Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
HHHH
- T.V, Kvikmyndir.is
Sími 462 3500
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Þú færð 5 %
e n d u r g r e i t t
í Regnboganum
Sími 551 9000
Food, Inc. ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Fantastic Mr. Fox ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
The Living Matrix ísl. texti kl. 6 LEYFÐ
Nowhere Boy ísl. texti kl. 6 -10 B.i.10 ára
The Young Victoria ísl. texti kl. 8 B.i.12 ára
Moon ísl. texti kl. 8 B.i.10 ára
Imaginarium of Dr. P ísl. texti kl. 8 - 10:15 B.i.12 ára
Un Prophéte enskur texti kl. 9 B.i.16 ára
Ondine ísl. texti kl. 10 B.i.12 ára
The Back-Up Plan kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ
Crazy Heart kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Loftkastalinn sem hrundi kl. 6 - 9 B.i.14 ára
I Love you Phillip Morris kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára
She‘s out of my league kl. 6 - 8 B.i. 12 ára
The spy next door kl. 6 LEYFÐ
The Crazies kl. 8 B.i. 16 ára
Legion kl. 10 B.i. 16 ára
Daybreakers kl. 10 B.i. 16 ára
HHHHH
- SV, Mbl
HHHHH
- SV, Mbl
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
13 VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA
SÝNDAR ÁFRAM Í ÖRFÁ DAGA
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
- MM, Bíófilman.is
HHH
- TV, Kvikmyndir.is
HHH
- T.V, Kvikmyndir.is
www.graenaljosid.is
SÝND BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
sum stefnumót
enda með hvelli
SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓ
Bráðske
mmtileg
gaman
mynd
í anda A
merican
Pie.
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og HáATH. ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIÐ GILDIR EKKI Í BORGARBÍÓI, LÚXUS, 3-D MYNDIR OG ÍSLENSKAR MYNDIR
Jimmy (Willis), og Paul (Morg-an), eru að halda upp á níuára samvinnu og vináttu ílögregluliði New York-
borgar (nánar til tekið í Brooklyn),
þegar allt fer á annan endann.
Jimmy, sem er skilinn við ósvikinn
kvendjöful, þarf að finna 50 þúsund
dali til að borga fyrir giftingarveislu
dóttur þeirra og á fátt verðmætt
annað en hafnaboltakort með miklu
söfnunargildi. Hann fer með kortið í
safnaraverslun og þá vill ekki betur
til en verslunin er rænd af liðugum
þjófi (Seann William Scott), sem
glatar því hendur eiturlyfjabarónsins
Poh Boy (Diaz). Vandræði Pauls eru
mestmegnis fólgin í nagandi grun um
að kona hans sé honum ótrú.
Meira er engum hollt að vita nánar
um innihald Copout, nýjustu löggu-
félagamyndarinnar að vestan, formið
er löngu margtuggið í miklu betri
myndum um svarthvítan félagsskap
riddaranna á löggubílunum sem svíf-
ast einskis, eru jafnan karpandi eins
og gamalmenni sem hafa hokrað
saman alla sína hunds- og kattarævi
án þess að eiga sameiginlega svo
mikið sem frímerkjadellu, að ekki sé
talað um hafnaboltakort.
Willis er vorkunn að fá ekkert
betra að gera, það sýndi sig í Die
Hard 4, að hann er enn ein, ef ekki
besta hasarmyndahetjan í Holly-
wood (og kemur ekki á óvart að hann
er í þann mund að byrja á þeirri
fimmtu). Morgan er enn einn þel-
dökki brandarakarlinn og vél-
byssukjafturinn en þeir eru einkum
nýttir í fyndna helminginn í löggubíl-
um. Hann skilar sínu ekkert síður en
allir Murphyarnir, Smitharnir,
Rockarnir, Gloverarnir og allir hinir
sem fyllt hafa þessi misfyndnu hlut-
verk.
Copout er hvorki leiðinleg né
skemmtileg, það sem helst má finna
að er kaflaskipt blóðböð, ofbeldi,
gaman og grín. Þrátt fyrir kunn-
uglegan efnisþráð, líður hún bæri-
lega hjá í sína tvo tíma og er gleymd
og grafin áður en maður sest inn í
bílinn sinn. Það er ekki sem verst
hlutskipti í landi hruns, hækkana og
hamfara. saebjorn@heimsnet.is
Útvötnuð vinátta
Sambíóin
Cop Out
bbmnn
Leikstjóri: Kevin Smith. Aðalleikarar:
Bruce Willis, Tracy Morgan, Adam
Brody, Kevin Pollak. 110 mín. Bandarík-
in 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Jimmy og Paul „Copout er hvorki leiðinleg né skemmtileg, það sem helst
má finna að eru kaflaskipt blóðböð, ofbeldi, gaman og grín.“
KVIKMYNDIN Iron Man 2, Járn-
maðurinn, halaði inn um 130 millj-
ónir dollara, um 17 milljarða
króna, á fyrstu sýningarhelgi sinni
í Bandaríkjunum. Þó að það teljist
dágóð byrjun slær myndin ekki
metið hjá Svarta riddaranum, The
Dark Night, sem skilaði 158 millj-
ónum dollara í kassann fyrstu
helgina.
Kvikmyndahúsasérfræðingar
vestanhafs velta því fyrir sér hvort
framleiðendur Járnmannsins hafi
ekki gert stórfelld mistök að sýna
ekki myndina í þrívídd, og haft þar
möguleika á enn meiri innkomu.
Undir það tekur einn leikara í
myndinni, Robert Downey Jr., en
þetta er þó ekki talið hamla vin-
sældum myndarinnar í sumar.
Miðað við fyrstu viðbrögð kvik-
myndagagnrýnenda verður þetta
einn helsti sumarsmellurinn.
Áhorfendur vestanhafs hafa í öllu
falli gefið myndinni hæstu ein-
kunn. Iron Man Robert Downey Jr. í hlutverki sínu.
Járnmaðurinn halar
inn pening
FYRIRSÆTAN Heidi Klum og tón-
listarmaðurinn Seal héldu upp á
fimm ára brúðkaupsafmæli sitt á
laugardaginn með því að endurnýja
hjúskaparheitin.
Athöfnin var haldin við sólsetur á
Costa Careyes-ströndinni í Mexíkó
og voru börn þeirra hjóna og nokkrir
nánir fjölskyldumeðlimir viðstaddir.
Eftir athöfnina bættust áttatíu
gestir við í veislu sem var haldin ut-
andyra á heimili þeirra hjóna. Var
garðurinn skreyttur með kertaljósi
og hvítum blómum.
Gamanið hófst í raun á föstudags-
kvöldið með kvöldverði og karókí-
partíi og sungu bæði Klum og Seal
fyrir gesti í því partíi.
Klum og Seal hafa endurnýjað
brúðkaupsheitin á hverju ári síðan
þau giftust og nota tækifærið og
halda stóra veislu fyrir vini og ætt-
ingja í leiðinni. Þau eiga fjögur börn,
Leni 6 ára, Henry 4 ára, Johan 3 ára
og Lou 7 mánaða.
Héldu upp á
árin fimm
Reuters
Ástfangin Klum og Seal.