Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Er á ævina líður finnum við svo vel fyrir þeim breytingum sem lífið færir okkur. Vinir og ættingjar kveðja, sumir snögglega aðrir þurfa að takast á við veikindi í mis- jafnlega langan tíma. Nú í dag kveðjum við Birnu Árna- dóttur góða vinkonu mína. Henni kynntist ég í gegnum Kvenfélagið Freyju fyrir 15-20 árum, svo í gegn- um störf í Kvenfélagasambandi Kópavogs og nefndir því tengdar. Birna flutti í Kópavog barn að aldri og sá hún bæinn breytast frá stöku hús- um á víð og dreif og verða að mynd- arlegum bæ. Því þekkti hún vel til fólks og félagsstarfa í bænum og varð hafsjór af fróðleik um sögu Kópavogs. Hún var ein af stofnendum Freyju og í stjórn þar um árabil og sat einnig í stjórn Orlofsnefndar og Mæðra- styrksnefndar á vegum K.S.K. Birna var ótrúlega mannglögg og hafði mjög gott minni á afmælisdaga og símanúmer og var oft eins og síma- skrá okkar sem störfuðum með henni.Gott var að leita til hennar. Ferðalög voru henni nauðsynleg, því frá barnæsku átti hún því láni að fagna að fara um landið með foreldr- um og systkinum.Síðar fór hún einnig um landið með sinni fjölskyldu og svo einnig erlendis með Steingrími manni sínum þá tækifæri gafst. Eftir að hann féll frá hefur Birna ekki vílað fyrir sér að ferðast ein á vit tengda- fólks í Utah og einnig til Ástralíu til Valdimar bróður síns. Þá fór hún oft til Soffíu systur sinnar í Malmö og ferðaðist með henni og manni hennar. Komu ferðir hennar um landið sér vel er hún var að skipuleggja orlofs- ferðir á vegum K.S.K. Þá var hún fundvís á fallega og sérstæða staði sem eru stutt frá hringveginum en margir vita ekki um og aka hugsunar- laust framhjá. Því hafa þær ferðir sem hún skipulagði verið sérstaklega vel heppnaðar og eru þeim minnis- stæðar sem í þær hafa farið. Hún hafði ætíð stórt heimili því hjá henni áttu fleiri en börn hennar og barnabörn skjól. Hún leit einnig til með foreldrum sínum er elli sótti að þeim. Eftir að við vorum báðar fluttar í Hamraborgina þá varð samgangur okkar meiri og stutt að skreppa og eyða kvöldunum saman eða skreppa í kaffispjall. Birna hafði glímt við nokkurt heilsuleysi um árabil en hélt sínu striki af ótrúlegu þolgæði. Við sem umgengumst hana gerðum okkur því tæplega grein fyrir því hversu slæm heilsa hennar var fyrr en undir það síðasta og segja má að hún hafi staðið meðan stætt var. Sú umönnun sem hún hlaut á Landspítalanum við Hringbraut er virðingarverð og hjúkrunarfólki þar til sóma. Fjölskyldu Birnu votta ég samúð mína. Birnu þakka ég góðar Birna Árnadóttir ✝ Birna Árnadóttirfæddist í Reykja- vík 26. október 1938. Hún lést á Landspít- alanum 24. mars 2010. Útför Birnu fór fram frá Kópavogs- kirkju 7. apríl 2010. samverustundir á lífs- göngu minni og bið hennar blessunar guðs. Guðlaug Erla. Elsku Birna mín Nú er sorgin þung. Það er erfitt að trúa að þú eigir ekki eftir að koma hingað til okkar. Það er svo stutt síðan þú varst hjá okkur á af- mælisdaginn þinn og við héldum upp á það í Þýskalandi. Þú ætlaðir að koma til okkar um jólin og vera fram yfir áramót, en það fór öðruvísi en ætlað var, því miður. Við söknum þín og hlýjunnar frá þér sem alltaf streymdi móti manni. Við söknum þín sárt, Birna mín. Soffía og Sigurður, Malmö. Tíminn er eins og vatnið og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs (Steinn Steinarr.) Ég veit ekki hvers vegna þetta meistaraverk skáldsins kom upp í huga mér þegar mér varð ljóst að vistaskipti væru skammt undan hjá kærri samferðakonu til margra ára. Ef til vill vegna þess hvað tíminn er afstæður og að dauðinn ber að dyrum hjá vinum okkar óháð aldri og að- stæðum. Ég kynntist Birnu Árna- dóttur fyrir um tveimur áratugum þegar ég fór að vinna í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi en í því félagi var Birna ein stofnfélaganna. Það var jafnan gott að leita í smiðju Birnu ef fróðleiks var þörf. Hún var afar fróðleiksfús, hafði mikla reynslu, stálminnug og vissi margt um menn og málefni og var tilbúin að miðla því þegar á þurfti að halda. Birna stóð vaktina fyrir Framsóknarflokkinn í Kópavogi um margra áratuga skeið, hellti upp á kaffi, sat í mörgum nefnd- um og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um. Hún var einnig í stjórn Kven- félagasambands Kópavog um árabil og starfaði í orlofs- og mæðrastyrks- nefnd sambandsins þar til kraftarnir þrutu. Birna var ávallt í miklu and- legu jafnvægi á hverju sem gekk og þrátt fyrir þessa miklu vinnu að sam- félagsmálum var fjölskyldan henni allt. Ég upplifði hana alltaf tilbúna til að hlúa að sínum nánustu, hugga og veita styrk. Hún var einnig traustur vinur og afar fórnfús. Birna hafði yndi af að ferðast og var afar dugleg og áræðin. Hún fór oft í erfið og löng ferðalög ein og var ótrúlega fær tungumálamanneskja. Hún var einnig hafsjór af fróðleik um þá fjölmörgu staði hérlendis og er- lendis sem hún hafði heimsótt. Hún hafði yndi af söng og naut þess að syngja í góðra vina hópi og ekki vöfð- ust textarnir fyrir henni. Á þeim vett- vangi var hún eins og söngbókin. Hér var ekki ætlunin að gera starfi hennar eða persónu tæmandi skil heldur að- eins þakka samfylgdina, hennar tryggð og vináttu. Ég kýs að kveðja þessa tryggu samferðakonu með djúpri virðingu og þökk og leyfi mér að nota til þess alkunnar ljóðlínur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Börnum hennar, fjölskyldum þeirra, svo og öðrum syrgjendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Birnu Árnadóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Mig langar til að minnast Birnu Árnadóttur, framsóknarkonu úr Kópavogi. Kynni okkur Birnu hófust þegar ég fluttist í Kópavoginn fyrir mörgum árum og ég fór að sækja fundi hjá Framsóknarfélaginu í Kópavogi. Birna var með fyrstu kon- unum sem ég kynntist þar, hún tók á móti mér með bros á vör og bauð mig velkomna. Það var alltaf mikil hlýja frá Birnu og hún var ætíð boðin og bú- in til að aðstoða við þau verk sem til féllu. Ég minnist hennar úr eldhúsinu á Digranesveginum þar sem hún ásamt öðrum konum sá yfirleitt um kaffið og meðlætið. Birna lét heldur ekki sitt eftir liggja að taka þátt í pólitískum um- ræðum og var dugleg að mæta á fundi. Birna var hæglát kona og róleg og yfirveguð en hafði ákveðnar skoð- anir sem vert var að hlusta eftir. Hún starfaði í mörg ár í Mæðrastyrks- nefnd Kópavogs fyrir hönd Fram- sóknarkvennafélagsins Freyju og var hún jafnframt formaður nefndarinnar í mörg ár. Það er mjög óeigingjarnt starf að starfa í mæðrastyrksnefnd og lét hún sig þar aldrei vanta. Ég vil þakka Birnu samfylgdina í öll þau ár sem við störfuðum saman. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir. Það er með trega sem ég sest niður og minnist Birnu Árnadóttur. Hennar minnist ég hvað mest fyrir þau heil- indi og þann stuðning sem hún alltaf sýndi mér í gegnum öll þau ár sem við höfum starfað saman í Framsóknar- flokknum. Það fyrsta sem kemur í hugann þegar ég hugsa til Birnu eru jákvæðar og hlýjar hugsanir ásamt þakklæti. Birna var dugnaðarforkur og var boðin og búin að gefa sér tíma fyrir starfið fyrir flokkinn. Hún var ein af þessum öflugu Freyjukonum sem hafa í gegnum tíðina starfað af alúð og krafti. Ekki aðeins var Birna dugleg í starfi sínu fyrir Freyjurnar og Fram- sókn, heldur vann hún einnig í fjölda ára mikið, ómetanlegt og óeigingjarnt starf fyrir Mæðrastyrksnefnd Kópa- vogs. Það er gott að hugsa til Birnu, því um hana á ég einungis góðar minn- ingar. Skemmst er að minnast okkar síð- asta fundar, sem var í húsnæði flokks- ins á Digranesveginum. Mér fannst Birna ekki bera sig eins vel og hún alltaf gerði, en hún sagði mér að þetta væri allt á réttri leið. Hún var bjart- sýn að vanda. Þannig ætla ég að minnast Birnu, minnast hinnar bjartsýnu konu og þess dugnaðarforks sem hún var. Megi góður Guð blessa minninguna um einstakan persónuleika og veita ættingjum styrk á sorgarstund. Ómar Stefánsson. Undir bláhimni blíðsumars nætur barstu’ í arma mér rósfagra mey. Þar sem döggin í grasinu grætur, gárast tjörnin í suðrænum þey. Ég var snortinn af yndisleik þínum, ástarþráin er vonunum felld. Þú ert ljósblik á lífshimni mínum, þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld. (Magnús K. Gíslason) Kæra vinkona, þetta var lagið okk- ur sem við sungum alltaf saman. Við sendum aðstandendum innileg- ar samúðarkveðjur. Þín vinkona, Guðrún Alísa Hansen og fjölskylda, Elliðahvammi. Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, JOLEE MARGARET CRANE. Sérstakar þakkir fær frábært starfsfólk 11-G á Landspítalanum og líknardeildarinnar í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun, umhyggju og vináttu. Einnig færum við Blindrafélaginu sérstakar þakkir. Ingileif Helga Leifsdóttir, Linda Hersteinsdóttir, Ásthildur Emma. ✝ Okkar ástkæri JÓN TRAUSTI HARALDSSON frá Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 12. apríl kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning 0114-05-065185, kt. 081085-2779. Guðmundur Heinrich Jónsson, Irina Yurievna, Sindri Jónsson, Haraldur Trausti Jónsson, Edda Tegeder, Þóranna Haraldsdóttir, Hermann Haraldsson, Brynhildur Jakobsdóttir, Haraldur Haraldsson, Sæunn Helena Guðmundsdóttir, Valborg Elín Júlíusdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRÍÐU HJALTESTED, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, áður Rauðagerði 8, Reykjavík. Stefán Hjaltested, Anna R. Möller, Sigríður Hjaltested, Elmar Geirsson, Grétar Mar Hjaltested, Sigrún Gróa Kærnested, Margrét H. Hjaltested, Halldór Ó. Sigurðsson, Lárus Hjaltested, Dóra Björk Scott, Davíð Hjaltested, Sigrún Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts INGILEIFAR THORLACIUS. Sérstakar þakkir færum við öllu því góða fólki sem hjúkraði henni síðasta árið. Ásdís Thorlacius Óladóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Kristján Thorlacius, Áslaug, Sigrún, Solveig, Sigríður og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför yndislegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR JÓHANNS MAGNÚSSONAR skipstjóra frá Hrísey, Birkiási 35, Garðabæ. Anna Björg Björgvinsdóttir, Grétar Þór Magnússon, Hrönn Hreiðarsdóttir, Magnús Snorri Magnússon, Jóhanna Rós F. Hjaltalín, Linda Sólveig Magnúsdóttir, G. Freyr Guðmundsson, Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, Guðmundur R. Bjarnason, Haraldur Róbert Magnússon, Hrafnhildur Björnsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.