Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 10
ólíkindum,“ segir Vilhjálmur. Dótið sem er til sölu á markaðnum kemur frá birgjum, heildsölum, búð- um og einstaklingum. „Við höfum ekki keypt neitt hingað inn, það var Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það er rúmt ár síðan mark-aðurinn var opnaður og hef-ur hann sannað gildi sitt,tekjurnar af honum ásamt öðrum þáttum sjá til þess að Sam- hjálp geti rekið óeigingjarna starf- semi sína,“ segir Vilhjálmur Svan Jó- hannsson, ráðgjafi og umsjónar- maður nytjamarkaðarins og styrktarfélags Samhjálpar. „Það er fullt af fólki sem hefur þörf á því að versla eingöngu á svona mörkuðum, fólk hefur misjafnan smekk og misjafnlega mikið á milli handanna,“ bætir Vilhjálmur við. Þetta er fyrsti markaðurinn sem Samhjálp rekur. „Við erum eigendur að þessu húsi og þegar kjallarinn, sem var í útleigu, losnaði tókum við þá ákvörðun að smella upp markaði. Við sáum ekki annað þá en að þetta yrði eitthvert kropp en nú kemur þetta starfinu verulega til góða í dag- legum rekstri. Þetta hefur verið því- lík búbót fyrir starfið að það er með tekin sú ákvörðun í upphafi að kaupa ekki vörur því þá væri farið að halla á okkur í þessu. Reksturinn gefur ekki það mikið af sér að það myndi borga sig. Við fáum allt gefins en þrátt fyrir það er mikið af dótinu hér inni ný vara.“ Fá fullt af gullmolum Það er stöðugur straumur af fólki á markaðinn á meðan blaðamaður stoppar þar. Vilhjálmur segir að um 60 til 80 manns að meðaltali renni í gegn á hverjum degi. „Hingað kemur þverskurðurinn af okkar samfélagi. Það er líka stór hóp- ur fastakúnna. Við erum ströng á því að halda öllu verði í lágmarki og það veitir vissa gleði þegar fólk er að versla, að fá eitthvað fyrir lítinn pen- ing. Það er tölvert af ungu fólki sem byggir innbúið heima hjá sér upp á því sem það fær hér, fólk hefur skemmtilegan smekk inni á svona markaði, það kann að leita og það er gaman að afgreiða það. Fólk kaupir mikið af fötum, okkur vantar alltaf föt. Það er líka mikið keypt af búsáhöldum og slíku. Það fer mikið af sýnilega góðum rafmagns- vörum, sjónvörpum og vínyl- plötuspilurum, og síðan tölvert af húsgögnum, þau stoppa lítið hérna. Okkur vantar alltaf mest af fatnaði og húsgögnum.“ Vilhjálmur segir marga gullmolana hafa rekið á fjörur þeirra. „Já já, við erum búin að fá fullt af gullmolum. Við fengum t.d. eitt skipti vínylspilara sem var trekktur og númeraður. Það er notaleg stemning sem tekur á móti þeim sem heimsækja Allt milli himins og jarðar, nytja- markað Samhjálpar í Stangarhyl 3. Enda er flest sem þar er til sölu með sögu og sál. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nytjamarkaðurinn Vilhjálmur Svan segir um sextíu til áttatíu manns koma á nytjamarkaðinn á degi hverjum. Vantar alltaf mest af fatnaði og húsgögnum 10 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Því er ekkert að því að benda neytendum enn og aftur á að fara inn á vefsíðu Neytendasamtakanna, ns.is. Það ætti eiginlega að vera skylda að fara inn á þessa síðu reglulega og kveikja aðeins á neytendavitundinni. Þar eru reglulega settar inn neyt- endafréttir, t.d fjalla nýjustu frétt- irnar um hvað það kostar ferðamenn að láta bjarga sér í hinum mismun- andi löndum, hvað það kostar að láta telja úr sparibauknum í bankanum og um varasöm fæðubótaefni. Þarna má líka finna upplýsingar um réttindi neytenda, siðræna neyslu, verðkannanir, fjármál, mat- væli, ferðamál og margt, margt ann- að. Allt nauðsynlegt fyrir hinn al- menna neytenda að skoða og vera upplýstur um. Vefsíðan: www.ns.is Kveiktu á neyt- endavitundinni Matarkaup Framtíðar neytandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Til hamingju! Þú hefur unnið pen- ingaverðlaun. Þú getur valið um að fá annaðhvort 10.000 krónur í dag eða sömu upphæð eftir tvö ár. Hvort myndirðu velja? Flestir myndu velja að fá pen- ingana strax. En af hverju ætli það sé? Peningarnir munu líta eins út eft- ir tvö ár, tveir fimmþúsundkallar. En þó seðlarnir séu þeir sömu er gildi þeirra ekki það sama þar sem þú get- ur áunnið þér vexti yfir tímabilið. Því má segja að peningarnir eftir ár séu því jafngildir 10.000 krónum, auk þeirra vaxta sem þeir geta áunnið þér. Séu vextir 5% er gildi pening- anna 10.500 krónur eftir eitt ár og 11.025 krónur eftir tvö ár. Þannig eru 11.025 krónur sem þú fengir eftir 2 ár því 10.000 króna virði í dag. Ef þér yrði boðið að fá annað hvort 10.000 krónur í dag eða 11.000 krónur eftir tvö ár er því samkvæmt ofan- greindu örlítið hagstæðara að velja að fá vinninginn greiddan í dag. Mikið hefur verið fjallað um að fólk geti greitt inn á höfuðstól lána og sparnaður vegna þess reiknaður út, stundum án þess að gera ráð fyrir tímavirði peninga. Ef þú greiðir 10.000 krónur inn á lán sem ber 5% vexti og er til 25 ára er stundum sagt að „sparnaðurinn“ séu tæpar 34.000 krónur. Þó er það í besta falli mikil einföldun. Eigirðu kost á 5% ávöxtun sparifjár og leggir sömu upphæð sparireikning muntu eiga sömu upp- hæð eftir sama tímabil. Því má segja að gildi 34.000 króna sem við eign- umst eftir 25 ár sé 10.000 krónur í dag. Þetta sýnir okkur bókstaflega að tími eru peningar. Virði peninga sem þú átt í dag er ekki það sama og virði peninga sem þú munt eignast í fram- tíðinni. Það er því afar mikilvægt að gera ráð fyrir tímavirði peninga svo þú getir reiknað út sparnað eða ávöxtun af fjárfestingum sem þér er boðin og þannig látið peningana vinna fyrir þig. Breki Karlsson er forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og vinnur að eflingu fjármálalæsis Íslendinga. Tímavirði peninga Fjármálalæsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.