Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MIKIL verðmæti eru í húfi við mak-
rílveiðarnar og margir hugleiða þessa
dagana hvort hagkvæmt geti verið að
sækja um leyfi til veiða úr sameig-
inlegum 15 þúsund tonna potti. Hvert
skip getur samkvæmt reglugerðinni
fengið að veiða allt að eitt þúsund
lestir úr pottinum, en miðað við þann
áhuga sem virðist vera meðal útgerða
ísfisktogara, frystitogara og annarra
togskipa gætu margir orðið um hit-
una.
Verði sótt um leyfi fyrir 50 skip
kæmu aðeins 300 lestir í hlut hvers og
eins og er þá spurning hvort úthaldið
borgar sig. Líklegt er að fyrirtæki
taki ekki endanlega ákvörðun um
þennan veiðiskap fyrr en ljóst verður
hversu margir sækja um og hvað
kemur í hlut hvers og eins því fjár-
festingar vegna veiðarfæra skipta
milljónum. Uppsjávarskip, sem hafa
stundað makrílveiðar, koma ekki til
greina við úthlutun úr þessum potti.
Aukin verðmæti fyrir
bæði síld og makríl
Útflutningsverðmæti heildaraflans
er talið geta orðið 15-17 milljarðar
króna á makrílvertíðinni næsta sum-
ar. Í fyrra veiddust um 116 þúsund
lestir og er verðmætið áætlað um 11
milljarðar. Auk þess sem leyfilegur
hámarksafli verður meiri í sumar en
var í fyrra þá telja útgerðarmenn að
auka megi verðmæti með betri nýt-
ingu og veiðum á fiskinum þegar
verðmæti hans er sem mest.
Þá fást að auki meiri verðmæti úr
norsk-íslensku síldinni með aflamarki
á makrílveiðunum, en tegundirnar
veiðast oft saman. Í fyrra voru veið-
arnar ólympískar eins og það var
kallað þegar magn og aflareynsla
skiptu meira máli en að hámarka
verðmæti.
Íslenskum skipum verður heimilað
að veiða 130 þúsund tonn af makríl í
sumar. Aflareynsla áranna 2007, 2008
og til 11. júlí í fyrra verður lögð til
grundvallar við veiðar á 112 þúsund
tonnum á vertíðinni. Þrjú þúsund
lestum verður ráðstafað til skipa sem
fyrirhuga veiðar á línu eða handfæri, í
net eða gildrur skv. leyfi Fiskistofu.
Þessi flokkur hefur undanfarin ár
veitt 0,01% af makrílaflanum.
Loks verður fyrrnefndum 15 þús-
und lestum ráðstafað til skipa, sem
ekki falla undir hina flokkana tvo en
sækja um leyfi til makrílveiða eigi síð-
ar en 30. apríl. Ráðstöfun aflamagns
samkvæmt þessum lið verður tengd
skipastærð.
Í tilkynningu sjávarútvegsráðu-
neytis á miðvikudag fyrir páska kem-
ur fram að ráðherra hyggst nýta nýja
heimild í lögum um stjórn fiskveiða til
að kveða á um vinnsluskyldu á til-
teknu hlutfalli makrílaflans og gefa
innan skamms út reglugerð þar að
lútandi.
Útgerðarmenn sem rætt var við í
vikunni virtust þokkalega sáttir við
reglugerð ráðherra. Spurningar-
merki er þó sett við að úthluta mak-
rílkvóta til aðeins eins árs og eins við
þá aðferð að setja 15 þúsund tonn í
sérstakan pott, þar sem ekki er byggt
á aflareynslu. Þá kom fram að út-
gerðarmönnum finnst sérkennilegt
að taka ekki mið af aflareynslunni ár-
ið 2006, en þá veiddust rúmlega 4.200
tonn. Ekki hefur verið útskýrt hvers
vegna miðað er við aflareynslu til að-
eins 11. júlí í fyrra. Þá má nefna að
ekki er heimilt að framselja aflaheim-
ildir í makríl nema milli skipa sömu
útgerðar.
Sjávarútvegsráðherra hefur ef-
laust verið undir þrýstingi um að taka
gjald fyrir veiðiheimildir í makríl í
sumar. Fregnir höfðu birst í fjöl-
miðlum um að leiga á veiðiheimildum
væri til skoðunar í ráðuneytinu. Í
grein hér í Morgunblaðinu í gær seg-
ir Jón Bjarnason „að svo ótrúlegt
sem það kann að sýnast hafa ýmsir
velt því fyrir sér, hvort hægt sé að
stýra veiðum á makríl utan gildandi
laga en því fer víðs fjarri“.
Í tilkynningu ráðuneytisins í lið-
inni viku segir meðal annars:
„Áhersla er lögð á að ekki megi
reikna með að veiðarnar í ár skapi
grunn að veiðirétti í framtíðinni eða
að framtíðarfyrirkomulagi veiða að
öðru leyti. Á það er jafnframt bent að
ekki liggur fyrir samfelld veiði-
reynsla í skilningi laga og að mikil-
vægt er fyrir þjóðarbúið að ekki sé
lokað fyrir möguleika á að aflað sé
enn fjölbreyttari reynslu í vinnslu og
veiðum en fyrir liggur nú.
Auk þess er hér vísað til þess að
starfandi er vinnuhópur, skipaður af
ráðherra, sem leggja á fram valkosti
um endurskoðun fiskveiðilöggjaf-
arinnar á næstunni. Ekki er því ráð-
rúm til þeirra lagabreytinga nú, sem
hugsanlega kann að vera þörf á, en
endurmat mun fara fram að loknu
þessu veiðitímabili.“
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Í fararbroddi Útgerð Hugins VE er meðal frumherja á makrílveiðum og reyndar einnig á veiðum á gulldeplu. Í sumar fær Huginn stærsta makrílkvótann.
Margir íhuga makrílveiðar
Togskip af öllum stærðum gætu stundað veiðarnar Sæki margir í sameig-
inlegan pott kemur lítið í hvern hlut Kostnaður við veiðarfæri skiptir milljónum
OPNUN fangels-
isins í Bitru, sem
áformuð var í dag,
dregst um nokkra
daga. Eftir er að
ganga frá atriðum
sem tengjast
skipulagsmálum
áður en hægt er
að taka fangelsið í
notkun. Páll Win-
kel fangelsismálastjóri vonast eftir
að fyrstu fangarnir komi í fangelsið í
næstu viku. Hann segir að fangelsið
verði opnað með 4-5 föngum, en þeim
fjölgi síðan þegar starfsemin komist í
fastar skorður.
Bitrufangelsi verður opið fangelsi
með svipuðu sniði og fangelsið á
Kvíabryggju. 16-20 fangar verða í
fangelsinu og kemur um helmingur
þeirra af Litla-Hrauni. Aðrir koma
úr öðrum fangelsum eða af boð-
unarlista, en á honum eru núna um
350 manns.
Kostnaður við leigu húsnæðisins
og rekstur fangelsisins er áætlaður
170 milljónir á ári. Stöðugildi við
fangelsið eru níu. egol@mbl.is
Bitra verð-
ur opnuð í
næstu viku
16-20 fangar verða
í fangelsinu í Bitru
Páll Winkel
STARFSFÓLK
Borgarleik-
hússins hefur
ákveðið að lesa
skýrslu rann-
sóknarnefndar
Alþingis upp í
heild sinni þegar
skýrslan kemur
út þann 12. apr-
íl. Borgarleik-
húsið býður
landsmönnum að hlýða á upplest-
urinn, en skýrslan er um 2.000
blaðsíður.
Fram kemur í tilkynningu frá
leikhúsinu að listamenn muni ekki
leggja mat á innihaldið né gera til-
raun til að túlka skýrsluna með
neinum hætti. Lesturinn hefjist
um leið og skýrslan hafi verið gef-
in út og muni lesturinn standa dag
og nótt þar til skýrslan hafi öll
verið lesin. Um 45 leikarar munu
taka þátt í upplestrinum sem
áætlað er að taki 3-5 sólarhringa.
Rannsóknar-
skýrslan les-
in í leikhúsi
Starfsfólk Borg-
arleikhússins les.
Rúmlega 30 uppsjávarveiðiskip hafa veitt lungann úr
makrílaflanum frá því að hann fór að veiðast að ráði í
íslenskri lögsögu árið 2006. Fyrirtæki sem stunda
veiðar á loðnu, síld, kolmunna, makríl og gulldeplu eru
með frá einu upp í fjögur skip á þessum veiðum og
kvóti þeirra því mismikill. Skip Eyjafyrirtækjanna Ís-
félagsins og Vinnslustöðvarinnar, HB Granda, Sam-
herja, Síldarvinnslunnar og Eskju verða með mestan
makrílkvóta útgerðarfyrirtækja á vertíðinni í sumar.
Alls landaði flotinn rúmlega 230 þúsund tonnum af
makríl hér á landi á viðmiðunartímanum, þ.e. árin
2007, 2008 og til 11. júlí fyrra. Tekið skal fram að Fiski-
stofa hefur ekki gefið út kvóta á einstök skip.
Huginn VE, Margrét EA, Börkur NK og Ingunn AK fá
mestan kvóta einstakra skipa miðað við aflareynslu
síðustu ár. Þar á eftir koma Jón Kjartansson SU, Júpi-
ter ÞH og Vilhelm Þorsteinsson EA.
Á viðmiðunartímabilinu kom Huginn með um 17.700
tonn að landi eða 7,42% af heildaraflanum, sam-
kvæmt því koma um 8.300 tonn í hlut Huginsmanna.
Margrét kom með um 16.600 tonn af makríl að landi,
sem gera 6,93% eða um 7.760 lestir. Börkur fær sam-
kvæmt þessum útreikningum 6,47% af makrílkvóta
uppsjávarskipa eða um 7.250 tonn, Ingunn fær 5,96%
eða um 6.575 tonn og Jón Kjartansson um 5,41% eða
6.060 tonn.
Þegar litið er á einstök ár má sjá að 2007 var Júpiter
með mestan makrílafla eða tæplega 4.400 tonn, Mar-
grét var með 3.914 tonn og Huginn með 3.573 tonn.
Árið 2008 var Ingunn aflahæst með 9.400 tonn,
Huginn var með 9.300 tonn og Margrét með 7.773
tonn.
Hoffellið, skip Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, var
hástökkvari síðasta árs og aflahæst til 11. júlí með
7.126 tonn. Vilhelm Þorsteinsson var með 5.627 tonn
og skip Eskju á Eskifirði komu í næstu sætum, Jón
Kjartansson með 5.500 tonn og Aðalsteinn Jónsson
með tæplega 56 þúsund tonn.
Huginsmenn fá mest af makrílnum í sumar
ALLS bárust tíu
tilboð í tvöföldun
hringvegarins
milli Hafravatns-
vegar og Þing-
vallavegar í Mos-
fellsbæ en tilboð
voru opnuð hjá
Vegagerðinni í
gær. Reyndust
níu af þessum tíu tilboðum undir
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar,
er hljóðaði upp á 339 milljónir króna.
Lægsta tilboð kom frá Íslenskum
aðalverktökum, 256,9 milljónir, eða
75,8% af kostnaðaráætlun.
Mjög litlu munaði á þremur
lægstu tilboðunum, sem auk ÍAV
voru frá Háfelli, upp á 258,6 millj-
ónir, og Loftorku, er bauð 257,2
milljónir króna. Verkið er sam-
starfsverkefni Vegagerðarinnar og
Mosfellsbæjar. Auk tvöföldunar
vegarins á 1,5 km kafla á m.a. að
stækka hringtorg við Álafossveg og
lengja undirgöng við Varmá.
Flest tilboð
undir áætlun
Makrílafli og ráðstöfun hans
Makrílafli
Ár Tonn
2005 327
2006 4.222
2007 36.257
2008 112.352
2009 116.164.205
2010 130.000
Ráðstöfun makrílaflans 2009
Bræðsla
80%
Sjófryst
11%
Frysting
7%
Ísfiskur
2%
Makrílveiðar 2010
112 þúsund lestir fara til þeirra skipa,
sem stunduðu makrílveiðar í flottroll eða
nót á árunum 2007, 2008 og 2009.
3 þúsund lestum skal ráðstafað til skipa
sem fyrirhuga veiðar á línu eða handfæri, í
net eða gildrur skv. leyfi Fiskistofu.
15 þúsund lestir fara til skipa, sem sækja
um leyfi eigi síðar en 30. apríl. Ráðstöfun
aflamagns verður tengd skipastærð.
Ísland N
or
eg
ur
Sumardreifing makríls
og líklegar gönguleiðir seinustu ár.
Rauðir hringir tákna fréttir af makríl.
Kvótahæstu skipin 2010
Huginn VE um 8.300 tonn
Margrét EA um 7.760 tonn
Börkur NK um 7.250 tonn
Ingunn AK um 6.575 tonn
Jón Kjartansson SU um 6.060 t.
Reglugerð sjávarútvegsráðherra
um makrílveiðar í sumar svaraði
mörgum spurningum, en aðrar
kviknuðu. Margir hafa sýnt
áhuga á veiðum úr sameigin-
legum potti, en ekki er ljóst
hversu mikið kemur í hlut hvers
og eins. Þá á ráðherra eftir að
setja reglugerð um vinnsluskyldu
á tilteknu hlutfalli aflans.