Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK ÞEIR URÐU HELLAÐIR 2010 OG VÖKNUÐU UPP ÁRIÐ 1986 HOTTUBTIME MACHINE FÆR FULLT HÚS - 5 STJÖRNUR AF FIMM MÖGULEGUM SIGGI HLÖ – VEISTU HVER ÉG VAR ? – BYLGJAN „...THE MOVIE MADE ME LAUGH AS MUCH AS THE HANGOVER...“ – M.P. –TIME HHHH - J.N. – DAILY NEWS HHHH - NEWYORKTIMES ÓVÆNTASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS „HANGOVER Á STERUM“ SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI Í Í Í Í Í I HHHH -H.S.S., MBL / ÁLFABAKKA AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 3:403D -5:503D L 3D-DIGITAL MENWHOSTAREATGOATS kl. 8 - 10:10 12 HOWTOTRAINYOURDRAGON kl. 83D -10:103D m.ensku tali L 3D-DIGITAL NANNYMCPHEE kl. 3:40 - 5:50 L HOTTUBTIMEMACHINE kl. 3:40-5:50-8-10:10 12 THE BLIND SIDE kl. 5:30-8-10:30 10 HUTTUBTIMEMACHINE kl. 3:40-5:50-8-10:10 VIP-LÚXUS BJARNFREÐARSON kl. 3:20 síðustu sýn. L WHENINROME kl. 3:40-5:50-8-10:10 L HOTTUBTIMEMACHINE kl. 8:10D -10:20D 12 WHENINROME kl. 5:50 - 8 L AÐTEMJADREKANNSINN kl. 63D m. ísl. tali L MEN WHO STARE AT GOATS kl.10:10 12 ALICEINWONDERLAND kl. 5:503D L / KRINGLUNNI Gæti valdið óhug ungra barna MENNINGARGRAFIÐ fjallar að þessu sinni um hitt og þetta sem Al- þingi gæti mögulega bannað með lögum. Búið er að banna börnum innan 18 ára að nota ljósa- bekki og búið er að banna nektardans. En hvað verður bannað næst? Loðnir teningar hang- andi í baksýnis- speglum bifreiða? Múmínálfar? Út- lenska? Sjónvarp? Menningargrafið varpar ljósi á möguleg lagabönn Al- þingis í framtíðinni. Á að banna loðna teninga? Það semAlþingi gæti mögulega bannað með lögum 9. Innflutning á erlendum matvælum (íslenskur matur, bestur í heimi!) 10. Lög sem banna lög sem bannaBA NN AÐ BA NN AÐ 7. Akstur utan Reykjavíkur (það er svo flókið að leggja á vegtolla) 8. Hækkanir á bensínverði (skýrir sig sjálft)BA NN AÐ BA NN AÐ 5. Loðna teninga á bak- sýnisspeglum (það er bara svo hrikalega hallærislegt!) 6. Skoðanir (alltof mikið af þeim út um allt og sérstaklega á netinu) BA NN AÐ BA NN AÐ 3. Útlensku og útlendinga (Ísland er best í heimi!) 4. Dressman- auglýsingar (hlutgerving karla)B AN NA Ð BA NN AÐ 1. Að standa í biðröð (reyndar kunna Íslend- ingar varla að standa í biðröð) 2. Múmínálfa (af því bara)BA NN AÐ BA NN AÐ MENNINGARGRAFIл Það koma stundum út mynd-ir sem erfitt er að setja íákveðinn flokk. Myndireftir Wes Anderson, eins og til dæmis The Royal Tenen- baums, og I Heart Huckabees eftir David O. Russell eru þeirra á meðal. Nú er ég ekki að segja að I Love You Phillip Morris sé endilega lík þeim myndum, en hún er ein af þeim sem erfitt er að skilgreina. I Love You Phillip Morris fjallar um Steven Russell (Carrey), ham- ingjusamlega giftan lögreglumann. Í upphafi myndarinnar liggur hann fyrir dauðanum og segir frá því hvernig hann lenti í árekstri sem breytti lífi hans; í kjölfarið skilur hann við konuna sína, kemur út úr skápnum og fer að lifa góða lífinu, sem snýst allt um kynlíf, peninga og þægindi. En góða lífið kostar peninga og þeirra aflar Steven sér með svikum og prettum. Á endanum næst hann og er stungið í steininn þar sem hann hittir hinn viðkvæma Phillip Morris (McGregor) og verður yfir sig ástfanginn. Steven heitir því þeg- ar hann losnar að fá Phillip lausan líka, og saman sjá þeir fyrir sér að lifa hamingjusamir til æviloka. Stev- en kemst þó fljótlega að því að með því að blekkja aðra þá blekkirðu sjálfan þig og ekki fer allt sem horf- ir. I Love You Phillip Morris er byggð á sannsögulegum viðburðum í lífi Stevens Jays Russells, sem vann sér það til frægðar að sleppa oftsinn- is úr fangelsum þar sem hann sat af sér dóma fyrir hin ýmsu svik. Þó svo atburðum sé hér aðeins breytt er saga hins raunverulega Stevens lygileg. Myndin er að sjálfsögðu fyrst og fremst gamanmynd en hún er líka ótrúlega ljúfsár og á sama tíma mátulega súr. Bæði Carrey og McGregor eiga verðlaun skilið fyrir leik sinn í myndinni. Það sést á stundum glitta í hinn dæmigerða Carrey-karakter en hann tekur aldr- ei yfir og því tekst leikaranum að gera tilfinningaríkar senur mynd- arinnar skemmtilega trúverðugar í öllum farsanum. McGregor er líka stórkostlegur sem hinn peni Phillip Morris. Það verður bara að segjast eins og er, og ég er viss um að margir í saln- um voru að hugsa: þeir eru svo gay! Kynlífsatriði og kossar kölluðu á fliss og hlátur og ég er ekki frá því að einhverjir hafi sopið hveljur. En það gerist einmitt bara vegna þess að myndin er ekki of fáránleg og persónurnar ekki ýktar út í eitt. Hér ganga menn skrefinu lengra en í Brokeback Mountain; við fáum að sjá.. Og að sjá tvo leikara af þessu kalíberi vera innilega er eitthvað skrýtið og kjánalegt en samt á góðan hátt. Ég er mest hissa á því að sum atriðin skuli yfirhöfuð hafa tekist; hvernig leikurunum tveimur og tökufólkinu tókst að halda andlitinu og springa ekki úr hlátri er merki- legt út af fyrir sig. I Love You Phillip Morris er góð og upplífgandi mynd. Hún er fyndin, sagan er skemmtileg, handritið gott og það er nógu mikil alvara í henni til að það leysist ekki allt upp í ein- hverja vitleysu. Hún er ögrandi og eflaust ekki fyrir alla, en það er bara eitthvað alveg ómótstæðilegt við að sjá Jim Carrey og Ewan McGregor knúsast aðeins. Hommar, svik og prettir Turtildúfur Ewan McGregor og Jim Carrey eru frábærir í hlutverkum sínum sem elskhugarnir tveir. Smárabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó I Love You Phillip Morris bbbbn Leikstjórar og handritshöfundar: Glenn Ficarra og John Requa. Aðalhlutverk: Jim Carrey og Ewan McGregor. Banda- ríkin og Frakkland. 2009. 102 mín. HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.