Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 28
Drekahellir í Vatnajökli
Hafdís Ósk Sigurðardóttir
Tindur
bbbbn
Hér er á ferð-
inni ekta íslensk
ævintýrasaga í
anda ævintýra-
bóka Enid
Blyton. Gunnar
og Krissi eru níu
ára og bestu vinir.
Eins og börn á
þessum aldri hafa
þeir áhuga á æv-
intýrum. Það hleypur aldeilis á snær-
ið hjá þeim þegar þeim býðst að fara
saman í sveitaferð til ömmu og afa
Gunnars, fara á hestbak og í hella-
skoðun þar sem þeir hitta dreka og
komast til Klakaborgar sem er í
miðjum jökli.
Bókin er myndskreytt hóflega af
Rósu Matt, myndirnar eru svart-
hvítar og virka oftast vel, sérstaklega
af íbúum Klakaborgar, en stundum
eru þær of dökkar og verða fyrir vik-
ið ekki nógu skýrar.
Drekahellir í Vatnajökli er vel
skrifuð saga og spennandi og ætti að
hæfa vel börnum á aldrinum 6-12 ára
sem hafa gaman af drekum, hestum
og ævintýrum. Bókin fær ímynd-
unaraflið til að fara á flug og áður en
lesandinn veit af fylgir hann Gunnari
og Krissa eftir í ævintýraförinni jafn-
spenntur og þeir.
Upp í sveit: Bók barnanna um íslensku
húsdýrin
Halldór Á. Elvarsson
Mál og menning
bbbmn
Það er ekki oft
sem barnabækur
um íslenska sveit
gerast í samtím-
anum. Vanalega
horfa barnabóka-
höfundar til baka
í nostalgíuþoku;
bændur slá enn með orfi og ljá og
handmjólka kýrnar. Í þessari nýju
bók Halldórs Á. Elvarssonar, sem
hefur áður sent frá sér hinar frábæru
bækur Teljum dýrin 1, 2 og 3, og
Stafróf dýranna, býr fólkið ekki í
torfbæjum, í sveitinni hans Halldórs
eru stórar dráttarvélar, rúllubindi-
vél, fjórhjól og þreskivél, loðdýra-
rækt og alifuglarækt. Hin hefð-
bundnu húsdýr eru þó í aðalhlutverki
í bókinni, hvert þeirra fær eina opnu;
kind, svín, hestur, kýr, hæna, geit,
hundur og köttur. Lítilsháttar fróð-
leikur er um hvert dýr, hvernig líf
þess er hér í sveitum og um uppruna
þess. Síðan er nefnt dæmi um það
gagn sem maðurinn getur haft af
dýrinu og í litlum ramma eru taldar
upp staðreyndir um hvert dýr, t.d. að
kindin jarmar, og í öðrum ramma er
sagt hvað kyn hverrar skepnu og af-
kvæmi eru kölluð.
Auðvitað má alltaf finna að ein-
hverju í textanum, t.d. fannst mér
undarlegt að segja um kindurnar að
á sumrin væri þeim sleppt á fjall, það
fara nefnilega ekki allar íslenskar
kindur á fjall yfir sumartímann,
margar eru í úthögum í heimalandi.
Einnig segir um kindina að í réttir
komi margt fólk til að hjálpa bænd-
um að þekkja sínar kindur, hefði ég
frekar sagt það sem réttara er, að
þeir sem í réttir koma lesa markið
eða eyrnamerkið á kindunum og
draga þær í dilka. En þetta eru
kannski smáatriði sem skipta ekki
öllu máli þegar verið er að fræða ung
börn um dýrin.
Teikningar Halldórs eru einfaldar
og litfagrar og hæfa umfjöllunarefn-
inu vel, eina sem vantar upp á er líf í
skepnunar. Kýrin minnir meira á
hval en kú og kindin og svínið eru flöt
og óaðlaðandi, eins og þetta eru fal-
legar skepnur. Halldóri tekst best til
með hænurnar og vélarnar.
Fyrir utan þessar aðfinnslur mínar
er bókin mjög heillandi, hún er
skemmtilega sett upp, textinn er
stuttur, myndirnar einfaldar og lit-
ríkar auk þess sem bókin er mjög
fræðandi fyrir ung börn.
Þessi bók er þarfaþing í íslenska
barnabókaflóru og gefur innsýn í
sveitalífið eins og það er í dag.
Ævintýri Lilla:
Á slóð sjóræningja
Þorlákur Már
Árnason
Lilli Holding
bbmnn
Þetta er þriðja
bókin um Lilla, en
áður hafa komið
út Ævintýri Lilla
og Ævintýri Lilla:
Fyrsti vinurinn.
Lilli er hvatvís strákur sem er í
heimsókn hjá afa og ömmu sem búa í
Vestmannaeyjum. Þar lendir hann í
ótrúlegum ævintýrum, hittir björg-
unardúfur, apa sem toga í eyrun á
kindum og hella sem geyma spenn-
andi leyndarmál. Svo fær hann að
fara á sjó með afa sínum.
Lilli er skemmtilegur og kraftmik-
ill strákur. Sagan er létt og leikandi
skrifuð en flakkar á milli fyrstu og
þriðju persónu frásagnar sem getur
verið dálítið ruglandi. Gunnar Júl-
íusson myndskreytir bókina og eru
myndir hans skýrar og fínar og eiga
vel við söguna. Börn á aldrinum 5 til
10 ára ættu að hafa gaman af æv-
intýrum Lilla og ekki skemmir fyrir
að þau eru rammíslensk.
Tumi þumall
Claudia Venturini myndskreytti
Íslensk þýðing: Auður Haralds.
Kjölur
bbbnn
Bókin um
Tuma þumal er sú
fyrsta sem kemur
út í nýjum bóka-
klúbbi, Bóka-
klúbbi barnanna,
sem er fyrir börn
á aldrinum
tveggja til sex ára.
Ævintýrið um Tuma þumal er fyr-
ir löngu orðið klassískt og hér er það
í styttri útgáfu og myndskreyttri. Út-
drátturinn úr upprunalegu sögunni
er vel unninn og myndskreyting-
arnar flottar og litríkar. Bókin er
með flettimyndum og gaman er að
þær eru ekki aðeins til að kíkja á bak
við eða ofan í eitthvað heldur sýna
þær líka hreyfingu.
Með öllum bókum sem koma út í
þessum klúbbi fylgir geisladiskur
með upplestri sögunnar, Felix
Bergsson les Tuma þumal og er það
vel gert eins og hans er von og vísa.
Tumi þumall er skemmtilegur og
ráðsnjall snáði sem alltaf er gaman
að lesa um.
Barnabækur
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Yfirlit yfir nýútkomnar
barnabækur, íslenskar
og þýddar
Upp í sveit Hænurnar hans Halldórs eru fínar.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
„DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ
HHHH- EMPIRE
SÝND Í REYKJAVÍK Í 3DSÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA ÞEIR URÐU HEL
HHHHH
„Fáránlega skemmtileg,
fullkomlega uppbyggð
og hrikaleg rússíbana-
reið sem sparkar í staði
sem aðrar myndir eiga
erfitt með að teygja
sig í“
- Empire – Chris Hewitt
HHHHH
“Þeir sem missa af
þessari fremja glæp
gegn sjálfum sér.”
– Fbl.-Þ.Þ
HHHHH
– H.G. – Poppland Rás 2
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG SELFOSSI
Svalasta
mynd
ársins er
komin!
Hörku
hasarg
rínmyn
d með
Bruce
Willis,
Tracy M
organ
(30 Roc
k) og S
ean Wi
lliam S
cott se
m
kemur
öllum í
gott sk
ap.
Þegar harð-
naglinn Bruce
Willis fær
vitleysing
sem félaga
neyðist hann
til að taka til
sinna ráða.
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
IRON MAN 2 kl. 5:20D -8D -10:40D 12 DIGITAL CLASH OF THE TITANS kl. 8:10-10:40 12
IRON MAN 2 kl. 5:20-8-10:40 VIP-LÚXUS AÐTEMJADREKANNSINN m. ísl. tali kl. 5:50 L
COP OUT kl. 5:40-8-10:20 14 HOTTUBMACHINE kl. 8 - 10:20 12
OFURSTRÁKURINN m. ísl. tali kl. 5:50 L
KICK-ASS kl. 5:50-8-10:40 14
COP OUT kl. 5:50-8:10-10:30 14
IRON MAN 2 kl. 5:40D -8:10D -10:45D 12
KICK-ASS kl. 8:10-10:40 14
AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D m. ísl. tali kl. 63D L
/ KRINGLUNNI
GÍTARLEIKARINN Jamie Hince í
The Kills hefur stofnað nýja hljóm-
sveit með unnustu sinni Kate Moss,
þrír aðrir skipa bandið auk þeirra.
Hið nýja band er farið í hljóðver
og hefur þegar tekið upp ábreiðu af
lagi með The Velvet Underground.
Nafnlaus heimildarmaður sagði
Daily Star að Moss hefði verið að
hjálpa til með því að bjóða tónlist-
armönnum út að borða og gefið
þeim góð ráð út frá eigin tónlistar-
innsæi. Þó að Hince hafi stofnað
nýtt band er hann enn hluti af dú-
ettinum The Kills. Bandmeðlimur
hans í The Kills, Alison Mosshart,
sagði nýlega að ný plata þeirra
væri næstum því tilbúin.
Kate Moss kom-
in í hljómsveit
með Hince
Par Jamie Hince og Kate Moss.
SAMKVÆMT Chad
Smith í Red Hot Chili
Peppers mun bandið
hefja upptökur á
næstu plötu sinni í
júlí. Verður það tí-
unda hljóðversplata
þeirra.
„Við eigum mikið
af efni, líklega um
tuttugu lög,“ sagði
trommarinn í viðtali
á MusicalRadar.com.
„Frumvinnslan mun
taka dálítinn tíma en
ég segi að í júlí förum við að taka upp af al-
vöru.“ Verður þetta fyrsta platan með nýj-
um gítarleikara, Josh Klinghoffer. Síðasta
plata þeirra, Stadium Arcadium, kom út
2006.
Tíunda platan í
vinnslu í júlí
Red Hot Chili
Peppers
ÚTFÖR leikkonunnar Lynn
Redgrave fór fram í Con-
necticut í Bandaríkjunum í
gær. Meðal viðstaddra voru
systir hennar, Vanessa
Redgrave, og leikarinn Liam
Neeson, ekkill Natöshu Rich-
ardson, frænku hinnar látnu.
Leikarinn Brendan Fraser,
sem lék á móti Lynn Redg-
rave í Gods and Monsters
árið 1998, minntist leikkon-
unnar að athöfn lokinni.
Redgrave lést fyrir viku,
67 ára að aldri, af völdum
brjóstakrabbameins. Hún
var tilnefnd til Ósk-
arsverðlauna fyrir bestan leik í aukahlutverki í Gods and Mon-
sters og hlaut einnig tilnefningu árið 1967 vegna myndarinnar
Georgy Girl. Á seinni árum kom Lynn Redgrave fram í þekktum
sjónvarpsþáttum á borð við Aðþrengdar eiginkonur og Ljóta
Betty.
Á frumsýningu Lynn Redgrave t.v
og Vanessa Redgrave í júní 2007.
Redgrave borin til grafar í gær