Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 31
Menning 31FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 NÝTT Ný kynslóð af liðvernd Hýalúrónsýra Viðheldur heilbrigðum liðum og liðleika Bionovex olía Hefur bólgueyðandi eiginleika Hýalúrónsýra er lykilefni í brjóski og í liðvökvanum í liðamótum. Hýalúrónsýra er talin auka virkni liðvökvans sem virkar smyrjandi og höggdeyfandi á liðina. Með aldrinum gengur á þessar birgðir og með því að taka inn Regenovex endurhlöðum við þessar birgðir líkamans. Þegar magn og gæði liðvökvans sem umlykur liðina er ekki nægjanlegt geta beinin í liðnum farið að nuddast saman, mynda bólgur og valda sársauka. Bionovex olían er unnin úr grænkræklingi og er því náttúru- leg. Bionovex olían inniheldur einstaka omega 3 olíu sem finnst aðeins í þessari tegund grænkræklings og hefur sýnt bólgueyðandi eiginleika. Regenovex hentar öllum sem leita að bættri heilsu í liðum en kjósa náttúlegar lausnir fram yfir lyf m.a. vegna mögulegra aukaverkana þeirra. Gel Perlur Plástur Almennt um liðverki Vandamál í liðum skapast með áreynslu á liðina sem með tímanum geta skemmt liði og/eða brjósk og valdið óþægindum og sársauka. Hýalúrónsýra er meginefni í liðvökvanum sem umlykur beinin og brjóskið og höggverndar beinin í liðnum. Hýalúrónsýran virkar sem smurning og höggdeyfir á liðina og bætir liðleikan. Þegar við eldumst framleiðir líkaminn minna magn af Hýalúrónsýru sem leiðir til þess að magn liðvökvans fer minnkandi og er í kjölfarið ekki eins áhrifaríkur í að hlífa liðum við minniháttar höggum og áreynslu sem leiðir til þess að flísast getur úr beinunum. Fæst í apótekum Kynntu þér málið á regenovex.is og fáðu sent frítt sýnishorn Einstök samsetning Regenovex Því hreyfing á að veita unað ekki sársauka ÍSLENDINGUM stendur til boða að halda fyrirsætukeppn- ina Elite Model 2010 í byrjun nóvember nk. Til stóð að halda keppnina í Taílandi en vegna óróa í stjórnmálum þar í landi hefur verið hætt við það. Jón Ólafsson, kenndur við Skífuna, er að kanna möguleika á að keppnin fari fram hér á landi. Elite-keppninni fylgja hátt í 1.000 manns og a.m.k. 70 fjöl- miðlamenn. Er keppnin sýnd í beinni útsendingu í sjónvarpi þar sem um 400 milljónir manna um allan heim horfa. Kínverjum stendur einnig til boða að halda keppnina en hún hefur verið haldin þar tvisvar áður og íslenski hópurinn telur því sig hafa ágæta möguleika. Um tildrög tilboðsins til Íslend- inga segir að Jón Ólafsson hafi nýverið verið strandaglópur í París og ákveðið að nýta tímann til að leggja sitt af mörkum til að fá fleiri ferðamenn til Ís- lands. Í gegnum sameiginlegan vin komst Jón í samband við eiganda Elite Model og átti fund með honum. „Hann varð strax mjög spenntur og bauð Jóni að kanna hvort Ísland hefði áhuga á því að taka keppnina að sér. Þetta er gríðarlegt land- kynningartækifæri fyrir okkur Íslendinga auk þess sem þetta skapar heilmikla atvinnu í land- inu,“ segir í tilkynningu stýri- hóps, sem skipaður var til að undirbúa mögulegt keppnishald á Íslandi. Reuters Fyrirsæta Tyra Banks var á skrá hjá Elite-fyrirsætuskrifstofuni. Elite á Íslandi? FEGURSTI maður Sviss var valinn á laugardag- inn. Keppnin var haldin í Genf og var það hinn 22 ára Jan Buehl- mann sem hlaut þann eftir- sótta titil Herra Sviss. Herra Sviss valinn Reuters Atriði Eins og í fegurðarsamkeppnum hérlendis þurftu keppendur að sýna ýmis atriði. Hér eru herramennirnir í frumskógardansi. Sigurvegari Jan Buehlmann þótti fegursti karlmaðurinn í Sviss. BOBBY Brown bað unnustu sinnar til þriggja ára, Alicia Etheridge, á tón- leikum á föstudag- inn. Etheridge var á sviðinu og hélt á ell- efu mánaða gömlum syni þeirra. Þá fór Brown niður á skelj- arnar og bað hennar með hring, Ether- idge játaðist honum. Áhorfendur fögn- uðu ákaft þessu uppátæki kappans. Brown var giftur söngkonunni Whit- ney Houston í fimmtán ár. Bónorð á tónleikum Bobby Brown

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.