Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Í FYRIRTÆKJAVIÐSKIPTUM
H
a
u
ku
r
0
4
.1
0
Guðni Halldórsson
viðskiptalögfræðingur,
gudni@kontakt.is
Arnór H. Arnórsson
rekstrarhagfræðingur,
arnor@kontakt.is
Brynhildur Bergþórsdóttir
rekstrarhagfræðingur,
lögg. verðbr.- og fasteignasali,
brynhildur@kontakt.is
Gunnar Svavarsson
viðskiptafræðingur,
gunnar@kontakt.is
Jens Ingólfsson
rekstrarhagfræðingur,
jens@kontakt.is
Sigurður A.
Þóroddsson hdl.
sigurdur@kontakt.is
Leit að heppilegum fyrirtækjum eða kaupendum.
Verðmat fyrirtækja.
Viðræðu- og samningaferli.
Gerð kaupsamninga og tengdra samninga.
Fjármögnun fyrirtækjaviðskipta.
Við teljum að eftirfarandi fyrirtæki geti
verið fáanleg:
•
•
•
•
•
Forgangslisti er nýjung fyrir kaupendur og fjárfesta.
Skráning á www.kontakt.is
SÉRFRÆÐINGAR
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að meðalstóru iðnfyrirtæki. Ársvelta 360
mkr. EBITDA 60 mkr.
• Verslun með heilsuvörur í góðum rekstri. Eigin innflutningur.
• Helmingshlutur í stóru og arðbæru iðnfyrirtæki með langtímasamninga.
Viðkomandi þarf að leggja fram 100 mkr. og getur fengið starf sem
fjármálastjóri.
• Rótgróið verslunarfyrirtæki með eigin framleiðslu í Kína á alþjóðlegu vörumerki
óskar eftir meðeiganda-fjárfesti til að auka framleiðslu og sölu erlendis.
• Heildverslun með ráðandi stöðu á sérhæfðu sviði. Ársvelta 270 mkr. EBITDA
34 mkr. Góð tækifæri til vaxtar.
• Rótgróið fyrirtæki í innflutningi og framleiðslu óskar eftir meðfjárfesti til næstu
ára. Nánari upplýsingar á www.kontakt.is
• Fjárfestar óskast að vænlegum fyrirtækjum til að ljúka afskriftarferlum við
bankana.
• Rótgróið ræstingafyrirtæki með góða samninga. Ársvelta 100 mkr.
• Innflutningsfyrirtæki á matvöru með eigin verslun. Ársvelta 80 mkr.
• Notað & Nýtt. Verslun með notaðar og nýjar vörur. Auðveld kaup.
Dagskrá fundarins er
1. Sk‡rsla stjórnar
2. Ger› grein fyrir ársreikningi
3. Tryggingafræ›ileg úttekt
4. Nýjar reiknitöflur
5. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur 2010
Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar,
eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn.
Stjórn Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda
Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur
haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›,
fimmtudaginn 20. maí 2010 og hefst kl. 16.30.
Reykjavík 19. 04. 2010
HRAFN Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka líf-
eyrissjóða, segir að það hafi verið
skilyrði í áratugi af hálfu lífeyr-
issjóðanna að til
þess að réttur
stofnist til ör-
orkulífeyris,
þurfi sjóðfélagar
að hafa orðið
fyrir tekjutapi
vegna örorkunn-
ar. Í lífeyr-
isjóðalögunum
frá árinu 1997
segi að sjóðfélagi
eigi rétt á örorkulífeyri ef hann
verður fyrir orkutapi sem metið er
50% eða meira, hefur greitt í lífeyr-
issjóð í a.m.k. tvö ár og orðið fyrir
tekjuskerðingu af völdum orku-
tapsins.
Áttu frumkvæði að viðræðum
Haft var eftir Stefáni Ólafssyni,
formanni stjórnar Tryggingastofn-
unar ríkisins, í liðinni viku, að líf-
eyrissjóðirnir hafi sett sér reglur
fyrir tveimur árum um að bæta ör-
yrkjum ekki meira en það sem þeir
hafa í heildartekjur rétt áður en
þeir urðu öryrkjar. Sagði Stefán
það „galið“ að lífeyrir sé tekju-
tengdur á móti almannatrygg-
ingum.
Hrafn tekur ekki undir þetta og
minnir á að bætur frá lífeyris-
sjóðum geta haft í för með sér um-
talsvert lægri bætur frá TR. Að
sögn hans áttu Landssamtök lífeyr-
issjóða frumkvæði að viðræðum við
fulltrúa TR á sínum tíma, þ.á m. við
Stefán Ólafsson, um að draga úr
gagnkvæmum skerðingum bóta al-
mannatrygginga og örorkulífeyris
lífeyrissjóðanna. „Þessar viðræður
voru komnar nokkuð vel á veg í
september 2008, en vegna gjör-
breyttra aðstæðna í fjármálum hins
opinbera hefur því miður reynst
nauðsynlegt að leggja málið til hlið-
ar í bili,“ segir Hrafn.
Farið inn á nýjar brautir
Að mati hans eru reglur sem nú
gilda um tekjutengingar á bótum
almannatrygginga ósanngjarnar.
„Með því að skerða grunnlífeyri
vegna ellilífeyris frá lífeyrissjóð-
unum hefur verið farið inn á nýjar
brautir varðandi samspil almanna-
trygginga og lífeyrissjóða. Fram til
þessa hefur tekjutrygging lækkað
umtalsvert vegna lífeyrissjóðstekna
og hafa lífeyrissjóðirnir og þau
hagsmunasamtök sem að þeim
standa varað eindregið við óhóflegri
skerðingu á tekjutryggingu al-
mannatrygginga vegna bóta frá líf-
eyrissjóðunum.“
Á vettvangi ASÍ hefur komið
fram sú skoðun að ekki megi ein-
skorða bætur almannatrygginga
einvörðungu við þá sem verst eru
settir í þjóðfélaginu. Hrafn segir
Landssamtök lífeyrissjóða taka
undir þetta. Almannatryggingar
eigi að greiða öllum landsmönnum
ótekjutengdan grunnlífeyri, en
megi alls ekki vera eins konar fá-
tækrastofnun fyrir þá sem eru
verst settir. omfr@mbl.is
Viðræður um sam-
spil bóta legið niðri
Ósann-
gjarnar
reglur TR
Hrafn Magnússon
Ranglátar? Deilt er um reglur TR
um rétt öryrkja til bóta.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
EKKERT hefur þokast í viðræð-
um á milli aðila vinnumarkaðarins
og stjórnvalda um áframhaldandi
samráð eftir að Samtök atvinnu-
lífsins sögðu sig frá stöðugleika-
sáttmálanum.
ASÍ átti frumkvæði að því að
kalla aðila saman til að reyna að
koma á víðtæku samráði um efna-
hagsaðgerðir. Tveir fundir voru
haldnir í seinasta mánuði en frek-
ari fundahöld liggja alveg niðri. Er
ástæðan sú að stjórnvöld hafa ekk-
ert hvikað frá áformum um breyt-
ingar á sjávarútvegsmálunum.
Styttist í kjaraviðræður
SA leit svo á að samtökunum
hefði verið vísað frá stöðugleika-
sáttmálanum. Að mati forystu-
manna ASÍ er orðið ljóst að SA
vill ekki koma að þessu borði nema
einhver lausn verði fundin í sjáv-
arútvegsmálunum. Vilhjálmur Eg-
ilsson, framkvæmdastjóri SA, seg-
ir að ákveðið hafi verið að bíða
með frekari fundahöld á meðan
reynt sé að koma sjávarútvegsmál-
unum í einhvern farveg á nýjan
leik. „Við þurfum að reyna að
koma einhverri hreyfingu á sjáv-
arútvegsmálin. Það þarf að losa
þann tappa,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir slæmt að þetta mál
þvælist fyrir viðræðum um önnur
mál í samskiptunum á vinnumark-
aði og við stjórnvöld. Vilhjálmur
minnir einnig á að ríkisstjórnin
þurfi áreiðanlega að koma með
einhverjum hætti að gerð næstu
kjarasamninga í haust. Það stytt-
ist í það því kjarasamningarnir
renna út í lok nóvember.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ,
sagði í seinustu viku að reynt hefði
verið að komast út úr þessum far-
vegi og horfa til framtíðar. Krafa
SA væri stíf um að sjávarútvegs-
málið yrði tekið upp aftur. Minnti
hann á að nefnd væri að störfum
um endurskoðun sjávarútvegsmála
og mikilvægt væri að útgerðar-
menn kæmu að því borði. „Á með-
an ríkir bara því miður óvissa,“
sagði Gylfi.
Fast vegna sjávarútvegsmála
Morgunblaðið/RAX
Aflakló Afla landað í Grindavík.
Viðræður á milli aðila vinnumarkaðarins liggja nú niðri „Þurfum að reyna að
koma einhverri hreyfingu á sjávarútvegsmálin,“ segir Vilhjálmur Egilsson
Samtök launþega og atvinnu-
rekenda eru farin að ræða þann
mismun sem er á milli almenna
lífeyrissjóðakerfisins og op-
inbera kerfisins. Í dag verður
haldin stór ráðstefna aðila
vinnumarkaðarins o.fl. um mál
lífeyrissjóða, þar sem m.a. verð-
ur farið yfir stöðu sjóðanna,
tryggingafræðilegar úttektir,
viðbrögð sjóðanna í banka-
hruninu, uppbyggingu réttinda
eftir sjóðum og samspilið við al-
mannatryggingar.
Bregðast við