Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN VALDIMARSSON
Böðvarsnesi, Fnjóskadal,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
fimmtudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá
Draflastaðakirkju laugardaginn 15. maí klukkan
13.30. Jarðsett verður í heimagrafreit.
Friðrika Þórólfsdóttir,
Elín Eydal, Arnór Erlingsson,
Valdimar Kristjánsson, Harpa Heiðmar,
Þórólfur Kristjánsson,
Svanhildur Kristjánsdóttir, Arngrímur P. Jónsson,
Ingvar Helgi Kristjánsson,
barnabörn og langafabörn.
✝ Victor Hans Hall-dórsson bifreiða-
stjóri fæddist í
Reykjavík 26. mars
1923. Hann lést á líkn-
ardeild Landspítalans
á Landakoti 1. maí
2010.
Foreldrar hans
voru Halldór Ein-
arsson, bílstjóri, f. 25.
nóvember 1884 í
Saurbæ í Holtahreppi,
d. 22. ágúst 1942, og
Öndís Önundardóttir,
verkakona, f. 15. maí
1903 í Ólafsvík, d. 30. apríl 1984.
Victor Hans átti einn albróður, Ólaf
Halldórsson, f. 15. ágúst 1928.
Systkini hans samfeðra sem öll eru
látin voru Hallberg, f. 1910, Dóra
Sigríður, f. 1911, Ingveldur, f. 1912,
Guðrún Ágústa, f. 1914, Sigurdór, f.
1916, Haukur, f. 1918, og Haraldur,
f. 1919. Eina systur átti hann sam-
mæðra, Lilju Gunnlaugsdóttur, f.
1919 og er hún látin.
Victor Hans kvæntist að Ofanleiti
Margréti Kristinsdóttur, barn
þeirra er Una Rakel, og Jóhanna
Elsa. 6) Guðjón Þór, f. 25. nóvember
1959, kvæntur Aðalbjörgu Bene-
diktsdóttur, þeirra börn eru Jó-
hanna og Guðbjörg Eva.
Victor Hans hlaut hefðbundna
menntun. Hann bjó hjá foreldrum
sínum fyrstu sex árin en þá skildu
leiðir þeirra. Upp frá því ólst hann
upp hjá föðursystur sinni, Salvöru
Ágústu Ófeigsdóttur í Borgarkoti á
Skeiðum. Um tólf ára aldur flytur
hann til systur sinnar, Guðrúnar
Ágústu, að Valdastöðum í Kjós.
Þegar hann er sextán ára fer hann
að vinna við tilfallandi störf til sjós
og lands. Hann fór á sjó til Vest-
mannaeyja þar sem hann kynntist
Jóhönnu. Bjuggu þau fyrst á Reykj-
um en flytja síðan suður þar sem
bifreiðaakstur varð hans aðalstarf.
Hann ók leigubifreið hjá Hreyfli
fram til ársins 1985 en meðfram því
stundaði hann einnig akstur hjá
Landleiðum jafnframt því að hann
var í afleysingum hjá Vestfjarðaleið
frá 1958. Vestfjarðaleið varð síðan
hans aðalvinnuveitandi til 73 ára
aldurs. Victor Hans og Jóhanna
bjuggu lengst af á Hjallavegi 1 og í
Fellsmúla 16 í Reykjavík.
Útför Victors Hans fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 10. maí 2010,
og hefst athöfnin kl. 15.
í Vestmannaeyjum 4.
ágúst 1946 Jóhönnu
Guðjónsdóttur, f. 5.
júní 1922. Jóhanna er
frá Reykjum í Vest-
mannaeyjum, for-
eldrar hennar voru
Guðjón Jónsson, f. 10.
febrúar 1892, d. 14.
maí 1967, og Berg-
þóra Jónsdóttir, f. 10.
október 1894, d. 20.
desember 1989. Börn
Victors Hans og Jó-
hönnu eru 1) Lilja, f.
3. febrúar 1945, d. 3.
mars 1945. 2) Lilja, f. 18. maí 1946,
d. 6. nóvember 1953. 3) Vigdís, f. 15.
september 1950, gift Sigurði Þor-
varðarsyni, þeirra börn eru Victor
Þór og Áslaug. 4) Lilja Dóra, f. 19.
febrúar 1956, gift Halldóri V. Frí-
mannssyni, þeirra börn eru Sig-
urður Jóhann, Frímann Unnar og
Victor Hans. 5) Bergþóra, f. 17. apr-
íl 1957, gift Ævari Scheving Val-
geirssyni, þeirra börn eru Valgeir,
Victor Leifur, í sambúð með Önnu
Minningarnar hrannast upp þegar
maður sest niður og hugsar um
pabba og þar með lífshlaupið. Marg-
ar minninganna snúast um ferðalög
og bíla, enda var hann þar á heima-
velli.
Ég var ekki stór þegar ég fékk að
fara í langar og stuttar ferðir með
honum á rútunni. Oft heyrði maður
farþegana lofa pabba fyrir góða
þjónustu og akstur við erfið skilyrði
og oft bárust honum kveðjur og vísur
í kjölfar vel heppnaðra ferða. Þannig
eru ógleymanlegar langar ferðir með
Fransmenn víða um landið og oft
rifjuðum við pabbi upp skemmtilega
atburði úr þessum ferðum. Svo voru
það ferðirnar með Ferðafélaginu í
Þórsmörk, Landmannalaugar og
marga ógleymanlega staði. Það var
heldur ekki komið að tómum kofan-
um þegar maður fór að ferðast sjálf-
ur – alls staðar var hann kunnugur
og gat ráðlagt um leiðir og forvitni-
lega staði.
Við rútubílaaksturinn starfaði
hann lengst af hjá Vestfjarðaleið ým-
ist í hluta- eða fullu starfi, fyrst með
Ásmundi og svo Jóa og Diddu. Pabba
þótti alltaf vænt um fyrirtækið sitt
og eigendur þess og var jafn stoltur
og þau þegar verið var að kynna nýju
flottu bílana. Einnig stundaði pabbi
leigubílaakstur, lengst af á Hreyfli.
Bílaáhuginn var því ósvikinn og
fylgdist hann alltaf með bílaauglýs-
ingunum og lét sig dreyma um að
eignast þennan bílinn eða hinn.
Þannig var spáð og spekúlerað um
hina og þessa bíla sem hentuðu til að
breyta í húsbíla sem ferðast mætti á
um allt landið og vera engum háður –
en því miður lét hann þennan draum
sinn aldrei rætast.
Á sínum yngri árum stundaði
pabbi sjómennsku og alltaf var hug-
ur hans mikið tengdur sjónum.
Þannig hafði hann miklar skoðanir á
kvótakerfinu og taldi nú ekki mikla
þörf á því að hefta möguleika manna
til að bjarga sér sjálfir. Við krakk-
arnir áttum því margar ferðirnar
með pabba niður á bryggju þar sem
bátarnir voru skoðaðir og þeim
möguleika velt upp að kaupa sér bát
með hinu eða þessu laginu.
Eftir að fjölskyldan gerði upp
sumarhúsið sitt á Stokkseyri leið
honum hvergi betur en þar og þá
helst í vinnugalla með pensil í hendi.
Oft kallaði hann staðinn þrælabúðir í
hálfkæringi en hvatti okkur samt
mikið til að nota aðstöðuna, fara á
skauta, sigla á tjörninni eða hvaðeina
eftir aðstæðum.
Eftir að pabbi veiktist minnkaði
fljótt þrek hans en allt til loka hélt
hann í sitt góða skap og hnyttnu til-
svör.
Elsku pabbi, við þökkum þér allar
góðu minningarnar sem þú hefur
gefið okkur.
Hvíl þú í friði.
Guðjón Þór Victorsson
og fjölskylda.
Elsku pabbi, nú þegar sól hækkar
á lofti er komið að kveðjustund. Erf-
iðri baráttu er lokið við hinn illvíga
sjúkdóm. Við stöndum eftir með
tómarúm í hjarta og skarð í fjöl-
skyldunni. Minningarnar streyma
fram í hugann. Þú varst okkur svo
góður, hlýr og mikill félagi.
Ég naut þess á mínum yngri árum
að eiga pabba sem keyrði stórar rút-
ur og fékk oft að fljóta með í ferðum
um hálendið og Vestfirðina. Þú varst
fyrst og fremst bílstjóri að ævistarfi
og hafðir miklar mætur á bílum og
báru bílarnir þínir merki mikillar
snyrtimennsku sem þér var í blóð
borin. Þér líkaði vel að keyra hjá
Vestfjarðarleið og hefur samstarfs-
fólkið þar fylgst vel með þér. Þú áttir
alltaf flotta bíla og varst viljugur að
taka okkur, vini og fjölskyldu með
þegar farið var eitthvað út úr bæn-
um eða niður á bryggju. Þú varst líka
sjómaður á þínum yngri árum, en
það var einmitt á vertíð ’44 sem þú
hittir mömmu í Vestmannaeyjum.
Ég man líka þegar þú varst á togar-
anum Jóni forseta og óttast var um
ykkur eftir að hafa hreppt aftaka-
veður og við biðum heima eftir frétt-
um. Innst inni held ég að þér hafi lið-
ið vel á sjónum en ekki fundist það
gott starf fyrir fjölskyldumann. Þú
varst mikill sundgarpur og fannst
þér sjósundið ekki sem verst.
Börn löðuðust að þér, þú varst al-
veg sérstaklega nærgætinn og góður
við börn. Þegar við eignuðumst Vikt-
or Þór reyndist þú okkur að vonum
vel. Þú komst heim úr vinnu til að
annast hann meðan ég var í skólan-
um og var alltaf sérstakt samband á
milli ykkar. Þið Áslaug áttuð líka vel
saman og gat hún alltaf komið þér í
gott skap með sinni léttu lund. Afa-
börnin eiga nú um sárt að binda, þú
varst mikill vinur þeirra og sýndi það
sig best núna í veikindunum hve
heitt þau unnu þér.
Pabbi og mamma áttu sér sælureit
á Stokkseyri. Þar gerðu þau upp hús
föðursystur pabba með hjálp barna
og tengdabarna. Hann vildi helst
vera þar öllum stundum og leið
hvergi betur. Mikið hefur verið gróð-
ursett og er komið gott skjól í garð-
inn sem ekki var áður. Eitt átti pabbi
þó erfitt með að skilja og það var
hvernig ég hamaðist við að klippa
trén, hann vildi leyfa þeim að vaxa og
þjóta upp. Við reyndum síðan að
klippa þegar hann sá ekki til og vona
ég að hann hafi fyrirgefið okkur það,
þau eru þétt og fín í dag. Utanlands-
ferðir voru ekki fyrir pabba og
fannst honum með þeim, illa farið
með gjaldeyri þjóðarinnar. Hann fór
þó þrisvar sinnum út fyrir landstein-
ana með fjölskyldunni og naut þess
mjög vel, enda mikill sólardýrkandi.
Pabbi bar veikindi sín í hljóði og
bar sig ætíð vel og ber það vitni um
góðan og vel gerðan mann sem ekki
vildi íþyngja neinum með sínum
byrðum.
Elsku mamma, hugur okkar er hjá
þér ekki síður en hjá pabba. Sökn-
uðurinn er mikill eftir langt hjóna-
band en við erum til staðar fyrir þig.
Minning pabba lifir í hjörtum okk-
ar allra.
Þín
Vigdís og Sigurður.
Nú er dagur að kveldi kominn á
langri og viðburðaríkri ævi pabba.
Hann kvaddi sáttur við lífið og til-
veruna eftir erfið veikindi síðustu
mánuði. Gat verið heima með dyggri
aðstoð mömmu, sem annaðist hann
af mikilli natni á meðan hægt var og
dvaldi einungis skamma hríð á
sjúkrahúsi. Pabbi okkar lifði ein-
földu lífi og sóttist ekki eftir verald-
legum auði. Hans auðæfi voru fjöl-
skyldan og samvistirnar við þá sem
honum þótti vænt um. Það er ekki
auðvelt að lýsa pabba, en það má
segja að ekki hafi farið mikið fyrir
honum, hann var rólegur og yfirveg-
aður en ákveðinn og það var ekki
auðvelt að hagga honum ef hann tók
eitthvað í sig. Hann var alltaf sann-
gjarn og ræktaði það góða í hverjum
þeim sem hann umgekkst. Það eru
ljúfar minningar sem við eigum frá
barnæsku okkar. Pabbi með krakka-
skarann uppi í rúmi að syngja fyrir
okkur vísur og segja okkur sögur,
bíltúrar á góðviðrisdögum í Kjósina
og á Þingvöll. Rúnturinn niður á
bryggju að skoða skipin og ferðir til
Vestmannaeyja í heimsókn til afa og
ömmu og lengri ferðir um landið
þess á milli. Hjónaband pabba og
mömmu var afar farsælt. Þau voru í
eðli sínu ólík, en þau bættu hvort
annað fullkomlega upp. Nú þegar
vorið er að koma er erfitt að hugsa til
þess að pabba vanti til að taka til
hendinni á Stokkseyri í sumarbú-
staðnum sem var hans líf og yndi.
Þar áttu pabbi og mamma sér griða-
stað og þar var alltaf mikill gesta-
gangur og glatt á hjalla.
Söknuður okkar er mikill og
barnabörnin eiga eftir að sakna þess
að afi komi í heimsókn með snúða og
kleinur með kaffinu en það gerði
hann oft og spjallaði þá um lífið og
tilveruna við ungviðið.
Elsku mamma. Við biðjum góðan
Guð að styrkja þig og okkur öll við
fráfall ástkærs pabba okkar. Hvíl í
friði.
Lilja Dóra og Bergþóra.
Victor Hans, tengdapabbi minn og
afi okkar, hafði lifað tímana tvenna
eins og hann orðaði það. Hann ólst
upp við kröpp kjör sem barn og var í
fóstri hjá skyldfólki á suðvesturhorni
landsins. Strax sem unglingur fór
hann að vinna fyrir sér við höfnina,
stundaði sjómennsku og síðar leigu-
bílaakstur og rútubílaakstur sem var
hans ævistarf lengst af. Fellsmúlinn
hefur um árabil verið umferðarmið-
stöð stórfjölskyldunnar þar sem afi
og amma hafa tekið á móti öllum
opnum örmum og með hlýhug. Vic-
tor afi hafði þá guðsgjöf að laða til
sín fólk. Hann var ekki mjög fljótur
að taka fólki en þegar hann gerði það
vissi maður alltaf hvar maður hafði
hann. Hann var einstaklega heil-
steyptur og lagði alltaf gott til mál-
anna og var úrræðagóður þegar til
átti að taka. Það var gaman að tala
við hann um alla skapaða hluti. Póli-
tík var stundum rædd og þá var hann
varkár í tali. Við gátum aldrei vitað
hvar hann stóð í pólitík. Held helst
að hann hafi alltaf látið skynsemina
ráða og kosið það sem hann taldi
réttast á hverjum tíma án tillits til
flokkadrátta.
Victor afi var mikill fjölskyldu-
maður sem helgaði fjölskyldunni líf
sitt alla tíð enda afraksturinn ríku-
legur. Þess bera systkinin í Fells-
múla 16 glöggt vitni. Afi var farsæll í
sínu einkalífi og alltaf sýndi hann
sömu nærgætni og væntumþykju.
Var einstakega barngóður og hafði
gott lag á börnum enda eiga þau dýr-
mætar minningar um hann. Hann
bjó yfir slíku jafnaðargeði að við
minnumst þess ekki að hann hafi
nokkurn tímann skipt skapi. Það er
öfundsvert þegar litið er yfir farinn
veg að sjá hversu ríkulega Victor afi
ræktaði garðinn sinn og ætti það að
vera hverjum manni hvatning til eft-
irbreytni. Þessa naut afi alla tíð enda
sóttust ættingjar eftir því að endur-
gjalda honum á margvíslega lund.
Sumarbústaðurinn á Stokkseyri
var annað heimili afa. Þar vildi hann
helst vera öllum stundum og þar
undi hann sér best. Þar útbjó afi
sælureit sem öllum í fjölskyldunni
stóð opinn, enda var það þegið
óspart. Þarna höfum við átt margar
ánægjustundir sem eru ógleyman-
legar og rifjast upp ekki síst núna.
Slá með orf og ljá, saga og höggva
við í arininn og svo má lengi telja.
Það verður gott að geta yljað sér um
ókomin ár við allar góðu minning-
arnar sem við eigum um afa. Þar á
meðal heimsóknir á sumrin í sumar-
bústaðinn og á veturna „eftirlitsferð-
ir“ til að líta eftir bústaðnum, þegar
afi fór í bakaríið og sló upp veislu á
áfangastað þótt stoppið væri stutt.
Skipti engu máli. Tíminn var afstæð-
ur, enda hvorki spurt um stað né
stund í þessum ferðum. Ég held að
allir hafi helst viljað að þær tækju
aldrei enda.
Svona var afi sem við kveðjum
núna með trega og söknuði. Það er
svo sárt að missa hann. Hvíl í friði og
takk fyrir allt.
Halldór Frímannsson, Sigurður
Jóhann, Frímann Unnar og Vic-
tor Hans Halldórssynir.
„Tilvera okkar er undarlegt ferða-
lag, við erum gestir og hótel okkar er
jörðin.“ Þessar ljóðlínur eftir Tómas
Guðmundsson hef ég mikið hugsað
um undanfarna daga. Nú hefur þú,
elsku afi minn, lokið ferðalagi þínu
hér á jörðinni og var sannur heiður
að fá að vera ferðafélagi þinn um
tíma. Ég veit að þú ert nú á góðum
stað, laus við allar kvalir og kominn
til Liljanna þinna. Minningarnar eru
ótalmargar sem renna í gegnum
hugann. Minnisstæðust er mér ferð-
in til Kanarí þar sem þú gast setið
allan liðlangan daginn út í sólinni og
naust þín vel. Einnig voru þær marg-
ar ferðirnar í sumarhúsið ykkar
ömmu á Stokkseyri og voru veislurn-
ar ekki af verri endanum. Þú varst
alltaf svo duglegur að dytta að hús-
inu og garðinum þar, oftar en ekki
búinn að flagga fánanum og tilbúinn
að taka á móti gestum. Þú varst ein-
stakur maður, barngóður og stoltið
leyndi sér ekki þegar fyrsta langafa-
barnið, hún Una Rakel, fæddist. Það
verður skrítið að geta ekki komið í
Fellsmúlann og heimsótt þig, fengið
Tópas úr dollunni í vasanum og
spjallað smá um daginn og veginn.
Betri afa hefði ég ekki getað hugsað
mér. Ég veit að þú munt sitja stoltur
í salnum og fylgjast með mér útskrif-
ast eftir tvær vikur.
Elsku afi Victor, ég kveð þig hér
með söknuði og tár á minni kinn.
Minningarnar um þig geymi ég á
sérstökum stað í hjarta mínu. Guð
geymi þig.
Þín afastelpa,
Jóhanna Elsa Ævarsdóttir.
Victor Hans
Halldórsson
Fleiri minningargreinar um Vic-
tor Hans Halldórsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
HINSTA KVEÐJA
Victor, ég mun ávallt
minnast þín með þakklæti og
hlýju.
Ég og þeir sem standa mér
næst óskum þér góðrar ferð-
ar á guðs vegum.
Sæll að sinni.
Edith.