Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ Date Night kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára
Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára The Spy Next Door kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
Iron Man 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 LÚXUS Nanny McPhee kl. 3:40 LEYFÐ
She‘s Out of My League kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
POWE
RSÝN
ING
Á STÆ
RSTA
DIGIT
AL
TJALD
I LAN
DSINS
KL. 10
FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST
OG ÞESSI ER ENN BETRI!
Ath. það er sérstakt leyniatriði
á eftir creditlistanum í lok myndarinnar.
ÍSL. TAL
Sýnd kl. 8 og 10:10
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
Sýnd kl. 5:40
Sýnd kl. 8 og 10:10
Sýnd kl. 6
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 (POWER SÝNING)
SÝND Í SMÁRABÍÓI
Robert Downey Jr.,
Samuel L. Jackson,
Gwyneth Paltrow,
Scarlett Johansson,
Don Cheadle og
Mickey Rourke
eru mætt í fyrstu
STÓRMYND
SUMARSINS
FYRRI MYNDIN
GERÐI ALLT
VITLAUST OG
ÞESSI ER ENN
BETRI!
Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir
creditlistanum í lok myndarinnar.
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI
-bara lúxus
Sími 553 2075
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
www.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
SET Me On Fire er fyrstasólóplata tónlistarmannsinsBirgis Sigurðssonar eðaBiggabix eins og hann kall-
ar sig. Lagið „Oh My, Oh My“ hefur
þegar hljómað heilmikið í útvarpinu
og komið út á Pottþétt-plötu. Er það
grípandi, fínt og fjörugt lag sem fær
mann til að dilla sér aðeins. Tónlist
Biggabix mætti lýsa sem popp-rokki
og er „Oh My, Oh My“ ásamt
„Situation“ með því poppaðasta á
plötunni, síðarnefnda lagið á líklega
eftir að verða einn af sumarsmellum
ársins enda með einstaklega gríp-
andi og létta upphafstóna.
Eftir að blómaskeiði sveitaballa-
tónlistarinnar lauk hefur verið miss-
ir að góðu íslensku poppi, Biggibix
bætir það aðeins upp þó ekki sé
hægt að líkja honum við íslenskar
sveitaballa-
hljómsveitir.
En það er
ákveðinn létt-
leiki í sumum
laganna á plöt-
unni sem ná að
svona hressa mann við, mætti segja
að það sé mikið af útvarpssmellum
þarna að finna. Biggibix er samt
enginn poppari, hann er hálfgert
mix af Mugison, James Blunt og
Mika. Þeir þrír komu a.m.k upp í
huga minn við fyrstu hlustun á Set
Me On Fire.
Öll lögin á plötunni eru eftir
Biggabix og allir textarnir fyrir utan
einn sem Helga Margrét Marzellíus-
ardóttir á við lagið „Want To Be-
lieve“.
Ekki fylgir textablað með plötu-
umslaginu en við áheyrn virðast
textarnir vera prýðisvel gerðir upp á
enska tungu og fjalla um ástina og
lífið.
Það dylst engum sem á þessa
plötu hlustar að mikið er í hana lagt,
þetta er metnaðarfullt verk og vel
unnið. Platan er tekin upp í Tank-
inum á Flateyri og það er ekkert
tómahljóð þarna. Spilamennska,
söngur og allur hljómur er til fyr-
irmyndar, þétt og öruggt.
Biggibix gerir hlustendavæna
tónlist, stundum svolítið klisju-
kennda en klisjur eru klisjur, því
þær virka. Aðeins finnst mér disk-
urinn þynnast út þegar sígur á
seinni hlutann, þar eru rólegri og
minna grípandi lagasmíðar. Lag
númer sjö, „Run Away“, er, þegar
þessi dómur er skrifaður, uppá-
haldslagið mitt á plötunni.
Mér finnst Biggibix flottur og mér
finnst gaman að fá góða íslenska
popp-rokkplötu í ölduflóð oft á tíðum
mikillar og góðrar jaðartónlist-
arútgáfu hérlendis.
Hlustendavænt mix hjá Biggabix
Geisladiskur
Biggibix – Set Me On Fire bbbmn
Record Records 2010INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
TÓNLIST
Morgunblaðið/Eggert
Biggibix Leikur popp-
rokk á fyrstu sóló-
plötu sinni.
LEIKKONAN Sandra
Bullock mun snúa aftur
til vinnu fyrir framan
kvikmyndatökuvél-
arnar, en orðrómur
annars efnis hefur verið
á lofti.
Haft var eftir „vini“
leikkonunnar að hún
væri svo hrifin af
móðurhlutverkinu, en
hún fékk ættleiddan son
sinn í hendurnar ný-
lega, að hún myndi jafn-
vel aldrei aftur leika í
kvikmynd. Vinurinn
sagði einnig að Bullock
ætlaði að flytja frá Kali-
forníu og skipta tíma sínum á milli
tveggja heimila; New Orleans, þar
sem sonur hennar er fæddur, og
Austin í Texas þar sem hún er fædd.
„Til að halda friðhelgi einkalífsins
munum við ekki ljóstra upp hvar
Sandra Bullock ætlar
að búa. Þó að hún
hafi ekki ákveðin
verkefni til að vinna
að akkúrat í augna-
blikinu ætlar hún sér
ekki annað en að
snúa aftur til vinnu,“
sagði upplýsinga-
fulltrúi leikkonunnar
í tilkynningu nýlega
og hrakti þar með
orðróminn.
Bullock hefur hald-
ið sér frá sviðsljósinu
að undanförnu, bæði
vegna skilnaðarins
frá Jesse James og
vegna ættleiðingar Louis Bardo Bul-
lock. Hún fékk Louis Bardo í hend-
urnar í janúar á þessu ári, fjórum ár-
um eftir að hún og James hófu
ættleiðingarferlið, og ætlar að ala
hann upp sem einstæð móðir.
Mun snúa aftur til vinnu
Bullock Ekki hætt.
Reuters
MEÐLIMIR popp-
hljómsveitarinnar The
Scissor Sisters hentu
plötu sem þeir höfðu
verið að vinna að í
átján mánuði. Söngv-
arinn, Jake Shears,
segir að þau hafi gefið
upp á bátinn lög sem
voru ráðgerð fyrir
þriðju plötu bandsins
síðasta sumar og byrj-
að frá grunni. „Við
verðum að trúa á það
sem við erum að
gera,“ segir Shears.
Þau hafa unnið aðra heila plötu sem hefur fengið nafnið Night Work og
kemur út í júní á þessu ári.
Lag af plötunni, „Fire With Fire“, var frumflutt á Radio One í vikunni.
„Við unnum að plötu í um eitt og hálft ár en við gáfum hana upp á bátinn
fyrir um ári. Ég flutti þá til Berlínar í nokkra mánuði og við ákváðum að
byrja á nýrri plötu frá upphafi og við byrjuðum á henni í júní í fyrra. Svo
þessi plata var unnin mjög hratt,“ segir Shears um væntanlega plötu. Um
öll lögin sem voru upphaflega ætluð á þriðju plötuna en lentu í ruslinu
sagði Shears: „Í hjarta mér vissi ég að þetta var ekki rétt.“
Gáfu heila plötu upp á bátinn
The Scissor Sisters Bandmeðlimir eru röskir.