Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 1
Hestar Aska liggur yfir úthaga í Mýrdal og því
hefur reynst nauðsynlegt að flytja hross annað.
Mikið stóð var í gærdag flutt austur að Kirkju-
bæjarklaustri og fjöldi hrossa í Árnessýslu.
UM þriðjungur íbúa Víkur í Mýrdal
yfirgaf byggðarlagið um helgina
vegna öskufalls. Unnið hefur verið
að hreinsunarstafi af krafti og íbúar
eru nú farnir að safnast til síns
heima. Að sögn jarðvísindamanna
hefur framleiðsla jarðefna í eldgos-
inu í Eyjafjallajökli farið dvínandi.
Gosvirknin hefur þó gengið í bylgj-
um og má búast við áframhaldandi
sveiflum í virkni. Ekkert bendir til
gosloka enn sem komið er.| 4
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ljósmynd/Benedikt Bragason
Mökkur Gosmökkurinn er um 4-5 km á hæð og
stundum hærri. Svipmyndir hans eru fjölmargar,
allt eftir því úr hvaða átt er horft. Myndin var
tekin á Eyjafjallajökli frá sérstöku sjónarhorni.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Bakkelsi Björgunarsveitarmenn sem sinna hjálp-
arstörfum í Mýrdal koma víða frá. Í pásum er
heimabakað kaffibrauð kvenna í sveitinni kær-
komið enda gera menn því góð skil af mikilli lyst.
Margir lögðu hönd á plóg í fjölþættu hjálparstarfi á áhrifasvæðum eldgossins í Mýrdal og undir Fjöllunum
Ekkert
bendir enn
til gosloka
M Á N U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
107. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
DAGLEGT LÍF»10-11
SMÍÐAR KAJAK FYRST,
SIGLIR SVO
MENNING»23
VILL FASTGENGI
Á BÓKUM
6
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ er augljóst mál að þessar
breytingar eru í farvatninu. Við er-
um að skoða þetta af mikilli alvöru
og jafnvel að ráðast í þetta sem
stærri aðgerð og fyrr en upphaflega
stóð til þegar reiknað var með að
þetta dreifðist út allt kjörtímabilið.
Það er eftir heilmiklu að slægjast í
þessu á margan hátt,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra þegar hann var spurður hvort
tillögur um breytingar á stjórnar-
ráðinu yrðu afgreiddar á næstunni.
Ríkisstjórnin ræddi breytingar á
stjórnkerfinu og vinnu við fjárlaga-
frumvarp næsta árs á rúmlega fjög-
urra klukkutíma fundi í Ráð-
herrabústaðnum. Málið var ekki
afgreitt en skiptar skoðanir eru um
breytingar á atvinnuvegaráðuneyt-
unum innan VG.
Aðgerðir upp á tugi milljarða
„Við erum búin að skoða þetta út
frá ýmsum sjónarhornum. Þetta
tengist vissulega fjárlagavinnunni
og möguleikum til að ná fram hag-
ræðingu á komandi árum. Við vitum
að slíkar breytingar í sambandi við
sameiningu stofnana skila ekki endi-
lega miklum sparnaði strax og kosta
jafnvel pínulítið en þær leggja
grunn að hagræðingu inn í framtíð-
ina. Þegar við ræðum hér efnahags-
áætlun til 2013 erum við með þetta í
huga.“
Steingrímur viðurkenndi að skipt-
ar skoðanir væru um málið innan
VG. „Þetta hefur verið mikið rætt
hjá okkur en ég treysti því að allir
komi að þessu með það að markmiði
að finna lausnir.“
Steingrímur sagði að fleiri leiðir
hefðu verið ræddar en þær sem
nefndar eru í stjórnarsáttmálanum.
M.a. hefði verið rætt um að stofna
matvælaráðuneyti og færa nýsköp-
un að rannsóknum og vísindum.
„Það eru ýmsar hugmyndir í gangi
en meginramminn er sá sem skrif-
aður er inn í stjórnarsáttmálann.“
Steingrímur sagði að ekki yrði
gefinn neinn afsláttur af markmiði
um hallalaus fjárlög á árinu 2013.
Til þess að það næði fram að ganga
þyrftu að koma til aðgerðir upp á
tugi milljarða á næsta ári, fyrst og
fremst á útgjaldahlið frumvarpsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisstjórnin Álfheiður Ingadóttir, Kristján Möller og Steingrímur J. Sigfússon ræddu saman á svölum Ráðherrabústaðarins við upphaf fundarins.
„Breytingar á stjórnar-
ráðinu eru í farvatninu“
Steingrímur segir rætt um sparnað með víðtækum stjórnkerfisbreytingum
Evrópumál rót ágreinings| 2
FLESTIR þeirra
sem boðaðir hafa
verið til yfir-
heyrslu vegna
Kaupþingsrann-
sóknarinnar hafa
brugðist við því
kalli, að sögn
Ólafs Þórs
Haukssonar, sér-
staks saksóknara.
Um 10-15 manns unnu að rannsókn
málsins alla helgina og var fjöldi
manna yfirheyrður en Ólafur vill þó
ekki gefa upp hvaða menn það eru
eða hvort menn eru væntanlegir til
landsins vegna yfirheyrslunnar.
„Þetta er rannsókn sem tekur
breytingum eftir því hver fram-
vindan er og ekki er unnt að gefa
upplýsingar um þær rannsókn-
araðgerðir sem fyrirhugað er að fara
í því þá er hugsanlegt við grípum
einfaldlega í tómt.“
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins er Sigurður Einarsson
einn þeirra sem til stendur að yf-
irheyra. Ólafur segir enn mikla
vinnu eftir, tíminn verði nýttur til
hins ýtrasta á meðan þeir Hreiðar
Már Sigurðsson og Magnús Guð-
mundsson sitja í gæsluvarðhaldi og
lengur þurfi þess. una@mbl.is
Rannsókn
miðar vel
áfram
Ekki fleiri þvingunar-
aðgerðum verið beitt
Ólafur Hauksson
Mikil uppbygging í jarðvarmavirkj-
unum er í gangi á vegum verk-
fræðifyrirtækisins Mannvits í Ung-
verjalandi. Í fyrra skiluðu erlend
verkefni Mannviti 440 milljónum
króna í tekjur. Um 45 manns af
rúmlega 350 starfsmönnum fyrir-
tækisins byggðu vinnu sína alfarið
á erlendum verkefnum. Auk verk-
efna í Ungverjalandi er fyrirtækið
með jarðvarmaverkefni í Slóvakíu,
útboð verður á næstu vikum og
gert er ráð fyrir að byrjað verði að
bora þar í júlí. | 6
Á kafi í verk-
efnum erlendis
„ÞAÐ voru engar ákvarðanir
teknar,“ sagði Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, að loknum ríkis-
stjórnarfundi í gær. Aðspurður
hvort hann hefði sett fram
gagnrýni á fyrirhugaðar breyt-
ingar í stjórnarráðinu sagði
Jón málin ekki hafa verið
rædd á þeim grunni. Ásmund-
ur Einar Daðason, þingmaður
VG, segir að innan flokksins
spyrji menn sig hvort ætlunin
sé að „kasta“ eina ráðherran-
um sem kaus gegn ESB út úr
ríkisstjórninni.
Ekkert ákveðið