Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 22
22 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG HRINGDI Í LÍSU OG HÚN
SAGÐIST ÆTLA AÐ SÆKJA
VESKIÐ SITT Í FYRRAMÁLIÐ
ÞAÐ VERÐUR HÉR Í NÓTT
VIÐ EIGUM
EKKI BLÝKASSA,
ER ÞAÐ
NOKKUÐ?
ÉG ÞOLI EKKI „BANGSALEIK“
VILTU HÆTTA AÐ SPYRJA HVORT VIÐ
ÆTTUM STOPPA OG FÁ OKKUR AÐ BORÐA!
ÞAÐ ER
ENGINN
STAÐUR HÉR
TIL AÐ FÁ SÉR
AÐ BORÐA
HVERT ERTU
AÐ FARA,
GRÍMUR?
VINUR MINN,
UGA, ER BOLA-
BÍTURINN HJÁ
HÁSKÓLANUM
Í GEORGÍU
HANN ER
VEIKUR OG
ÉG ÆTLA
AÐ LEYSA
HANN AF
ÞANNIG AÐ ÞÚ
KEMUR AF BEKKNUM
REYNDAR AF
SÓFANUM...
BÍDDU
AÐEINS
VIÐ ÞURFUM AÐ DRÍFA
OKKUR EF VIÐ VILJUM NÁ
KYNNINGARTÍMANUM
MÉR FINNST ÞÚ
SETJA ALLT OF MIKLA
PRESSU Á MIG
GETUM VIÐ EKKI BEÐIÐ
MEÐ ÞETTA ÞANGAÐ TIL
VIÐ KOMUM Á STAÐINN?
MAMMA ER KOMIN AÐ
SÆKJA KRAKKANA SVO
VIÐ GETUM FARIÐ Á
HJÓNABANDSNÁMSKEIÐIÐ
ÞÁ ER LODDARINN
ÚR SÖGUNNI...
OG ÞÚ
ERT
NÆSTUR
ÉG HEITI
BIG-TIME
OG ÞETTA
ER NAFN-
SPJALDIÐ
MITT
Fordómar
SKOÐANAKANN-
ANIR sýna að Íslend-
ingar eru haldnir for-
dómum gagnvart
útlendingum. Fram-
koma þeirra við út-
lendinga og sér-
staklega flóttamenn er
ekki til fyrirmyndar.
Sumir héldu að þetta
myndi breytast með
nýrri ríkisstjórn og
jafnvel að Birna Þórð-
ardóttir yrði dóms-
málaráðherra en það
breytist ekkert.
Hinn íslenski þumb-
araháttur er samur við sig. Tök ís-
lenskrar borgarstéttar eru ekki til
að spauga með.
„Ein Panther wechselt nie die
Farbe,“ segja Þjóðverjar, þýðing:
Pardusdýrið skiptir aldrei um lit
Jóhann Már Guðmundsson.
Meirihluti í borgarstjórn
ALVEG hreint ótrúlegt. Enn eina
ferðina montar meirihlutinn í borg-
arstjórn sig af því að skila afgangi í
borgarsjóði fyrir árið 2009. Hvers
vegna var þá ekki þessum aurum
varið í grunnskólana, fjölskyldu-
hjálpina eða strætisvagnakerfið? Til
dæmis hefur heilsu minni farið hríð-
hrakandi eftir veturinn af því að
bíða endalaust eftir strætisvögnum
eða eltast við strætó
út um allan bæ. Í
Fréttablaðinu ( 7. maí)
er enn ein greinin frá
borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins sem
kom að strætisvagna-
málum á sínum tíma
og lofaði öllu um gott
kerfi en sveik. Grín-
laust er fyrirsögn
hennar á greininni og
hún er að gorta af af-
ganginum í borg-
arsjóði.
Áhugamanneskja um
stjórnmál.
Rás 1 er frábær
ÉG lýsi ánægju minni með hversu
Rás 1 er skemmtileg og fræðandi,
mér finnst vera veisla á föstudög-
um, þegar KK, Gerður G. Bjarklind
og Jóhann Ormar mæta – þá finnst
mér útvarpið vera á toppinum. Ég
vil einnig þakka Lísu Páls og Svan-
hildi að ógleymdum Leifi Hauks,
sérstaklega samtölum hans við
Guðna Ölversson í Noregi. Þökkum
það sem vel er gert, hættum svart-
sýnistali. Enn og aftur kærar þakk-
ir, Rás 1.
Sveinn Björnsson.
Ást er…
… að þakka Honum
fyrir hann.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, út-
skurður kl. 13, félagsvist kl. 13.30.
Árskógar 4 | Handavinna, smíði og út-
skurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30, mynd-
list kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Sögustund, kaffi/
dagblöð, hádegisverður.
Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
bænastund og umræða kl. 9.30, leikfimi
kl. 11, upplestur kl. 14. Listamaður mán.
Eftirlaunadeild símamanna | Munið
fundinn um sumarferðina - Snæfellsnes
og Flatey - í kaffiteríu Perlunnar, 4. hæð,
á mánudag, 10. maí, kl. 15.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, spjall/kaffi kl. 13.30, línudans kl.
17.30, samkvæmisdans, byrjendur, kl.
18.30, kennari Sigvaldi.
Félagsheimilið Gjábakki | Í dag er síð-
asti dagur Vorsýningar í Gjábakka, opið
til kl. 17, vöfflukaffi.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu-
línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna
og brids kl 13, félagsvist kl. 20.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi, kvennaleikfimi, gönguhóp-
ur, fastir tímar. Heitt á könnunni.
Félagsstarf Gerðubergi
Vinnurstofur kl. 9, spilasalur opinn frá
hádegi, kóræfing kl. 15. Á morgun kl.
13.30 er lagt af stað á listmunasýningu í
Ráðhúsinu frá Bólstaðarhlíð, Lönguhlíð,
Vesturgötu og Vitatorgi, á heimleið er
komið í Hvassaleiti á sýningu, kaffiveit-
ingar, skrán. á staðnum og s. 575-7720.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10, G-kórinn kl. 10.30, tréskurður og
glerbræðsla kl. 13, boccia og vist
kl.13.30, tækjasalur í Hress Ásvallalaug
kl. 13.30, frítt fyrir 67+, Kristinn Magn-
ússon sjúkraþjálfari stjórnar.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30
og 10.30. Opin vinnustofa frá kl. 9, brids
kl. 13. Myndlistarsýning opnuð kl. 13 á
verkum sem unnin hafa verið í vetur,
kaffisala.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl.
8.50, Stefánsganga og listasmiðja kl. 9,
félagsvist 13.30. Gáfumannakaffi kl. 15,
skapandi skrif kl. 16. Uppl. í s. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár-
anum kl. 11.30. Uppl. í síma 5542780,
glod.is.
Korpúlfar Grafarvogi | Gönguhópur
Korpúlfa gengur frá kl. 10 í dag frá Graf-
arvogskirkju. Á morgun sundleikfimi í
Grafarvogssundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Við
Hringborðið, spjallhópur kvenna kl.
10.30, handverks- og bókastofa opin
11.30, prjónaklúbbur o.fl. kl. 13, boccia
kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30, söng-
stund kl. 15.
Norðurbrún 1 | Handavinna með Hall-
dóru kl. 9, boccia kl. 10. Opin vinnustofa
eftir hád. í útskurði. Samvera og söngur
kl. 14. Sími 411-2760.
Vesturgata 7 | Handavinna, boccia og
leikfimi kl. 9.15, kóræfing kl. 13, tölvu-
kennsla kl. 12. Kaffiveitingar.
Hafræna, sjávarljóð og siglinga,sem Guðmundur Finnbogason
safnaði, er fágætlega góð bók og
skemmtileg að grípa í. Um tildrög
hennar segir hann, að hann hafi
komið út hingað frá Englandi með
togara haustið 1922. Honum var
það mikil gleði að heyra skipverja
kveða og syngja jafnan við stýrið
og virtist það venja þeirra. „Þá hét
ég því með sjálfum mér,“ skrifar
hann, „að ég skyldi reyna að leggja
hinum ágætu sjómönnum vorum á
varir það, sem bezt hefur verið
kveðið á íslenzka tungu um sjó og
siglingar, og hérna eru efndirnar.“
Í Hafrænu er af ýmsu að taka.
Jón Arason orti:
Fokkan vor er freðin nokkuð,
vér felldum hana og þíddum við eldinn.
Pétur Einarsson á Ballará orti:
Eg hefi róið um allan sjó
og öfuga strauma barið,
landfallið bar mig heim í varið.
Úr Grettisrímum Kolbeins Jökla-
skálds:
Alda rjúka gjörði grá
golnis spanga freyju,
kalda búka fluttu frá
frændur Dranga eyju.
Hér kemur draumavísa Páls
Vídalíns:
Best er að láta brekum af
og bera vel raunir harðar;
nú er meira en hálfsótt haf
heim til sælujarðar.
Vers úr gamalli þulu:
Úti á miðjum sjó
skildi eg eftir skóna mína
og skaust upp á sker.
Eggið brýtur báran,
því brimið er.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Alda rjúka gjörði grá