Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 ✝ Elskulegur faðir okkar, besti vinur, sonur, bróðir og mágur, INGVAR BÚI HALLDÓRSSON, lést á heimili sínu laugardaginn 27. mars. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, fimmtudaginn 8. apríl, kl. 14.00. Halldór Matthías Ingvarsson, Tinna Ösp Ingvarsdóttir, Kolbrún Viktorsdóttir, Bentína Jónsdóttir, Halldór H. Ármannsson, Elvar Eyberg Halldórsson, Guðbjörg María Árnadóttir, Linda Sóley Halldórsdóttir, Karvel Halldór Árnason, Andri Þór Halldórsson, Ása Dóra Halldórsdóttir, Skjöldur Skjaldarson, Jóhannes Pétur Halldórsson. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, STEFÁN BRYNJAR ÓSKARSSON, sem lést í Kaupmannahöfn laugardaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 12. apríl kl. 13.00. Erna Stefánsdóttir, Arnar Steinþórsson, Sunna Arnarsdóttir, Tinna Arnarsdóttir, Rósa Hlín Óskarsdóttir, Guðjón Egilsson og systkinabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR EYJÓLFUR EYJÓLFSSON, Steinholtsvegi 13, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað mánudaginn 5. apríl. Elín Hjaltadóttir, Hjalti Elís Einarsson, Guðmundur Rúnar Einarsson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, MONA HALLSSON, Steen Billesgade 22, Álaborg, lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins 29. mars. Jarðsungið verður frá Vor Frelser kirke í Álaborg í dag, fimmtudaginn 8. apríl, og hefst athöfnin kl. 12.00. Peter Arndt Pedersen, Mona Borksted Nielsen, Ellen Borksted Arndt, Bjarni Hallsson, Gitte Kragh Hallsson, Hallur Karl Hallsson, Christine Berry Hallsson og fjölskyldur. ✝ Hjartkær frændi okkar og vinur, BJÖRN TRYGGVI JÓHANNSSON bóndi á Stóru-Borg, Húnaþingi vestra, lést á Heilbrigðisstofnuninni Hvammstanga mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vestur- hópi laugardaginn 10. apríl kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlega bent á að láta Heilbrigðis- stofnunina Hvammstanga njóta þess. Fyrir hönd frændsystkina og annarra aðstandenda, Ólöf Hulda Karlsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓR JÓHANNESSON bóndi, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri laugardaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. apríl kl. 13.30. Árni V. Þórsson, Ragna Eysteinsdóttir, Nanna B. Þórsdóttir, Hjörvar Þór Þórsson, Andrea Thorsson, Ásdís Þórsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Gunnur Petra Þórsdóttir, Ólafur Þórarinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA SIGURLAUG LÁRUSDÓTTIR, Hólabraut 25, Skagaströnd, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi miðviku- daginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Hólaneskirkju á Skaga- strönd í dag, fimmtudaginn 8. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrasjóð Höfðakaupstaðar, s. 895 2690 / 862 3876. Guðmundur Jóhannesson, Lárus Ægir Guðmundsson, Helga J. Guðmundsdóttir, Eðvarð Hallgrímsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurlaug Magnúsdóttir, Ingibergur Guðmundsson, Signý Ósk Richter, Karl Guðmundsson, Lára Guðmundsdóttir, Gunnar Svanlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku nafni minn. Þú varst ávallt svo in- dæll við mann og góð- ur maður. Ég get sagt að mínar sælustu minningar um þig eru frá tímanum þegar þú bjóst í Kópa- voginum og við hittumst oft á laug- ardögum og eyddum tíma saman. Ég sótti þig á fína Bensanum þínum og við keyrðum í rúmar tvær mínútur yfir í Smáralindina að versla lottó- miða og láta yfirfara þá gömlu, þeir voru yfirleitt eitthvað gallaðir, engir vinningar á þeim. Við tókum því allt- af sallarólega og skoðuðum aðeins fólkið í kringum okkur og oftar enn ekki spunnust samræður okkar um hvað væri nú eiginlega á seyði þarna. Eftir „bæjarferðina“ tók alltaf við rólyndisspjall um daginn og veginn. Það skipti engu hvað maður reyndi að stríða þér og ýta á þig, þú varst alltaf sannur sjálfum þér. Rólyndis- maður og yfirvegaður í alla staði. Vandað og kurteist málfar sem ég leit alltaf upp til. Skipti þá engu hvort pólitíkin væri rædd eða pínku- litla útsýnið þitt yfir malbikaðar göt- urnar í Kópavoginum. Aldrei gat maður komið þér úr jafnvægi. Ef svo einkennilega vildi til kom svolítið hik í setningarnar og eitthvert óskiljan- legt handapat. Það var mér alltaf ómögulegt að giska í þessar eyður. Gömlu árunum úr Hveragerði man ég að sjálfsögðu eftir. Holóttur malarvegurinn með pollum allt árið um kring, óaðfinnanlegur skrúð- garðurinn og kyrrðin. Mig minnir að það hafi alltaf verið rólegt hjá ykkur Unni ömmu. Það var alltaf hlýtt og rólegt. Útvarpið í botni um morgun- inn en rólegt eftir það. Nóg var plássið fyrir barnabörnin og það að fá að klifra í trjánum þar til maður sjálfur varð leiður á því, er afar minnisstætt í mínum huga og alls ekki slæm minning það. Ég hugsa að sjálfsögðu alltaf til þín er ég þykist vera að gera eitt- hvað í garðinum. Ég hefði viljað erfa eitthvað af garðræktunargenunum þínum. Fram að þessu hef ég aðeins náð að rækta þrjá tómata sem voru borðandi, en óteljandi er illgresið. Kannski ég hefði átt að stökkva nið- ur úr trénu og fylgjast betur með þér meðan færi gafst til. Sítrónutréð var handónýtt þegar ég tók við því, svo það er ekki mér að kenna. Þín er og verður sárt saknað. Ljúf- menni eins þig geymir maður alltaf í huga sér. Daginn sem þú varðst bráðkvaddur gleymdi ég að stilla vekjaraklukkuna og þú, alltaf sami herramaðurinn, vekur mig á réttum tíma. Ef þú gætir nú haldið því áfram væri ég ósköp þakklátur. Þinn nafni og sonarsonur. Ólafur Steinsson. Aðeins jákvæð lýsingarorð koma upp í hugann þegar ég hugsa um Ólaf afa minn. Hann var ótrúlega Ólafur Steinsson ✝ Ólafur Steinssonfæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 1. maí 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 24. mars sl. Útför Ólafs var gerð frá Grafarvogs- kirkju 7. apríl 2010. blíður og góður maður sem tók ávallt á móti manni með bros á vör og þéttu faðmlagi. Hann kenndi mér að heilsa, þétt handaband og augnsamband sem hann síðar kenndi börnunum mínum. Hann var með mjög gott geðslag, alltaf svo yfirvegaður og róleg- ur, virtist hafa enda- lausa þolinmæði. Vinnusamur og vandvirkur var hann hvort sem það var úti í garði, að teikna myndir eða að skreyta rjóma- tertur. Ólafur afi var mjög myndar- legur maður og ég var alltaf mjög stolt af því að hann væri afi minn. Það eru góðar minningar sem fylgja honum og ömmu úr Bröttu- hlíðinni, sögurnar um bakaríið á Þingeyri og hversu góður hann var við börnin mín. Elsku afi, þú ert búinn að lifa góðu lífi og skilur okkur eftir með jákvæð- ar minningar um góðan mann sem við getum öll litið upp til á svo marga vegu. Þín sonardóttir Unnur Símonardóttir og fjölskylda. Kveðja frá Hvergerðingum Þegar fyrstu krókusarnir gægðust feimnir uppúr moldinni hér fyrir austan fjall kvaddi Ólafur Steinsson, garðyrkjubóndi og einn af frum- byggjum Hveragerðisbæjar. Fyrir hönd Hvergerðinga vil ég með örfáum orðum minnast Ólafs, manns sem skilað hefur ómetanlegu starfi til samfélagsins hér í Hvera- gerði í tæp 70 ár og hefur með óeig- ingjörnu lífshlaupi sínu sett mark sitt svo víða á byggðarlagið okkar. Ólafur Steinsson fluttist til Hvera- gerðis árið 1941 og fljótlega eftir garðyrkjunám að Reykjum hóf hann rekstur garðyrkjustöðvar hér í Hveragerði ásamt konu sinni, Unni Þórðardóttur, sem ættuð var frá Bjarnastöðum í Ölfusi. Með vali á ævistarfi var brautin mörkuð. Elja, dugnaður og einmuna snyrti- mennska átti eftir að einkenna öll störf Ólafs hvort sem var í garðyrkj- unni eða á öðrum sviðum. Ólafi voru falin fjölmörg ábyrgðarstörf af sveit- ungum sínum og meðal annars sat hann í hreppsnefnd um árabil þar sem hann gegndi stöðu oddvita tvö kjörtímabil. Með festu var bænum stýrt í gegnum ólgusjói sem þá herj- uðu á lítið bæjarfélag. Ólafur var af- ar farsæll í þeim störfum sem honum var trúað fyrir. Hann var rólegur mannasættir en slíkt er góður eig- inleiki að hafa í stjórnmálum. Ólafur og Unnur bjuggu allan sinn búskap í Bröttuhlíðinni þar sem þau ólu upp fjögur myndarleg börn sem ásamt afkomendunum öllum bera þeim hjónum fagurt vitni. Það gerir einnig einstaklega fallegur garður sem umlykur hús þeirra en þar eyddu þau hjón flestum frístundum sínum við ræktun og umhirðu garðs- ins. Hvergerðingar og gestir bæjar- ins leggja enn þann dag í dag leið sína framhjá garði Ólafs og Unnar til að dást að þeim gróðri sem þar er að finna. Fyrir störf sín að umhverfis- málum veitti Hveragerðisbær Ólafi sérstaka viðurkenningu á sumardag- inn fyrsta árið 2007. Ólafur hefur kvatt þetta jarðlíf en minningin lifir um einstakan mann. Mann sem átti stóran þátt í að gera Hveragerði að því bæjarfélagi sem það er í dag. Við vitum að Ólafur beið vorsins með ákefð þess sem unni ís- lenskri náttúru. Nú rækta þau hjón- in garðinn sinn á nýjum stað. Við Hvergerðingar þökkum áralanga vinsemd og með virðingu kveðjum við Ólaf Steinsson um leið og við sendum fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Aldís Hafsteinsdóttir. Sjálfstæðismenn í Hveragerði kveðja nú góðan félaga og dyggan stuðningsmann, Ólaf Steinsson, garðyrkjubónda. Ólafur tók þátt í stofnun Sjálf- stæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði árið 1947 og starfaði alla tíð dyggi- lega að málefnum félagsins. Hann var leiðtogi sjálfstæðismanna og oddviti hreppsnefndar um árabil. Sat í stjórn félagsins auk þess að gegna fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina. Ólafur var heiðursfélagi í Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi og auk þess sæmdur heiðurs- viðurkenningu fulltrúaráðs sjálf- stæðismanna í Árnessýslu árið 2005. Með Ólafi Steinssyni er genginn góður félagi en minningin lifir um einstakan öðlingsmann sem alltaf vildi félaginu sínu og Hveragerði allt hið besta. Fyrir hönd sjálfstæðismanna í Hveragerði færi ég fjölskyldu Ólafs innilegustu samúðarkveðjur. Eyjólfur K. Kolbeins, Formaður Sjálfstæðisfélags Hveragerðis. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.