Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 F A B R I K A N Aðalfundur Aðalfundur HB Granda hf. verður haldinn föstudaginn 23. apríl 2010 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst hann kl. 17:00. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsinswww.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórn með nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HB Granda hf. FLESTA daga heyrum við fréttir í sjónvarpinu okk- ar um auðar íbúð- ir og hús, sem ekki seljast. Ný- lega var sagt frá fjölda íbúða við ál- verið fyrir austan, sem voru byggðar of margar og standa því auðar í dag. Þær vantar arðbært verkefni. Greinarhöfundur leggur til, að þessar ónotuðu íbúðir verði innrétt- aðar fyrir ferðamenn og gerðar að hótel-íbúðum, eins og íbúðir handa ferðamönnum eru kallaðar. Hér mun bráðlega koma endalaus og mikill straumur erlendra ferðamanna til að skoða bankahrunið á Íslandi. Hús- næði þarf fyrir alla þessa nýju ferða- menn og líka ætti að setja upp á sveitabæjum smáhús eða „mótel“, eins og Kanarnir kalla lítil svefnhús fyrir ferðamenn. Myndi hjálpa bænd- um. Annars ók greinarhöfundur í Reykjavík austur í bæ einn daginn og svo áfram í austur í öll nýju hverfin með nýjum og auðum íbúðum og jafn- vel auðum stórum húsum, sem inn- rétta mætti sem ný stór hótel fyrir túristana sem flæða hingað í sumar. Ef við gætum auglýst erlendis að hér bíði í sumar nýjar hótel-íbúðir og ný „mótel“ eða smáhús hjá bændum og jafnvel ný hótel fyrir ferðamenn að skoða túristagos og bankahrun. Þá mun fyllast allt hér af ferðamönnum. Þessa nýju þjónustu við ferðamenn mætti auglýsa erlendis og selja ódýrt og þá fyllast allar tómar íbúðir af ferðamönnum. Myndi skapa ótak- markaða vinnu og hagvöxt ásamt peningum. Jafnvel væri þá allt at- vinnuleysi búið. Það er ótrúlegt, hvað ferðamenn komnir í öll tómu húsin eyða og borga. Nýr gjaldeyrir myndi flæða inn í landið. Kaup gæti hækkað. Svo er að koma sér löglega undan greiðslu á Icesave. Þá fyllist allt hér af peningum, sem við eyðum og not- um sjálfir, en látum ekki Breta og Hollendinga flá af okkur ólöglega. Neitum löglega að borga. Eyðum peningunum sjálfir. LÚÐVÍK GIZURARSON hrl. Ný 2000 ársverk við stór- hótel og hótel-íbúðir Frá Lúðvík Gizurarsyni Lúðvík Gizurarson Í lista sem Hallgrímskirkja sendi vegna fermingar í kirkjunni sunnudaginn 11. apríl nk., og birtur var í Fermingarblaði Morgunblaðsins, féll nafn eins ferming- arbarnsins niður. Réttur listi er birtur hér að neðan: Ferming í Hallgrímskirkju 11. apríl, kl. 11.00. Prestar Jón Dalbú Hróbjartsson og Birgir Ásgeirsson. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 62, 101 Reykjavík. Anna Líf Ólafsdóttir, Leifsgötu 11, 101 Reykjavík. Ása Bríet B Ingólfsdóttir, Gunnarsbraut 45, 101 Reykjavík Björg Catherine Blöndal, Leifsgötu 13, 101 Reykjavík. Elsa Rún Karlsdóttir, Bergstaðastræti 83, 101 Reykjavík. Guðrún Ásgeirsdóttir, Sjafnargötu 5, 101 Reykjavík. Hafdís Oddgeirsdóttir, Njarðargötu 39, 101 Reykjavík. Hafliði Þórir Jónsson, Njálsgötu 2, 101 Reykjavík. Hinrik Flosi Gunnarsson, Hátúni 8, 105 Reykjavík. Jóhanna Vigdís Pétursdóttir, Mímisvegi 8, 101 Reykjavík. Jón Garpur Fletcher, Njálsgötu 56, 101 Reykjavík. Kristófer Jón Kristófersson, Baldursgötu 36, 101 Reykjavík. Marsibil Hreinsdóttir, Njarðargötu 31, 101 Reykjavík. Marsibil Ósk Helgadóttir, Skúlagötu 10, 101 Reykjavík. Silfrún Una Guðlaugsdóttir, Njálsgötu 10a, 101 Reykjavík. Ferming í Hallgrímskirkju 11. apríl MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða sam- taka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina FYRIR tveimur ár- um birtist í Aust- urglugganum á Reyð- arfirði grein eftir Kristján L. Möller samgönguráðherra um annað mesta hallær- isár Íslandssögunnar. Ánægjulegt er að heyra að öllum rann- sóknum á fyrirhug- uðum Norðfjarð- argöngum, sem ekki mega bíða lengur en orðið er, skuli nú vera lokið. Fram kom í grein ráðherranns að tvíbreiðu göngin sem eiga að leysa af hólmi gömlu Oddskarðsgöngin verði þriggja ára verkefni og frá forvali að verkbyrj- un líði um hálft ár. Kristján Lárus telur líklegt að byrjað verði að bora ný veggöng milli Eskifjarðar og Norðfjarðar á þessu eða næsta ári. Á landsvísu telur þessi lands- byggðarþingmaður í samgöngu- ráðuneytinu Norðfjarðargöng vera næstu göng og að Oddsskarðs- göngin séu barn síns tíma og sómi sér vel sem gamalt jarðgangasafn. Sannfærður er þingmaður Siglfirð- inga um að kostnaðurinn við jarð- gangagerð lækki hratt þegar líður á árið vegna stýrivaxtalækkana, styrkingar krónunnar og verð- bólgulækkunar. Fyrir löngu hefðu grunntölur um fjárlög næstu ára átt að vera komnar fram til að hægt hefði verið að ákveða hvenær nýju göngin gætu farið í forval og formlegt útboð sem nú er fram undan á þessu ári. Hér eftir verður ekki komið í veg fyrir að gömlu Oddsskarðsgöngin fái sitt fyrsta og síðasta dánarvottorð. Um ókomna framtíð standast þau aldrei stór- hertar nútímaöryggiskröfur ESB þegar dagar þeirra eru nú taldir. Of lengi hafa heima- menn í fjórðungnum búsettir utan Norð- fjarðar aldrei haft greiðan aðgang að stóra Fjórðungs- sjúkrahúsinu sem ákveðið var að byggja í Neskaupstað undir því yfirskini að þessi staðsetning tryggði enn betur öryggi sjó- manna. Þessi vinnu- brögð sem fyrrverandi þingmenn Alþýðubandalagsins not- uðu til að réttlæta þessa staðsetn- ingu bera með sér ógeðfelldan blæ haturs og hefnda. Sómakærir Aust- firðingar á Suðurfjörðunum, Egils- stöðum, Seyðisfirði, Fljótsdalshér- aði, Jökuldal, Austur-Héraði, Borgarfirði eystra og norðan Hellisheiðar kunna oddvitum fortíð- arinnar litlar þakkir fyrir þessi vinnubrögð. Þetta skeytingarleysi sem viðgengist hefur alltof lengi er að því komið að hrekja alla Aust- firðinga til uppreisnar gegn þessari tómu vitleysu. Að því kemur fyrr eða síðar að óhjákvæmilegt verður að rjúfa einangrun Fjórðungs- sjúkrahússins við Suðurfirðina og Egilsstaðaflugvöll. Til þess að allir heimamenn í fjórðungnum njóti sannmælis og sitji við sama borð og Norðfirðingar verður að gera ráð fyrir tvennum göngum inn í Stöðv- arfjörð og neðansjávargöngum und- ir Berufjörð. Án þeirra er engin sanngirni í því að heimamenn á Djúpavogi, Breiðdalsvík og öllu svæðinu að Hornafirði keyri fram og til baka um 400 km til að treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið sem ekki getur búið við þessa vetrarein- angrun öllu lengur. Fæðingardeild- ina átti aldrei að flytja frá Egils- stöðum til Neskaupstaðar. Með því að fresta Mjóafjarð- argöngum tímabundið væri fljót- legra að rjúfa þessa einangrun sjúkrahússins í Neskaupstað við Egilsstaði, Fljótsdalshérað, Jök- uldal og Austur-Hérað með veg- göngum undir Eskifjarðarheiði sem kæmu út í Tungudal á Héraði þeg- ar framkvæmdum við fyrirhuguð Norðfjarðargöng lýkur. Án jarð- ganga undir Fjarðarheiði og vestan Hellisheiðar taka Seyðfirðingar og heimamenn á öllu svæðinu frá Vopnafirði til Þórshafnar á Langa- nesi því aldrei þegjandi ef kjörnir þingmenn og samgönguráðherra fara erindisleysu austur á land til að segja þeim að veggöng fái þeir í fyrsta lagi eftir fjóra áratugi. Vel get ég skilið að heimamenn á Borg- arfirði eystra vilji líka njóta sann- mælis ef þeir frétta að íbúum Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Austur-Héraðs og á Suðurfjörð- unum verði gert hærra undir höfði. Áður en gengið var til Alþing- iskosninga vorið 2007 lýsti Sturla Böðvarsson þáverandi samgöngu- ráðherra því yfir á fundi vestur á Ísafirði að framfarir í jarð- gangagerð hefðu aukist það mikið að héðan af yrði stefnt að því að bora minnst tvenn veggöng í einu um leið og vinnu við önnur göng lýkur. Vegna hafnaraðstöðunnar fyrir Norrænu sem hefur enga stækkunarmöguleika verður Seyð- isfjörður að fá fljótlega tengingu við Egilsstaði í formi jarðganga. Dagar Oddskarðs- ganganna taldir Eftir Guðmund Karl Jónsson » Fjórðungssjúkra- húsið sem ekki getur búið við þessa vetrarein- angrun öllu lengur. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.