Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
1. Chelsea meistari eftir 8:0 sigur
2. Sigurður verður yfirheyrður
3. Dópaður og með risastóran hníf
4. HK lagði Skagamenn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Kanadíski píanóleikarinn Jon Kim-
ura Parker lék einleik og gerði það
dásamlega vel. Túlkun hans var ljóð-
ræn en kraftmikil, innhverfari hlutar
verksins voru fallega blátt áfram og
hápunktar gæddir sprengikrafti án
þess að nákvæmnin glataðist,“ segir
Jónas Sen í dómi um einleik Jon Kim-
ura Parker á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar. »25
Ljóðræn en kraft-
mikil túlkun
„Willis er vork-
unn að fá ekkert
betra að gera, það
sýndi sig í Die
Hard 4, að hann
er enn ein besta
ef ekki besta has-
armyndahetjan í
Hollywood,“ segir
Sæbjörn Valdi-
marsson í dómi um nýjustu mynd
Bruce Willis. »26
Ein besta hasar-
myndahetjan
Alíslenskt Evróvisjón-netútvarp er
komið í loftið á vefnum www.euroras-
in.is.
Þetta er netútvarps-
stöð sem spilar öll
helstu Evróvisjónlögin
frá upphafi, bæði ís-
lensk og erlend.
Útvarpsmenn
eru Gunnar Ás-
geirsson og Íris
Hólm, söngkona
í Bermuda.
Íslenskt Evróvisjón-
útvarp á vefnum
Á þriðjudag Hægviðri og víða léttskýjað, en vestan 3-8 vestanlands undir kvöld og
þykknar upp. Hiti 2 til 12 stig, svalast norðaustan til, en hlýjast sunnanlands.
Á miðvikudag Suðvestanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 7-14
stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 5-10 m/s A-lands. Skýjað
með köflum eða bjartviðri og sums staðar þokumóða við ströndina. Hiti 4 til 13 stig.
VEÐUR
Ásdísi Hjálmsdóttur, Ís-
landsmethafa í spjótkasti
kvenna, hefur verið boðin
þátttaka í fyrsta stórmóti
Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins á þessu ári.
Mótið fer fram í Katar
næsta föstudag og þar
verður á ferð flest besta
frjálsíþróttafólk heims.
„Þetta er frábært, mót-
in gerast varla stærri,“
sagði Ásdís við Morgun-
blaðið. »1
Ásdísi boðið á
stórmót í Katar
Chelsea tryggði sér enska meist-
aratitilinn í knattspyrnu í gær með
risasigri á Wigan, 8:0. Chelsea varð
fyrsta félagið til að skora 100 mörk á
einu tímabili í úrvalsdeildinni. Didier
Drogba skoraði þrennu og varð þar
með markakóngur
deildarinnar með 29
mörk. »7
Chelsea meistari og
Drogba markakóngur
„Ég sé ekkert sem mælir gegn því að
Haukar verði áfram í fremstu röð ís-
lenskra handknattleiksliða. Umgjörð-
in í kringum félagið er einstök eins
og var undirstrikað í úrslitakeppn-
inni,“ segir Aron Kristjánsson sem nú
kveður Haukana eftir að hafa gert þá
að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð og
tekur við þjálfun Hannover-Burgdorf í
Þýskalandi. »4-5
Haukarnir verða
áfram í fremstu röð
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
FYRIR sveitarstjórnarkosningar síðar í mán-
uðinum er samskiptavefurinn Facebook einn mik-
ilvægasti fjölmiðillinn. Héraðsblöð eru sá vett-
vangur sem frambjóðendur nota helst til að koma
skilaboðum í loftið, en tölvupóstur og rafræn
samskipti skipta æ meira máli. Þetta kom fram í
erindi Birgis Guðmundssonar, dósents við Há-
skólann á Akureyri, á ráðstefnu í þjóðfélags-
fræðum á Bifröst um helgina.
Birgir segir að frá árinu 2000 hafi hér á landi
verið það ástand sem hann kallar markaðs-
fjölmiðlun. Þegar flokksblöðin lögðust af hafi
stjórnmálaflokkarnir misst tök á fréttamati fjöl-
miðla jafnframt því sem fjölmiðlar hafi orðið
opnari fyrir aðsendum greinum. Við þessar að-
stæður hafa rafrænar boðleiðir orðið mótleikur,
eins og fram kemur í könnun sem Birgir gerði
meðal frambjóðenda í komandi kosningum.
Um 68% nefna Facebook
Alls 200 frambjóðendur í tíu sveitarfélögum
tóku þátt og var svarhlutfall 74%. Meginniður-
staðan var sú að 76% frambjóðenda telja greina-
skrif í staðbundin blöð þá leið sem skipti miklu
til að koma málefnum sínum á framfæri. Um
68% nefna Facebook og 62,8% tölvupóst. Aðeins
32% nefna bloggið í þessu sambandi. Um 10%
frambjóðenda nota ekki Facebook sem tæki til
að ná til almennings og 13% snerta ekki á tölvu-
pósti.
„Facebook er nýr miðill sem ekki hefur áður
verið notaður í kosningabaráttu en skiptir gríð-
arlega miklu máli að mati þeirra sem tóku þátt í
könnuninni,“ segir Birgir Guðmundsson. „Þetta
sýnir í raun að þrátt fyrir að flokksblöð séu ekki
lengur til staðar finnur hin lýðræðislega stjórn-
málabarátta sér einfaldlega nýjan farveg og um-
ræðuvettvang, á sama hátt og áin kemst alltaf
til óssins.“
Frambjóðendur fara á Facebook
Um 10% frambjóðenda nota ekki Facebook til að ná til kjósenda skv. könnun
SUMARSTEMNING ríkti við
Barnaspítala Hringsins í gær þar
sem Neistinn, styrktarfélag hjart-
veikra barna, fagnaði 15 ára starfs-
afmæli með garðveislu. Af því til-
efni afhenti félagið styrktarsjóði
Neistans 15 milljónir króna, eina
milljón fyrir hvert ár, en sjóðnum
er ætlað að styðja við bakið á fjöl-
skyldum hjartveikra barna. Guðrún
Bergmann, formaður Neistans, seg-
ir að starfið hafi um margt breyst á
árunum 15. „Félagið hefur stækkað
og dafnað og sjúklingarnir okkar
eru eldri núna svo við höfum þurft
að hafa starfið víðtækara. Það er
nýtt fyrir okkur að hafa unglinga
því áður létust þessi börn, en tækn-
in er orðin svo góð að nú eigum við
myndarlegan unglingahóp.“ Í
bankahruninu töpuðust 28 milljónir
úr styrktarsjóði Neistans sem var
mikið áfall en vel hefur tekist að
vinna það upp. Guðrún segir það
hafa aukist að fólk sem fagni brúð-
kaupum eða stórafmælum bendi
gestum á styrktarsjóðinn í stað þess
að þiggja gjafir. „Við höfum traust
fólk á bak við okkur.“
Sumargleði við spítalann
„Við höfum
traust fólk á bak
við okkur“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grill Um 200 manns nutu góða veðursins og veitinganna í garðveislu Neistans við Barnaspítala Hringsins. Á hverju
ári fæðast um 70 börn með hjartagalla á Íslandi og hefur Neistinn styrkt um 300 fjölskyldur á 15 ára starfsævi.