Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Maður sér fyrir sér einhvern sem situr fyrir framan tölvuskjáinn og er nokkuð passífur.. 36 » GÍTARLEIKARARNIR Santiago Gutiérrez Bol- io og Santiago Lascurain eru nú á ferð um heim- inn að kynna mexíkóska tónlist undir yfirskrift- inni Sounds of Mexico, en það er alþjóðlegt menningarátak til kynningar á mexíkóskri tónlist og mexíkóskum tónlistarmönnum sem starfa í Evrópu. Á árinu munu þeir þannig leika í Dan- mörku, Finnlandi, Sviss og í þremur borgum Hol- lands, aukinheldur sem þeir halda tvenna tónleika hér á landi, þá fyrri í Salnum nú á föstudags- kvöldið kl. 19:30. Þeir Gutiérrez Bolio og Lascurain eru báðir margveðlaunaðir fyrir tónlistariðkun sína. San- tiago Lascurain lærði í Mexíkóborg og síðan í San Francisco og svo í Maastricht í Hollandi, en hann stundar nú mastersnám í Haag. Santiago Gutiérrez Bolio hóf einnig gítarnám í Mexíkóborg, en fluttist síðan til San Francisco og lauk þar mastersnámi, en sem stendur er hann við nám í konunglega tónlistarskólanum í Kaupmannahöfn. Á efnisskránni eru meðal annars verk eftir mexíkóska tónskáldið Manuel María Ponce (1882-1948), sem var eitt helsta tónskáld Mex- íkós á tuttugustu öldinni og sótti innblástur meðal annars í þjóðlega tónlist heimalands síns, en gítarverk sín samdi hann á árunum 1923 til 1948. Einnig verða flutt verk eftir Mario Lavista sem er í hópi nútímatónskálda í Mexíkó, fædd- ur 1943, og verk eftir Gutiérrez Bolio. Seinni tónleikar þeirra Gutiérrez Bolios og Lascurains verða 27. apríl næstkomandi, einnig í Salnum. Nýir gítarhljómar frá Mexíkó  Santiago Gutiérrez Bolio og Santiago Lascurain spila nútímatónlist í Salnum Nútímatónlist Gítarleikararnir Santiago Gutiérrez Bolio og Santiago Lascurain. Mexíkóskar kvikmyndir Innsýn í blómlega kvikmyndagerð Cronos Fyrsta mynd del Toro. HÉR TIL hliðar er sagt frá fyrir- hugaðri heimsókn mexíkóskra tón- listarmanna að kynna fyrir Íslend- ingum þarlenda gítartónlist, en það verður meira í boði frá Mexíkó því í dag hefjast Mexíkóskir kvikmynda- dagar sem standa fram á laugardag. Á Mexíkóskum kvikmyndadögum verða sýndar sex mexíkóskar kvik- myndir með enskum textum, en fyr- ir aðstandendum vakir að veita inn- sýn í blómlega kvikmyndagerð Mexíkós nú um stundir án þess þó að vanrækja fyrri tíma og sögulegar hefðir. Allar myndirnar verða sýndar í Lögbergi við Suðurgötu, stofu 101. Aðgangur er ókeypis. Opnunarmynd kvikmyndadag- anna, sem sýnd verður kl. 18:00 í dag, er fyrsta mynd leikstjórans Gu- illermos del Toro, Cronos, sem er frá árinu 1993. Síðari mynd dagsins verður Nafnlaus, frá 2008, sem bein- ir sjónum að ofbeldisfullri sam- tímasögu Mexíkós. Dagskráin er annars sem hér segir: Fimmtudagur 8. apríl kl. 18.00 Cronos (Cronos, 1993) kl. 20.00 Nafnlaus (Sin nombre, 2008) Föstudagur 9. apríl kl. 18.00 Og mamma þín líka (Y tu mamá también, 2001) kl. 20.00 Fjóluilmur (Perfume de violetas, 2001) Laugardagur 10. apríl kl. 18.00 Bóleró Rakelar (El bolero de Raquel, 1957) kl. 20.00 Sá ólæsi (El analfabeto, 1961) MEÐAL verka á sýningunni Í barnastærðum sem nú stendur yfir í Hafnarborg er verkið Joy(n) sem er í senn renni- braut, hús og vegasalt. Hönn- uður þess er listamaðurinn Guðlaugur Valgarðsson og í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00, segir hann frá þróun- arferlinu við vinnslu á Joy(n), sýnir myndir frá vinnunni og spjallar við sýningargesti. Guðlaugur er nú að ljúka meistaranámi í hönnun frá Konstfack-listaakademíunni í Stokkhólmi en hann er einnig myndmenntakennari í Austurbæj- arskóla. Sýningin Í barnastærðum stendur til 2. maí næstkomandi. Hönnun Rennibraut, hús og vegasalt Guðlaugur Valgarðsson UNDANFARNA daga hefur sýningin A4 TR1BUT3 5H0W staðið í Kaffistofu, Hverfisgötu 42, en hún er hugarfóstur þeirra Ragnars Fjalars Lár- ussonar, Morra, Munda, Sig- urðar Þóris Ámundasonar og Arnljóts Sigurðssonar. Á sýn- ingunni er ímyndunaraflinu leyft að njóta sín í samvinnu þeirra þar sem þeir unnu hver ofan í annan síendurtekið. Í kvöld kl. 20:00 verður sýningarlokum fagnað sér- staklega, en þá munu stíga á svið tónlistarmað- urinn Arnljótur, Flautudúettinn Fuglar Stelpur og tónlistarmaðurinn Biscan auk þess sem gestir fá sjálfir að njóta teikniborðs með litum. Myndlist Sýningarlok A4 TR1BUT3 5H0W Eitt verkanna á sýningunni. Á NÆSTU tónleikum Jazz- klúbbsins Múlans, sem haldnir verða í kvöld, fimmtudags- kvöld, leika Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Davíð þór Jóns- son píanóleikari, Þorgrímur Jónsson bassaleikari og Scott McLemore trommuleikari söngdansa Jóns Múla ásamt tilfinningaþrungnum leynilög- um annarra höfunda, en þess má geta að Óskar er að undir- búa útgáfu á þriðja geisladiski sínum með tónlist Jóns Múla. Einnig má geta þess að bæði Óskar og Davíð Þór hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin á dögunum. Tónleikar Múlans verða í Jazzkjall- aranum á Café Cultura og hefjast kl. 21:00. Tónlist Óskar Guðjóns og Múlinn á Múlanum Óskar Guðjónsson Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is HVERN hefur ekki einhvern tím- ann langað til að láta sig hverfa, bara gufa upp, skilja skuldirnar eftir, vandamálin, nöldrið – hverfa út í buskann og fara að gera eitthvað annað, eins og til að mynda að rækta dúfur? Svo er spurt í leikritinu Dúf- ur eftir David Gieselmann sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins á laugardaginn. Leikritið er glænýtt þýskt verk sem frumsýnt var í Berlín sl. vor og valið besti gamanleikurinn þar í landi árið 2009 að sögn Kristínar Eysteinsdóttur sem leikstýrir verk- inu. Hún segir og að Íslendingar ættu að kannast við Gieselmann eft- ir að Herra Kolbert sló í gegn í með- förum Leikfélags Akureyrar. Mjög svartur farsi, og gaman að leikstýra „Þetta er beitt verk, mjög svartur farsi, og mikil áskorun að leikstýra því enda er Gieselmann að leika sér með leikhúsformið. Það er í takt við þætti eins og The Office og álíka, kolsvartur húmor sem nýtir vel leik- húsið,“ segir Kristín. Hún segir að það sé sérstaklega ánægjulegt að leikstýra verkinu fyrir það hvað hún sé að vinna með skapandi fólki, enda séu í því átta leikarar, hver öðrum betri, sem séu allir inni á sviðinu all- an tímann. „Þetta eru miklar kanón- ur sem allar láta ljós sitt skína,“ seg- ir Kristín. Íslensk uppfærsla verksins sker sig úr öðrum hvað varðar músíkina, því Vilhelm Anton Jónsson, þekktur sem Villi Naglbítur, er líka á sviðinu allan tímann og leikur á rafgítar, en hver persóna verksins fær sitt söng- númer, sem valið er úr tónlistarsög- unni eftir því sem hæfir persónunni. „Verkið segir frá manni sem ákveður að láta sig hverfa fyrir fullt og allt og gerir heiðarlega tilraun til þess, enda er hann kominn með ógeð á fyrirtækinu, konunni og börn- unum. Við eigum örugglega öll þá fantasíu að geta horfið burt úr hversdagsleikanum og kannski hef- ur Íslendingum aldrei langað það eins mikið og einmitt nú, en spurn- ingin er hvað tæki við. Mig myndi til dæmis langa að sitja á seglskútu og spila á gítar í góðu veðri en Róbert forstjóra langar til að stunda dúfna- rækt og þaðan er nafnið komið.“ Burt frá leiðindunum  Nýtt leikrit eftir höfund Herra Kolbert frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laug- ardag  Kolsvartur farsi sem leikur sér með leikhúsformið Borgarleikhúsið/Grímur Bjarnason Farsi Átta leikarar eru í verkinu og á sviðinu allan tímann; „miklar kanónur sem láta ljós sitt skína“, segir Kristín. Íslendingar ættu að kannast við David Gieselmann, enda er hann höfundur Herra Kolbert sem Leikfélag Akureyrar setti upp við miklar vinsældir 2006. Leikarar eru Elma Lísa Gunnarsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Jörundur Ragnarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Sigurður Sigurjónsson. Hafliði Arn- grímsson þýddi verkið, Kristín Eysteinsdóttir leik- stýrir því, leikmynd og búningar eru eftir Ilmi Stef- ánsdóttur og lýsingu stýrir Þórður Orri Pétursson. Vilhelm Anton Jónsson sér um tónlistina í verkinu. Höfundur Herra Kolbert David Gieselmann NÆSTKOMANDI laugardag kl. 16:00 munu sjö ungir myndlist- armenn kynna val sitt á verkum ís- lenskra og erlendra listamanna, úr safneign Nýlistasafnsins. Myndlistarmennirnir eru Björk Viggósdóttir, Etienne de France, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Magnús B. Haf- steinsson, Þorgerður Ólafsdóttir og Þorvaldur Jónsson, en þau voru fengin til þess arna af Nýlistasafn- inu. Gestum gefst tækifæri á að ræða við listamennina um val þeirra á verkum, safneignina og safnið. Verkin sem myndlistarmennirnir velja bætast við verk sem stjórn safnsins valdi á sýninguna Samræði við safneign sem opnuð var 11. mars. Viðbót við Samræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.