Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 © IL V A Ís la n d 20 10 einfaldlega betri kostur lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30 ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán.-fös. 11-18 s: 522 4500 www.ILVA.is Komdu og njóttu góðra veitinga Croissant og kaffi kr. 590,- FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HVERS vegna gekk svo seinlega að finna þremenningana sem lentu í hrakningum í Fljótshlíð og að Fjallabaki, eftir að leit hófst? Hvers vegna var ekki strax leitað lengra inn á hálendinu og hvers vegna voru björgunarsveitir ekki kallaðar fyrr út? Þessar spurningar hafa vaknað eftir að ferð fólksins að horfa á eldgosið á Fimmvörðu- hálsi endaði illa og tvö þeirra létust en eitt komst af við illan leik. Ótrúlegt hvert bíllinn komst Í fyrsta lagi var ákveðið að hefja leit innst í Fljótshlíð, þar sem síð- ast var talið að heyrst hefði til fólksins. Bíllinn, jepplingur, fannst hins vegar tugi kílómetra þaðan, uppi á reginfjöllum norðan Mýr- dalsjökuls. Aðspurður segir Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, það hafa komið mjög mikið á óvart hvar bíllinn fannst. Lögreglu hafi ekki dottið í hug að hann gæti hafa komist svo langt. Fólkið hafi hitt á alveg ótrúlegt akstursfæri á leiðinni upp eftir, en þetta svæði fer fólk helst um á stórum jeppum og vélsleðum á þessum tíma árs. Kristinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, tekur í sama streng. Hann segir að fólkinu hafi tekist að keyra ofan á mjög þéttu harðfenni upp eftir snemma á mánudag. Svo hafi veður snar- versnað með norðanbyl, skafrenn- ingi og úrkomu. Þegar björg- unarsveitarmenn hafi svo komið inn á Fjallabak, eftir ábendingu konunnar sem fannst á lífi seinni partinn á þriðjudag, hafi þeir átt í mestu vandræðum með að komast leiðar sinnar á mikið breyttum fjallajeppum. Þeir hafi í raun verið gapandi hissa þegar jepplingurinn fannst þarna lengst uppfrá. Samskiptin við fólkið í bílnum Í öðru lagi eru uppi grunsemdir meðal bæði björgunarsveitarmanna og lögreglumanna sem rætt hefur verið við, um að ekki hafi verið rétt tekið á samskiptum við fólkið í bíln- um af hálfu lögreglunnar á Hvols- velli. Lögreglan hafi jafnframt kall- að björgunarsveitir seint út og haldið málinu of lengi hjá sér. Sveinn K. Rúnarsson tekur ekki undir það. Þegar símtölin við fólkið hafi átt sér stað hafi þetta verið eins og hver önnur beiðni um að- stoð. Margar slíkar berist í viku hverri og flestar þeirra séu á end- anum teknar aftur og hjálpin af- þökkuð. „Sem betur fer, því annars værum við í daglegum útköllum við að leita að ferðamönnum,“ segir Sveinn. Jón Hermannsson, fulltrúi björgunarsveitarinnar Dagrenning- ar í svæðisstjórn Landsbjargar, tel- ur ekki heldur að lögregla hafi ver- ið of sein að kalla til björgunarsveitir, miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á þeim tíma. „Nei. Það vildi þannig til að í sama herberginu var að vinna björgunarsveitarfólk og lög- reglumenn vegna gæslu á Fimm- vörðuhálsi. Björgunarsveitarfólk varð óbeint vitni að samskiptunum við fólkið í bílnum. Það taldi enginn neitt óvenjulegt við þau á þeim tímapunkti,“ segir Jón. Þannig háttar til að lögreglan á Hvolsvelli hefur aðstöðu í björg- unarsveitarhúsinu til bráðabirgða, vegna þess að endurbætur standa yfir á lögreglustöðinni. Samstarfið hefur því verið óvenjunáið und- anfarnar vikur. „Allir voru sam- mála um að verkefninu væri lokið þegar fólkið afþakkaði sjálft að- stoðina. Þá hefur fólkið heldur ekki verið nálægt staðnum þar sem bíll- inn fannst, því þá var það í síma- sambandi, í gegnum tvo síma meira að segja,“ bætir Jón við. Bílstjórinn hafi því án vafa náð að losa bílinn og haldið áfram ferð sinni. Keyrðu lengi í kolranga átt Furðu vekur hversu rammvillt fólkið varð og hve lengi það ók í ranga átt, um staði sem það hefði átt að átta sig á að það hafði ekki farið um áður í sömu ferðinni. Til að mynda höfðu þau ekið yfir Markarfljót á brú ofan Mark- arfljótsgljúfra, framhjá Emstru- skála og hesthúsum við skálann, en samt haldið áfram. Samkvæmt heimildum var fólkið einungis með ónákvæmt túristakort af svæðinu meðferðis, til að rata. Þegar mað- urinn og konurnar tvær ákváðu að ganga eftir hjálp virðast þau hins vegar öll hafa farið í hárrétta átt til byggða. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun maðurinn hafa gefið lögreglunni afar óljósar upplýs- ingar um staðsetningu sína. Hann hafi því verið spurður út í ástand fólksins í bílnum og hvort ekki væri í lagi með alla. Sveinn segist hafa verið í tölu- vert miklum samskiptum, milliliða- laust, við lögreglumanninn sem tal- aði við manninn. „Við erum búnir að skoða þetta mál út í hörgul,“ segir Sveinn. Engar ákvarðanir hafi átt að taka öðruvísi, miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir á hverjum tíma. Jón Hermannsson hjá svæðisstjórn Landsbjargar tek- ur í sama streng og segir það auð- velt að vera vitur eftir á. „Það voru allar ákvarðanir réttar á þeim tíma þegar þær voru tekn- ar,“ segir Jón. „Núna sér maður hins vegar að það hefði mátt taka aðrar ákvarðanir, ef við hefðum haft þær upplýsingar sem nú eru komnar fram.“ Þetta mál verði mikilvægt í reynslubanka björg- unarsveita í framtíðinni. „Allar ákvarðanir réttar þegar þær voru teknar“  Bíllinn fór á harðfenni langt inn á hálendi þar sem lögreglu datt ekki í hug að leita Var rétt staðið að björgunarað- gerðum vegna harmleiksins að Fjallabaki í fyrradag? Yfirvöld segja réttar ákvarðanir hafa ver- ið teknar miðað við þær upplýs- ingar sem lágu fyrir þá. Leitarsvæðið Tindfjallajökull Mýrdalsjökull Þórólfsfell F L J Ó T S H L Í Ð Markarfljót(Hvolsvöllur) Hattafell Fljótsdalur Emstruskáli Álftavatn Einhyrningur Hvanngil Emstrubotnar Hungurfit Tindfjöll Skáli Bær Yngri konan finnst, köld og hrakin 1 Bíllinn finnst.2 Eldri konan finnst. 3 Maðurinn finnst.4 Krókur „Þennan dag var rennifæri þarna inn úr,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar, um aðstæðurnar á leiðinni inn í Hvanngil á mánudag. „En svo þyngdist færðin og það varð mikið norðanbál og ofankoma.“ Hann segir því ekki skrýtið að fólkið hafi örmagnast þegar það reyndi að ganga eftir hjálp. Það var með snjógalla en alls ekki útbúið fyrir neinar göngur. Veðurathuganir á Sámsstöðum í Fljótshlíð sýna að hæglætisveður var þar fyrripart mánudags en fór svo versnandi. Um kvöldið fór vindhraðinn í 22 m/s í hviðum. Sámsstaðir eru í 90 metra hæð yf- ir sjó en fólkið var í yfir 200 metra hæð. Þar var því væntanlega bæði kaldara og hvassara sem því nem- ur. Veðrið var afleitt FÓLKIÐ sem varð úti að Fjallabaki á þriðjudag hét Friðgeir Fjalar Víð- isson og Kristín R. Steingrímsdóttir. Friðgeir var 55 ára, fæddur 22. apríl 1955, búsettur á Vesturgötu 69 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig einn son. Kristín var 43 ára, fædd 24. febr- úar 1967, til heimilis á Kleppsvegi 108 í Reykjavík. Urðu úti að Fjallabaki „ÉG er hóflega bjartsýnn,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir fund samninganefndar stéttarfélaga starfsfólks í álveri Norðuráls á Grundartanga með samninganefnd fyrirtækisins í gær. Samninganefnd starfsmanna lagði fram nýtt tilboð sem vinnuveitandinn mun svara á fundi á morgun. Deilan var komin í svo harðan hnút fyrir hálfum mánuði að rík- issáttasemjari ákvað að hvíla við- ræðurnar. Samninganefnd starfsmanna hef- ur krafist þess að fá sömu laun og starfsfólk í sambærilegum verk- smiðjum og er Alcan í Straumsvík sérstaklega nefnt í því sambandi. Telja starfsmenn Norðuráls að í sumum tilvikum muni tugum þús- unda á mánuði. Áfram launasamanburður Á fundinum í gær lagði samn- inganefnd stéttarfélaganna fram nýtt tilboð. Vilhjálmur segir að í því hafi verið tekið tillit til fleiri þátta í launasamanburðinum og kröfurnar leiðréttar í samræmi við það. Samningamenn Norðuráls tóku við tilboðinu og munu svara því efn- islega á fundi hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. „Það gætir óþreyju á meðal starfsfólks og gríðarlega mik- ilvægt að það komi niðurstaða í þess- ar viðræður um eða eftir helgi,“ seg- ir Vilhjálmur. helgi@mbl.is Norðurál metur nýtt tilboð starfsmanna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Álver Starfsfólks Norðuráls ber sig saman við starfsfélaga. GUÐMUNDUR Gíslason tryggði sér sinn annan áfanga að alþjóð- legum meist- aratitli með góð- um sigri á Daða Ómarssyni í átt- undu umferð Ís- landsmótsins í skák sem fram fór í íþrótta- miðstöðinni í Lágafelli í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Guðmundur er með 6,5 vinninga og deilir efsta sætinu með Braga Þorfinnssyni, sem sat yfir í gær, og Hannesi Hlífari Stefánssyni sem vann Ingvar Þór Jóhannesson. Björn Þorfinnsson er hálfum vinn- ingi á eftir þeim eftir jafntefli við Þröst Þórhallsson. Stefán Krist- jánsson er með 5,5 vinninga eftir sig- ur á móti Róbert Lagerman. Níunda umferð fer fram í dag og þá mætast m.a. bræðurnir Björn og Bragi og Hannes mætir Þresti. Guð- mundur Gíslason situr yfir og stend- ur best að vígi af efstu mönnum. Guðmundur í góðum gír Guðmundur Gíslason EIN milljón tölvunotenda hefur fylgst með eldgosinu á Fimm- vörðuhálsi á vefmyndavélum á heimasíðu Mílu, www.mila.is. Flestir fóru inn á síðuna 1. apríl, um 117 þúsund manns. Notendur frá um það bil 150 löndum hafa fylgst með eldgosinu og meira en þriðjungur heimsókn- anna koma erlendis frá. Strax og eldgosið hófst kom Míla upp myndavélum á Hvolsvelli og Þórólfsfelli. Síðar var komið fyrir vefmyndavél á Fimmvörðu- hálsi, nær gosstöðvunum en þær fyrrnefndu. Síðan bættist við myndavél á Valahnjúki í Þórs- mörk. Allar vélarnar notast við sam- bönd á fjarskiptaneti Mílu frá um- ræddum stöðum. Morgunblaðið/RAX Gos Mikill áhugi er á eldgosinu. Milljón skoðað eld- gos í beinni BJÖRGUNARSVEITIR á höfuð- borgarsvæðinu voru kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöldi til að leita að konu, sem hafði orðið við- skila við samferðafólk sitt í Esj- unni fyrr um kvöldið. Konan kom hins vegar fljótlega í leitirnar og ekkert amaði að henni. Konan er af erlendu bergi brotin. Fannst eftir leit í Esjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.