Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 ✝ Ingibjörg JóhannaÓlafsdóttir, hár- greiðslumeistari, fæddist í Reykjavík 15. ágúst 1915. Hún lést á Droplaug- arstöðum þann 11. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Láru Rósu Lofts- dóttur, f. 20. jan. 1903, d. 11. nóv. 1918, og Ólafs Guðmundar Jó- hannssonar, f. 12. maí 1889, d. 27. maí 1978. Hún ólst upp í Reykja- vík, fyrst í foreldrahúsum til þriggja ára aldurs eða þangað til móðir hennar lést úr spænsku veikinni 1918, síðan hjá ömmusystur sinni, Ólöfu Ágústu Eyjólfsdóttur og dótt- ur hennar Guðrúnu Ingjaldsdóttur í Mávahlíð vestur á Melum. Þegar faðir hennar giftist á ný, Sigríði Magnúsdóttur, f. 20. júní 1898, d. 12. maí 1994, í desember 1926 flutti hún, þá 11 ára, til þeirra að Rauða- gerði 42 í Sogamýri. Ingibjörg giftist Páli Sigurgeirs- syni bifvélavirkja, f. 17. september 1916, d. 26. mars 1985, þann 29. nóv- ember 1941. Þau eignuðust þrjú starfskona Securitas. 3) Ólafur Jó- hann, bílstjóri, f. 6. maí 1958, kvænt- ur Önnu Jóhönnu Stefánsdóttur, húsmóður, f. 4. mars 1953. Börn þeirra: a) Anna Lísa er lést á fimmta ári og b) Ingibjörg Jóhanna, versl- unarmaður. Dætur Önnu frá fyrra sambandi eru: a) Eygló Ólöf, förð- unarfræðingur, í sambúð með Magn- úsi Antonsyni, flugmanni, börn hennar: Daníel, Björn Andri, Jó- hanna og Stefán Gauti. b) Aldís, lög- fræðingur, í sambúð með Sigurlaugi Gíslasyni, viðskiptafræðingi. Ingibjörg lærði hárgreiðslu hjá Boggu Lindsen á Hárgreiðslu- og snyrtistofunni Edina í Pósthússtræti 13 en flutti sig síðar á Hárgreiðslu- stofu Kristínar Ingimundardóttur við Kirkjutorg, þar starfaði hún í fjölda ára. Þegar þau Páll stofnuðu til fjölskyldu byggðu þau sér heimili í Efstasundi 8 og voru meðal frum- byggja í sundunum, var meira að segja ráðlagt að fá sér kú því þetta væri svo langt. Ingibjörg starfaði áfram við hárgreiðsluna meðfram húsmóðurstarfinu. Fór gjarnan út á land í vinnuferðir, aðstoðaði Krist- ínu Ingimundar þegar hún gat en mest vann hún þó heiman frá sér, greiddi konunum í hverfinu og snyrti. Henni féll sjaldan verk úr hendi, var mikil hannyrðakona og stundaði garðrækt af alúð. Ingibjörg Jóhanna bjó síðasta árið á Droplaugarstöðum. Útför Ingibjargar Jóhönnu hefur farið fram í kyrrþey. börn en ólu að auki upp eitt barnabarna sinna sem sitt eigið. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Gréta, hús- móðir, f. 9. jan. 1943, d. 1. sept 1988, gift Þóri Bjarnasyni vél- virkja, f. 6. okt. 1931, d. 18. sept. 2009, börn þeirra: a) Þóra, kenn- ari, gift Ólafi Má Björnsyni, augnlækni. Börn þeirra: Björn Már, Þórir Sveinn, Sól- ey og Tómas Andri. b) Páll, starfsmaður Myllunnar. 2) Agnes Pálsdóttir, hárgreiðslumeist- ari, f. 25. nóv. 1947. Börn hennar: a) Ingibjörg Gréta, leikkona og við- skiptafræðingur, gift Atla Helga Atlasyni, flugrekstrarfræðingi. Börn hennar: Mario Ingi og Jóhanna Alba. Ingibjörg Gréta ólst upp hjá ömmu sinni og afa í Efstasundi 8. b) Jóna Kristín, þroskaþjálfi, í sambúð með Birgi Geir Valgeirssyni, dóttir hans er Harpa Líf. Jóna Kristín var ætt- leidd til hjónanna Pálínu Georgsdóttur og Jóns Arngríms- sonar. c) Guðmundur, tamn- ingamaður í Finnlandi. d) Sjöfn, Mig langar til að minnast ástkærr- ar ömmu minnar, Ingibjargar Jó- hönnu Ólafsdóttur. Hún amma mín var yndisleg kona, jákvæð og hafði gott auga fyrir því sem spaugilegt var í lífinu. Þegar ég var rúmlega tveggja ára gömul var ég sett í fóstur. Hún og afi Palli héldu tengslum við mig og fóst- urforeldra mína alla tíð. Hún mundi alltaf eftir mér á afmælisdögum og hinum ýmsu tyllidögum. Já, svona vara amma, hún gleymdi mér aldrei; hélt tengslum öll árin þó fjarlægðin væri meiri. Ég var alltaf eitt af barna- börnunum hennar. Þegar ég fullorðnaðist lágu leiðir okkar meira saman, því þá flutti ég suður. Amma tók alltaf vel á móti mér. Það var gott hana heim að sækja og heim að bjóða. Amma var alltaf svo glöð og jákvæð með það sem maður gerði fyrir hana. Oft ef ég var eitthvað leið þá fór ég til ömmu. Það brást ekki að ég fór heim glaðari, með góð ráð í handrað- anum. Amma var mjög nútímaleg og for- dómalaus kona, miðað við fólk af hennar kynslóð. Hún fylgdist vel með afkomendum sínum og því sem var að gerast í þjóðfélaginu, fram á síðasta dag. Í dag kveð ég ömmu Ingibjörgu í hinsta sinn með miklum söknuði. Hún var ekki bara amma mín heldur var hún mér mikill vinur og félagi alla tíð. Minningarnar um þig, elsku amma mín, eru margar og ljúfar og mun ég geyma þær í hjarta mínu alla tíð. Að lokum langar mig að kveðja þig með fallegum sálmi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Takk fyrir allt, elsku amma mín. Guð blessi þig og haldi verndarhendi sinni yfir þér að eilífu og gefi þér frið. Jóna Kristín Jónsdóttir. Það eru ljúfar minningar sem streyma fram þegar ég hugsa um ömmu því hún var einstök kona með réttláta og raunsæja mynd af lífinu. Það er gaman að líta til baka og rifja upp skemmtilegar stundir, orðatil- tæki og samræður sem við áttum og þau gullkorn sem hún var óspar á að láta manni í té. Amma tók sjálfa sig aldrei of hátíðlega og átti auðvelt með að gera lífið skemmtilegra með kímni- gáfu sinni, svipbrigðum og tilsvörum. Hjá ömmu voru börnin og barna- börnin í aðalhlutverki og fengu svo sannarlega að njóta sín. Hjá henni gátum við farið í leikinn „má ekki koma við gólf“ þar sem hoppað var á stólum, skemlum, púðum ásamt pí- anóinu, öllu nema gólfinu sjálfu. Reið- hjólin fengum við að geyma inni í stofu, svo ekkert kæmi nú fyrir þau yfir nótt og alltaf var tekið vel á móti vinum okkar, þeim boðið inn og þá spurði amma í dyragættinni hve margir væru í drekkutímanum. Amma naut þess að vera úti í garði og hlúa að gróðrinum þar. 1989 þegar hún flutti úr Efstasundinu, sem hún og afi byggðu sér á lýðveldisárinu 1944, gaf hún mér rótarhnyðju af for- láta bóndarós sem hún hafði ræktað öll árin. Bóndarósin lifir enn og hefur víða skotið rótum í görðum margra í fjölskyldunni sem minnir okkur á ömmu. Hún var líka mikið fyrir hann- yrðir og sat ófá kvöldin og heklaði ýmislegt, ber þar hæst rúmteppin sem við eigum öll og bera hennar góða handverk áfram. Amma var einnig mikill vinur vina sinna og stóð með sínu fólki. Aldrei heyrði ég hana tala illa um neinn og alltaf tók hún jákvæðan pól í hæðina. Eftir að Palli bróðir minn varð fyrir umferðarslysi og andlát móður okkar tveimur árum seinna – reyndist amma honum sérlega vel. Alltaf að finna jákvæðar breytingar og fram- farir hjá honum. Hann var mikið hjá henni, þau elduðu sér mat saman, lásu bækur og spiluðu á spil. Þegar hann var svo kominn heim um kvöldið hringdust þau gjarnan á og ræddu um dagsverkið og buðu hvort öðru góða nótt. Þessar stundir voru Palla bróður ómetanlegur stuðningur, fé- lagsskapur og gleði. Þegar ég bjó í Noregi kom amma nokkrum sinnum í heimsókn til okkar Óla Más. Hún var kærkomin viðbót við fjölskylduna, alltaf glöð og hnyttin í tilsvörum og börnin okkar voru alltaf spennt að fá langömmu í heimsókn. Hún gekk með þeim um hverfið, leyfði þeim að kynna það fyrir sér og skoðaði blómin og gróðurinn og ræddi við þau um lífsins gagn og nauðsynj- ar. Ég er þakklát, ánægð og stolt að hafa átt hana fyrir ömmu. Þakklát fyrir stundirnar sem við áttum saman og það sem hún miðlaði til mín og stolt að geta deilt því með börnunum mín- um um ókomin ár. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Þóra. Ég var heppin að alast upp hjá ömmu minni í Efstasundinu, alast upp við frjálsræði, traust og jafnræði en jafnframt var mér sagt allt eins og það var og aldrei dregið neitt undan. Hún sagði að sér hefði þótt erfitt að geta ekki sagt mamma þegar hún var lítil en móðir hennar lést þegar hún var þriggja ára. Hún hafði því lært að elska þokuna en þá fór hún út á tún og kallaði mamma. Hún ólst upp hjá frænkum sínum en ellefu ára flutti hún til föður síns og stjúpu. Þau komu henni í hárgreiðslunám sem var ekki sjálfsagt á þessum tíma og lagði hún alltaf ríkulega áherslu á það við okkur börnin að læra eitthvað sem við gæt- um stutt okkur við á lífsleiðinni. Ég gat alltaf boðið vinum mínum heim þar sem við lékum okkur út um allt hús. Þegar ég komst á tombólu- aldurinn fannst ömmu ekkert sjálf- sagðara en að við tækjum bílskúrinn hans afa undir okkur og vorum við með flottustu tombóluna í hverfinu. Við tjölduðum marga sumarnóttina úti í garði og gerðum tilraunir til að sofa þar en þegar nóttin skall á stóð okkur yfirleitt ekki á sama, drógum þá svefnpokana inn í hús og sofnuðum þar. Hún tók alltaf á móti okkur, óþreytandi við að aðstoða okkur og leiðbeina og gerði síðan góðlátlegt grín að öllu saman. Hún bauð bekkn- um inn í stofu að sauma og lita bún- ingana fyrir dimmiteringuna og fannst það bara gaman. Hún hvatti mig til að eignast vin í bókmenntunum, las fyrir mig þar til ég byrjaði að stauta sjálf og gaukaði ævinlega að mér aurum þegar ný bók kom út í bókaflokknum sem var í uppáhaldi hjá mér í það og það skipt- ið. Hún var alltaf bjartsýn og þegar á móti blés fann hún ætíð jákvæða hlið á málinu. Ég var nú ekkert alltaf jafn hrifin af þessari ofurjákvæðni, sér- staklega á unglingsárunum en þegar ég eltist kunni ég betur og betur að meta hana. Í dag finnst mér það eina rétta viðhorfið í lífinu, engin sjálfsvor- kunn, ekkert vesen, heldur brosa, halda áfram, láta gott af sér leiða og þakka hvern dag, þetta er arfleifðin og mun ég halda henni við og kenna mínum börnum. Hún hafði gaman af ferðalögum. Þau afi ferðuðust mikið innanlands á rússajeppanum sínum. Þá var haldið af stað með nesti og kjötsúpu á brúsa og fór ég margar ferðirnar með þeim um landið. Oft komu vinir mínir með í styttri ferðir sem henni þótti bara sjálfsagt. Þegar ég bjó á Kanaríeyjum kom hún næstum árlega í heimsókn. Dvaldi mismunandi lengi en alltaf var það tilhlökkunarefni að fá hana í heimsókn, ekki bara hjá mér og börn- unum heldur einnig samstarfsfólki mínu. Hún kom með í flestar skoð- unarferðir, var hrókur alls fagnaðar en það mátti samt alls ekki vekja á henni athygli, svo hógvær var hún. Hún gaf fólki oft skemmtileg nöfn en bara okkar á milli svo enginn heyrði. Þannig kallaði hún manninn minn gaurinn lengi vel, þar til hún var viss um að okkur væri alvara og þá sneri hún algjörlega við blaðinu og kannaðist bara ekkert við það viður- nefni. Það er gott að eiga góðar minning- ar, geta brosað og rifjað upp góðar stundir. Ég bý því vel að hafa átt hana að, hafa lært af henni og fengið að njóta hennar. Ingibjörg Gréta Gísladóttir. Elsku amma Perla. Þegar við skrifum þessar línur fyll- umst við systur mikilli hlýju og friði. Þær eru svo margar minningarnar sem þú skilur eftir, allt frá öllum upp- skriftunum þínum til hekluðu tepp- anna. Því er söknuðurinn mikill. Það var mikil sæla að fá að gista hjá þér sem litlar stelpur. Þá fékk maður að gista í afaholu sem þú varst iðulega búin að hita upp með hitapokum svo að það væri örugglega notalegt þegar maður skreið upp í rúmið. Síðan vaknaði maður við að þú komst inn í herbergið með morgunmatinn á bakka. Algjör perla, svo hlý og góð. Þegar maður skottaðist svo framúr þá var voðalega vinsælt að næla sér í einn kandísmola inni í eldhúsi áður en hoppað var út í garð. Og hvílíkur garður. Ekki leiddist okkur að taka rabarbara úr garðinum og fá að dýfa honum í sykur þegar inn var komið. Þetta var skemmtilegur tími. Þegar við urðum eldri fylgdist þú alltaf vel með okkur og þegar áfanga var náð gladdist þú svo innilega með manni sem gerði mann enn stoltari fyrir vikið. Sögurnar eru margar enda fengum við að hafa þig lengur en flesta aðra. Það gleður okkur að Anna Lísa systir fær nú að hafa þig hjá sér. Við vitum að nú eru ánægjulegir endur- fundir hjá þér með henni, afa, Grétu frænku, tíkinni Perlu og öllum hinum. Yfir því brosum við með gleði í hjarta um leið og við bjóðum þér góða nótt. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þínar ömmustelpur, Aldís og Ingibjörg Jóhanna. Ingibjörg Jóhanna Ólafsdóttir ✝ Þuríður Jóns-dóttir fæddist í Syðri-Tungu í Stað- arsveit 4.10. 1925, hún lést 8.3. sl. á Dvala- heimilinu Höfða á Akranesi. Hún var dóttir hjónanna Elínborgar Sigurðardóttur og Jóns Kristjánssonar en eldri hálfsystkin voru Rannveig, Guð- rún og Lárus en þau eru öll látin. Trausti albróðir Þuríðar er nú einn eftirlifandi úr systkinahópnum. Hún flutti í frumbernsku í Melabúð á Hellnum og ólst þar upp fram á full- orðinsár. Þuríður giftist 26.3. 1949 Sigurði Kristni Árnasyni sjómanni, f. 24.9. 1926, d. 8.1. 1995. Þeim varð 5 barna auðið. Þau eru í aldursröð: Jón, f. 11.12. 1948, kvæntur Rún Elfu Oddsdóttur, þeirra börn eru þrjú. Kristín, f. 16.11. 1951, d. 16.2. 2009, hennar maður var Gunnar Þór Júlíusson og eiga þau einn son. Árni, f. 28.12. 1953 og á hann tvo syni. Sæv- ar, f. 17.8. 1959 og á hann einn son. Grétar, f. 23.9. 1961, d. 27.4. 1993. Barnabörn Þur- íðar eru 7 en 2 eru lát- in, og langömmubörn 14 en 1 er látið. Auk þess að sinna húsmóð- urstörfum vann Þur- íður við fiskvinnslu og við ræstingar á Sjúkrahúsi Akraness en það var hennar seinasti vinnustaður. Þau hjónin bjuggu lengst af sínum bú- skap á Vesturgötu 134 á Akranesi. Hún hefur síðustu 19 árin verið vist- maður á Dvalaheimilinu Höfða á Akranesi þar sem hún hefur notið frábærrar aðhlynningar. Útför Þuríðar fór fram í kyrrþey að hennar ósk frá Akraneskirkju 23. mars sl. Elsku amma Þura, mikið eigum við eftir að sakna þín eins og svo margir aðrir. En nú ertu búin að fá hvíldina sem þú þráðir og komin til afa Sigga. Það streyma fram minningarnar sem við áttum með ömmu Þuru. Við systur vorum tíðir gestir á Höfða- brautinni hjá ömmu og afa. Og þegar amma og afi fluttu á Höfða fórum við þangað nánast daglega á leiðinni til eða frá sund- og fótboltaæfingum. Þar var nú oft spilað Olsen Olsen, drukkið kók og maður gúffaði í sig súkkulaði. Við systur mættum oft með heilan hóp af krökkum í heim- sókn til ömmu og ekki var það nú vandamálið. Enda fannst ömmu fátt skemmtilegra en að fá heimsóknir og gefa öllum súkkulaði. Okkur er einn- ig minnisstætt þegar amma lék grýlu á Víðigrundabrennunni með suðu- súkkulaði í poka í nokkur ár. Já, hún amma Þura var sko stuðbolti með meiru. Þegar við systur fórum svo að mæta með okkar börn lét hún sig ekki muna um það að leyfa krökk- unum að tæma skrautið úr hillunum hjá henni. Já, eða dæla í þau súkku- laði eða jafnvel að bruna með þau rúnt fram á gang á göngugrindinni. Við gætum endalaust haldið áfram að telja upp skemmtilegar minning- ar um ömmu Þuru og erum við af- skaplega þakklátar fyrir allar þær minningar sem við eigum með hress- ustu og glæsilegustu ömmunni. Og amma, lopapeysan verður notuð út í eitt í sumar. Það var ljúft að fá að kveðja þig, elsku amma okkar, þó svo að við viss- um ekki að það yrði hinsta kveðju- stundin daginn áður en þú kvaddir þennan heim. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Elsku amma, takk fyrir allt, við elskum þig. Þínar Vigdís Elfa og Inga Magný Jónsdætur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku langamma, við eigum eftir að sakna þín. Það var alltaf svo skemmtilegt að koma til þín. Þú varst sko alltaf í stuði. Takk fyrir allt súkkulaðið. Þín Íris Björk, Hugrún Elfa, Isabella Rut, Jón Arnar, Embla Þórey, Tinna María, Ýmir og Líf. Þuríður Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.