Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 20
Forsætisráðherra, á undanförnum tólf mánuðum hef ég und- irritaður skrifað yður allmörg bréf, en engin svör fengið. Á þessum erfiðu tímum í þjóð- félaginu hefur und- irritaður boðið aðstoð, spurt spurninga og óskað upplýsinga – allt án árangurs eða svars. Fullvíst má telja að fjöldi ein- staklinga, félaga og fyrirtækja hafi sömu sögu að segja. Vitað er að ráð- herrann hefur á þessum tíma oft verið önnum kafinn en á móti kem- ur að hann hefur aðstoðarfólk. Tæp- ast verður önnum því um kennt. Hvað veldur veit ráðherra sjálfur en undirritaður leyfir sér að vísa til laga um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Undirritaður setur nú fram hér í Morgunblaðinu í opnu bréfi spurn- ingar og óskir um upplýsingar sem stór hluti þjóðarinnar vill fá. Svara, innan ramma fyrrnefndra laga, er óskað í sama blaði. Lagaleg skylda? Hér er vísað til kröfu annarra þjóða um greiðslu svonefndra Ice- save-skulda. Allan þann tíma sem þetta mál hefur staðið yfir hefur vaxandi fjöldi innlendra og erlendra sér- fræðinga lýst því yfir að skylda Ís- lendinga hafi eingöngu verið að stofna tryggingasjóði er lúta reglum ESB. Þetta hafi verið verið gert og því sé ábyrgð Íslendinga nú engin. Þessir sérfræðingar hafa komið frá ýmsum löndum og úr mörgum fræðigreinum er mál af þessu tagi snerta. Einn þeirra, bandarískur pró- fessor, Michael Hudson, hefur kall- að samningagerð stjórnvalda við er- lend ríki „ótrúlegt afsal á fullveldi og hefur áhyggjur af sjálfstæði Ís- lands“ (Silfur Egils & DV.IS 19.6.2009). Fjölmargir íslenskir fræðimenn hér og erlendis - eru á sama máli. Loks má nefna Evrópu- manninn Alain Lipietz – einn þeirra sem sömdu reglur ESB um fjár- málamarkaði – en hann segir um þetta: „Íslendingar skulda ekkert“ (Morgunblaðið 12.2.2010). Undirritaður spyr: Er forsætis- ráðherra fullviss um að lagaleg ábyrgð Íslendinga sé til staðar og slík að um málið þurfi að semja? Jafnframt óskast þær lagagreinar, á frummálinu og íslensku, settar í svar ráðherra sem að hans mati staðfesta ábyrgðina og réttlæta til- raunir ríkisstjórnarinnar til samn- inga við hina erlendu kröfuhafa. Undirritaður spyr: Hefur ríkis- stjórn Íslands einhverjar aðrar ástæður til samningaumleitana en lagalegar – og þá hverjar? Undirritaður spyr: Eru nokkur tengsl – bein eða óbein – milli Ice- save-málsins og áhuga stjórn- arinnar á að innlima Ísland í ESB? Kúba norðursins Stjórnin og þingmenn hennar hafa oft látið heyrast að semjist ekki um Icesave verði Ísland „Kúba norðursins“. Gefin er í skyn útilok- un á samstarfi Íslendinga við aðrar þjóðir, fátækt, einangrun og ör- birgð. Undirritaður spyr: Nákvæmlega hvernig sér ríkisstjórnin fyrir sér að þetta muni gerast? Undirritaður spyr: Hafa einhverjar þjóðir hótað að einangra okk- ur svo hætta stafi af, eða að beita sér með þeim hætti að fátækt og örbirgð gangi yfir íslenska þjóð? Óskað er eftir lista yfir þessar þjóðir svo og skjölum – á frummáli og íslensku – er sanna þessar hót- anir. Kostnaður? Ljóst er að þó nokkur kostnaður hefur þegar hlotist af samninga- umleitunum vegna Icesave. Hér koma m.a. til ferðalög, símakostn- aður, þýðingar, yfirvinna starfs- manna, aðkeypt þjónusta erlendra og íslenskra sérfræðinga og funda- setur. Undirritaður spyr: Hversu mikill er þessi kostnaður orðinn alls? Óskað er eftir sundurliðun skv. of- annefndum þáttum og öðrum er málið snerta. Undirritaður spyr: Í ljósi þess að reikningur fyrir þjónustu bresku lögfræðistofunnar Mishcon de Reya fyrr í vetur var u.þ.b. tífalt hærri en búist hafði verið við, eða 25 milljónir, óskast upplýsingar um hvernig sam- ið hefur verið við aðra erlenda aðila um ráðgjafarstörf. þ.m.t. kanadíska aðila sem fréttir hermdu að fengnir hefðu verið til starfa fyrr í vetur. Taxtar og annar kostnaður óskast sundurliðaður í íslenskum krónum og viðmiðungargengis getið. Umboð? Eftir að þjóðin hafnaði Icesave- samningunum, hefur ríkisstjórnin og sendimenn hennar haldið áfram samningaumleitunum við hina er- lendu kröfuhafa. Undirritaður spyr: Telur for- sætisráðherra að hann eða ríkis- stjórnin hafi til þess umboð? Og þá frá hverjum? Eða telur forsætisráð- herra sig ekki þurfa umboð, t.d. frá Alþingi? Óskað er eftir rökstuðningi við svar ráðherra. Verkefni hér heima Umræða almennings á Íslandi er mikið á þá lund að ekki sé nóg gert fyrir Íslendinga sjálfa. Um það vitna að vissu marki lokanir fyrirtækja, uppboð á húsnæði fjölskyldna, at- vinnuleysi, landflótti, bótalækkanir og skattahækkanir. Undirritaður spyr: Telur ráð- herra að vinna við Icesave-samninga hafi tafið eða dregið úr þeim úrræð- um sem hægt væri að bjóða Íslend- ingum? Undirritaður spyr: Telur ráð- herra að nú hafi allt verið gert sem hægt er til hjálpar heimilum og fyrirtækjum? Tímasetninga og lýs- inga á hinum ýmsu hjálparúrræðum er óskað – bæði liðnum og þess sem fyrirhugað kann að vera. Undirritaður spyr: Er það á stefnuskrá ríkisstjórnar og Alþingis að leggja niður verðtryggingu á Ís- land, og þá hvenær? Undirritaður spyr: Hafa ein- hverjum fyrirtækjum verið gefnar eftir skuldir, beint eða óbeint á kostnað ríkissjóðs sl. 2 ár – og þá með hvaða hætti? Nöfn og dags. ósk- ast. Eftir Baldur Ágústsson »Undirritaður spyr: Eru nokkur tengsl – bein eða óbein – milli Icesave- málsins og áhuga stjórnarinnar á að innlima Ísland í ESB? Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004 - www.lands- menn.is - baldur@landsmenn.is Opið bréf til for- sætisráðherra 20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Yfirleitt er litið á bjartsýni sem frekar ómerkilegan eiginleika. Bjartsýnismaður er þá talinn vera sá sem sér það góða í öllu og öllum og horfir á heiminn í gegnum bleik gleraugu – glasið er alltaf fullt hjá honum. Pollýanna er fyrirmynd hans og hann er sannfærður um það að ef hann bara hugsi jákvætt þá muni allt fara vel. Rannsóknir til tutt- ugu ára hafa hins vegar staðfest að bjartsýni gengur miklu dýpra en það. Hægt er að skilgreina bjartsýni á tvennan hátt. Scheier og Carver skil- greina bjartsýni sem „altæka til- hneigingu til að trúa því að maður muni almennt upplifa góða frekar en slæma atburði í lífinu“. Á mannamáli þýðir þetta að horft sé á björtu hlið- arnar. Hin leiðin til að skilgreina bjart- sýni er sú að skoða hvaða skýringar við notum en hér er um að ræða nálg- un Martins Seligmans sem er upp- hafsmaður hreyfingar um jákvæða sálfræði. Að sögn Seligman er und- irstöðu bjartsýni að finna í því hvern- ig við hugsum og útskýrum orsakir. Seligman heldur því fram að við höf- um öll tilhneigingu til að nota ákveð- inn hugsunarstíl til að útskýra það sem gerist í lífi okkar og hvers vegna það gerist. Við þróum þennan stíl í æsku og höldum okkur við hann það sem eftir er ævi okkar, nema við tökum meðvituð skref til að breyta honum. Hugsunarstíllinn virkar eins og viðmið sem við notum til að útskýra fyrir sjálfum okkur hvers vegna hlutir, slæmir eða góðir, hendi okkur. Seligman telur að það séu þrjár al- mennar víddir sem við notum til að túlka líf okkar; varanleiki (alltaf/ekki alltaf), útbreiðsla (allt/ekki allt) og persónubinding (ég/ekki ég): Varanlegt vs. tímabundið Þeir sem hafa tilhneigingu til að út- skýra hlutina á svartsýnan hátt gera ráð fyrir að fari eitthvað úrskeiðis þá muni það alltaf fara úrskeiðis. Ef þeir halda t.d. lélega ræðu ganga þeir út frá að þeir muni alltaf verða lélegir ræðumenn. „Það þýðir ekkert fyrir mig að sækja um þennan samning, ég mun hvort sem er klúðra ræðunni.“ Þeir sem hafa tilhneigingu til að út- skýra hlutina á jákvæðan hátt segja einfaldlega við sjálfa sig að það muni ganga betur næst, að það hafi ein- ungis verið tímabundið bakslag. „Kannski var undirbúningurinn ekki nógu góður – og fyrir utan það þá voru áhorfendur nýbúnir að borða frekar þungan hádegismat og þar af leiðandi ekki mjög líflegir. Næst undirbý ég mig betur og reyni að fá betri tíma fyrir kynninguna.“ Dr. Karen Reivich, sem hefur unnið með Seligman og öðrum fræðimönnum að fjölda rannsókna, tekur undir með Seligman. Hún kallar þessa vídd „alltaf vs. ekki allt- af“. Nemandi sem útskýrir fall á prófi með því að segja „Ég er heimskur“ hefur „alltaf“-sýn á vandamálið, álítur að vandamálið muni vara yfir tíma og mun líklega nálgast upptökuprófin á svartsýnan hátt. Bekkjarbróðir hans sem fellur einnig á prófinu en segir „Ég lærði ekki nóg“ hefur „ekki alltaf“-sýn og er líklegri til að líta næstu próf bjartsýnni augum. Hann sér að- stæðurnar sem ekki varanlegar. Útbreiðsla – sértækt vs. almennt Þegar hlutir fara úrskeiðis hjá svartsýnismönnum hafa þeir til- hneigingu til að sjá mistök sín sem Eftir Ingrid Kuhlman » Bjartsýnismaður er oft talinn vera sá sem sér það góða í öllu og öllum og horfir á heiminn í gegnum bleik gleraugu. Ingrid Kuhlman Bjartsýni – hugsunarstíll en ekki persónueinkenni VERÐBÓLGA kemur oftar en ekki í kjölfar mikils góðæris og nær hámarki með hruni banka sem hafa verið í áhættustarf- semi með peninga al- mennings. Verðbólga hefur þau áhrif að mörg fyrirtæki fara á hausinn sem þýðir að fleiri verða atvinnu- lausir auk þess sem verðlag hækkar. Hjá okkur Ís- lendingum hrundi krónan sem jók verðbólguna enn meira og verðlag á nær öllum vörum fór uppúr öllu valdi auk þess sem skuldir ríkisins jukust. Ríkisstjórnin brást við því með hækkun skatta auk nýrra skatta sem lagðir voru á heimili landsins. Við þetta héldu dóm- ínóáhrifin áfram og fleiri urðu at- vinnulausir sem eykur kostnað ríkisins í greiðslur í atvinnuleys- issjóð og minnkar tekjur til rík- isins. Við þetta aukast gjöld sem ríkið þarf að borga til félagsmála. Samt þarf að skera niður. Þetta finnst mér rangir starfs- hættir þjóðar sem þarf að vinna sig útúr verðbólgu. Verðbólga og fall krónunnar geta haft góð áhrif á ákveðnar atvinnugreinar. Út- flutningsvörur. Ríkið þyrfti að gera allt sem í þess valdi stendur til að skapa atvinnu til útflutnings til að fá erlendar gjaldeyristekjur til landsins og skapa atvinnu fyrir þá atvinnulausu og fá einnig skatt- tekjur af þeim. Þegar þessu hefur verið náð er hægt að skera niður í mikilvægum flokkum eins og fé- lagsmálum. Meingallað stjórnkerfi Íslands markast af því að fólk getur nán- ast aldrei eignast neitt og það mikilvægasta sem allir vilja hafa, svo sem þak yfir höfuðið, að kom- ast milli staða og matur fyrir sig og sína vegur auðvitað þyngst í útgjöldum heimilisins. Samkvæmt könnun frá 2004 þá vega útgjöld vegna húsnæðis 22,5% af heildartekjum ef ekki er tekinn skattur af tekjunum. Matur og afborganir af bíl og rekstur af bíl um 57% af tekjum og kostn- aður af fatnaði um 5,5%. Þetta eru mik- ilvægustu útgjöld heimilanna sem þýðir það að um 85% af út- gjöldum fara í þessa hluti. Þessi rannsókn var gerð í góðæri og hlutföllin ættu því að hafa breyst töluvert og gætu hafa aukist yfir ráðstöf- unartekjur. Samkvæmt upplýsingum voru meðaltekjur einstaklings um 300.000 kr. sem gera 3,6 milljónir í árstekjur. Ef við reiknum með að par með eitt barn sé með með- altekjur sem er mjög algengt nú til dags þá eru heildartekjur beggja aðila rétt um 7,2 milljónir. Gefum okkur að 22,5% fari í greiðslu af húsnæði, þá er með- algreiðsla um 135.000 á mánuði. Af þessum 7,2 milljónum sem eru heildartekjur fara 2,5 milljónir í tekjuskatt þannig að ráðstöfunar- tekjur meðalheimilis eru 4,7 millj- ónir. Ef tekið er mið af 135 þús. kr. á mánuði í húsnæði þá gerir það að 35% af ráðstöfunartekjum heimilisins fara í að borga af hús- næðinu. Segjum að parið sé á leigumarkaðnum og vilji einungis borga 22% af sínum ráðstöfunar- tekjum. Þá fer verðið niður í 103 þús. kr. á mánuði og erfitt er að finna 3 herbergja íbúð á lægra verði en það og ég tala nú ekki um ef börnin séu fleiri en eitt. Þá er nauðsynlegt að hafa stærra hús- næði og því erfiðara að ráða við greiðslurnar. Nú á tímum er æ algengara að pör með barn slíti samvistir og því ástandið fyrir þetta meðalfólk ennþá erfiðara. Allt í einu eru þau orðin 2 einstæðingar og jafnvel með eitt eða tvö börn. Ráðstöf- unartekjurnar eru allt í einu dottnar niður í 3 milljónir á ári á meðan kostnaðurinn við leigu á húsnæði er nánast sá sami þar sem verð á leiguhúsnæði er uppúr öllu valdi af völdum verðbólg- unnar og skuldastöðu þeirra sem eiga heimilin. Þá kemur aftur að félagslega hlutanum. Segjum að báðir aðilar fari á leigumarkaðinn og finna sér íbúð til leigu á 80-90 þúsund krónur á mánuði og skipta með sér forræðinu 50/50. Barnið verður að vera skráð með lög- heimili hjá öðru hvoru foreldrinu. Það er ákveðið að barnið sé með lögheimili hjá móður sinni og þar af leiðandi fær hún barnabæt- urnar og greiddar hærri húsa- leigubætur þar sem barnið er með lögheimili þar á meðan faðirinn fær engar bætur. Þar sem heild- artekjur hans teljast 3,6 milljónir yfir árið þá lækkar það húsa- leigubæturnar sem eðlilega væru 13.500 kr. og mundi því vera dregið af honum vegna „hárra“ tekna og lækka niður í 2.000 krón- ur á meðan móðirin fengi 17.000 miðað við sömu tekjur. Þetta er gert með ákveðinni reiknivél frá félagsþjónustum hvers bæj- arfélags en miðað er við heildar- tekjur en ekki ráðstöfunartekjur og miðast ekki við þá verðbólgu sem hefur verið í samfélaginu. Það er nánast eins og ríkið geri heldur ekki ráð fyrir að fólk sé einstætt né geti lifað sem slíkt. Grein þessi er skrifuð til að vekja athygli á meingölluðu kerfi sem við búum í og ríkisstjórnin gerir lítið í því að laga illa orðuð lög til sparnaðar ríkisins en þarna er einungis talað um aðila með meðaltekjur og þá á eftir að reikna þá sem hafa lágar tekjur. Í þjóðfélagi þar sem maður með meðaltekjur er í greiðsluerfið- leikum hlýtur að vera mikið að stjórnkerfi ríkisins. Verðbólga og meingallað kerfi Eftir Magnús Val Böðvarsson » Verðbólga er alvar- legur hlutur sem kemur upp mjög reglu- lega og getur haft alvar- leg áhrif á þjóðfélagið. Magnús Valur Böðvarsson Höfundur er verslunarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.