Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
Á SÍÐASTA ári skiluðu erlend
verkefni verkfræðifyrirtækinu
Mannviti 440
milljónum króna
í tekjur. Um 45
manns af rúm-
lega 350 starfs-
mönnum fyr-
irtækisins
byggðu vinnu
sína alfarið á er-
lendum verk-
efnum. Stærstu
verkefnin eru í
Ungverjalandi,
en þar er í gangi mikil uppbygging í
jarðvarmavirkjunum.
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri
Mannvits, segir að fyrirtækið hafi í
mörg ár komið að verkefnum víða
erlendis, en fyrir þremur árum hafi
verið ákveðið að leggja áherslu á
ákveðin svæði, í stað þess að dreifa
kröftunum. „Samkvæmt nýrri
stefnumótun Mannvits ætlum við
okkur að vinna í Mið-Evrópu, Bret-
landi og Bandaríkjunum, auk Ís-
lands“ segir Eyjólfur.
Byrjað að bora í Miskolc
Í síðustu viku hófst borun á
fyrstu jarðhitaholunni nærri borg-
inni Miskolc í austurhluta Ung-
verjalands. Miskolc er ein af þrem-
ur stærstu borgum landsins með
tæplega 200 þúsund íbúa. Áætlað er
að holan verði um 2,3 km að dýpt.
Borun holunnar er fyrsti áfangi að
því marki að virkja allt að 40 MW af
Drjúgar tekjur af verkefnum ytra
Mannvit leggur áherslu á ákveðin svæði í stað þess að dreifa kröftunum Um 45 af 350 starfs-
mönnum byggðu vinnu sína á erlendum verkefnum Stærstu verkefnin eru í Ungverjalandi
Í HNOTSKURN
»Mannvit byggir á grunni þriggja verkfræðistofa sem stofnaðarvoru á sjöunda áratugnum: Hönnunar hf. (1963), Verk-
fræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf. (1963) og Rafhönnunar hf.
(1969).
»Tvö fyrstnefndu fyrirtækin sameinuðust í VGK-Hönnun 2007og Rafhönnun bættist síðar í hópinn.
»Höfuðstöðvar Mannvits eru í Reykjavík, en það er einnig meðstarfsstöðvar á níu öðrum stöðum: Á Akranesi, Akureyri, Húsa-
vík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Sel-
fossi og í Reykjanesbæ.
Eyjólfur Árni
Rafnsson jarðhita til húshitunar á svæðinu.
Allar jarðeðlisfræði- og jarðfræði-
rannsóknir sem og hönnun holunnar
og eftirlit með borun hennar er í
höndum Mannvits.
Í lok maí hefst borun á holu núm-
er tvö við bæinn Szentlörinc í suð-
vesturhluta Ungverjalands. Mann-
vit annast sömu verkþætti þar og í
Miskolc.
Auk verkefna í Ungverjalandi er
fyrirtækið með jarðvarmaverkefni í
Slóvakíu, útboð verður á næstu vik-
um og gert er ráð fyrir að byrjað
verði að bora þar í júlí. Þá á Mann-
vit lítið fyrirtæki í Rúmeníu, sem
hefur verið að koma sér fyrir á
markaðnum. Mannvit er með rann-
sóknir og ráðgjöf vegna jarð-
varmavirkjunar fyrir raforku í
Grikklandi.
Í Bretlandi á fyrirtækið hlut í
fyrirtæki sem er eitt sex fyrirtækja,
sem hefur leyfi til að þjónusta
vatnsveitur, sem voru einkavæddar
fyrir um 20 árum. Mannvit er með
eitt verkefni í gangi í Bandaríkj-
unum og loks má nefna að fyr-
irtækið á hlut í þýsku ráðgjafarfyr-
irtæki í jarðvarma, sem hefur m.a.
starfað í Chile.
ANDREY Tsyganov, sendiherra Rússlands á Ís-
landi, og aðrir sendiherrar erlendra ríkja lögðu
á laugardagsmorgun blómsveig að minnismerk-
inu Voninni í Fossvogskirkjugarði. Þetta var
gert til að minnast þeirra sem fórnuðu lífi sínu í
baráttunni gegn nasismanum í síðari heimsstyrj-
öld, þá einkum þeirra sem fórust í siglingum
bandamanna yfir Atlantshafið. Fjölmenni var við
athöfnina sem var haldin í tilefni þess að á laug-
ardag, 8. maí, voru rétt og slétt 65 ár liðin frá
lokum stríðsins í Evrópu. Í dag, 10, maí eru síðan
liðin sjötíu ár síðan Bretar hernámu Ísland þann-
ig að landið fléttaðist inn í hernaðarátök stór-
veldanna auk þess sem aldarhættir breyttust og
þjóðlífið komst í nýjan takt.
Fórnarlamba stríðsins minnst í Fossvogskirkjugarði
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ENGUM lista var skilað á laug-
ardaginn til yfirkjörstjórnar
Langanesbyggðar og því verður
viðhaft persónukjör, eða óhlut-
bundin kosning, í sveitarstjórn-
arkosningunum 29. maí nk. Per-
sónukjör verður einnig viðhaft í
Dalabyggð. Sjö manns skipa sveit-
arstjórn Langanesbyggðar. Að eng-
inn listi skuli koma núna fram er
nokkur breyting frá síðustu kosn-
ingum árið 2006, þá í Sameinuðu
sveitarfélagi Þórshafnarhrepps og
Skeggjastaðahrepps. Þrír listar
buðu þá fram og náðu allir kjöri í
sveitarstjórn. Ríflega 500 íbúar eru
í Langanesbyggð og allir sem eru
18 ára og eldri verða í kjöri nema
að þeir lýsi því yfir opinberlega að
þeir gefi ekki kost á sér.
Enginn listi
lagður fram
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
FÉLAGSLEGT réttlæti er leiðarljós-
ið í stefnumálum Vinstri grænna fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor, en
flokkurinn kynnti kosningaáherslur
sínar í gær. Sóley Tómasdóttir, oddviti
VG í borginni, segir að kosningarnar í
vor snúist fyrst og fremst um hug-
myndafræði.
„Sagt hefur verið að þetta sé ekki
kosningabarátta hinna stóru kosn-
ingaloforða. Það er ekki rétt. Við nú-
verandi aðstæður er það gríðarlega
stórt loforð að ætla að tryggja velferð
og grunnþjónustu hjá borginni, að ég
tali nú ekki um fleiri húsnæðisúrræði
og fjölbreytta atvinnusköpun á hennar
vegum. Þetta er það sem við treystum
okkur til að lofa.“
Flokkurinn setur sex mál sérstak-
leg á oddinn á kjörtímabilinu og er þar
fremsta forgangsmál að tryggja öllum
borgarbúum heimili. Vinstri græn
segja að hugmyndafræði um einka-
eign allra á húsnæði hafi „gengið sér
til húðar“, tryggja verði fjölbreyttari
kosti og koma á öruggum leigu- og
kaupleigumarkaði á félagslegum
grunni. Önnur forgangsmál snúast
um gagnsæi í stjórnmálum og í
stjórnkerfinu, aukna aðkomu íbúa að
stjórnun borgarinnar í gegnum öfl-
ugri hverfisráð, fjölbreytta atvinnu-
sköpun, þéttara leiðakerfi strætó og
betri tækifæri til sorpflokkunar.
Þannig heita Vinstri græn því að auka
möguleika borgarbúa á að flokka sorp
við heimili sín og að áhersla verði lögð
á jarðgerð og metangasframleiðslu.
Að öðru leyti skipta Vinstri græn í
borginni stefnumálum sínum í fjóra
meginflokka, þ.e. velferð, lýðræði,
umhverfi og atvinnu. Flokkurinn lítur
svo á að borgin eigi að axla ábyrgð
sem einn stærsti vinnustaður lands-
ins og stefna m.a. að því að fjölga
störfum með því að efla nýsköpun í
Reykjavík, bæta skilyrði ferðaþjón-
ustunnar og taka þátt í átaki ríkis-
stjórnarinnar um viðhald á opinber-
um byggingum. Vinstri græn heita
því að gera alla þjónustu borgarinnar
aðgengilegri íbúum á þjónustumið-
stöðvum.
Þegar kemur að velferðarmálum
leggja Vinstri græn áherslu á að sam-
þykkja aldrei fátækt og tryggja við-
unandi úrræði fyrir útigangsfólk.
Einnig vilja VG gera stórátak í að-
gengismálum fatlaðra, tryggja þjón-
ustu við innflytjendur og samþætta
skóla- og frístundastarf.
Kosið um hugmyndafræði
Vinstri græn í Reykjavík segjast gefa stórt kosningaloforð með því að ætla að
tryggja velferð og grunnþjónustu Áhersla á atvinnusköpun og húsnæðismál
Vinstri græn ætla að gera hjól-
reiðar að raunhæfum sam-
göngumáta í borginni með því
að fjölga hjólreiðastígum til
muna. Þá vilja þau tryggja að
fyrirtæki s.s. Orkuveitan, Sorpa
og Strætó verði áfram í eigu al-
mennings, að gömul hús séu
varðveitt og að kynbundnum
launamun sé útrýmt í borginni.
Hjólastígum fjölgað
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ÓLAFUR F.
Magnússon,
læknir og fyrr-
verandi borg-
arstjóri, kynnti í
gær stefnu og
efstu frambjóð-
endur H-listans
fyrir borg-
arstjórnarkosn-
ingarnar. Sjálfur
mun Ólafur leiða
listann, en næstir á eftir honum eru
Bryndís H. Torfadóttir, fram-
kvæmdastjóri SAS á Íslandi, Katrín
Corazon Surban, sjúkraliði á Vöku-
deild Barnaspítala Hringsins, Kol-
brún Kjartansdóttir leiðbeinandi og
Einar Logi Einarsson grasalæknir.
Slagorð H-listans eru „umhyggja,
hreinskilni, réttlæti“ og segjast þau
setja heiðarleika og almannahags-
muni í öndvegi. Meðal helstu stefnu-
mála H-listans er að tryggja að eig-
ur og sérstaklega auðlindir
almennings lendi ekki í höndum
einkaaðila. Menningarsaga og nátt-
úruverðmæti borgarbúa verði höfð í
heiðri og ferðaþjónusta og nýsköp-
unarverkefni verði stórefld. Þá vill
H-listinn hafa flugvöllinn áfram í
Vatnsmýri og stefnir að sameiningu
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
H-listinn vill forgangsröðun í
þágu velferðar borgarbúa en ekki
skattahækkanir, nema á auðmenn
og erlend málmbræðslufyrirtæki.
H-listi vill
réttlæti
og velferð
Ólafur F.
Magnússon
Auðlindir lendi ekki
í höndum einkaaðila