Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 36
FYRIR rúmum átta vikum hóf verslunin Ha- varí í Austurstræti að stilla upp vikulegum veggspjöldum sem framleidd eru í 20 eintökum og seld í búðinni. Tónlistarmaðurinn, grafíski hönnuðurinn og einn eigenda Havarís, Svavar Pétur Eysteinsson, segist hafa fengið hug- myndina að verkefninu í draumi og til að byrja með hafi þetta átt að vera ný mynd einu sinni í mánuði. Mynd mánaðarins er því orðin að veggspjaldi vikunnar. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á vegg- spjöldum og hef unnið nokkur í gegnum tíðina, fannst fínt að byrja með þetta svona til að halda mér við og sjá ný veggspjöld.“ Svavar er þó ekki eini listamaðurinn sem hefur sýnt verk eftir sig. Hann hefur bæði sett sig í samband við listamenn sem hann vill sjá gera veggspjald og listamenn hafa líka verið duglegir að hafa samband við hann. „Það fer mikil vinna í að halda þessu gangandi, stundum hrekkur mað- ur upp í miðri viku og á eftir að redda listamanni. En það næst alltaf.“ Eftir rúma tíu mánuði stefnir Svavar svo á bókaútgáfu þar sem öllum 52 veggspjöldunum verður safnað saman í veglega bók. „Þetta á örugglega eftir að verða mjög fjölbreytt og skemmtileg bók,“ segir Svavar. matthiasarni@mbl.is Hugmynd að veggspjaldi vikunnar kom í draumi Tvö af þeim átta veggsjöldum sem hafa verið til sýnis í Havarí í Austurstræti. 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010  Tónlistarfólkið Uni og Jón Tryggvi hafa nú verið í Bandaríkj- unum í þrjár vikur en þau eru um þessar mundir á tónleikaferðalagi þar vestra. Þau hafa nú þegar hald- ið nokkra tónleika við góðar und- irtektir, meðal annars á The Beauty Bar í Austin í Texas. Fram- undan er ferðalag til Santa Fe í Ńýju-Mexíkó þar sem þau munu halda tónleika en að því loknu munu þau halda til Arizona og Kali- forníu. Uni og Jón Tryggvi gera það gott í USA Fólk  Það er ekki bara eldgosið á Fimmvörðuhálsi sem vekur athygli erlendis þessa dagana heldur einn- ig ljósmyndir íslenskra ljósmynd- ara af gosinu. Eitt virtasta tímarit heims, National Geographic, hefur birt fjölda mynda af eldgosinu á heimasíðu sinni undanfarnar vikur. Á heimasíðunni má finna þrjú al- búm með myndum eftir þá Chris Lund, Halldór Kolbeinsson og ljós- myndara Morgunblaðsins, Ragnar Axelsson. Það er því vel þess virði að fylgjast með heimasíðunni, hvort ekki birtist fleiri íslenskar myndir af gosinu. Slóðin er www.national- geographic.com. National Geographic sýnir eldgosinu áhuga  BMX-mót verður haldið í Vetrar- garðinum í Smáralind á laugardag- inn og hefst það kl. 15. Mót þetta er boðsmót og munu BMX-kapparnir Anton, Björgvin, Gulli, Haukur, Maggi, Nonni og Róbert leika listir sínar. Fyrir þá sem ekki vita er hér átt við BMX-reiðhjól og menn sem leika listir sínar á þeim. Kúnstir leiknar á BMX í Vetrargarðinum FARIÐ var heldur óvenjulega leið við fjármögnun kvikmyndarinnar Vaxandi tungl en tökur byrjuðu um páskana á Vestfjörðum. Myndin segir frá andláti eldri konu í litlu sjávarþorpi og deilum sem upphefjast á milli sona hennar, þeim eldri sem enn býr í þorpinu og þeim yngri sem fluttur er í höfuð- borgina. Óvænt þungun er svo til að flækja málin enn frekar. Að sögn Lýðs Árnasonar, leik- stjóra myndarinnar, var ákveðið að bjóða fólki að kaupa hlut í myndinni sem beina fjárfestingu. Farið er í framleiðsluna með því hugarfari að það þurfi ekkert endilega að tapa á henni eða að eina leiðin til að búa til mynd hér á landi sé með ríkis- styrkjum. „Aðstandendur verkefn- isins trúa því að góð kvikmynd sé góð söluvara og telja ízlenskan efni- við úr okkar eigin reynsluheimi áhugaverðasta kostinn,“ segir á heimasíðu myndarinnar. Reikna að- standendur myndarinnar með end- urgreiðslu til hluthafa 15 mánuðum eftir að tökur hefjast. Á meðan á tökum stóð fyrir vest- an var hægt að fylgjast með því sem gerðist bakvið tjöldin á YouTube, en þar birtust daglega myndbönd með viðtölum við leikara og að- standendur myndarinnar. Fram- hald verður á því út framleiðslutím- ann. „Myndin um það sem gerist baksviðs gæti alveg eins verið betri,“ segir Lýður og hlær. Með aðalhlutverk í myndinni fara Elva Ósk Ólafsdóttir, Pálmi Gests- son, Birta María Gunnarsdóttir, Ár- sæll Níelsson ásamt dönsku leik- konunni Rakel Dimar, sem á ættir sínar að rekja til Súgandafjarðar. matthiasarni@mbl.is Vaxandi tungl fjármögnuð með almennu hlutafé  Vestfirðingar leika stórt hlutverk í kvikmyndinni Við tökur Íslenskur raunveruleiki er hinn ákjósanlegasti efniviður. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ER netleikurinn Eve Online efni í þjóðfræðirannsókn? Jú, ef marka má rannsókn Óla Gneista Sól- eyjarsonar sem hann fjallar um í meistararitgerð sinni EVE On- line: Leikir, sköpun og sam- félög. Óli flytur í dag fyrirlestur um þessa rann- sókn, að- ferðafræði sína og niðurstöður. Óli segir að fæstir hugsi sér tölvuheima sem sérstakt rannsóknarefni þjóðfræð- inga og hann fjallar sérstaklega um þá ögrun að fara nýjar leiðir í þjóðfræðirannsóknum með því að skoða samfélag tölvuleiks. Er yf- irhöfuð eitthvað þar að finna sem má flokka sem þjóðfræðiefni? spyr Óli og svarið er einfalt: já. „Þetta er ekki beinlínis eitthvað sem fólki dettur í hug þegar það er að leita sér að rannsóknarefni,“ segir Óli um efni ritgerðarinnar. Mikil sköpunargleði – Hverjar voru niðurstöður þessarar rannsóknar, hvað stóð upp úr? „Það sem mér fannst mest spennandi var hversu mikil sköp- un á sér stað meðal spilaranna, þeir eru ekki, eins og maður segir, neytendur. Maður sér fyrir sér einhvern sem situr fyrir framan tölvuskjáinn og er nokkuð passíf- ur, vinnur þrautirnar sem lagðar eru fyrir hann, einhvern veginn,“ segir Óli. Það hafi komið honum skemmtilega á óvart hversu mikil sköpunargleðin er innan leiks sem utan. „Þetta samfélag nær svo langt út fyrir tölvuna,“ bendir Óli einnig á og vísar í afar fjölmennar ráðstefnur Eve Online hér á landi. Minnast látins leikmanns Óli segist einnig hafa skoðað sérstaklega hóp leikmanna þar sem einn dó, þ.e. í raunveruleik- anum, en hinir í hópnum hittust til að minnast hans og lögðu á sig ferðalög milli landa til þess. „Þá fundu þau þessa þörf, að þau væru að missa af einhverju með því að hittast ekki augliti til auglitis,“ segir Óli. Þessir leikmenn hafi átt- að sig á því hvers virði vinátta þeirra væri, vinátta sem hófst í tölvuheimum. Óli segir íslenska hópa leik- manna einnig hittast, þ.e. hópa sem eru að meirihluta skipaðir ís- lenskum leikmönnum. „Það er svo sem almennt þekkt úr leikjum, það myndast þessi félagsandi,“ segir Óli. Ritgerð Óla var gefin út af Þjóðfræðistofu í fyrra og verða eintök af bókinni til sölu á fyr- irlestrarstaðnum. Fyrirlesturinn er á vegum Háskóla Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi og er annar af þremur meistarafyr- irlestrum þar sem nýlega útskrif- aðir þjóðfræðingar segja frá rann- sóknum sínum. Fyrirlesturinn hefst kl. 17 í stofu 201 í Árna- garði. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Þjóðfræðin og Eve Online  Óli Gneisti Sóleyjarson rannsakaði samfélag tölvuleiksins Eve Online og skrif- aði um það meistararitgerð í þjóðfræði  Heldur fyrirlestur í dag um efnið Morgunblaðið/Golli Eve Fanfest Mynd tekin á alþjóðlegri árshátíð Eve Online, Eve Fanfest, í Laugardalshöll í fyrra. Fjórir gestir, þau Shae, Krissi, Íris og Guðrún, mættu í viðeigandi gervum, þ.e. eins og persónur í leiknum vinsæla. Óli Gneisti Sóleyjarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.