Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Veitingastaðurinn Rub 23 flytur eftir nokkrar vikur í húsnæðið neðst í Listagilinu þar sem veitingahúsið Friðrik V var áður. KEA á hús- næðið, sem var gert upp fyrir nokkr- um árum og er hið glæsilegasta.    Þar sem Rub 23 er nú til húsa, ein- um 150 metrum ofar við götuna, verður áfram veitingastaður; steik- hús í nafni Rub.    Menningarhúsið Hof verður formlega vígt laugardaginn 28. ágúst. Gaman er að geta sagt frá því að þá verður frumflutt verk sem tón- skáldið Hafliði Hallgrímsson er að semja fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hafliði er Akureyr- ingur en hefur verið búsettur um árabil í Skotlandi.    Kristján Jóhannsson, akureyrski stórsöngvarinn, kemur fram í Hofi á opnunarkvöldinu eins og áður hefur verið greint frá. En mér heyrist að „þjófstartað“ verði kvöldið áður; söngkonan Lay Low verður þá með tónleika þar sem hún flytur eigin tónlist og norðlenska, í samvinnu við nemendur Tónlistarskóla Akureyrar og Tónlistarskóla Eyjafjarðar.    Gamanleikurinn 39 þrep hjá Leikfélagi Akureyrar hefur notið mikilla vinsælda. Síðastliðinn laug- ardag var 39. sýning á verkinu og þegar Oddný Stefánsdóttir mætti var tekið á móti henni með viðhöfn; leikhússtjórinn, María Sigurð- ardóttir, afhenti Oddnýju páskaegg og blóm en Oddný keypti miða núm- er 39 á þessa 39. sýningu …    Gera má ráð fyrir að mikið fjör verði í Íþróttahöllinni á laugardags- kvöldið. Þar fer fram Söngkeppni framhaldsskólanna og risadans- leikur í kjölfarið.    Ein vinsælasta hljómsveit landsins, Dikta, heldur tónleika á Græna hatt- inum bæði í kvöld og annað kvöld.    Félag áhugafólks um heimspeki efnir til fyrirlestraraðar í vor undir yfirskriftinni Hrunið og heimspekin. Páll Skúlason heimspekingur og fyrrverandi rektor HÍ ríður á vaðið í dag kl. 17 í Amtsbókasafninu með fyrirlestrinum Samfélag og rík- isvald: Hvað fór úrskeiðis?    Hættumatsnefnd Akureyrar- bæjar kynnir nýtt hættumat ofan- flóða fyrir bæinn í Zontahúsinu í dag. Þar verður opið hús kl. 16 til 19. AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti 39 þrep Oddný Stefánsdóttir, sem keypti 39. miðann á 39. sýningu 39 þrepa, með leikurum og Maríu Sig- urðardóttur, leikhús- og leikstjóra. Rub 23 fer á slóðir Friðriks V ÚR BÆJARLÍFINU AÐEINS Grund vill reka hjúkrunarheimilið við Suðurlandsbraut 66. Ríkiskaup leita rekstraraðila til sex ára og rann fresturinn út í gærmorgun. Haraldur Hrafn Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Ríkiskaupum, segir að rekstur hjúkrunar- heimilisins sé ekki útboðsskyldur en ákveðið hafi verið að setja hann í slíkt ferli. „Standist tillaga þátttakenda grunnkröfur verður henni gefin ein- kunn. Eftir á að koma í ljós hvort hún gerir það og því get ég ekki sagt hver niðurstaðan verður þótt þátttakandinn sé aðeins einn,“ segir hann. Grund festi nýverið kaup á þremur íbúðabygg- ingum við hlið hjúkrunarheimilisins á Suður- landsbraut. Þar er hægt að festa sér íbúð með íbúðarréttarfyrirkomulagi og hefur þriðjungur íbúðanna 78 verið seldur. Haraldur segir stefnt á að hjúkrunarheimilið verði tilbúið í ágúst. Í verk- efnislýsingunni má sjá að það er ætlað 110 hjúkrunarsjúklingum. Þar verða 70 almenn hjúkrunarrými fyrir aldraða og langveika og fjór- ar sérhæfðar einingar, tíu rými fyrir geðsjúka, fólk yngra en 67 ára með heilabilun, hjúkr- unardeild fyrir yngri en 67 ára og hvíldarinn- lagnir fyrir heilabilaða yngri en 67 ára. „Mark- miðið með rekstri hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut er að skapa heimili fólks sem vegna heilsu sinnar og aðstæðna er ekki lengur fært um að búa á eigin vegum með viðeigandi stuðningi og þarf á umönnun og hjúkrun að halda.“ gag@mbl.is Grund vill hjúkrunarheimilið Morgunblaðið/Heiðar Við Suðurlandsbraut Hjúkrunarheimilið stend- ur við hlið þessara íbúða fyrir aldraða.  Ríkiskaup skoða rekstrartillögu Grundar T ilb o ð in g ild a ti lo g m eð 11 .0 4. 20 10 .V SK er in ni fa lin n ív er ð i. Fy ri rv ar ar er u g er ð ir ve g na m ö g ul eg ra p re nt vi lln a. KÓPAVOGUR: Smáratorg sími 550 0800 GRAFARVOGUR: Blikastaðavegur sími 585 0600 AKUREYRI: Glerártorg sími 461 4500 TAKMA RKAÐ MAGN! 471209 DISKRÓLA Ummál 1 m. Hámarksþyngd 100 kg. Verð 10.999 AFGREI ÐSLUT ÍMI VIRKA DAGA : 11-19 (AKUR EYRI 1 0-18.3 0) LAUG ARDA GA: 10 -18 (AKUR EYRI 1 0-17) SUNN UDAG A: 12-1 8 (AKUR EYRI 1 3-17) 471166 HÖRBY SILVER RÓLA ÚR MÁLMI Tvær rólur og ein tvöföld róla. 215 x 185 cm. Verð 18.999 16.999 SPARIÐ 2.000 146974 LITTLE TIKES SKJALDBÖKUSANDKASSI Fyrir sand eða vatn. Úr þykku plasti með handhægu loki. 109 x 119 cm. Leikföng seld sér. Venjulegt verð: 6.999 9.499 KYNNINGARVE RÐ SPARIÐ 1.500 ÞAÐ ER VOR Í LOFTI! 3.499 1/2 VERÐ SPARIÐ 3.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.