Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LÍSA VILL ALLTAF GERA STELPULEGA HLUTI HÚN DRÓ MIG Á HANDAVINNUSÝNINGU OG ÉG... *SNÖKT* SKEMMTI MÉR SVONA, SVONA... EIGUM VIÐ AÐ SETJAST Í SÓFANN OG KLÓRA OKKUR? VIÐ FENGUM NÝTT POOL-BORÐ PABBI Á ÞAÐ EKKI, HELDUR MAMMA ÞAÐ ER FÍNT... DÚKURINN Á ÞVÍ ER APPELSÍNUGULUR... ÞAÐ ER ALLT Í LAGI. PABBI ÞINN Á EFTIR AÐ SKEMMTA SÉR KONUNGLEGA GOTT AÐ ÞÚ ERT KOMINN HEIM! HVERNIG VAR Í VINNUNNI? DAGURINN VAR ALVEG HRÆÐILEGUR! ÉG TAPAÐI KASTALA ENGLANDSKONUNGS ÞVÍ ATLI HÚNAKONUNGUR ÁKVAÐ AÐ LÁTA SJÁ SIG Á HVAÐ ERTU AÐ HORFA? DAGFINN DÝRALÆKNI ÉG VEIT EKKI... ÉG Á BARA ERFITT MEÐ AÐ TRÚA ÞVÍ AÐ DÝR GETI TALAÐ ÉG MEINA... „MJÁ“ JÁ, JÁ... SÍÐAN ÉG FÉKK SEKTINA HEF ÉG KEYRT ÖÐRUVÍSI EN ÉG GERÐI ÁÐUR ÞAÐ ER GOTT, ELSKAN ERTU VISS UM AÐ ÉG GETI EKKI FENGIÐ SEKT FYRIR AÐ FYLGJA UMFERÐARREGLUNUM? ÁFRAM! ÞÓ HÚN HAFI VERIÐ FELLD NIÐUR ÞÁ PASSA ÉG MIG MIKLU BETUR NÚNA ÉG HEFNI MÍN Á HONUM FYRIR AÐ SENDA MIG Í FANGELSI FYRIR GLÆP SEM ÞÚ FRAMDIR EKKI? AUÐVITAÐ FRAMDI ÉG GLÆPINN! EN HVAÐ UM ÞAÐ? KÓNGULÓAR- MAÐURINN FÆR SAMT AÐ KENNA Á ÞVÍ... EFTIR AÐ ÉG HEF SANNFÆRT ALLA UM AÐ HANN SÉ GLÆPAMAÐUR Gunnar að heiðursmanni Á SKÍRDAG varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að horfa á tónleika í sjónvarpinu með Gunnari Þórðarsyni. Í stuttu máli var þetta tær snilld. Það er hafið yfir allan vafa hjá mér og mörgum mínum fé- lögum sem hafa alist upp með Gunnari að honum ber hæsti heið- ur með þjóðinni. Hann er þjóðargersemi. Ég skora á þjóðarleiðtoga að veita þessum manni það sem honum ber. Ég tala fyrir munn margra. Reynir K. Guðmundsson. Þekkir einhver höfundinn? Hér sit ég á sálinni hrelldur yfir saltlausum graut haframéls; ég vil það þó helmingi heldur en hlusta á Gretar Ó. Fells. Upplýsingar um höfund vísu ósk- ast í síma 568-9209/898-4132. Þakkir ÉG vil þakka Heiðari Ástvaldssyni danskennara fyrir greinina Dansinn er allra meina bót sem birtist þann 6. apríl. sl. Eldri kona. Nagladekkin virð- ast feimnismál HEILBRIGÐIS- og umhverfisráðherrar skrifa í Fréttablaðið 7. apríl undir fyrirsögn- inni: Bætt heilsa - betra loft. Þær hafa eðlilega áhyggjur af loftmeng- uninni í Reykjavík sem stafar fyrst og fremst af völdum svifryks sem nagladekkin spæna upp úr malbikinu út í andrúmsloftið og ógna heilsu fólks, fyrst og fremst barna. Ráð- herrarnir, eins og flest- ir Íslendingar, þora ekki, af ein- hverjum dularfullum ástæðum, að minnast beinlínis á aðalsökudólginn, nagladekkin. Þær skrifa: „… munar þar mest um svifrykið sem spænist undan bílaflotanum og útblæstrinum sem frá honum kemur.“ Kannski eðlilegt að minnast ekki á það sem er löglegt. Ótrúlegt og vítavert að borg- ar- og vegamálayfirvöld skuli 15 ár- um eftir að aðrar þjóðir bönnuðu dekkin enn umbuna hinum kæru- lausu og grunnhyggnu skemmdar- og mengunarvöldum, nagladekkja- bílstjórunum, og nagladekkin eru oftast verri í vetrarakstri en ónegld vetrardekk. Lesandi. Ást er… … óstöðvandi flóðbylgja. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, vatnsleikfimi kl. 10.50 í Vestur- bæjarlaug, prjónakaffi, myndlist kl. 13. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa- vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, leikfimi kl. 11, helgistund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist kl. 9, bók- band kl. 13. Dagblöð/kaffi. Dalbraut 18-20 | Bókabíllinn kl. 11.15 og vídeóstund kl. 13.30. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16, upplestur kl. 14. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11. Félag eldri borgara, Rvk. | Brids kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bókband kl. 13, myndlist kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinna kl. 9, boccia og ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur, málun, gönguhópur, vatnsleikfimi, handavinnuhorn, karla- leikfimi og boccia, fastir tímar. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, umsj. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Frá hádegi er myndlist, búta- og perlusaumur. Á morgun kl. 10.30 er stafganga. S. 575-7720. Hraunsel | Rabb og samvera kl. 9, qi- gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, félagsvist kl.13. 30, vatnsleikf. kl. 14.10, dansleikur 21. apríl, Þorvaldur Halldórsson leikur. Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10, hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Baðþjónusta fyrir hádegi, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50, Stefánsganga og listasmiðjan kl. 9, þeg- ar amma var ung kl. 10.50, söngur, Hjördís Geirs kl. 13.30, línudans/Inga kl. 15. Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 17.00. Uppl. í síma 554 2780 og á glod.is. KFUM og KFUK | Fallnir stofnar: 125 ár frá fæðingu Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi kl. 20. Þórarinn Björnsson guðfræð- ingur bregður upp myndum úr ævi og starfi Sigurbjörns. Hugvekju flytur Sig- urbjörn Þorkelsson yngri. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 á morgun, föstudag. Listasmiðja Korpúlfsstöðum opin alla föstudaga kl. 13. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og æfingar kl. 10, hand- verks- og bókastofa opin kl. 13, boccia kl. 13.30, þjóðlagastund kl. 15. Laugarneskirkja | Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson segir frá ferðum sínum og starfi í Afríku og systursöfnuði Laugar- neskirkju í Keníu kl. 14. Umsjón Sigur- björn Þorkelsson. Veitingar að samveru lokinni í boði safnaðarins. Lífeyrisþegadeild Landssambands lögreglumanna | Fundur sunnudaginn 11. apríl kl. 10 á Grettisgötu 89. Norðurbrún 1 | Boccia kl. 10, handa- vinna og leirlistarnámskeið kl. 9 og kl. 13. vinnustofa í útskurði opin. Vesturgata 7 | Handavinna, glerskurður (Tiffanýs) kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kertaskr. og kóræfing kl. 13, leikfimi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðjan, bókband, postulín kl. 9, boccia kl. 10, framh.saga kl. 12.30, spilað kl. 13, stóla- dans kl. 13.15, vídeó kl. 13.50. ÍByggðasögu Skagafjarðar segirum sólardansinn á páskadags- morgun: „Fáum hefur auðnast að sjá sólar- dansinn enda er hann flestum mennskum augum ofviða fyrir birtu sakir og ljóma. Ólafur Guðmundsson (1817-1893) sem lengi bjó í Litluhlíð í Vesturdal sá sólardansinn. Hann ólst upp í Valadal og eitt sinn er hann var nýlega fermdur gekk hann árla páskadagsmorguns upp á Valadals- hnjúk í fögru veðri og heiðskíru. Þaðan sá hann sólina dansa við fjallsbrúnina er hún rann upp fyrir Blönduhlíðarfjöllin. Gat hann ekki orðum að komið hve dansinn hefði verið fagur og ljómandi. En aldrei fékk hann augu sín heil síðan.“ Kristbjörg F. Steingrímsdóttir orti um sólardansinn núna um páskana: Okkur heilsar undrafagur upprisunnar bjarti dagur sólardansinn sá ég ekki svefninn batt mig þá í hlekki. Það var heiðríkt hjá Sigmundi Benediktssyni sama morgun og hann horfði á sólina rísa upp úr Jókubungunni laust fyrir hálfátta, en hún er á miðju Akrafjallinu. Páskamorguns gleði gefst, geði eyðir þungu. Stóð á tánum ársól efst upp á Jókubungu. Vísnahorn pebl@mbl.is Af sólardansi og páskum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.