Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 4
Eldgosið í Eyjafjallajökli4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillu. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Sértilboð á Aguamarina Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 8 nátta Hvítasunnuferð til Costa del Sol í vor. Í boði er frábært sértilboð, með eða án fæðis á Aguamarina íbúðahótelinu, einum allra vinsælasta gististað okkar. Ath. mjög tak- markaður fjöldi herbergja í boði á þessum kjörum. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Costa del Sol á ótrúlegum kjörum. Verð kr. 79.900 Netverð á mann, m.v. fjóra í íbúð með einu svefnherbergi í 8 nætur á Aparthotel Aguama- rina. Aukalega fyrir hálft fæði kr. 19.200 fyrir fullorðna og kr. 9.600 fyrir börn. Sértilboð 17. maí Verð frá 79.900 Costa del Sol Frábær Hvítasunnuferð til Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is ÆTLAÐ var að í gærkvöldi væri um þriðjungur rúmlega 300 íbúa Víkur í Mýrdal að heiman, þar er nú grátt yfir að líta af völdum öskufalls úr Eyja- fjallajökli. Strax þegar askan fór að leggjast yfir kauptúnið ákváðu margir að hverfa til vina og ætt- ingja annars staðar. „Við eigum þó von á að tals- vert af þessu fólki snúi aftur til baka strax í kvöld eða fyrramálið enda er staðan hér nú orðin allt önnur og betri en var,“ sagði Guðmundur Ingi Ingason, lögreglumaður í þjónustumiðstöð Ríkis- lögreglustjóra, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hreinsað og spúlað Talsverð svifryksmengun var í Vík í Mýrdal í gær en talsvert minna öskufall en á föstudag og laugardag. Um helgina var unnið að hreinsunar- starfi í byggðarlaginu. Á laugardaginn var unnið við að spúla gangstéttar og götur og tankbíll var notaður til rykbindingar á götum þar sem aska lá yfir. Áhersla hefur verið lögð á að hreinsa um- hverfis grunnskólann í Vík svo skólahald komist sem fyrst aftur í réttan takt, enda er miðað við að það hefjist að nýju á morgun, þriðjudag. Í gær var kapp á að koma hrossum úr Mýrdal í öruggt skjól. Talsvert stóð var flutt austur á Kirkjubæjarklaustur og í Árnessýslu. Þá hafa bændur fengið aðstoð við sauðburðinn og fólk sem vant er sveitastörfum verið kallað til. Þurfa iðnaðarmenn „Núna þegar sauðburðurinn stendur sem hæst þurfum við að koma upp gerðum við fjárhús og negla plötur á bragga. Því höfum við kallað eftir liðsinni við slíkt. Ef til dæmis iðnaðarmenn sem eru án atvinnu vilja leggja okkur lið mættu þeir hafa samband í gegnum Neyðarlínuna,“ sagði Guðmundur Ingi. Sem fyrr segir starfrækir Ríkislögreglustjóri þjónustumiðstöð í félagsheimilinu Leikskálum þar sem lögregla og Rauði krossinn eru á vaktinni, veita fólki aðstoð eins og þarf og svara spurn- ingum. Í gær voru björgunarmenn af Árborgar- svæðinu í Vík við hreinsunarstörf en í hamför- unum að undanförnu hafa fjölmargir lagt hjálparstarfi lið með ýmsu móti. Á laugardag lá þykkt öskuský yfir Víkurþorpi og skyggni ekki nema 100 til 200 metrar. Nær eld- stöðinni hvolfdist aska úr gosmekkinum yfir og á Sólheimasandinum var skyggni varla nema ein til tvær bíllengdir. Í gærkvöldi var samkvæmt lýs- ingum talsvert öskufall undir Eyjafjöllum, þá einkum frá Drangshlíð og austur að Skógum. Í Mýrdal var staðan orðin betri. Íbúar í Vík eru að snúa aftur  Þriðjungur yfirgefur Víkurþorp  Hreinsunarstarf í fullum gangi  Þurfa iðnaðarmenn  Askan hvolfdist yfir á Sólheimasandi  Tveggja stika skyggni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ryk Götur í Vík hafa verið rykbundnar, svo sem slóðinn upp að kirkjunni sem er efst í þorpinu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mökkur Gosmökkurinn úr gíg Eyjafjallajökuls nær talsverðri hæð og kvöldsólin gerir gráan mökkinn brúnan úr fjarlægð. Í forgrunni er Gígjökull þar sem hraun kemur fram ef það nær að bræða sig í gegnum íshaftið. Á föstudagskvöld sást gufa frá bræðsluvatni en um helgina virðist hafa dregið úr henni. FRAMLEIÐSLA gosefna í eld- gosinu á Eyjafjallajökli fer hægt dvínandi ef tekið er mið af síðustu sjö dögum. Gos- virknin hefur þó gengið í bylgjum og má búast við áframhaldandi sveiflum í virkni. Ekkert bendir þó til þess að gosinu sé að ljúka. Þetta segja jarðvís- indamenn Veð- urstofu Íslands og Jarðvís- indastofnunar HÍ í daglegri skýrslu um framgang gossins. Skv. veðurratsjá nær gosmökk- urinn fjögurra til fimm km hæð og stundum í allt að sex km. Gjósku- fall í gær var vestar en áður, það er einkum undir Eyjafjöllum – frá Þorvaldseyri að Skógum. Drunur frá gosinu hafa heyrst í Vest- mannaeyjum, Borgarfirði og í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu en frá eldstöðinni og þangað eru um 200 km í beinni loftlínu. Eldingar við gosstöðina hafa ekki sést síð- asta sólarhringinn. sbs@mbl.is Gosvirknin gengur í bylgjum Drunur í Vatnsdal Gosmökkurinn. Veðurstofan ger- ir ráð fyrir ösku- falli suður af eld- stöðinni í Eyja- fjallajökli. Þar er átt við svæðið undir undir Eyjafjöllum, það er frá Hvammi og austur að Skógum. Á miðviku- og fimmtudag má búast við öskufalli fyrir austan eldstöðina og mun ask- an berast austur á Síðu og í Skaft- ártungur en í hve miklum mæli mun þó ráðast af vindstyrk og krafti gossins. Samkvæmt ösku- fallsspá Metoffice fyrir háloftin breiðir askan enn úr sér á Norður- Atlantshafi undir 20 þúsund feta flughæð og nær einnig ofar í há- loftin, allt að 35 þúsund fetum. Flug á Suður-Grænlandi hefur einnig legið niðri. sbs@mbl.is Áfram spáð öskufalli á Suðurlandi Hreinsun í Vík. ICELANDAIR áformar nú í morgunsárið að fljúga fjór- ar ferðir frá Akureyri til Glasgow. Flugvöllurinn þar er líkt og undanfarna daga tengipunktur í flugi félagsins yf- ir Atlantshafið, á meðan flugsamgöngur eru úr lagi vegna ösku frá Eyjafjallajökli. Breytingarnar ná til alls flugs Icelandair í dag, en stefnt er að því að flug til Boston und- ir kvöld verði frá Keflavíkurflugvelli. Miðað við spár er nú gert ráð fyrir að flug verði komið á áætlun á þriðjudag. „Við höfðum aldrei gert áætlanir með tilliti til þess að flug raskaðist vegna öskufalls og ekki yrði fært til og frá landinu nema með flugi milli Akureyrar og Glasgow. Að þetta hafi tekist er í raun mikill sigur,“ segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Iceland Express flýgur einnig frá Akureyri í dag. Vél- arnar til London og Kaupmannahafnar fara um og eftir hádegi og Berlínarvélin í kvöld. Vegna öskufalls hefur orðið að breyta áætlun og leið- um flugvéla sem fara yfir Atlantshaf. Óvenjulega margar flugvélar hafa farið um íslenska flugstjórnarsvæðið og miðað við tölur frá í gærmorgun fóru sólarhringinn þar á undan alls 758 flugvélar um svæðið. Það er langt yfir þeim tölum sem sést hafa en hjá Isavia, sem áður hét Flugstoðir, þótti líklegt að metið myndi ekki standa lengi. Vegna þessa var álag í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykja- vík og hvert borð skipað. sbs@mbl.is Áfram verður flogið um Akureyri og Glasgow  Öll umferðarmet slegin á íslenska flugstjórnarsvæðinu Morgunblaðið/Skapti Flug Farþegar að heiman og heim fara um Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.