Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 allar upplýsingar á www.operubio.is NÚ ER HÆGT AÐ KAUPA ÓPERUPASSA, ódýrara miðaverð og númeruð sæti miðasala í Sambíóunum Kringlunni opnar kl. 17.00 NÆSTA TÍMABIL HEFST Í OKTÓBER... KYNNIÐ YKKUR MÁLIÐ Á WWW.OPERUBIO.IS SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS FYRRI MYNDIN GERÐI ALLT VITLAUST OG ÞESSI ER ENN BETRI! Ath. það er sérstakt leyniatriði á eftir creditlistanum í lok myndarinnar. LLAÐIR 2010 OG VÖKNUÐU UPP ÁRIÐ 1986 Stærsta opnun á Íslandi árið 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Frábær ný teiknimynd fyrir alla fjölskylduna IRON MAN 2 kl. 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8 - 10:30 14 IRON MAN 2 kl. 8 - 10:30 12 KICK-ASS kl. 8 - 10:10 14 IRON MAN 2 kl. 8 - 10:30 12 SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 8 12 DATE NIGHT kl. 10:10 10 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Signý Kolbeinsdóttir hönnuður 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. Prentun frá A til Ö. Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Eftir Hólmfríði Gísladóttur holmfridur@mbl.is ÞAÐ er varla til það mannsbarn sem ekki þekkir bræðurna knáu Mario og Luigi. Mario birtist fyrst í leiknum Donkey Kong árið 1981, en tveimur árum seinna kom Luigi til sögunnar í fyrsta leiknum sem var titlaður eftir þeim bræðrum; spila- kassaleiknum Mario Bros. Síðan þá hafa pípararnir tveir birst í yfir 200 leikjum, ýmist sem aðal- eða auka- persónur, oftar en ekki að berjast við alls konar furðuverur til að bjarga Ferskju prinsessu frá ill- virkjanum Bowser. Themushroomkingdom.net er fjársjóður fyrir aðdáendur þeirra bræðra. Þar má finna upplýsingar um allt mögulegt og ómögulegt sem viðkemur tvíeykinu, m.a. hafsjó fróðleiks um Mario leikina, sérstaklega þá sem við þekkjum best hér á vesturlöndum og hægt var að spila á NES kerfinu, Super NES, Nintendo 64 og Wii. Á síðunni er til dæmis farið í gerð leikjanna, hugmyndavinnuna á bak við þá, forsögu hinna og þessara persóna og svo hvernig leikirnir sjálfir spi- last. Þarna má finna yfirlitsmyndir af borðum og heimum, samanburð á vestrænu og asísku útgáfunum, leiðbeiningar, alfræðiorðabók fyrir hvern leik, hreyfimyndir af per- sónum, hljóðbrot og tæmandi lista yfir öll svindl, falda möguleika og leyndarmál; til dæmis hvernig má svindla sér á milli heima í Super Mario Bros, yfirlit yfir samstæð- urnar í gangandi spaðanum í Super Mario Bros 3 og hvernig má stela sér auka hraða í Mario Kart Wii. Alltof mikið að skoða Einn skemmtilegasti hluti vefsíð- unnar er alfræðiorðabókin Mar- iopedia. Þar má fletta upp öllu sem viðkemur veröld Mario; persónum, hlutum og óvinum. Ef maður skoð- ar til dæmis Hammer Bro., sér mað- ur að það er alltaf skjaldbaka sem kastar hömrum, en eiginleikar þeirra eru mismunandi eftir leikj- um, til dæmis hversu mörg stig fást fyrir að drepa þær, og svo fylgja myndir sem sýna hvernig Hammer Bro. lítur út í hverjum leik. Themushroomkingdom.net er uppfærð nokkuð reglulega og ekk- ert gerist í heimi Mario án þess að fjallað sé um það á síðunni. Nýjustu fréttir eru til dæmis af Super Mario Galaxy 2 sem á að koma út núna í maí og hægt er að nálgast stillur úr leiknum á síðunni. Á henni má einn- ig komast í samband við aðra Mar- io-nörda í gegnum blogg og spjall. Eini ókostur síðunnar er að það er einfaldlega alltof mikið að skoða, það er ekki ráðlegt að kíkja í heim- sókn nema maður hafi nægan tíma. En sannir aðdáendur Mario og fé- laga mega ekki láta themushroom- kingdom.net framhjá sér fara! Draumur allra Mario aðdáenda Mario Margir þekkja bræðurna knáu Mario og Luigi. VEFSÍÐA VIKUNNAR: www.themushroomkingdom.net» SPÆNSKIR dagar voru haldnir á Blómatorginu í Kringlunni um helgina. Þar var kynnt það helsta sem í boði er í spænskri ferðamennsku, auk þess sem spænsk menning, tónlist og flamenco-dans var áberandi. Nemendur í gítarleik við Tónlistarskóla Húsavíkur fluttu spænska tón- list og sýndur var dans undir harmónikkutónum. Það var ferðamálaráð Spánar sem stóð fyrir kynningunni. Morgunblaðið/Heiddi Kringlan Nemendur í gítarleik við Tónlistarskóla Húsavíkur fluttu tónlist. Fjör Sýndur var dans undir harmónikkutónum. Einbeiting Gítarleikari flytur spænska tónlist. Spænskir dagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.