Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 Fyrirtæki, Poulsen, fagnaði aldar-afmæli sínu nýlega. Vef-Þjóð- viljinn minnir á að fyrirtækið komst í fréttir af undarlegu tilefni: „Það hafði sent frá sér auglýsingabækling og vökulli baráttukonu tókst að lesa hann með rétttrúnaðargleraugum. Í bæklingnum var mynd af ungri konu í hjúkr- unarkvennabún- ingi, sem gerði sig líklega til að hlúa að bifreið, en fyrirtækið sel- ur varahluti í bif- reiðar. Þessi sak- lausa mynd ærði formann félags hjúkrunarkvenna sem sagði í Morg- unblaðinu að þarna væri verið að „klámgera heila fagstétt, sem er með fjögurra ára háskólanám á bak- inu“.     Eitt er nú að „klámgera“ einhvern,sem er auðvitað mjög alvarlegur glæpur og kallar á þunga refsingu, en þegar fyrir ódæðinu verða há- menntaðar stéttir, með fjögurra ára háskólanám að baki, þá er hrylling- urinn orðinn nær óbærilegur. Svo það er ekki undarlegt þó formaður félags hjúkrunarkvenna hafi sent öllum félagsmönnum póst og beðið þær um að skrifa skammarbréf til Poulsen fyrir ódæðið.“     Og áfram segir: „Nú mætti auðvit-að láta sér nægja að hrista höf- uðið yfir þessu, en gallinn er að vit- leysa eins og þessi veður uppi. Hvað halda menn til dæmis að efsti maður vinstrigrænna í komandi borgar- stjórnarkosningum í Reykjavík, Sól- ey Bjarnfreður Tómasdóttir, segði um glæpafyrirtækið Poulsen og klámbæklinga þess um hámennt- aðar stéttir, ef hún legði sig niður við að lesa frá því hroðann? Hún sagði nú frá því á dögunum að hún hefði orðið fyrir mjög skrítinni reynslu, hún hefði nefnilega eignast son og það reyndist „ekkert hræði- legt við það að eiga strák eins og ég hélt fyrst“, eins og frambjóðandinn segir hiklaust í viðtalinu.“ Sóley Tómasdóttir Ekki hræðilegt Veður víða um heim 9.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 léttskýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 7 heiðskírt Egilsstaðir 4 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló 11 skýjað Kaupmannahöfn 9 skýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 11 skýjað Glasgow 14 léttskýjað London 10 skýjað París 17 skýjað Amsterdam 11 skýjað Hamborg 10 skýjað Berlín 16 skýjað Vín 19 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 16 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 20 heiðskírt Róm 19 léttskýjað Aþena 24 heiðskírt Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 4 alskýjað New York 10 skýjað Chicago 11 léttskýjað Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR 10. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:29 22:20 ÍSAFJÖRÐUR 4:13 22:46 SIGLUFJÖRÐUR 3:55 22:30 DJÚPIVOGUR 3:53 21:55 sinnum Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „VIÐ finnum fyrir því að það eru hlýjar tilfinningar í þjóðfélaginu þrátt fyrir erfiðleikana. Það er hug- ur í fólki og við erum þakklátar fyrir að fólk vilji áfram styrkja söfnunina okkar fyrir barnaspítalasjóðinn,“ segir Valgerður Einarsdóttir, for- maður kvenfélagsins Hringsins. Kreppan hefur ekki haft neikvæð áhrif á góðgerðarstarf Hringsins og segist Valgerður alls ekki hafa fund- ið fyrir því að fólk haldi að sér hönd- um við að styrkja gott málefni. Þvert á móti gekk mjög vel að safna í sjóð félagsins í fyrra og fyrir vikið voru styrkveitingar Hringskvenna óvenjuháar árið 2009, líkt og kom fram á aðalfundi félagsins á mið- vikudag. Alls runnu 94 milljónir kr. úr sjóð- um Hringsins til góðra málefna og í ár var það fyrst og fremst BUGL, barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, sem naut góðs af og hlaut um 50 milljónir kr. Vökudeild spítalans fékk einnig veglegan styrk, eða rúmar 37 millj- ónir kr., m.a. til kaupa á öndunar- vélum, hitaborðum og vöggum auk augnbotnamyndavélar sem er sér- staklega ætluð fyrir fyrirbura og eina slíka tækið hér á landi en það auðveldar læknum að greina hættu á sjúkdómum. Hringskonur styrktu einnig við bakið á bráðadeildinni í Fossvogi í fyrra og heldur það áfram á þessu starfsári. „Svo fórum við út í nýtt verkefni sem var að styðja tækjakaup fyrir skammtímavistanir,“ segir Valgerð- ur. „Það höfum við ekki gert áður, en til dæmis veittum við skamm- tímavistun á Akureyri 3,8 milljóna styrk til kaupa á sérstaklega hönn- uðu rúmi og grjónakerru til hvíldar fyrir börn sem eru bundin hjóla- stól.“ Aðrar skammtímavistir sem fengu styrki voru m.a. heimili fyrir fötluð börn á Móvaði í Reykjavík og skammtímavistun í Fossvogi. „Fólk leitar líka til okkar eftir styrkjum. Til dæmis kom beiðni vegna sérhæfðrar sumardvalar fyrir sykursjúk börn. Þau fara með lækn- um á Barnaspítalanum og læra í hópi barna með samskonar sjúkdóm að taka ábyrgð á lífi sínu með þess- ari veiki því það er svo margt sem þarf að taka tillit til.“ Valgerður segir þörfina stöðuga og ekkert lát á verkefnum til að styrkja. „Öll þessi sérhæfðu tæki ganga úr sér og svo koma nýjungar sem fylgja þarf eftir. Það er auðvit- að stefna Landspítalans að bjóða sjúklingum sínum það besta en þessi tæki eru dýr og eins og við vitum er verið að spara á spítalanum og þá er gott að geta leitað eftir styrkjum.“ Fólk alltaf tilbúið að styðja góð málefni  Kreppan hefur ekki haft slæm áhrif á góðgerðarstarf Hringsins  „Það eru hlýjar tilfinningar í þjóðfélaginu þrátt fyrir erfiðleikana“ Morgunblaðið/Jakob Fannar Á staðnum Valgerður Einarsdóttir, formaður kvenfélagsins Hringsins, á leikstofu Barnaspítalans. Um 330 konur standa að baki hinu öfluga starfi kvenfélags- ins Hringsins. Fjáröflun þeirra stendur yfir allt árið en helstu fjáröflunarleiðirnar eru minn- ingarkort, söfnunarbaukar, jólakaffi, happdrætti, jólakort og jólabasar. Auk þess er Veit- ingastofa Hringsins á Barna- spítalanum. Safnað fyrrir börn Jólabasar kvenfélagsins Hringsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.