Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 23
Menning 23 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í Galleríi Fold við Rauð- arárstíg í dag, mánudaginn 10. maí, kl. 18.15 Boðin verða upp nokkur verk eftir Jóhannes S. Kjarval, gamalt málverk af bátum eftir Svavar Guðnason. Auk þess verða verk eftir marga af helstu myndlistarmönnum Ís- lands boðin upp þar á meðal Alfreð Flóka, Jón Stefánsson og Valtý Pétursson. Á uppboðinu eru ennfremur verk eftir ýmsa yngri höfunda, s.s. Húbert Nóa, Gunnellu, Georg Guðna og Tolla. Uppboðsskráin er á heimasíðu Gallerís Foldar, www.myndlist.is. Allir velkomnir á uppboðið. Myndlist Kjarval á listmuna- uppboði í dag Jóhannes S. Kjarval Í DAG, mánudaginn 10. maí, eru liðin 70 ár frá því að bresk- ur her steig á land í Reykjavík. Með hernáminu dróst Ísland inn í hringiðu heimsviðburða og gífurlegar breytingar áttu sér stað á landinu. Að því tilefni stendur Minja- safn Reykjavíkur nú fyrir sýn- ingu í Fógetastofum, Að- alstræti 10, sem unnin er í samvinnu við námsleið í hag- nýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Kvikmyndasafn Íslands. Á sýningunni er varpað ljósi á hernám Breta og komu Bandaríkjamanna en einnig bandarískt herbúðalíf og íslenskt sam- félag séð frá sjónarhorni hermanna. Saga Sýning um hernám- ið í Fógetastofum Samuel Kadorian, herljósmyndari. LISTAHÁTÍÐIN List án landamæra stendur nú yfir. Í kvöld stendur Átak, félag fólks með þroskahömlun, fyrir Trúbadora- og þjóðlagakvöldi á Café Rósenberg. Þar verður boðið upp á tón- listardagskrá auk ýmissa uppákoma, en meðal flytjenda verða Magnús H. Sigurðsson, Myrra Rós, dúettinn Pikknikk sem skipaður er þeim Sigríði Eyþórsdóttur og Þorsteini Einarssyni, Ólafur Lárusson, Pétur Ben og Magnús Korntop. Kynnir verður Aileen Svensdóttir, formaður Átaks. Trúbadora- og þjóðlagakvöldið hefst kl. 20 á Café Rósenberg við Klapparstíg. Tónlist Trúbadora- og þjóðlagakvöld Pétur Ben kemur fram. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is KRISTÍN Steinsdóttir er nýr formaður Rithöf- undasambands Íslands. Hún er önnur konan sem gegnir því embætti. Sú fyrsta var Ingibjörg Har- aldsdóttir sem var kosin heiðursfélagi á síðasta aðalfundi. „Það var lagt að mér úr ýmsum áttum að bjóða mig fram,“ segir Kristín sem sat í stjórn sambandsins í átta ár. „Þetta er tæplega fjögur hundruð manna félag, ríflega einn þriðji fé- lagsmanna eru konur og þeim er alltaf að fjölga. Frá því að sambandið var stofnað í núverandi mynd árið 1974 hafði ein kona verið formaður og sjö karlar. Spurningin sem ég stóð andspænis var: Á áttundi karlmaðurinn að taka við for- mennsku eða önnur konan? Bæði konur og karl- ar, ekki síður karlar, hvöttu mig til dáða. Sem nýr formaður er ég ekki með töfrasprota en ég ætla að reyna að koma málum áfram eftir því sem ég get.“ Sorgleg rússíbanareið Spurð um helstu áherslumál segir Kristín: „Þetta er eilíft stríð. Töluverður hávaði varð í vet- ur þegar veitt var úr Launasjóði rithöfunda af því þar eru ekki nógir peningar, margir sækja um laun. Það er sárt til þess að vita að aðeins af- markaður hópur fær úthlutun. Þetta er eitt af því sem þarf stöðugt að vinna í og það er hægt á ýmsa vegu. Ég vil þó að komi skýrt fram að þeir sem sitja í stjórn sambandsins koma ekki á neinn hátt að úthlutun úr Launasjóði. Þess misskilnings gætir allt of oft. Svo er það rússíbanareiðin með verðlag á ís- lenskum bókum. Hún er verulega sorgleg. Nýju bækurnar koma út á haustin og nokkrum dögum seinna eru þær seldar með gríðarlegum afslætti. Þetta er engan veginn gott. Ég veit ekki hvort mér tekst það, en ég myndi vilja beita mér fyrir því að til verði fastgengi á bókum.“ Kristín segist hafa ákveðnar áhyggjur af stöðu bókagagnrýni í fjölmiðlum. „Síðustu ár hefur margt breyst í sambandi við gagnrýni og það er erfiðara en áður að fá umfjöllun. Reyndar er skrif- að töluvert um bækur á netinu en margir lesa þau skrif ekki heldur bíða eftir gagnrýni í gömlu miðl- unum. Þar fá hins vegar ekki nærri allar bækur umfjöllun, og þær sem komast ekki á blað vilja týnast. Ég er líka ósátt við stjörnugjöf í dómum. Gagnrýnendur eru sem betur fer misjafnir og sumir mjög vandvirkir en oft er stjörnugjöfin það sem eftir stendur í hugum manna þegar þeir leita að bók. Oft er líka hróplegt ósamræmi á milli stjörnugjafarinnar og þess sem stendur í umfjöll- uninni. Engu líkara en gagnrýnandinn hafi misst niður úr stjörnubauknum eða verið orðinn uppi- skroppa með stjörnur. Samt voru hauskúpurnar enn verri. Þær voru hámark ósvífninnar.“ Dramatísk saga Kristín hefur skrifað fjölda bóka, einkum fyrir börn og unglinga, en einnig bækur fyrir full- orðna. Bók hennar Á eigin vegum var að koma út í Þýskalandi og Finnlandi og hefur áður kom- ið út í Svíþjóð. Von er á nýrri bók eftir Kristínu fyrir jól: „Ég er að skrifa þriðju skáldsögu mína fyrir fullorðna, sem kemur út hjá Vöku Helga- felli. Ég er búin að vera lengi að skrifa hana og safna að mér heimildum. Þetta er saga glæsi- legrar konu sem á lífið fyrir sér en hún er uppi á þeim tíma þegar ekki eru til lyf við sjúkdómnum sem hrjáir hana. Ég vil ekki segja of mikið en get lofað nokkuð dramatískri sögu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín Steinsdóttir barnabókahöfundur „Sem nýr formaður er ég ekki með töfrasprota en ég ætla að reyna að koma málum áfram eftir því sem ég get.“ Þetta er eilíft stríð  Nýr formaður Rithöf- undasambandsins  Kristín Steinsdóttir er önnur konan í því starfi  Hefur áhyggjur af stöðu bókagagnrýni Kristín Steinsdóttir fæddist á Seyðisfirði 11. mars 1946. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri hóf hún nám við Kennaraskóla Íslands og útskrifaðist sem kennari 1968. Hún sneri sér alfarið að rit- störfum árið 1988. Kristín sat í stjórn Rithöfundasambands Ís- lands frá 1993 – 2001. Hún var formaður stjórnar Samtaka íslenskra barna- og ung- lingabókahöfunda 1999 – 2003. Kristín hefur einkum skrifað bækur fyrir börn og unglinga og þýtt barnabækur úr þýsku. Hún hefur einn- ig samið leikrit, bæði fyrir svið og útvarp, í samstarfi við systur sína, Iðunni Steinsdóttur rithöfund, og sent frá sér tvær skáldsögur fyrir fullorðna. Hún hefur einnig skrifað kvik- myndahandrit með styrk úr Kvikmyndasjóði. Kristín hefur hlotið margskonar verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín. Fyrsta bók hennar, Franskbrauð með sultu, sem út kom 1987 hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin sama ár. Engill í vesturbænum, sem kom út 2002, er margverðlaunuð, hún hlaut meðal annars Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur 2003 og Norrænu barna- bókaverðlaunin sama ár og 2007 hlaut hún viðurkenningu úr Rithöfundasjóði Rík- isútvarpsins. Margverðlaunuð Ekki bara einn, heldurtveir einleikskonsertarvoru frumfluttir á tón-leikum Caput í Lista- safni Íslands á miðvikudags- kvöldið. Annar konsertinn var eftir Snorra Sigfús Birgisson, sem jafnframt stjórnaði hljóm- sveitinni. Konsertinn var fyrir kammersveit og kontrabassa, ekki beint hljóðfæri sem býður upp á mikil tilþrif. Það er til marks um snilligáfu einleikarans, Hávarðs Tryggvasonar, að manni leiddist ekki eitt augnablik. Frábært tón- verk getur nefnilega verið skelfi- lega leiðinlegt ef það er illa flutt. Og tónverkið var einmitt frá- bært. Það einkenndist af hárfínni dulúð, tónskáldið gaf meiningu sína í skyn fremur en að troða henni ofan í mann. Kaflarnir voru tólf, allir stuttir og þeir síðustu runnu saman, mynduðu ójarð- neska birtu litfagurra tóna. Ég sat aftast í salnum, en heyrði samt ágætlega í kontrabassanum. Rödd hljóðfærisins myndaði skemmtilegt mótvægi við hóf- stilltan leik hljómsveitarinnar, skapaði athyglisverðar andstæður sem erfitt er að lýsa með orðum. En stemningin var mögnuð og eftirminnileg. Óneitanlega glæsi- legt verk! Hinn konsertinn var eftir Hauk Tómasson og var fyrir píanó og kammersveit. Hann ber titilinn Allt hefur breyst. Ekkert hefur breyst. Væntanlega er það til- vísun í hrunið og eftirmála þess. Ég varð ekkert sérstaklega var við akkúrat ÞAÐ í verkinu, fyrst og fremst var það heillandi skáld- skapur, leikur að rytma og blæ- brigðum, ísköldum hljómum og sjóðandi bassahendingum. Vík- ingur Heiðar Ólafsson lék einleik- inn og gerði það af glæsi- mennsku, miklum krafti en spilaði jafnframt skýrt og með fallegum tóni. Útkoman var sérlega ánægjuleg. Ný stutt tónsmíð eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Hrím, var einnig frumflutt á tónleikunum. Hún er, eins og margt annað eftir tón- skáldið, myndræn og grípandi, og gæti sómt sér prýðilega sem kvik- myndatónlist. Stemningin var fal- leg en kuldaleg, full af sársauka en líka undarlegri hlýju eins mót- sagnakennt og það hljómar. Flottir tónleikar! Ójarð- nesk lit- fegurð Kammertónleikar bbbbn Listasafn Íslands Verk eftir Hauk Tómasson, Snorra S. Birgisson og Önnu Þorvaldsdóttur. Einleikarar: Hávarður Tryggvason og Víkingur Heiðar Ólafsson. Stjórnandi: Snorri S. Sigfússon. 5. maí. Jónas Sen TÓNLIST Það er varla til það mannsbarn sem ekki þekkir bræðurna knáu Mario og Luigi 29 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.