyrði hana aldrei tala illa um nokkurn mann heldur bar hún virðingu fyrir samferðafólki sínu og skoðunum þess og reyndi aldrei að fá fólk ofan af því sem það var búið að ákveða. Samviskusemi, einurð og dugnað- ur einkenndi Soffíu. Sér til heilsubót- ar fór hún í sund og göngutúra og hún fór líka í ræktina í íþróttahúsinu – ekki kannski margar konur á ní- ræðisaldri sem gera það – og það eru ekki mörg ár síðan hún fór á göngu- skíði síðast en einmitt þá datt hún og kenndi til lengi eftir það. Læknirinn sagði henni að hún ætti að vera dug- leg að æfa sig og ganga og þó hún gréti af kvölum lét hún sig hafa það, því hún ætlaði að fá sig góða. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem í ljós kom að hún hafði brotnað. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Soffíu og hugsa oft um það hvað börnin mín eru heppin að hafa fengið að umgangast ömmu sína og afa og átt með þeim góðar stundir, umvafin ást og umhyggju þeirra. Margar góðar minningar um ynd- islega tengdamóður munu lifa áfram. Signý Ósk Richter. Að heilsast og kveðjast það er lífs- ins saga. Nú þegar ég kveð þig, elsku tengdamamma, eftir samleið í rúm 40 ár, koma upp í hugann góðar minningar um kærleiksríka konu sem gaf mikið af sér, sinnti fjöl- skyldu og vinum af alúð og fórnfýsi, hugsaði fyrst og fremst um aðra og að láta gott af sér leiða. Þú varst trú- uð og bænir þínar hafa fylgt okkur í gegnum árin. Það er fallegur dagur seint í maí 1968, glampandi sól, sléttur Húna- flóinn og litadýrð fjallanna einstök. En ekkert af þessu fangaði huga minn, ég var afar taugaóstyrk og ekki upplitsdjörf, því ég var á leiðinni til Skagastrandar í fyrsta skipti til að hitta ykkur stórfjölskylduna í Skeif- unni. Ég hefði nú getað verið alveg róleg, því hlýtt faðmlag og góðar móttökur biðu mín, mikill og góður matur framborinn á einu því lengsta eldhúsborði sem ég hafði séð, því eins og svo oft voru vinir og ættingj- ar í heimsókn. Þú unnir Ströndinni þinni, allt var best þar, meira að segja veðrið, þó úti væri blindbylur og ekki sæist út að snúrustaur, varst eldhugi, fékkst hugmyndir, komst þeim í fram- kvæmd, lést þig málin varða, svo sem skólamál og heilbrigðismál, sinntir sjúkum og öldruðum, tókst kost- gangara, seldir kleinur, og nú á seinni árum fóruð þið Mundi að bjóða upp á heimagistingu. Varst á undan þinni samtíð með svo ótal margt, ræktaðir grænmeti, að sjálfsögðu líf- rænt, þér var umhugað um heilsu- samlegt mataræði, og þegar safa- pressur komu á markað varst þú örugglega með þeim fyrstu sem keyptu eina slíka, pressaðir safa í ótrúlegustu útgáfum og keyrðir út til vina og kunningja, tókst bílpróf um það leyti sem þið Mundi keyptuð fyrsta bílinn. Þú hafðir yndi af ferða- lögum, komst með í árlegar sumar- ferðir fjölskyldunnar, lést þig ekki vanta við athafnir hjá börnum og barnabörnum. Það var þér ákaflega mikilvægt að fjölskyldan héldi góðu sambandi. Þú varst sterk kona, mild móðir, mjúk amma og langamma. Elsku tengdamamma, við höfum átt góðar stundir, skoðanir okkar fóru ekki alltaf saman, en ekki minn- ist ég þess að okkur hafi orðið sund- urorða, þú kenndir mér margt, komst iðulega á Krókinn til okkar með þitt góða bakkelsi, sumt bakað úr grófu korni og örugglega úr líf- rænt ræktuðum eggjum. Þá var nú veisla hjá okkur, og ekki síður nota- legt að fá svona sendingar með rút- unni, eftir að við fluttum suður. Ég lúri á nokkrum uppskriftum frá þér, sem þú tókst loforð af mér um að gefa nú engum öðrum. Kannski við stelpurnar bökum flat- brauð einhvern daginn og þá bý ég til deigið eftir leyniuppskriftinni. Nú er komið að kveðjustund. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við höfum átt saman, það var ákaf- lega dýrmætt fyrir mig einkabarnið að tengjast þér og þinni góðu fjöl- skyldu, sem reynst hefur mér og mínum alla tíð vel. Að kistu þinni kom ég hljóð og kyssti vanga þinn. Þú varst mér ávallt undur góð, það yljar huga minn. Farðu vel til hærri heima. Heilar þakkir vina kær. Minning þína munum geyma meðan hjarta í brjósti slær. Kossar og knús, Sigurlaug. Elsku amma mín. Um leið og ég kveð þig með mikl- um söknuði er margs að minnast. Þú varst mikill kvenskörungur og kjarn- orkukona, mjög trúuð, frumkvöðull í heilsu og hollustu, vildir öllum vel og sást alltaf það jákvæða í fólki. Bak- aðir heimsins bestu kleinur og flat- brauð úr heilhveiti og grösum. Alltaf fullt hús matar. Það voru forréttindi að fá að alast upp í kringum þig. Við brölluðum ýmislegt saman, plöntuðum matjurt- um, fórum fram á fjall að tína fjalla- grös, bökuðum kleinur, fórum í ber, gerðum allt hreint. Þú varst mikill fagurkeri, alltaf allt gljáfægt. Ég hljóp út að staur að gefa krumma, fór með diska af mat út í bæ og hverskyns sendiferðir. Langamma og langafi bjuggu hjá ykkur afa sín síðustu æviár og hugs- uðuð þið um þau af mikilli alúð. Þér leið alltaf best þegar margir voru í kringum þig og alltaf voru allir vel- komnir í skeifuna að Hólabraut 25. Þannig vildir þú hafa það. Eftir að ég eignaðist sjálf fjöl- skyldu gerðum við ótal margt saman með ykkur. Ferðalögin voru fjöl- mörg og minningarnar margar. Þér fannst mjög mikilvægt að halda ætt- inni saman og hittumst við öll árlega og gerum enn. Að fara norður um jól og áramót er ógleymanlegt og ynd- islegar hefðir. Þú klæddir öll börn í Lúsíubúninga um hver áramót og löbbuðu þau um með kerti og sungu ljúfa sálma við gítarspil og er það í miklu uppáhaldi á mínu heimili eins og margt annað í kringum ykkur afa. Ótal minningar geymi ég í hjarta mínu. Við munum áfram halda vel ut- an um afa og Hrefnu. Drottinn blessi þig og varðveiti. Þín Þorbjörg. Elsku amma. Að rita minningargrein um þig var svo órafjarri rétt fyrir páska en eng- inn veit hvað framtíðin geymir. Vissulega varstu orðin þreytt á sjúkrahúslegunni og löngu farin að bíða eftir því að Hann myndi koma að sækja þig svo ég veit að þú ert komin á betri stað. Minningarnar um þig rifjast upp og ég veit að ég mun ekki finna kleinulyktina aftur á Hóla- brautinni né sjá þig á næstu jólum en það er skrítin tilhugsun. Dauðinn kemur víst og sækir okkur öll, en ein- hvern veginn gerir maður ekki ráð fyrir honum. Þú varst mikið fyrir fjölskylduna og fjölskyldusamkomurnar sem voru árlegar. Þar var mikið sungið og þá man ég sérstaklega eftir því að nokk- ur lög voru í miklu uppáhaldi hjá þér eins og Undir bláhimni og Ó borgin mín, enda Skagaströndin þér í blóð borin. Ekki vantar sönggleðina í systkinahópinn og því var oft trallað með gítarana langt fram á nótt í góðra manna hóp. Elsku amma, þú varst mjög trúuð kona og ég trúi því að Hann taki þér opnum örmum í ríki sitt. Megi friður fylgja þér og við sjáumst aftur hand- an himna. Fjóla og Hallgrímur Karlsbörn. Í dag kveð ég þig, elsku Soffía frænka mín. Ég man þegar ég var hjá þér á sumrin eftir að ég flutti suður ellefu ára gömul. Ég man að þú kenndir mér svo margt um gildi trúar og fyr- irbæna. Ég man að það var alltaf gott að leita til þín, jafnt í gleði og sorg. Þegar ég varð fullorðin og eign- aðist mína drengi voru þeir með mér hjá þér flest sumur. Í Skeifunni hjá ykkur Munda komu allir við, þar var gestrisni og kærleikur í fyrirrúmi, þú varst sem amma allra sem þangað komu. Ég minnist páskadagsmorgnanna þegar þú færðir öllum, uppi og niðri, heitt súkkulaði með rjóma og heima- bakað brauð með. Í kjallaranum átti Lára amma heima og hún var besta amma í öllum heiminum. Soffía sýndi trú sína í öllum verk- um og bað Guð ætíð að geyma þá sem henni voru kærir. Hún annaðist Lár- us afa af einstakri alúð öll hans síð- ustu ár. Hvíldu í friði, elsku Soffía, og Guð geymi þig. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Elsku Mundi og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Bára Berndsen og fjölskylda. Soffía S. Lárusdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma á Skagaströnd. Við viljum þakka þér fyrir áralanga umhyggju, kleinu- sendingarnar, fjallagrasaflat- brauðið, fiskibollurnar, svikna hérann, öll símtölin, fyrirlestr- ana um lífrænt ræktuðu fæð- una, Kántrýhátíðirnar, hvít- laukinn sem þú sagðir allra meina bót og allar notalegu samverustundirnar sem við átt- um með þér. Minning þín mun lifa með okkur. Elsku afi, við biðjum Guð að vera með þér. Unnur Elfa, Alfa Lára og Guðmundur Víðir. Elsku langamma. Við sendum þér uppáhalds- bænina okkar með í ferðalagið til englanna. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Guð geymi þig. Sigurlaug Rún, Þorgerður Ósk og Magnús Víðir. Elsku amma og langamma okkar. Takk fyrir allt, elsku amma okkar. Alltaf var svo vel tekið á móti okkur þegar við komum til ykkar, alltaf fullt af mat, aldrei fór maður svangur frá ykkur. Einnig allar gjafirnar sem þið gáfuð okkur, allt svo flott, þær verða líka vel geymdar. Þú varst mjög góð vinkona mín og ég sakna þín, þú verður alltaf í hjarta mínu. En elsku amma og langamma, við kveðjum þig með söknuði og hugsum alltaf til þín. Saknaðarkveðjur, Kolbrún Ósk og Ástríður Helga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.