Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 16
Jalangur Konungshaugur, rúnasteinar, kirkja og safn er í Jelling á Jótlandi. Þaðan var ríki Dana stjórnað. Þingvellir verða framlag Íslands til raðtilnefningar víkingaminja. Þeir eru þegar á heims- minjaskrá sem menningar- landslag og unnið er að tilnefn- ingu þeirra sem náttúruminja. Danir munu tilnefna kon- ungshauga, kirkju og rúna- steina í Jalangri (Jelling) á Jótlandi ásamt hringvirkj- unum í Trelleborg, Aggers- borg og Fyrkat. Þessar dönsku minjar eru lýsandi fyrir hið öfluga konungsríki Gorms hins gamla. Jelling hefur verið á heimsminjaskrá í sextán ár en hringvirkin eru viðbót við heimsminjar. Verslunarmiðstöðin Birka og Hovgården frá víkingaöld verða framlag Svía. Birka var meðal annars einn fyrsti vett- vangur kristnitöku á Norð- urlöndum. Staðurinn hefur verið á heimsminjaskrá frá árinu 1993. Önnur þátttökulönd tilnefna minja- staði sem ekki hafa verið samþykktir á heimsminjaskrá. Þar ber hæst Heiðarbæ, verslunarstað víkinga í sambandslandinu Slés- vík-Holtsetalandi sem nú tilheyrir Þýska- landi en áður Danmörku. Þar er einnig borgarveggurinn Danavirki þvert yfir landið. Byrjað var á Danavirki á 7. öld en Valdimar I. Danakonungur lét styrkja vegginn og reisa margra kílómetra langan og sjö metra háan tígulsteinsmúr á fyrri hluta 12. aldar. Eistland hyggst tilnefna röð virkishæða sem norrænir menn byggðu í vesturhluta landsins og Lettland leggur fram virkishæð og versl- unarstað frá víkingatím- anum, í Grobina, ásamt röð norrænna kumlateiga á svæðinu. Norðmenn hafa ekki ákveðið hvaða staðir þar í landi verða fyrir valinu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hringvirki Í Trelleborg á Skáni er hringvirki sem borgin er kennd við. Þrjú dönsk hringvirki verða tilnefnd. Merkir staðir úr sögu víkinga Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Þingvellir verða með kon-ungshaugunum í Jalangriá Jótlandi og versl-unarstöðunum Birka í Sví- þjóð og Heiðarbæ í Slésvík- Holtsetalandi í Þýskalandi í raðtil- nefningu víkingaminja í mörgum löndum fyrir heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Verkefnið er unnið undir forystu Íslendinga. Stefnt er að því að staðirnir komist á heimsminjaskrá 2013. Alþjóðlega hluta verkefnisins er stýrt frá verkefnaskrifstofu Forn- leifaverndar ríkisins á Akureyri. „Meginhlutverk mitt er að sjá til þess að tilnefningarskjalið sem verður umfangsmikið verði efn- islega rétt og tilbúið á réttum tíma,“ segir Sólveig H. Georgsdóttir verk- efnisstjóri. Sumir staðanna eru þeg- ar á heimsminjaskrá með öðrum formerkjum en aðra þarf að skrá. Síðarnefndu staðirnir þurfa að fara inn á yfirlitsskrá viðkomandi ríkis í síðasta lagi 1. febrúar á næsta ári þannig að hægt verði að ganga frá tilnefningu fyrir minjaröðina í byrj- un árs 2012. Gangi það eftir er von- ast til að tilnefningin verði tekin fyrir á þingi UNESCO á árinu 2013. Yfirlit yfir menningarhóp Víkingaverkefnið er unnið að frumkvæði Íslendinga, Dana og sambandslandsins Slésvíkur- Holtsetalands í Þýskalandi. Fleiri ríki hafa ákveðið að taka þátt, það eru Eistland, Lettland, Noregur og Svíþjóð. Sólveig segir að þótt Norð- urlönd með sínu nánasta umhverfi teljist kjarnasvæðið þá verði opinn möguleiki á að bæta fleiri löndum við síðar. Þannig taka allmörg ríki þátt í verkefninu sem áheyrn- arfulltrúar, meðal annars Úkraína, Írland, Færeyjar, Grænland, Kan- ada og Bretland. Áhugi er á að tengja Kanada inn í minjaröðina vegna víkingaþorpsins í L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. „Þetta er spennandi verkefni sem nú þegar hefur fengið töluverða at- hygli erlendis. Það er svo margt nýtt í því,“ segir Sólveig. „Heims- minjanefnd UNESCO leggur áherslu á tilnefningar minjaraða í stað stakra minja til að reyna að laga það ójafnvægi sem er á heims- minjaskrá þar sem um helmingur heimsminja er í Evrópu. Ein leiðin til að gera það er að leggja saman minjar í slíkar raðir. Þá fær hver röð eitt númer í stað margra. Þá er það nýtt að með þessari til- nefningu er verið að gefa heildar- mynd af ákveðnum menningarhópi á tilteknu tímabili, það er að segja menningu víkinga á Norður- Atlantshafssvæðinu. Með dæmum verða verslun og viðskiptum gerð skil, landkönnun og ferðalögum og stjórnskipulagi. Einstakri menningu gerð skil Hópur sérfræðinga um ýmis svið menningar víkinga, frá öllum lönd- unum, býr til rammann utan um til- nefningarnar og rökstyður hvers vegna víkingamenningin var einstök miðað við aðra menningarhópa. Einnig er unnið að samanburðar- greiningu á víkingaminjum til að velja minjastaðina og rökstyðja val- ið. Staðir þurfa að vera einstakir á heimsvísu til að hljóta náð fyrir augum heimsminjanefndar UNESCO. „Leiðarstefið er það að víkingar voru fyrstu Evrópubúarnir sem sáu út fyrir eigin sjóndeild- arhring, eins og það hefur verið orðað í verkefnahópnum. Þannig vissi bóndi í Vestur-Noregi hvar Mikligarður var en íbúi í Istanbul vissi ekki hvar Skandinavía var,“ segir Sólveig þegar hún er spurð að því hvaða rökstuðningi verði helst teflt fram við tilnefningu vík- ingaminja. Þarf góða samvinnu Sólveig telur svo mikla nýsköpun í þessari tilnefningu að hún eigi góða möguleika á að hljóta sam- þykki. Hún segir það þó flækja mál- ið þegar tilnefning nái til margra landa. Mikilvægt sé að hafa góða samvinnu og eftirlit með minjastöð- unum og starfsemi á þeim. Það geti verið flókið þar sem eignarhald og stjórnun sé mismunandi á milli landa. „Ef viðhald og umgengni yrði lakari á einum staðanna en öðrum er öll röðin í hættu. Þetta er því áskorun um gott samstarf. Það gef- ur aftur á móti mikla möguleika á kynningu og fræðslu. Fólk sem ger- ir sér far um að heimsækja heims- minjastaði getur þá orðið forvitið um aðra staði í röðinni,“ segir Sól- veig. Morgunblaðið/Ómar Víkingaskip Víkingar smíðuðu góð skip og könnuðu heiminn í austri og vestri. Það er ekki síst það sem gerir menningu þeirra mikilvæga á heimsvísu. Áhöfn Íslendings heldur í Vínlandsför. Fyrstu Evrópubúarnir sem sáu út fyrir sjóndeildarhringinn  Íslendingar stjórna undirbúningi alþjóðlegrar tilnefningar víkingaminja fyrir heimsminjaskrá  Heildarmynd af menningarhópi  Þingvellir eru framlag Íslendinga  Stefnt að skráningu 2013 16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.