Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 18
18 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
✝
Elskuleg eiginkona mín og systir okkar,
HREFNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést á dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík sunnu-
daginn 2. maí.
Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðviku-
daginn 12. maí kl. 13.00.
Guðbrandur Eiríksson,
systkini hinnar látnu
og aðrir vandamenn.
Allar minningar á einum stað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
R
48
70
7
01
/1
0
–– Meira fyrir lesendur
Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar
Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti.
Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá
árinu 2000 og til dagsins í dag.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR HELGI FRÍMANNSSON
bankamaður,
Hagamel 37,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti fimmtu-
daginn 29. apríl.
Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 11. maí kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hins látna,
vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess.
Guðlaug Kristín Runólfsdóttir,
Frímann Ólafsson, Margrét Þórarinsdóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Karl Óskar Hjaltason,
Runólfur Ólafsson, Anna Dagný Smith,
Ólafur Haukur Ólafsson, Guðbjörg Erlendsdóttir,
Kjartan Ólafsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI ÞÓRARINSSON
frá Þykkvabæ 1,
Landbroti,
lést á heimili sínu í Svíþjóð þriðjudaginn 16. mars.
Útförin fór fram frá Västra Skävlingekirkju í Svíþjóð
föstudaginn 9. apríl.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR ÁRNADÓTTUR.
Árni H. Karlsson,
Sigurður G. Karlsson, Guðrún Svava Svavarsdóttir,
Davíð K. Karlsson, Kolbrún E. Júlínusdóttir,
Gauja S. Karlsdóttir, Björgvin Högnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Henny fæddist áBornholm í Dan-
mörku þann 25. mars
1937. Hún lést á
Landspítalanum
Hringbraut þriðju-
daginn 27. apríl 2010.
Foreldrar Hennyj-
ar voru Henrik Andr-
eas Maríus Torp Han-
sen, f. 18.1. 1893, d.
30.12 .1977 og Ellen
Flies, f. 22.1. 1897, d.
5.7. 1989.
Systkini Hennyjar
eru: Erik Torp Han-
sen, f. 20.12. 1921, d, 7.12. 1983.
Eiginkona Ida Jensen, f. 4.1. 1926.
Látin. Kaj Torp Hansen, f. 9.6.
1927. Giftur Bodil Jensen, f. 23.2.
5.12. 1973. Börn þeirra eru: Krist-
jana Rós, f. 1.10. 1996, Sóley, f. 14.3
.2001. Fyrir átti Hulda Ósk soninn
Sigurjón Ragnarsson, f. 28.2 .1993.
3) Sóley Pálmadóttir, f. 5.9. 1965.
Gift Þorbirni Helga Pálssyni, f.
5.12. 1964. Börn þeirra eru Fríða
Björg, f. 9.2. 1992 og Árni Páll, f.
11.11. 1997. Fyrir átti Sóley dótt-
urina Henný Guðmundsdóttur, f.
9.9. 1984. Henny ólst upp á Born-
holm en fluttist 1957 til Íslands. Þar
kynntist hún eiginmanni sínum
Pálma Kristjánssyni. Þau bjuggu
fyrst í Reykjavík en síðan í Birki-
laut v/Vatnsenda. Henny vann
lengst við heimilishjálp í Kópavogi.
Útför Hennyjar fer fram frá
Fossvogskirkju 10. maí 2010 og
hefst athöfnin kl. 13.
1932. Þau eru búsett í
Danmörku. Hinn 18.4.
1959 giftist Henny
Pálma Kristjánssyni,
f. 9.9. 1939, d. 25.7.
2004. Foreldrar
Pálma voru: Kristján
Sigurjónsson, f. 24.9.
1913, d. 11.5. 1975 og
Ása Eiríksdóttir, f.
26.6. 1914, d. 5.5.
1995. Börn Hennyjar
og Pálma eru: 1) Hin-
rik Tom Pálmason, f.
30.4. 1959. Kvæntur
Margréti Jakobínu
Ólafsdóttur, f. 26.2. 1948. Margrét á
5 börn af fyrra hjónabandi. 2) Krist-
ján Pálmason, f. 25.2. 1963. Kvænt-
ur Huldu Ósk Sigurðardóttur, f.
Elsku hjartans mamma mín. Ég á
svo erfitt með að trúa því að þú sért
farin frá okkur. Síðustu dagar hafa
verið mér mjög erfiðir, en ég veit að
þú og pabbi eru saman núna.
Þegar ég hugsa til æskuáranna á
Vatnsenda sem þá var langt upp í
sveit, enginn strætó, engin búð ná-
lægt, aðeins skólabíll sem keyrði okk-
ur í Digranesskóla. Þú varst oft ein
með okkur á veturna því þá vann
pabbi mikið í burtu, því þurftir þú ein
að sjá um uppeldið á okkur systkinun-
um og heimilishaldið, en alltaf varst
þú svo jákvæð, kraftmikil og einstak-
lega glaðleg, sama hvað gekk á.
Mörg jól fórum við systkinin með
þér til Danmerkur til að halda jólin
hjá ömmu og afa, það eru eftirminni-
legustu jólin mín enda var það þér svo
mikils virði að við myndum kynnast
þeim og fjölskyldu þinni. Á sumrin
ferðuðumst við líka mikið með ykkur
pabba, því þið unnuð við brúarsmíði
víðsvegar um landið. Þið treystuð
okkur þó hætturnar væru miklar en
ekki var alltaf auðvelt að vera með
þrjá krakkaorma blauta og skítuga á
meðan þú eldaðir ofan í alla karlana ,
en þú, elsku mamma, kvartaðir aldrei.
Árið 1984 eignaðist ég dótturina
Henný, hún fæddist á 45 ára afmæl-
isdaginn hans pabba og þið voruð svo
stolt af henni og nutuð þess að passa
og dekra hana, ég naut góðs af því og
er ég ykkur ævinlega þakklát fyrir
hjálpina á þeim tíma, þar sem ég var
aðeins 19 ára.
Árið 1987 slasaðist pabbi og náði
sér aldrei að fullu. Hann dvaldi lengst
af á Skógabæ síðustu sautján árin og
þú, mamma, fórst til hans á hverjum
degi og hugsaðir svo vel um hann, það
verður seint fullþakkað. Eftir að ég
flutti austur varst þú mjög dugleg að
koma til okkar. Síðastliðið haust
veiktist þú og var það okkur öllum
mjög erfitt en við stóðum saman og
þú fluttir til okkar, við reyndum að
létta þér lífið. En þú, elsku mamma,
varst alltaf svo jákvæð á þessum erf-
iða tíma. Þessi tími var okkur mjög
dýrmætur og viljum við þakka þér
fyrir þær góðu stundir sem við áttum
með þér.
Þín dóttir,
Sóley.
Elsku amma og tengdamamma.
Nú ertu farin frá okkur og þín verður
sárt saknað. Ég man þegar ég kom í
heimsókn, þá var alltaf tekið utan um
okkur og maður var alltaf velkominn.
Þú varst alltaf að hjálpa börnunum
við það að læra að prjóna eða sauma
og margt fleira og ekki gleyma, þú
kenndir þeim nokkur dansspor líka
því þú varst alltaf að dansa.
Ef mér leið eitthvað illa
tókst þú utan um mig og sagðir
þetta verður allt í lagi, að allt mundi
lagast og það gerði það. Ég vil bara
þakka þér fyrir að vera alltaf til. Þín
verður sárt saknað.
Kveðja,
Hulda Ósk, Sigurjón, Krist-
jana Rós og Sóley litla.
Elsku amma Henny mín, ég sakna
þín mjög mikið. Mér finnst erfitt að
trúa því að þú sért farin frá okkur.
Fyrstu árin mín bjó ég heima hjá ykk-
ur afa Pálma. Ég var svo heppin að
vera fyrsta barnabarn ykkar, fæðast
á afmælisdaginn hans afa Pálma og
vera nafna þín, og er mjög stolt af. Þú
kenndir mér að prjóna og nú ætla ég
að reyna að prjóna eitthvað eins og þú
baðst mig um að gera rétt áður en þú
lést.
Eftir að þú veiktist í haust og bjóst
hjá mömmu fyrir austan, þá kom ég
við hjá ykkur og við spjölluðum mikið
saman. Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, ég veit að afi Pálmi tekur
vel á móti þér.
Þín
Henný.
Elsku amma. Ég trúi því ekki
ennþá að þú sért farin frá okkur á
svona stuttum tíma. Það er ótrúlegt
að hugsa til þess að fá aldrei aftur að
hitta ömmu Henný. Allar þær stundir
sem við áttum með þér, og öll jólin
sem þú eyddir með okkur munu aldr-
ei gleymast. Þú varst alveg einstök
amma. Við áttum okkur eitt sameig-
inlegt áhugamál sem við gátum deilt
saman. Fólk skildi ekki hvað það
skipti okkur miklu máli í hvernig föt-
um við vorum en við skildum hvor
aðra, við vorum eins og vinkonur því
við gátum skipst á fötum hægri
vinstri.
Dansinn átti allan hug þinn og þau
voru nokkur kvöldin sem við eyddum
saman inni í stofu á Vatnsenda þar
sem þú kenndir mér öll danssporin
sem þú kunnir. Svo ætluðum við líka
að skella okkur á ball saman en því
miður hafðir þú ekki orku í það núna í
restina því það hefði verið frábær
upplifun að fá að dansa við þig á balli.
Mig langar að þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig. Stuðn-
ingur þinn í veikindum mínum er mér
ómetanlegur. Það var alveg sama
hversu mikið veik, þú varst þú hafðir
alltaf meiri áhyggjur af mér. Að missa
þig er mjög mikill missir fyrir mig, því
að þú varst mér rosalega kær og ég
gat alltaf talað við þig ef eitthvað var
að og þú skildir mig alltaf. Hvíldu í
friði, elsku amma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín,
Fríða Björg.
Nú þegar ég kveð elskulega mág-
konu mína til rúmlega fimmtíu ára
kemur upp í hugann hversu tíminn
sem okkur er ætlaður í þessu jarðríki
er í sjálfu sér ótrúlega stuttur. Ég
man það eins og það hefði gerzt í gær
þegar stóri bróðir minn og átrúnaðar-
goðið hann Pálmi kom með kær-
ustuna sína í fyrsta sinn heim og
kynnti hana fyrir okkur fjölskyld-
unni. Ég var átta ára gutti og að sjálf-
sögðu ein augu og eyru að fylgjast
með öllu. Ekki minnkaði nú forvitnin
þegar maður heyrði að kærastan tal-
aði framandi tungumál. Þarna var
hún komin frá Danmörku, nánar til-
tekið frá Borgundarhólmi, Henny
Torp Hansen, myndarleg ung kona
sem hafði komið til Íslands til þess að
vinna sem au-pair eins og sagt er. Þau
voru ung en það aftraði þeim ekkert
frá að stofna tiltölulega fljótt sitt eigið
heimili. Síðan komu börnin eins og
gengur. Fyrst kom lítill snáði, hann
Hinrik sem maður þreyttist seint á að
horfa á í vöggunni. Ekki leið langur
tími þar til lítil dama, hún Sóley,
stækkaði fjölskylduna og að síðustu
mætti sá yngsti, Kristján.
Henny var margt til lista lagt, vann
t.d. mikið úr basti og öðrum föndur-
vörum og kom að auki með nokkuð
nýja matarmenningu inn í fjölskyld-
una, svo sem danskt „smörrebröd“ og
margt annað nýstárlegt og gómsætt.
Alltaf var því töluvert spennandi fyrir
litla guttann að heimsækja bróður
sinn og Henny í þá gömlu góðu daga,
sérstaklega upp í Birkilaut við Vatns-
enda en þar höfðu þau keypt sér lítið
hús sem við hjálpuðumst síðan við að
stækka einhverjum árum seinna.
Mikið áfall reið yfir fjölskylduna
haustið ’87 er Pálmi slasaðist illa við
vinnu sína en hann hafði lært húsa-
smíði og vann við þá iðn alla sína tíð.
Þá komu kostir Hennýjar heldur bet-
ur fram, því hún stóð sem klettur úr
hafi og sinnti Pálma sínum af mikilli
alúð og natni öll árin sem hann lá á
sjúkrahúsi en hann lést fyrir tæpum
sex árum eftir tæplega 17 ára sjúkra-
húslegu. Henný hélt alltaf ástfóstri
við sitt föðurland, hélt sínum danska
ríkisborgararétti og fór reglulega að
heimsækja sitt fólk í Danmörku.
Við kveðjum Henny með söknuði
og þökkum henni samfylgdina. Börn-
um hennar, tengdabörnum og fjöl-
skyldum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Smári og Ólöf.
Henny Torp Kristjánsson
Fleiri minningargreinar
um Henny Torp Kristjánsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og
samúð við andlát og útför föður míns, tengdaföður
og afa,
ÞORVALDAR GARÐARS KRISTJÁNSSONAR.
Elísabet I. Þorvaldsdóttir, Heimir Freyr Hálfdanarson,
Þorvaldur Garðar og Heimir Freyr.