Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2010 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Urðu úti að Fjallabaki 2. Robben skaut United út 3. Ákvörðun Álfheiðar „ólíðandi“ 4. Rannsókn að hefjast »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Fyrsta sólóplata Jónsa þýtur nú upp vinsældalista iTunes. Platan er í 2. sæti í Kanada, 3. sæti á Írlandi og Belgíu, 5. sæti í Bandaríkjunum, 7. sæti í Finnlandi og 8. sæti í Bretlandi, Ítalíu og Japan. Jónsi hátt á iTunes – Go á siglingu  Skáldsagan Ofsi eftir Einar Kárason frá 2008 mun brátt koma út hjá danska for- laginu Gyldendal, en sama forlag gaf út fyrri bók Einars um Sturl- ungaöldina, Óvinafagnað, sem hefur hlotið góðar undirtektir í Danmörku. Útgáfuréttur á Ofsa hefur þegar verið seldur til Þýskalands. Ofsi Einars kemur út í Danmörku  Hljómsveitirnar Sororicide og Sól- stafir ætla ásamt In Memoriam og Bastard að efna til heljarinnar þungarokksveislu á Sódómu næst- komandi föstu- dagskvöld. Sól- stafir var nýlega valin af ritstjórum blaðsins Metal Hammer til að koma fram á stórum tónleikum í London. Veislan byrjar kl. 22.30. Blása til þungarokks- veislu á Sódómu Á föstudag Gengur í suðaustan 8-15 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning, einkum S- og V-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á laugardag Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 6 til 12 stig. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag Suðvestanátt og rigning með köflum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestan 3-8, léttskýjað á austanverðu landinu en skýjað og lítilsháttar úrkoma um tíma vestan til. Hiti 3 til 8 stig þegar líður á daginn. VEÐUR Selfyssingar tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik. Þeir sigruðu Aftureldingu í hreinum úrslitaleik í loka- umferð 1. deildarinnar á Selfossi, 27:24, eftir að hafa lent fimm mörkum undir í fyrri hálfleiknum. Fjögur ár eru síðan Selfyss- ingar áttu síðast lið í hópi þeirra bestu í handbolt- anum. Afturelding fer hins vegar í umspil. »1 Selfyssingar upp í úrvalsdeildina Lokaumferðin á Íslandsmóti karla í handknattleik er leikin í kvöld. Allir fjórir leikirnir skipta miklu máli og úrslit munu ráðast um hverjir mætast í undanúrslit- unum, hvaða lið fellur úr deildinni og hverjir þurfa að fara í umspil. Segja má að um nán- ast fullkomna niður- röðun sé að ræða hjá HSÍ. »3 Nánast fullkomin niður- röðun í handboltanum Það var mikil dramatík á Old Trafford í Manchester í gærkvöldi þegar Eng- landsmeistarar Manchester United féllu úr leik í Meistaradeildinni þrátt fyrir 3:2-sigur á Bayern München. United komst í 3:0 í fyrri hálfleik en Bayern gafst ekki upp og skoraði tvö mörk sem fleytti því áfram í undan- úrslitin þar sem það mætir franska liðinu Lyon. »2 Bayern München sló út Englandsmeistarana ÍÞRÓTTIR INGI Þór Hafdísarson og Sigurður Heiðar Hös- kuldsson slógu heimsmetið í ballskák (e. pool) síðdegis í gær, þegar þeir höfðu spilað samfleytt í meira en 53 klukkustundir og 25 mínútur. Þeir eru að safna áheitum fyrir MS-félag Íslands og ætla að spila til hádegis í dag. HEIMSMETIÐ Í BALLSKÁK SLEGIÐ Morgunblaðið/Ómar SARA Lind Guðnadóttir hugsar sig ekki tvisvar um þegar blaðamaður spyr hver lykillinn sé að árangri í dansíþróttinni; „æfingin skapar meistarann“. Sara hefur, ásamt dans- herra sínum, Elvari Kristni Gapunay, náð framúrskarandi árangri það sem af er ári. Og það sem meira er, þau eru aðeins átta ára. Parið hefur unnið allar keppnir í sínum flokki á árinu, fengið alls átta gullverðlaun. Í síðasta mánuði urðu þau Sara Lind og Elvar tvöfaldir bik- armeistarar í samkvæmisdönsum og í febrúar unnu þau tvenn gullverðlaun í sínum flokki á Opna Kaup- mannahafnarmótinu. Jafnframt kepptu þau í flokki 10-11 ára í Kaupmanannahöfn, þar á meðal við landa sína í þeim flokki, og kom- ust í tólf para úrslit. Þar kepptu þau á móti ellefu pörum sem öll komu frá Rússlandi, og öll voru eldri. Elvar og Sara Lind byrjuðu að dansa þegar þau voru fimm ára. Þau æfa stíft í viku hverri og að mati er- lendra dómara eru þau til alls líkleg í framtíðinni. Það er því ljóst að þau eru með efnilegustu danspörum hér á landi í sínum aldursflokki. Parið keppir næst á Íslandsmeist- aramótinu sem fram fer 1. og 2. maí nk. og í haust er stefnan tekin á al- þjóðlegt dansmót sem haldið verður í Lundúnum. Að sögn Söru Lindar er stefnan að sjálfsögðu tekin á gullið. Með efnilegustu dönsurum  Átta ára danspar hefur unnið gull í öllum keppnum Gullið Sara Lind og Elvar Kristinn með verðlaunin í Kaupmannahöfn. Í HNOTSKURN »Sara Lind Guðnadóttir ogElvar Kristinn Gapunay æfa bæði dans í dansskóla Sig- urðar Hákonarsonar. »Faðir Elvars, Edgar K.Gapunay, er þar skóla- stjóri og eldri systir Söru Lindar æfir einnig þar. Þau tengjast dansinum því vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.