Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 2
KRÍAN er byrjuð að hreiðra um sig að nýju við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og fer þá vart á milli mála lengur að vorið er komið enda hljómar kríugargið sem ljúfustu tónar í eyrum þeirra sem bíða vorboðanna. Krían sást fyrst í vor á flugi yfir Skjálfanda hinn 1. maí og virðist nú hafa dreift sér um landið eftir sitt óralanga flug yfir heimshöfin. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRÍUVARPIÐ ER HAFIÐ VIÐ BAKKATJÖRN 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is www.noatun.is Við gerum meira fyrir þig ÝSUFLÖK ROÐ- OG BEINLAUS KR./KG 1299 F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI ERSKIR Í FISKI 23% afsláttur 1698 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Stjórnarflokkarnir hafa tekist á um breytingar á stjórnarráðinu, en hörð andstaða er við tillögurnar hjá sum- um félagsmönnum VG. Tillögur um að fækka ráðuneytum úr 12 í 9 er að finna í stjórnarsáttmálanum, en flokksráð VG samþykkti í vetur ályktun um endurskoðun þessara til- lagna. Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hefur sagst vilja ljúka þessu máli á árinu. Í drögum að frumvarpi sem hún hefur kynnt í ríkisstjórn er gert ráð fyrir að ný ráðuneyti taki til starfa 1. september og þá þarf að samþykkja frumvarp um málið í sumar. Ráðuneytin verði níu Frumvarpsdrögin byggjast á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað úr 12 í 9. Þetta á að gera með sameiningu iðnaðar-, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneytis í eitt atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneyti. Þá er gert ráð fyrir að sameina dómsmála- og mannrétt- indaráðuneyti og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti í innanrík- isráðuneyti. Einnig að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneyti verði sam- einað í velferðarráðuneyti. Í stefnuyfirlýsingunni er talað um að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi „lykilhlutverk varðandi rann- sóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála“. Jafn- framt segir að í atvinnuvegaráðu- neytinu verði „teknar ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rann- sókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti“. „Þetta hefur ekkert verið rætt við þá sem eiga við að búa frekar en annað hjá þessari ríkisstjórn,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. Hann sagði að útvegsmönnum litist afar illa á þær hugmyndir um breytingar á stjórn- arráðinu sem kynntar væru. Sjó- menn væru sömu skoðunar. Flokksráð er æðsta stofnun VG milli landsfunda. Á fundi þess í jan- úar sl. var skorað á stjórn og þing- flokk VG að endurskoða áform um endurskipulagningu stjórnarráðs- ins. Ásmundur Einar Daðason, þing- maður VG í Norðvesturkjördæmi, segir rétt að í stefnuyfirlýsingu rík- isstjórnarinnar sé gert ráð fyrir fækkun ráðuneyta. „Síðan hefur komið fram mikil gagnrýni á þetta og flokksráðsfundur VG taldi að það væri heppilegast að fresta þessu í ljósi þess að Ísland hefði sótt um að- ild að ESB.“ „Á að kasta Jóni út?“ Ásmundur Einar sagðist telja nauðsynlegt að vinna að breytingum á stjórnarráðinu þverpólitískt. „Breytingar á stjórnarráðinu eru ekki einkamál þeirra flokka sem eru í ríkisstjórn.“ Hann sagði að efasemdirnar innan VG væru fyrst og fremst tilkomnar vegna umsóknar um aðild að ESB. „Þar eru menn farnir að spyrja sig hvort það standi vilji til þess að kasta Jóni Bjarnasyni út úr ríkis- stjórn; eina ráðherranum sem greiddi atkvæði gegn ESB. Það var ályktað gegn honum í einhverri mynd á flokksráðsfundi hjá Sam- fylkingunni. Það er nokkuð sérstakt þegar farið er að álykta um að menn hafi áhyggjur af skoðunum ein- stakra ráðherra í samstarfs- flokknum.“ Evrópumál rót ágreinings um breytta skipan ráðuneyta  Hörð andstaða innan VG  „Ekkert verið rætt við þá sem eiga við að búa“ Stokka á skipan ráðuneyta upp og einfalda hana en ágreiningur er milli stjórnarflokkanna. Efasemdirnar innan VG tilkomnar vegna umsóknarinnar um aðild að Evrópusambandinu. MAÐUR um þrítugt sem lögreglan á Suðurnesjum hand- tók á laugardag vegna gruns um að hann hefði orðið manni á sextugsaldri að bana var í gær úrskurðaður í viku langt gæsluvarðhald að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hinn látni fannst snemma á laugardagsmorgni fyrir utan íbúðarhús við Eyjabyggð í Keflavík og bentu öll um- merki til þess að um grófan ofbeldisglæp hefði verið að ræða. Miklir áverkar voru á líkinu þegar það fannst. Fjöldi lögreglumanna á Suðurnesjum vann að rann- sókn málsins um helgina með aðstoð lögreglumanna frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vitni sáu blóðugan mann á gangi Lögreglan lýsti auk þess eftir upplýsingum frá al- menningi og gekk í hús í nágrenni vettvangsins til að leita að mögulegum vitnum. Böndin beindust að hinum grunaða eftir að lögreglu bárust ábendingar frá vitnum sem sáu blóðugan mann á gangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Að sögn Sig- ríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra á Suður- nesjum, var rannsókn á málinu langt komin en þó enn á viðkvæmu stigi, m.a. vegna aðstandenda beggja manna, og vildi hún því ekki veita frekari upplýsingar um at- burðarásina að svo stöddu. una@mbl.is Rannsókn á ætluðu manndrápi langt komin  Meintur árásarmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku Rannsókn Lögreglan leitaði vitna í nágrenni glæpsins. ÁFORM um breytingar á stjórn- arráði Íslands hafa mætt almennri andstöðu um land allt. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli Árna- son, formaður svæðisfélags Vinstri grænna í Skagafirði, sendi frá sér í gær. Fjölmörg hagsmuna- samtök, sveit- arstjórnir og flokksfélög hafi öll ályktað gegn þessum breyt- ingum. Að hans sögn er víðtæk and- staða hjá öllum hagsmunasamtökum gegn niðurlagningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem ekki virðist að finna pólitískan stuðning meðal annars stjórnar- flokksins ef marka megi ályktun flokksráðsfundar VG. Þar er skorað á stjórn og þingflokk VG að láta end- urskoða þessi áform. Segir and- stöðuna víðtæka Fjölmörg samtök á móti breytingunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.