Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 11
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
þessum hætti. Þetta er þó miklu
meiri vinna en ég hélt, en skemmti-
leg.“
Þórarinn sagðist hafa heyrt út-
varpsviðtal frá Akureyri þar sem
fjallað var um atvinnulausa ung-
linga sem voru að smíða kajak. „Í
framhaldi fór ég að kynna mér
þetta og fann á netinu teikningu af
Guillemot-kajak, en þeir eru
bandarískir. Ég sá á teikningunum
að þetta var lítið mál. Ég hafði svo
samband við snilling í Reykjavík
sem ég vissi að hafði smíðað svona
kajak. Hann lét mig fá teikningar,
sem ég borgaði bandaríska fyr-
irtækinu svo fyrir. Allt hráefni fæ
ég hér heima, nema hvað ég ætla
að kaupa fiberglass-dúkinn sem fer
yfir kajakinn í Bandaríkjunum þar
sem ég er á leið þangað.“
Kostnaðinum við verkið hefur
Þórarinn getað haldið í lágmarki
með því að gera þetta sjálfur.
Hann nefndi að í raun væri ein-
ungis stofnkostnaður við þetta nýja
áhugamál, sjálfur efniviðurinn væri
í kringum 100 þúsund krónur að
viðbættum kostnaði við örygg-
isbúnað. „Við hjónin stefnum að því
að fara á námskeið í sumar en það
eru starfandi kajakklúbbar um allt
land. Við þurfum að verða okkur
úti um búninga og björgunarvesti
áður en farið verður af stað en síð-
an er draumurinn að sigla hér suð-
urfrá meðfram ströndinni.“
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Slétt áferð Hefla þarf yfir listana til að fá slétta áferð á viðinn.
Fjölskyldan Allir í fjölskyldunni
eru spenntir fyrir smíðinni.
Morgunblaðið/Eyþór
Stúdentar Markviss fjármálalæsiskennsla er ekki hluti af námsefni hér.
Fjármálalæsi er ákaflega mik-ilvægt. Ekki síst í núverandiárferði. Margir komast að því
við lok starfsævi sinnar að þrátt fyrir
reglulegan sparnað nægir hann ekki
til að tryggja áhyggjulaust ævikvöld.
En þangað til hringja engar viðvör-
unarbjöllur. Flest okkar byrja ekki
einu sinni að leiða hugann að lífeyri
fyrr en fólk í kringum okkur, for-
eldrar eða systkini, reynir það á eigin
skinni. Og þá er oft of seint í rassinn
gripið að hefja lífeyrissöfnun. Sama
má segja um skuldasöfnun. Engar
viðvörunarbjöllur hringja fyrr en í
óefni er komið.
Markviss fjármálalæsiskennsla er
enn sem komið er ekki hluti af náms-
efni nemenda á Íslandi. Við lærum
allt um það hvernig Snorri Sturluson
lifði og dó (sem er gott og vel) en þeg-
ar kemur að áhrifum vaxta, verð-
bólgu og verðtryggingar á líf okkar,
svo dæmi séu tekin, fá Íslendingar
falleinkunn. Segja má að undanfarið
hafi íslenska þjóðin öðlast ígildi
meiraprófs í hruntengdri þjóð-
hagfræði. Almenningur er nú sjóaður
í notkun hugtaka eins og verg lands-
framleiðsla, heildarskuldir þjóð-
arbúsins og skuldatryggingarálag.
En samt sem áður skortir grunninn.
Góðar ákvarðanatökur í fjármálum
er grundvallarfærni sem hægt er að
læra. Það er áríðandi að fólk skilji
fjármál sín til hlítar, taki upplýstar
ákvarðanir, sníði sér stakk eftir vexti
og öðlist þannig áhyggjuminna líf.
Skortur á fjármálalæsi hefur veruleg
neikvæð áhrif á, ekki bara efnahag
einstaklinga, heldur einnig á almenn
lífsgæði. Aukið fjármálalæsi skilar
sér í betri ákvarðanatöku ein-
staklinga í fjármálum og bættum lífs-
kjörum. Aukið fjármálalæsi stuðlar
að stöðugleika, sterkara fjár-
málakerfi og aukinni hagsæld. Fjár-
hagsleg velferð einstaklinga er þann-
ig beintengd efnahagslegri
framþróun þjóðarinnar.
Fjölmargar þjóðir hafa komið auga
á þetta og stuðla markvisst að því að
auka fjármálalæsi þegna sinna.
Nýsjálendingar hófust handa árið
1993, í kjölfar mikilla efnahagsþreng-
inga, við skipulagða uppfræðslu al-
mennings í fjármálalæsi. Breska fjár-
málaeftirlitið eyðir um 10 milljónum
punda á ári í sjálfbærar aðgerðir til
að bæta fjármálalæsi þegna drottn-
ingar. Í bandaríska fjármálaráðu-
neytinu hefur sérstakt embætti fjár-
málalæsis starfað síðan 2002 og í
byrjun árs 2008 var sett á laggirnar
sérstakt ráðgjafaráð forseta Banda-
ríkjanna í fjármálalæsi.
Mikilvægi eflingar fjármálalæsis á
Íslandi hefur líklega aldrei verið
meira en einmitt nú. Spyrja má hvort
skortur á fjármálalæsi hafi átt þátt í
því efnahagshruni sem orðið hefur á
Íslandi, en hitt er víst að bætt fjár-
málalæsi verður að koma til í þeirri
uppbyggingu sem framundan er.
Breki Karlsson er forstöðumaður
Stofnunar um fjármálalæsi og vinnur að
eflingu fjármálalæsis Íslendinga.
Fjármálalæsi
Mikilvægi
fjármálalæsis
Eftir því sem konan hefur meiri
menntun á giftingardeginum því
minni líkur eru á að hún skilji. Mennt-
aðar konur eru oft öruggari með
hverjar þær eru, vita hvað þær vilja
og sætta sig ekki við karl sem stend-
ur ekki undir væntingum.
Um 25 ára aldur eru flestir búnir
að mennta sig, á þeim aldri eru flestir
líka farnir að sjá fyrir sjálfum sér og
því eru minni líkur á að konan flýti
sér í hjónaband til að öðlast fjárhags-
legt öryggi. Fjárhagsvandræði hjóna
eru ein helsta ástæða skilnaðar.
Um 25 ára aldur hafa flestir upp-
lifað ýmislegt yfir ævina og eru með
meiri lífsreynslu. Hafa t.d. eitt til tvö
sambönd sem hafa ekki gengið upp í
reynslubankanum og vita því að
hverju þeir leita í næsta maka og
hafa betri mynd af því hvað þeir vilja.
Sambönd
Reuters
Gifting Ætli þessu séu orðin 25 ára?
Besti giftingar-
aldurinn
ódýrt og gott
Passionata
pizza,
margherita
, 300 g
166kr.pk.