Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010
Á dögunum renndi ég í gegnupptökum með hinni ágætusveit The Housemartins frá
Hull, sem gerðar voru fyrir breska
ríkisútvarpið. Sveitin starfaði stutt
en af miklum krafti og hérlendis
þekkir fólk efalaust lögin „Caravan
of Love“, „Happy Hour“ og „Bu-
ild“. Söngvarinn, Paul Heaton, átti
svo eftir að gera enn vinsælli hluti,
en ekki eins góða, með hljómsveit-
inni The Beautiful South og bassa-
leikarinn, Norman Cook, átti eftir
að gera ofurvinsæla hluti sem
plötusnúðurinn Fatboy Slim. En
komum okkur nú að djúpfræðilega
efninu.
The Housemartins var pólitísksveit og rýndi í og gagnrýndi
ástand mála í Bretlandi um miðjan
níunda áratuginn. Verkalýðssynir
og vinstrisinnaðir, þannig að
Thatcher gamla (fremsti karl-
forsætisráðherra Bretlands fyrr og
síðar eins og einhver komst að orði)
fékk sín skot. Housemartins voru
hluti af ákveðnum straumi sveita,
stundum sett undir hatt gáfu-
mannapopps, og nefna má sveitir
eins og The Smiths og Lloyd Cole
and the Commotions í því samheng-
inu. Fleiri samfélagslega upplýstir
listamenn á þessum tíma voru
t.a.m. Paul Weller, sem vann sína
hluti í gegnum sveitina The Style
Council á þessum tíma, og Billy
Bragg. Pólitísk meðvitund var eig-
inlega í tísku á þessum tíma; ska-
sveitin The Specials hafði t.d. náð
að festa ömurð Thatchertímans
glæsilega í tóna og aðilar eins og
U2 og Simple Minds fóru með boð-
skapinn að hluta til inn á leikvang-
ana. Ekki má þá gleyma hinni stór-
fenglegu Easterhouse sem sam-
þætti hringlandi gítara Smiths og
knýjandi, pólitískt rokk U2.
Og af hverju er ég að blaðra umþessa rokksagnfræði? Jú, því
að ég er farinn að bíða nokk
spenntur eftir því að svipuð alda
ríði yfir Ísland. Og aðstæðurnar
eru svo sannarlega fyrir hendi.
Aldrei í sögu þessa litla lýðveldis
hefur jafnmikil sundrung og jafn-
mikil reiði ríkt. Siðrof kalla sumir
þetta. Og þetta magnast með viku
hverri. Golfvallarmálið er nýjasta
útspilið í meðvitundarleysi þeirra
er með völdin fara. Nýtist vel fyrir
atvinnulausa!? Þetta fer í svo
marga hringi að það er jafnhring-
landi og gítartónar Smiths.
Það er undarlegt að gagnrýnandikalli eftir tónlist. Venjulega
lýsa þeir því sem í gangi er, nokkuð
sem sprettur upp af sjálfu sér.
Kannski er ég bara óþolinmóður!
En hvar eru hljómsveitirnar sem
lýsa því sem í gangi er í haglega
ofnum, stingandi textum, sungnir
af ástríðu, reiði og ALVÖRU? Ég er
ekki að tala um hreint og beint
grallaragrín; eða þá eldspúandi
allt-er-að-fara-til-fjandans-nálgun.
Einhvers konar millibil; fágaða,
hugsandi tónlist sem hefur eitthvað
að segja (með fullri virðingu fyrir
hinum tegundum, þær eru jafn-
nauðsynlegar). Þetta er líklega
bara spurning um tíma. Annað get-
ur það varla verið? Eða hvað …
Alvörutónlist?
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
» Það er undarlegt aðgagnrýnandi kalli
eftir tónlist. Venjulega
lýsa þeir því sem í gangi
er, nokkuð sem sprettur
upp af sjálfu sér.
Kannski er ég bara
óþolinmóður!
Pólitískir The Housemartins frá hinni guðsvoluðu Hull.
arnart@mbl.is
GRÍNARINN Jack Black hefur
gert samning við framleiðslufyr-
irtækið Reveille, sem framleiðir m.a.
The Biggest Loser og The Office,
um að koma með hugmyndir að nýj-
um gaman-, raunveruleika- og
teiknimyndaþáttum fyrir sjónvarp
og internetið. Fyrirtækið segir
Black hafa einstaka grínhæfileika
sem það vilji nýta í þáttagerð sinni.
Jack Black í sjónvarpið
Jack Black Er með húmorinn í lagi.
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
SÝND Í SMÁRABÍÓ, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
HHHH
„Bráðfyndin og ákaf-
lega vel leikin...”
- Þ.Þ., FBL
TÖFRANDI SKEMMTUN
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
HHH
„Fersk skemmtun...”
- S.V., Morgunblaðið
SÍÐASTISÝNINGARDAGUR
SÝND HÁSKÓLABÍÓI HHH
T.V. - Kvikmyndir.is
HHHH
ENTERTAINMENT WEEKLY
„DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ
HHHH- EMPIRE
I Love You Phillip Morris kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára Að temja drekann sinn 3D kl. 3:30 - 5:40 LEYFÐ
I Love You Phillip Morris kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Að temja drekann sinn 2D kl. 3:30 LEYFÐ
Loftkastalinn sem hrundi kl. 10 B.i. 14 ára Kóngavegur kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 10 ára
Nanny McPhee kl. 3:30 - 5:40 LEYFÐ
The Bounty Hunter kl. 5:40 - 8 - 10:25 B.i. 7 ára HHH
H.S.S. - MBL.
FORSÝND Í KVÖLD
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
Sýnd kl. 10:10
Sýnd kl. 3:50
Sýnd kl. 6 í 3D með ensku tali
Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
Sýnd kl. 4 í 2D með íslensku tali
Sýnd kl. 8 og 10:10
Sýnd kl. 4 og 6 í 3D með íslensku tali
Sýnd kl. 8