Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 29
Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 ✝ Guðmunda Magn-ea Gunnarsdóttir fæddist á Bíldudal þann 12. desember 1947. Hún lést á heim- ili sínu í Reykjavík þann 29. mars síðast- liðinn. Munda var næstelst fjögurra systkina, dóttir Sigríðar Magn- úsdóttur, f. 19. ágúst 1927, og Gunnars Guðmundssonar, f. 6. ágúst 1922, d. febrúar 1979. Systkini hinnar látnu eru Ásthildur Gréta, f. 1946, Margrét Jenný, f. 1951, og Óskar Tryggvi, f. 1958. Munda eignaðist tvo syni, þá Gunnar Sigmar Kristjánsson, f. 2.6. 1967, og Einar Björgvin Knútsson, f. 10.8. 1970, sem var ættleiddur. Einnig lætur hún eftir sig tengda- dóttur, Sigríði Ólafs- dóttur, og tvö barna- börn, þau Ólaf Guðna og Heiðrúnu Júlíu. Munda lauk barna- skólanámi á Bíldudal og flutti þar eftir til Reykjavíkur með for- eldrum sínum. Hún vann við fisk- vinnslustörf mest- megnis en á sumrin réð hún sig sem ráðs- konu með son sinn Gunnar Sigmar á sveitabæi. Seinni árin var Munda búin að missa heilsuna. Eftir það bjó hún á heimili sínu í Reykjavíki með sam- býlismanni sínum, Svavari Berg- manni Indriðasyni, f. 2.1. 1939. Útför Guðmundu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hvar ertu sól! er svífur ofar skýjum. Sólstafir þínir græða sviðasárin, sendu mér yl að þerra tregatárin, trú, von og þrek, að mæta degi nýjum. Blessaða sól! svo björt á himni háa. Hjarta mitt þráir ylgeislana þína, ljósið þitt eilífa ávallt megi skína, öllu er lifir, út í heiðið bláa. (Sigríður Magnúsdóttir) Hér áttu blómsveig bundinn af elsku, blíðri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei en fagur geymist í hjörtum allra ástvina þinna. (H. Loftsdóttir) Elsku Munda mín. Ég sakna þín svo mikið. Ég á engin orð til að lýsa því. Guð geymi þig. Mamma. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. Við flöktandi logana falla nú tár, það flýr enginn sorgina lengi. Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár, hún brýtur þá viðkvæmu strengi, er blunda í hjarta og í brjósti hvers manns. Nú birtir, og friður er yfir, því ljósið á kertinu lifir. Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör sem gist hefur þjáning og pínu. Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl sem eygir í hugskoti sínu, að sorgina við getum virkjað til góðs, í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Elsku besta systir mín, ég kveð þig með söknuði. Hvíl í friði og megi góður Guð vaka yfir þér. Gréta. Elsku systir, nú er þinn vegur á enda runninn og minningarnar hrannast upp úr bernskunni fyrir vestan. Við brölluðum margt saman fyrstu árin en síðan tók vinnan og al- varan við. Stundum reyndist lífið þér erfitt en glettnin og húmorinn voru samt aldrei langt undan. Ég og fjölskylda mín sendum sonum og sambýlismanni innilegar samúðar- kveðjur. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Hvíl í friði. Margrét (Magga) systir. Munda var hlý og umhyggjusöm kona og tók mér ávallt opnum örm- um. Það var mikið áfall fyrir mig að heyra af ótímabæru fráfalli hennar. Munda hefur verið hluti af fjölskyld- unni frá því að ég man eftir mér, enda voru þau afi afar samhent og komu oft í heimsókn til okkar vestur á Grundarfjörð. Þá ríkti mikil eftir- vænting eftir komu þeirra og sem ungri stúlku þótti mér heiður að ganga úr rúmi fyrir Mundu. Sem barn fékk ég reglulega að heim- sækja afa, Mundu og kisuna hennar Sísí til Reykjavíkur. Mér leið alltaf vel hjá þeim í Fannarfellinu og þótti alltaf gaman að koma inn á heimili hennar sem var ein töfraveröld í augum ungrar stúlku. Hún átti marga fallega muni, allskonar stytt- ur og postulínsbrúður sem heilluðu mig. Munda var gjafmild kona og laumaði oft einhverju fallegu að mér. Ég á margar dýrmætar minn- ingar um þær samverustundir sem ég átti með afa og Mundu. Við fórum oft í stuttar ökuferðir út fyrir borg- ina, í heimsóknir, og í búðir sem lít- illi utanbæjarstúlku þótti svo fram- andi. Eftir að ég komst á fullorðinsár, flutti til Reykjavíkur og eignaðist fjölskyldu voru þau tíðir gestir á heimili mínu og stoppuðu oft við í kaffi á leiðinni heim úr verslunar- ferð. En það var sérstaklega ánægjulegt að koma í heimsókn til þeirra í Fannarfellið. Gestrisni þeirra var mikil. Við vorum ekki fyrr komin inn fyrir en Munda bar fram kaffi og eitthvað gómsætt með því. Mundu þótti alltaf gaman að sjá mig og stelpurnar mínar sem hún tók af mikilli ástúð, enda kölluðu þær hana Mundu ömmu. Þeim þótti jafn gam- an og mér í æsku að koma í heim- sókn og fá tækifæri til að skoða fal- legu munina hennar. Ég kveð sambýliskonu Svavars afa með söknuði og sendi fjölskyldu Mundu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Elsku afi minn, megi Guð styrkja þig í sorginni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Með hjartans þökk, Ásthildur Helen Gestsdóttir. Guðmunda Magnea Gunnarsdóttir Helga mín er farin heim til föðurins. Farin svo alltof snemma og á undan okkur hinum sem fundum trúna á sama tíma. Bjarta brosið og dillandi hláturinn eru nú á himnum, ekki lengur hér fyrir okkur að njóta. Og nú getur hún brosað, laus við þessi hræðilegu veikindi sem felldu hana á svo örskömmum tíma. Það var alltaf gaman að hitta Helgu mágkonu. Hún var jákvæð og skemmtileg og einnig hörkudug- leg á hverju sem gekk. Það var fjör hjá okkur Helgu og Önnu þegar við brettum upp ermar saman við undirbúning á afmæli eða fjöl- skylduboði. Við unnum saman að málinu, sammála um alla skipu- lagningu og hvernig skyldi fram- kvæmt og svo rúlluðum við því bara upp. Alltaf frábært. Þannig mun ég minnast Helgu. Brosandi og hlæjandi í eldhúsinu hjá mömmu í einhverju átakinu. Munum hana þannig. Blíð augun, bjarta brosið og dillandi hláturinn. Sigrún Gunnlaugsdóttir. Elskuleg bróðurdóttir mín er fallin frá, hún var þriðja í aldursröð fjögurra systra elsta bróður míns, Bolla Gunnarssonar, sem er látinn. Við Ingi sáum þessar litlu stúlkur fyrst í heimsókn okkar til þeirra nokkrum mánuðum áður en sú yngsta kom í heiminn, en þau bjuggu þá í New York. Þetta var einstök ferð fyrir okkur, stelpurnar yndislegar, hver annarri prúðari og ljúfari. Síðan er fjölskyldan sneri heim varð samgangurinn meiri, þá tengdust systkinabörnin böndum sem vara. Það háttaði þannig til að amma þeirra systkina átti sitt heimili í okkar ranni, frá því við hófum bú- skap, svo við nutum góðs af því samneyti. Þegar frá leið tengdumst við miklu nánar á ný. Það er nú svo að kringumstæður geta valdið ein- hverskonar sambandsrofi þó ekki Helga Bolladóttir ✝ Helga Bolladóttirfæddist 3.1. 1957. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27.3. 2010. Helga var jarð- sungin frá Dómkirkj- unni 6. apríl 2010. sé ætlast til. En sam- band okkar varð afar ljúft og skemmtilegt sem og við systur hennar. Það var því mikið áfall þegar Bolli Þór hringdi til okkar með þau sorg- artíðindi að Helga væri látin, það er bara eins og oft leynist einhver von í vonleysinu. Maður heldur áfram að sjá hana káta og syngjandi í sumarnóttinni vestur á Dýrafirði, sem við eignuðum okkur, þessar fimmtíu hræður, í fáeina daga sl. sumar og þóttumst mega með sanni, enda ýmislegt sem minnti á uppruna okkar. Helga verður með okkur hvar sem við komum saman framvegis og vonandi drengirnir hennar, sem sárast sakna, þeir Daníel, Jóel og Símon, sem við vottum okkar dýpstu samúð. Lilja Helga Gunnarsdóttir. Æskuvinkona mín Helga er látin langt fyrir aldur fram en hún hafði undanfarna mánuði háð baráttu við illvígan sjúkdóm sem hafði sigur að lokum og skilur fjölskyldu og vini eftir harmi slegna. Margt rennur í gegnum hugann og erfitt að festa á blað í nokkrum orðum minningarbrot og tilfinning- ar sem upp koma þegar svo góð og kær vinkona er kvödd. Hvert er hlutverk okkar og til- gangur á göngu lífsins? Leiðir okk- ar Helgu lágu saman í handbolt- anum hjá Val á unglingsárunum, báðar vorum við forvitnar um lífið og tilveruna og fór svo að við tengdumst traustum vináttubönd- um sem héldust alla tíð þó svo að hlé hafi orðið þegar við stofnuðum fjölskyldur og tíminn fór í annað en unglingaærsl og handbolta. Leiðir okkar lágu þó aftur saman fyrir um 10 árum þegar aðstæður breyttust og varð mér þá ljóst hversu mik- ilvægur og dýrmætur vinskapur okkar var og lögðum við okkur fram um að hittast reglulega og ræða málin þó svo að ærslin hafi verið eilítið öðruvísi en á árum áð- ur. Helga var hláturmild, falleg, vel gefin og kær vinkona sem gott var að hitta í amstri dagsins og spjalla við eins og æskuvinkonur gera. Við þekktumst vel og gátum átt hrein og bein samskipti sem aldrei bar skugga á. Löng símtöl og hádeg- isverðir koma upp í hugann og var umræðuefnið oftar en ekki börnin okkar, fjölskylda, vinnan og gömlu góðu dagarnir. Bíóferðirnar eru eftirminnilegar en oftar en ekki urðu gamanmyndir fyrir valinu og var þá hlegið dátt jafnvel áður en myndin hófst. Slikkerí var regla í hléinu og héldum við þar áfram flissinu eins og unglingsstelpur, ætíð var stutt í hláturinn og grall- araskap unglingsáranna. Þessar stundir okkar voru mér dýrmætar og því kom það sem reiðarslag þegar Helga veiktist. Það er sárt að sjá á eftir traustri vinkonu sem kölluð var frá okkur allt of snemma. Fyrir vináttu henn- ar er ég þakklát og mun ég varð- veita minningu Helgu um ókomna tíð. Ég sendi sonum hennar; Daníel, Símoni og Jóel, móður, systkinum og fjölskyldum þeirra mínar dýpstu samúðarkveðjur. Svava Rafnsdóttir. Í dag kveðjum við Helgu Bolla- dóttur, góða vinkonu okkar til margra ára. Helga var sterkur per- sónuleiki og vinur vina sinna. Við kynntumst sumarið 1979, þegar Helga, Hjalti og Daníel fluttu í Vesturberg 48, þar sem við bjugg- um. Með okkur tókst mikil vinátta og urðu Daníel og dóttir okkar, Guðrún Helga, einnig góðir vinir. Snemma árið 1980 tóku Helga og Hjalti þá ákvörðun að gefa Guði líf sitt og fylgja honum. Þetta sama ár sögðu þau okkur frá því yndislega og nána samfélagi sem þau hefðu eignast við Jesú og síðar sama ár leiddu þau okkur til trúar á Jesú Krist. Við verðum þeim ávallt þakklát fyrir að hafa leitt okkur inn á þá yndislegu braut. Sömu ár og þau hjónin eignuðust bæði Símon og Jóel, eignuðumst við einnig drengi. Synir okkar urðu góðir vin- ir, léku sér mikið saman, hófu skólagöngu saman og urðu bekkj- arfélagar. Við eigum margar góðar minningar frá þessum árum. Vilj- um við þakka Helgu fyrir sam- fylgdina. Blessuð sé minning henn- ar. Elsku Daníel, Símon og Jóel, Drottinn blessi ykkur og gefi ykkur allan þann styrk sem þið þarfnist á þessu erfiðu tímum. Einnig vottum við fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Högni, Lilja og fjölskylda. Ég kynntist Hjör- leifi Sigurðssyni myndlistarmanni á unglingsárum en við Einar sonur hans urðum góðir vin- ir sem skólabræður. Það mun hafa verið um 1965. Síðar urðu náin kynni milli mín og Hjördísar dótt- ur hans. Við giftumst en hjóna- bandið var stutt. En ég var heima- gangur í Granaskjóli 25 þar sem Hjörleifur bjó með fjölskyldu sinni á þessum árum og kynntist honum allvel og sá hann að störfum sem myndlistarmann. Hjörleifur málaði bæði með olíulitum og vatnslitum og fyrst og fremst abstraktmyndir. Hann sagði mér eitt sinn að hann sæi mynd sem hann málaði fyrir sér í huganum áður en hann byrj- aði að mála hana. Svo varð að koma í ljós hvort myndin á léreft- inu eða pappírnum yrði að þeirri mynd sem hann sá. Oft tókst það og þá var hann ánægður en stund- Hjörleifur Sigurðsson ✝ Hjörleifur Sig-urðsson fæddist í Reykjavík 26. október 1925. Hann lést á Ul- levaalspítala í Osló 10. janúar 2010. Bálför Hjörleifs fór fram í Noregi. Haldin var minningarathöfn um hann í Reykjavík 18. janúar 2010. um mistókst myndin og þá var ekkert ann- að að gera en að henda henni þótt öðr- um fyndist myndin mjög falleg. Einstaka sinnum sagðist Hjör- leifur vera ánægður með mynd sem varð ekki að þeirri sem hann sá fyrir sér svo hún fékk að lifa og koma fyrir almenn- ingssjónir. Hjörleifur var mjög nákvæmur í allri sinni vinni. Á yngri árum mál- aði hann geometrískar myndir, einkum fleti í og um ferninga og þríhyrninga. Hjörleifur gekk í Menntaskólann í Reykjavík og hef- ur ugglaust lært geometríu eða flatamyndafræði þar í stærðfræði- tímum svo hugsanlega hefur hann fengið áhuga á þessari gerð mynd- listar þar. Gullinsnið er talið mjög fagurt í byggingarlist en ég minn- ist þess ekki að hafa séð það í myndum Hjörleifs. Hann heldur sig frekar við rétthyrninga og jafn- hliða þríhyrninga og á flötum í sterkum litum, t.d. svart eða dökk- rautt. Hjörleifur gerði miklar kröfur til sjálfs síns, ég vil líkja því við stærðfræðilega nákvæmni, annað- hvort er sönnun rétt eða ekki. Eins var mynd Hjörleifs annaðhvort rétt og falleg eða hann eyðilagði hana. Eitt sinn málaði Hjörleifur mynd á heilan vegg að Granaskjóli 25 (Reykjavík) sem hann svo mál- aði yfir með venjulegri innanhúss- málningu áður en aðrir fengju að njóta myndverksins. Ég var mjög spenntur að sjá þessa mynd verða til og dapur þegar hún var svo skyndilega horfin. Seinna fer Hjör- leifur að mála olíumálverk og við fyrstu sýn virðast myndirnar ekki hafa neina tengingu við náttúru eða mannlegt líf. Þar er fegurðin ein sem nýtur sín. Hann var lífsglaður maður, gat hlegið tímunum saman, en engu að síður gert miklar kröfur til sín og átt þá í innri baráttu um list sína og verk. Hann var stoltur af verk- um sínum og ég fékk það á tilfinn- inguna að hann ætti að bæta aðeins meira af kæruleysi í myndirnar sínar. Ég sé þessa lífsgleði í mörg- um mynda Hjörleifs, bæði olíu- myndum hans og síðan vatnslita- myndunum sem urðu til á síðustu æviárum hans. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort Hjörleifur hafi ekki verið að mála hughrif og tilfinningar sjálfs sín og annarra þegar hann vann við að koma mynd áleiðis úr huga sér á léreftið. Mér finnst ég sjá sálir barna hans í einstaka myndum enda voru börnin honum mjög kær. Ég votta eiginkonu, börnum og ættingjum Hjörleifs míns dýpstu samúð. Auðun Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.