Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 10 Daglegt líf Í HNOTSKURN »Yfir tréverkið fer fiber-glass-dúkur, síðan tveggja þátta glær epoxí-vatnsvörn sem gerir það að verkum að viðarútlitið heldur sér. Að síð- ustu er kajakinn heilspraut- aður með glæru póliúrit- anlakki. »Aðalviðurinn í kajaknum erdark red merandi en sá ljósari heitir ramin. »Kajakinn er 5,20 m á lengdog þeir gerast ekki miklu lengri en það. Auk þess rúmaði bílskúrinn ekki lengri kajak. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Það hefur lengi veriðdraumur að eignast kajak,auk þess sem mig vantaðitómstundagaman í bíl- skúrinn. Ég hef þó aldrei siglt en ákvað að fara þessa leið, smíða kaj- ak fyrst, sigla svo,“ sagði Þórarinn Sveinn Jónasson smiður sem dund- ar við að smíða kajaka í skúrnum hjá sér, einn handa sér og einn handa konunni. Það er ljóst á vinnubrögðum Þórarins að það er mikil þolinmæðisvinna að setja saman kajak. Viðinn hefur hann sagað nið- ur í þunna lista sem límast hver of- an á annan og eru klemmdir saman með þvingum. Þótt ekki taki nema 15 mínútur fyrir trélímið að þorna tekur um klukkustund að bæta ein- um lista ofan á beggja vegna grind- arinnar því um leið þarf að forma kajakinn. „Ég þurfti að byrja á því að búa til grindina sem kajakinn er byggður utan um. Undir lokin tek ég síðan grindina úr og eftir stend- ur holaður kajakinn. Grindina nota ég svo innan í hinn kajakinn þannig að það tekur mun skemmri tíma að smíða hann,“ sagði Þórarinn í sam- tali við blaðamann. Hann áætlar að klára þann fyrri í júní eða júlí og taka í framhaldi til við næsta, sem eiginkonan ætlar að sigla í. Blaða- manni heyrist börnin á heimilinu ekki síður spennt fyrir kaj- aksiglingu þannig að það er aldrei að vita nema kajakarnir verði fleiri. Þórarinn gefur lítið út á það. Meiri vinna en skemmtileg Það hefði sennilega reynst auð- veldara að verða sér úti um plast- kajak og drífa sig á námskeið en auk þess að láta gamlan draum rætast er Þórarinn að nýta smíða- þekkingu sína í verkið, en hann er húsasmiður að mennt og hefur unnið við smíðar í áratugi. Nú rek- ur hann fyrirtækið Þ.J. verk og vinnur við uppsetningu innréttinga og innihurða. „Ég er vanur svona fínvinnu og það er gaman að geta látið gamlan draum rætast með Lætur gamlan draum rætast: smíðar kajak fyrst, siglir svo Þórarinn Sveinn Jónasson húsasmiður nýtir smíðaþekkingu sína og dundar við að smíða tvo sjókajaka heima í skúr, einn handa sér og einn handa konunni. Hann hefur þó aldrei siglt kajak en þau hjónin stefna á að fara á kajakanámskeið í sumar áður en smíðin verður sett á flot og siglt meðfram suðurströndinni. Í skúrnum Tómstundagamanið í bílskúrnum er gamall draumur að rætast. Afmæliskveðjur hafa ævinlega glatt afmælisbörn á öllum aldri. Sumir mæta í eigin persónu og færa afmæl- isbarninu blóm eða gjöf í tilefni dags- ins. En þar sem margur nútímamað- urinn er þjakaður af tímaleysi láta flestir duga að hringja eða senda smáskilaboð í síma. Þeir sem tilheyra samfélagi því sem kennt er við Fés- bók skrifa hamingjuóskir á síðu þess sem fagnar fæðingardegi sínum. Fyrir þá sem langar til að sprella aðeins meira er um að gera að nýta sér ofangreinda vefsíðu til að senda rafrænt afmæliskort sem inniheldur afmælissöng. Hægt er að láta nafn afmælisbarnsins koma fyrir í söngn- um til að gera það persónulegra. Einnig er hægt að velja tegund tón- listar í söngnum, það getur verið rokk, salsa, rapp, kántrí, blús, heimskulegt, fyndið og jafnvel drykkjusöngur. Ótal útgáfur eru í boði af þeirri lif- andi eða kyrru mynd sem skreytir kortið á meðan söngurinn fer fram, allt frá gömlum karli í súludansi til fljúgandi álfameyjar, belju sem spilar á píanó, fagnandi geimveru, rímaðs gríns, svarthvítra Bítla, ástfangins pars í bleikri tangósveiflu og svo mætti lengi telja. Vefsíðan: www.happybirthdaytoyou.com AP Afmæli Sumir sleppa fuglum lausum til að fagna afmælum, aðrir senda kort. Syngjandi afmæliskort Hátíðin List án landamæra stendur nú sem hæst og um að gera að sækja sem flesta atburði, þeir eru bæði fjöl- breyttir og skemmtilegir. Í kvöld verður Trúbadora- og þjóð- lagakvöld í boði Átaks, félags fólks með þroskahömlun, á Café Rósen- berg, Klapparstíg, kl. 20:00. Þar koma fram Magnús H. Sigurðs- son, Myrra Rós, Ólafur Lárusson, Pét- ur Ben og Magnús Korntop. Einnig mun dúettinn Pikknikk stíga á stokk en hann skipa þau Sigríður Eyþórs- dóttir og Þorsteinn Einarsson. Ýmsar uppákomur verða á milli at- riða. Frítt inn. Endilega... ...farið á tón- leika í kvöld Morgunblaðið/Ásdís Pikknikk Þorsteinn og Sigríður eru meðal þeirra sem koma fram í kvöld. Góð heilsa er forsenda fyrir velferðhesta og því hrossahaldi sem hér hefurtíðkast. Við höfum getað treyst því að reiðskjótinn standi ávallt tilbúinn til notkunar þegar okkur hentar. Landfræðileg einangrun, bann við innflutningi á hrossum, notuðum reiðverum og krafa um hreinsun á reiðfatnaði sem notaður hefur verið erlendis, hefur sem betur fer leitt til þess að sjaldgjæft er að smitsjúkdómar berist til landsins. Á móti kemur að hrossastofninn er afar móttækileg- ur fyrir sýkingum og hrossafjöldinn og þétt- leikinn gefa jafnvel vægum sýkingum færi á að magnast upp. Hestamenn hafa nú verið minntir á hversu alvarlegt er að fá smitsjúkdóm í hrossastofn- inn en smitandi hósti fer nú sem faraldur um landið. Veikindin setja áform margra hesta- manna úr skorðum og hafa raskað allri hesta- tengdri starfsemi í landinu. Meðal annars hafa þau áhrif á þátttöku í keppnum og sýn- ingum í aðdraganda Landsmóts hestamanna. Allt bendir til að um væga veirusýkingu sé að ræða sem ekki er til meðhöndlun við. Hins vegar getur reynst nauðsynlegt að meðhöndla bakteríusýkingar sem oft fylgja í kjölfarið og er eigendum bent á að leita til dýralækna vegna þess. Nauðsynlegt hefur reynst að hætta tafar- laust þjálfun þeirra hrossa sem hósta eða bera önnur sjúkdómseinkenni í öndunarfær- um og gefa þeim góðan tíma til að jafna sig eftir að einkennin eru horfin. Það flýtir fyrir bata og minnkar líkur á alvarlegum eftir- köstum. Þetta þýðir að starfsemi tamninga- stöðva liggur að mestu niðri á meðan veikin gengur yfir. Hestamenn hafa einnig verið hvattir til að halda sýningum og öðru móta- haldi í lágmarki. Loftgæði í hesthúsum og annar aðbúnaður virðist skipta miklu máli um hversu alvarlega hrossin sýkjast. Hlýnandi veður gefur nú færi á að auka mjög útivist hrossa og minnka þannig smitálagið. Samtímis er gott að hreinsa hesthúsin vel. Nú ætti að vera óhætt að setja hross sem verið hafa á húsi út, ef veður er skaplegt og gefa þeim í rúmgóðum girðingum. Þó er varað við að sleppa sýktum hrossum eða veikum saman við útigangshross sem ekki hafa smitast og alls ekki má setja þau saman við fylfullar eða nýkastaðar hryss- ur. Þeir sem enn eiga ósmituð hross eru hvattir til að verja þau fram á sumarið í von um að þau sleppi við veikindi. Allt bendir til að veikin verði að miklu leyti gengin yfir um mánaðarmótin júní – júlí þeg- ar Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Dr. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossa- sjúkdóma hjá Matvælastofnun. Heilbrigði og velferð dýra Hestar fá líka kvef Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestakvef Þeir sem enn eiga ósmituð hross eru hvattir til að verja þau fram á sumarið. Sjá www.mast.is.  Tölvur og sjónvarp – getur verið of örvandi fyrir heilann til að hjálpa þér að slaka á.  Bækur – að lesa fyrir svefninn er ekki alltaf vandamál en ef það hjálpar þér ekki að sofna ættir þú að hætta því.  Vinna seint á kvöldin – krefst of mikillar einbeitingar og getur æst þig upp og pirrað.  Sterkur matur eða stórar máltíðir – hækkar líkamshitann og erfitt er að melta.  Áfengi – áfengisdrykkja rænir þig djúpum svefni.  Vaka fram eftir og sofa lengur – að breyta svefnvenjum ruglar líkams- taktinn. Heilsa Morgunblaðið/Ásdís Svefn Góður svefn er gulls ígildi. Ekki gera þetta fyrir svefninn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.