Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Spilakvöld á Austurvelli Þessar glaðlegu blómarósir notfærðu sér sólskinið og sumarblíðuna í höfuðborginni í gærkvöldi til hins ýtrasta og sátu við spil á iðjagrænu grasinu á Austurvelli.
Árni Sæberg
New York | Í öllum
heimshornum er sótt
að yfirstéttinni.
Aðgerðasinnar undir
merkjum „teveisl-
unnar“ gera hróp og
köll að hinni svoköll-
uðu frjálslyndu yf-
irstétt í New York,
Washington og Holly-
wood. Í Evrópu gera
lýðskrumarar á borð
við Geert Wilders í
Hollandi hróp og köll
að yfirstéttinni sem vill „friðþægjast“ við
íslam. Í Taílandi gera mótmælendur í
rauðum skyrtum úr sveitunum í norð-
austri hróp og köll að yfirstéttinni úr
hernum og stjórnmálunum í Bangkok.
Fyrsta grundvallaratriði lýðræðisins
er að það skuli byggjast á almennri sátt,
jafnvel þótt í ríkisstjórn sitji flokkar sem
margir kusu ekki. Ljóst er af hinni miklu
reiði sem um allan heim ríkir í garð kjör-
inna ríkisstjórna að þessi sátt er orðin
hættulega veik. Þeim fer fjölgandi í lýð-
ræðisríkjum sem ekki eiga sér fulltrúa
og eru kvíðnir og reiðir. Og þeir kenna
yfirstéttinni um.
Fyrirbærið finnst um allan heim, en
ástæðurnar eru ólíkar milli landa.
Bandarískur pópúlismi er ekki það sama
og taílenskur pópúlismi. Menning og
kynþáttur leika stórt hlutverk í Banda-
ríkjunum – til dæmis sú menning að bera
byssur og það að eiga erfitt með að sætta
sig við að forsetinn sé svartur, menntað-
ur við Harvard og tali eins og lagapró-
fessor.
Í Taílandi stafar reiðin af því að fólki
finnst að valdastéttin hafi vanrækt fá-
tækt landsbyggðarfólk með stuðningi
stórfyrirtækja, hersins og konungsins.
Thaksin Shinawatra, pópúlisti, millj-
arðamæringur og fyrrverandi forsætis-
ráðherra, virtist vera öðruvísi. Hann lét
hluta af auði sínum renna til sveita
landsins. Fólk í sveitum var þakklátt fyr-
ir örlæti hans og kaus hann tvisvar.
Thaksin var hallur undir alræð-
ishyggju, grófur og ekki laus við stór-
mennskubrjálæði (næstum eins og hann
væri sjálfur konungur). Hann var taí-
lensk útgáfa af Silvio Berlusconi. Árið
2006 flæmdi herinn hann úr embætti án
þess að kæmi til blóðsúthellinga með
stuðningi millistéttarinnar í Bangkok
sem þusti á götur út klædd gulum bolum
(lit taílenska konungsveldisins). Bylting
rauðu treyjanna í þágu Thaksins er
nokkurs konar hefnd.
Í Evrópu gengur vald Evrópusam-
bandsins, straumur innflytjenda, sem oft
mikið vald heldur of lítið. Skorturinn á
trausti á pólitískum valdastéttum tengist
grunsemdum, sem alls ekki eru óskyn-
samlegar, um að kjörnar ríkisstjórnir
hafi lítið vald. Fólkið grunar að hið raun-
verulega vald liggi annars staðar, á Wall
Street, hjá ókjörnum embættismönnum
ESB, í hinum konunglega her Taílands
og hjá taílensku hirðinni. Á tímum óvissu
vill fólk öfluga forustu heillandi ein-
staklinga, sem lofa því að hreinsa til í
fjósinu, uppræta spillingu og tala máli
litla mannsins gegn síngjörnum stjórn-
málamönnum og útlendingum sem ógna
okkur með undarlegum siðum og trúar-
brögðum. Slíkir tímar eru hættulegir
lýðræðinu vegna þess að þeir grafa und-
an hinni almennu sátt um kjörin stjórn-
völd.
Til að endurvinna virðingu þurfa okk-
ar kjörnu fulltrúar að sýna meira vald,
ekki minna. Barack Obama Bandaríkja-
forseti gerir rétt þegar hann hvetur til
hertra reglna um fjármálamarkaði. Í
Evrópu verður Evrópusambandið ann-
aðhvort að verða lýðræðislegra, sem
mun taka langan tíma, eða stjórnir aðild-
arríkjanna verða að gera minna af því að
færa valdið til embættismannanna í
Brussel.
Mesti vandinn kann að vera í Taílandi.
Að reiða sig á sjálfbirgingslegan auðkýf-
ing á borð við Thaksin verður ekki til
þess að efla lýðræðið, frekar en að reiða
sig á valdarán hersins og inngrip kon-
ungs. Flestir Taílendingar myndu taka
undir þetta með herinn. Og það er ólög-
legt að svo lítið sem vekja máls á hlut-
verki konungsins. En án umræðu er
öruggt að lýðræðið glatast.
virðist stjórnlaus, og hnattvæð-
ing efnahagslífsins þvert á þjóð-
arstolt, þá tilfinningu að rík-
isstjórn verji hagsmuni
þjóðarinnar og hugmyndina um
að deila þjóðmenningu. Lýð-
skrumarar, sem hafna fjöl-
menningu og vara við „ísl-
amiseringu“ vestursins eru að
færa sér í nyt óttann við að
glata þjóðarkenndinni.
Sú tilfinning að hnattvæð-
ingin sé að skapa nýjar stéttir
auðmanna og öreiga kyndir
undir flestum birting-
armyndum lýðskrums okkar tíma. Um
leið er ný tækni, sem hnattvæðingin gæti
ekki verið án, notuð til að virkja fólk í
þágu pópúlískra málefna.
Hetja teveisluhreyfingarinnar í
Bandaríkjunum, Sarah Palin, er að jafn-
miklu leyti sköpunarverk twitters og
óravídda bloggheima og sjónvarps og út-
varps – ef ekki fremur. Reyndar er það
svo að það að almenn umræða hefur flust
úr hinum hefðbundnu fjölmiðlum yfir á
netið hefur stuðlað að því að brjóta niður
vald hinnar hefðbundnu yfirstéttar: rit-
stjóra blaða, pólitískra dálkahöfunda,
stjórnmálamanna. Í netheimum getur
hver sem er sagt sitt. Enginn vafi er á að
það er lýðræðislegra, en það hefur gert
fólki erfiðara að greina vitleysu frá sann-
leika eða lýðskrum frá skynsamlegri,
pólitískri umræðu.
Tóninn í pópúlískum hreyfingum,
hvort sem þær eru í Evrópu, Asíu eða
Bandaríkjunum, gefur til kynna að yf-
irstéttin sé of valdamikil, að hún drottni
yfir litla manninum, hinir frjálslyndu,
fjölmenningarsinnarnir og borgarelítan
drekki rödd hans. Þetta er algeng mynd
af vænisýki lýðskrumaranna, sem spjall-
þáttastjórnendur og Fox-sjónvarps-
stöðin kynda undir í Bandaríkjunum og
menn á borð við Wilders í Evrópu.
Að einhverju leyti geta yfirstéttirnar
sjálfum sér um kennt. Innflytjendamál
hafa verið í molum í Evrópu og menn
voru of fljótir að afgreiða þá sem kvört-
uðu sem kynþáttahatara. Eftir að hafa
stutt valdarán hersins til að losna við
Thaksin geta þeir sem klæddust gulum
treyjum í Bangkok ekki álasað þeim,
sem nú klæðast rauðum treyjum, fyrir
að beita ólýðræðislegum aðferðum til að
knýja núverandi stjórn frá völdum.
Frjálslyndir Bandaríkjamenn gera sig
oft seka um að líta niður á smekk og siði
landsmanna sinna í strjálbýlinu.
Það má hins vegar líta með öðrum
hætti á vöxt pópúlisma um allan heim.
Verið getur að hið raunverulega vanda-
mál hefðbundinna yfirstétta sé ekki of
Eftir Ian Buruma » Fyrsta grundvall-
aratriði lýðræðisins er
að það skuli byggjast á al-
mennri sátt, jafnvel þótt í
ríkisstjórn sitji flokkar
sem margir kusu ekki.
Ljóst er af hinni miklu
reiði sem um allan heim
ríkir í garð kjörinna rík-
isstjórna að þessi sátt er
orðin hættulega veik.
Ian Buruma
Höfundur er prófessor í mannréttinda-
málum við Bard College. Nýjasta bók hans
heitir Taming the Gods: Religion and De-
mocracy on Three Continents.
©Project Syndicate, 2010.
www.project-syndicate.org
Máttleysi hinna máttugu
EITT aðalbaráttumál núverandi ríkisstjórnar Jó-
hönnu Sigurðardóttur var að setja ný lög um Seðla-
banka Íslands til þess að bola Davíð Oddssyni frá völd-
um þar. Þetta var gert til að þjóna kalli skrílsins, sem
réðst með ofbeldi á Alþingi Íslendinga og lögreglu-
menn, sem settir voru til að gæta öryggis lýðræðisins
gegn ofbeldinu. Þessi lagasetning þótti svo mikilvæg að
öll loforð ríkisstjórnar Jóhönnu og meðreiðarsveins
hennar, Steingríms J., voru sett í salt meðan þetta mál
var barið í gegn. Þau eru meira og minna í salti ennþá.
Þá var mikið talað um gagnsæ vinnubrögð, opna stjórn-
sýslu, pólitískt afskiptaleysi af embættaveitingum og
fleira í þeim dúr.
Þegar málið hafði verið barið í gegn var forsætisráð-
herra einn um valdið til að skipa bankastjóra Seðla-
bankans. Þá lá svo mikið á að ekki var tími til að leita
að hinum fullkoma bankastjóra og því var gripið til
þess ráðs að fá til starfans útlendan mann sem vinir
forsætisráðherra á Norðurlöndum völdu fyrir hann.
Þegar að því kom að ráða í stöðu bankastjóra Seðla-
bankans til frambúðar, valdi forsætisráðherra fyrrver-
andi sérfræðing Ólafs Ragnars Grímssonar í starfið. Sá
var sérfræðingur Ólafs Ragnars meðan hann var fjár-
málaráðherra. Allir vita að Ólafur Ragnar er sá maður
sem rak fjármálaráðuneytið með þeim ódæmum að eng-
in dæmi eru um slíkt fyrr eða síðar. Telja verður ólík-
legt að sérfræðingar hans hafi fengið nokkru þar um
ráðið. Hinn nýi bankastjóri Seðlabankans sótti um
starfið á þeim forsendum, að hann fengi tæplega 1,6
milljónir króna í mánaðarlaun (auk fríðinda?), en þær
forsendur voru gefnar honum úr forsætisráðuneytinu.
Að sögn forsætisráðherra voru þær forsendur mark-
lausar enda gefnar af einhverjum huldumanni (eða
huldukonu) í ráðuneytinu. Ríkisstjórn Jóhönnu og með-
reiðarsveina hennar setti síðan lög, sem skipuðu Kjara-
ráði að lækka laun Seðlabankastjórans nýja um 400
þúsund krónur. Núverandi formaður bankaráðs Seðla-
bankans er úr röðum Samfylkingar og var um tíma að-
stoðarkona Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar tíð sem
félagsmálaráðherra.
Þessi fyrrverandi aðstoðarkona forsætisráðherrans,
formaður bankaráðsins, fékk síðan fyrirmæli frá huldu-
manni forsætisráðuneytisins um að hækka laun hins
nýja bankastjóra aftur um 400 þúsund krónur.
Formaður bankaráðs segir aðspurð að hún vilji ekki
kjafta frá hver hafi gefið þau fyrirmæli. Forsætisráð-
herra er búinn að neita tvisvar að hafa gefið þau.
Var einhver að tala um gagnsæ vinnubrögð, opna
stjórnsýslu og pólitískt afskiptaleysi af embætta-
veitingum?
Axel Kristjánsson
Gagnsæ vinnu-
brögð forsætis-
ráðherra
Höfundur er lögmaður.