Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 16
16 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010
UM ÞESSAR
mundir fara fjölmörg
mál um hendur vel
menntaðra lögfræð-
inga. Þetta eru við-
kvæm og viðamikil mál
er snúa að lögfræði,
fjármálum, hagfræði,
stærðfræði o.fl. Það er
allt gott og blessað en
þeirra ofurtrú á eigin
getu og alræðisvaldi
ríkisins um þessar
mundir, með fjöregg íslensku þjóð-
arinnar í hendi sér, er það sem veld-
ur áhyggjum greinarhöfundar.
Sterkar líkur eru á því að ef Land-
spítalinn – háskólasjúkrahús yrði
aðeins mannaður lögfræðingum yrði
lítið um bata þeirra sjúklinga sem
þangað myndu sækja. Það verður að
vera valinn maður í hverju rúmi rétt
eins og á skipum landsmanna sem ís-
lenskir skipherrar hafa siglt um úfin
og erfið höf ár eftir ár. Án góðra vél-
stjóra og stýrimanna hefðu menn
ekki siglt öruggir í höfn. Í þessum
greinum bera menn lotningarfulla
virðingu fyrir hættunum.
Mikill misskilningur er ríkjandi
innan lögfræðistéttarinnar á því um
hvað er að ræða þegar um geng-
istryggð lán er að rætt og sitt sýnist
hverjum. Það vill svo til, því miður,
að á þessu er tæpast hægt að hafa
skoðanir enda málið mjög ljóst,
a.m.k. út frá fjármálum og hagfræði.
Til að einfalda þessi mál skal gefið
dæmi. Viðar tekur lán sem er að
jafnvirði 10 milljónir króna (100.000
evrur) sem bundið er gengi evru
sem við lántöku var á genginu 100
krónum fyrir hverja evru. Eftir árið
(að því gefnu að aðeins væri einn
gjalddagi afborgunar án vaxta) var
gengi evru gagnvart krónu komið í
150 krónur á hverja evru. Í dag
reikna bankar þetta þannig að lánið
hafi farið úr 10 milljónum í 15 millj-
ónir. Bankar segja því að höfuðstóll-
inn í erlendri mynt hafi ekkert
breyst, þ.e. sé enn 100.000 evrur, en
sá íslenski hafi hækkað.
Með lögum nr. 38/2001 varð þessi
útreikningur óheimill. Ekki mátti
lengur binda skuld-
bindingar í íslenskum
krónum við gengi er-
lendra mynta. Hins
vegar gat íslenskur
löggjafi ekki bannað að
binda erlendar myntir
við íslenskar krónur og
ætla má að þar ríkti
frelsi eins og bankarnir
kölluðu mikið eftir á
síðustu árum, frelsi
sem þeir og fengu og
nýttu til að veita þessi
lán. Kunnu bankar að
fara með frelsið og
reikna rétt? Svarið er nei.
Sem dæmi gat Viðar hugsanlega
fengið slíkt lán hjá Deutsche Bank í
evrum sem væri bundið íslenskri
krónu, þ.e. þannig að ef krónan
styrktist myndi höfuðstóll í evrum
hækka en lækka ef krónan veiktist.
Þetta er alveg hugsanlegt og tækni-
lega gerlegt ef samningar við þann
banka hefðu náðst.
Við það að krónutalan helst sem
fasti eru það evrurnar sem breytast
við að gengi á krónu gagnvart evru
breytist. Því og þess vegna eru þessi
lán ekki endilega ólögleg þó svo að
löggjöfin nr. 38/2001 eigi ekki við
þegar um svokölluð gengistryggð
lán er að ræða eins og hér er reifað.
Lögin ættu t.d. ekkert við í samningi
við þýskan banka. Hins vegar er
ekki fortakslaust óheimilt á Íslandi
að gengistryggja á annan hátt, þ.e.
þá á þann hátt sem hér er reifaður
og hefur verið áður lýst tæknilega af
höfundi þessarar greinar í Morg-
unblaðinu í síðasta mánuði. Hvers
vegna? Jú, því það ógnar ekki fjár-
málastöðugleika á Íslandi.
Það sem gerist því er að Viðar tók
10 milljónir króna (100.000 evrur)
þegar gengi krónu gagnvart evru
var 100 krónur fyrir hverja evru. Að
ári liðnu þá er ljóst að höfuðstóllinn
er enn 10 milljónir króna en höf-
uðstóllinn í evrum er farinn niður í
c.a. 66.667 evrur þar sem gengið fór í
150 krónur fyrir hverja evru (ca
66.667 evrur x 150 krónur/evru = 10
milljónir króna). Bönkunum bar því
að verja sig með framvirkum samn-
ingum á evruna gegn falli krón-
unnar. Annars má leiða líkur að því
að bankar hefðu haft ofurtrú á
styrkingu íslensku krónunnar á
þessum tíma. Það er alveg hugs-
anlegt.
Til að árétta lögfræðilegu hlið
þessara mála fyrir þessum ágætu
aðilum innan lögfræðistéttarinnar
skal bent á að þeir geta fengið gögn
hjá efnahags- og viðskiptaráðuneyt-
inu sem benda m.a. til þess að einn
lagaprófessor sagði sig frá störfum
við að semja drög að frumvarpinu
sem síðar varð að lögum nr. 38/2001.
Hvers vegna ætli það hafi verið?
Ástæðan gæti m.a. verið sú að
prófessorinn, rétt eins og banka-
kerfið á þeim tíma, vildi halda fullu
frelsi (sbr. grein eftir hann um
vaxtalög í Tímariti lögfræðinga árið
2000) í vaxtahlið frumvarpsins og
einnig í verðtryggingahlið þess rétt
eins og bankarnir vildu. Taldi hann
að Seðlabanka Íslands væru falin of
mikil völd sem vissulega var ávallt
ætlunin, m.a. með lögum nr. 38/2001
og lögum um bankann sjálfan nr. 36/
2001. Á þetta lagði Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn einnig áherslu en lesa
má slíkt í skýrslu sjóðsins frá árinu
1999 og 2001.
Með þessari ábendingu er vinsam-
legast skorað á lögfræðinga að
kynna sér öll gögn þessa máls og
gerð frumvarpsins í smáatriðum áð-
ur en þeir tjá sig opinberlega. Einn-
ig er skorað á þann prófessor, við
Lagadeild Háskóla Íslands, sem hér
er getið, að koma fram opinberlega
og tjá almenningi að ekki var farið
að frelsishugmyndum hans varðandi
gengistryggingu við smíði frum-
varps sem síðar varð að lögum nr.
38/2001. Hins vegar virðist nú frelsið
í hina áttina fara illa ofan í banka í
dag. Það er svo sérstakt rannsókn-
arefni.
Gengistryggð lán
og lögfræðingar
Eftir Svein Óskar
Sigurðsson »Kunnu bankar að
fara með frelsið og
reikna rétt? Svarið er
nei.
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er BA í hagfræði og heim-
speki, viðskiptafræðingur MBA og
meistaranemi í fjármálum við Há-
skóla Íslands.
✝ Inga Þorgeirs-dóttir fæddist á
Hlemmiskeiði á
Skeiðum 2. febrúar
1920. Hún lést 30.
apríl 2010. Foreldrar
hennar voru Þorgeir
Þorsteinsson, bóndi á
Hlemmiskeiði, og Vil-
borg Jónsdóttir,
kennari. Systkini
Ingu voru Unnur,
kennari, f. 1915, d.
2008, Þórir, íþrótta-
kennari, f. 1917, d.
1997, Hörður, tré-
smíðameistari, f. 1917, d. 2006, Jón,
rafvirkjameistari, f. 1922, Rósa,
húsmæðrakennari, f. 1924, d. 1952,
Þorgerður, húsmæðrakennari, f.
1926, og Vilborg, kennari, f. 1929.
Inga giftist árið 1943 Ingólfi Guð-
brandssyni, söngstjóra og ferða-
málafrömuði, f. 1923, d. 2009. Þau
skildu árið 1963. Dætur Ingu og
Ingólfs eru: 1) Þorgerður, kórstjóri,
f. 1943, gift Knut Ødegård skáldi;
dætur Knuts eru a) Mali, f. 1969,
maki Roar Sørli, börn: Knut og
Kristine, b) Hege, f. 1973; 2) Rut,
fiðluleikari, f. 1945, gift Birni
Bjarnasyni, fv. ráðherra, börn
þeirra eru: a) Sigríður Sól, f. 1972,
maki Heiðar Guðjónsson, börn:
Orri, Bjarki og Rut, b) Bjarni Bene-
dikt, f. 1978, maki Daði Runólfsson;
3) Vilborg, hjúkrunarfræðingur, f.
1948, gift Leifi Bárðarsyni, lækni,
dætur þeirra eru: a) Margrét María,
f. 1972, maki Guðmundur Pálsson,
börn: Diljá Helga, Máni og María, b)
Inga María, f. 1977, maki Krist-
björn Helgason, börn: Júlía Helga
og Jakob Leifur; 4) Unnur María,
fiðluleikari, f. 1951, gift Thomas
Jan Stankiewicz arkitekt, börn
þeirra eru: a) Catherine María, f.
1984, b) Helene Inga, f. 1988, c)
Thomas Davíð, f. 1994; 5) Inga Rós,
sellóleikari, f. 1953, gift Herði Ás-
kelssyni, organista, börn þeirra eru
a) Guðrún Hrund, f. 1974, maki
Gunnar Andreas Kristinsson, börn:
Áróra og Auðunn, b) Inga, f. 1979,
maki Guðmundur
Vignir Karlsson,
börn: Björt Inga og
Ísleifur Elí, c) Áskell,
f. 1990.
Inga stundaði nám
við Héraðsskólann á
Laugarvatni árin
1937-1939. 19 ára hóf
hún nám við Kenn-
araskóla Íslands og
lauk kennara- og
söngkennaraprófi
þaðan árið 1943. Inga
var alla tíð mjög
áhugasöm, fróð-
leiksfús og opin fyrir nýjungum í
menntun, menningu og listum. Hún
aflaði sér viðbótarþekkingar m.a. í
tungumálum, þjóðminjafræði, leik-
rænni tjáningu, listasögu og ís-
lenskum fræðum. Þá þekkingu sótti
hún m.a. til Háskóla Íslands og
menntastofnana í Bretlandi, Þýska-
landi, Danmörku og Svíþjóð. Inga
var í hópi fyrstu kennara við hinn
nýstofnaða Laugarnesskóla í
Reykjavík og starfaði þar árin
1947-1964 og 1978-1979 og við
Laugalækjarskólann í Reykjavík
árin 1964-1978 og 1979-1981. Þá
kenndi hún stundakennslu í nokkur
ár eftir að föstu starfi lauk. Inga
kenndi í sumarbúðum Þjóðkirkj-
unnar í nokkur sumur. Á árunum
1986-1994 sá hún um leiðsögn og
eftirlit með listaverkasýningum í
Norræna húsinu. Inga var rómaður
kennari og naut mikillar virðingar
nemenda sinna. Hún studdi dætur
sínar allar til mennta og var menn-
ing í hávegum höfð á heimili henn-
ar og dætranna fimm. Inga tók
virkan þátt í menningar- og listalífi
og var m.a. einn af fyrstu fastagest-
um á tónleikum Tónlistarfélagsins
og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
voru listamenn tíðir gestir á heimili
hennar. Árið 1947 byggðu Inga og
Ingólfur Hofteig 48, þar sem Inga
bjó til síðasta dags.
Útför Ingu fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 10. maí 2010, og
hefst athöfnin kl. 15.
Hvað er það að lifa kristilegu lífi,
eða að hafa kristilegt hugarfar? Að
auðsýna kærleika, að fara ekki í
manngreinarálit, að dæma ekki, að
gleðjast með glöðum, að sýna hlut-
deild í sorg, að vera hógvær og að
sýna öllu lífi virðingu eru allt atriði
sem Kristur leggur mikið upp úr, en
reynast flestum erfiðir prófsteinar á
lífsgöngunni. Þetta kemur upp í
huga minn, þegar ég hugsa um
tengdamóður mína Ingu Þorgeirs-
dóttur, sem nú hefur lokið langri og
fallegri lífsgöngu. Þetta allt ein-
kenndi lífsferil hennar. Kærleika
umvafði hún alla þá sem hún um-
gekkst, jafnt unga sem aldna, enginn
var undanskilinn. Gleði lýsti af henni
allar stundir, enginn fór leiður af
hennar fundi, „verið ávallt glaðir“
voru enda hennar einkunnarorð.
Þegar aðrir áttu bágt miðlaði hún
huggun í fallegri hógværð og íþyngdi
aldrei öðrum með sínum sorgum,
þeim deildi hún með Guði sínum. Allt
hennar fas bar vott um virðingu fyrir
allri sköpun Guðs.
Þessi kona sat í öndvegi á einstöku
tónlistarheimili á Hofteigi 48 í meira
en 60 ár. Þangað var ég leiddur einn
haustdag árið 1973, ástfanginn
skólapiltur af landsbyggðinni, hönd í
hönd við yngstu dótturina í húsinu.
Birta, tónlist og myndlist, evrópsk
menning, trúarandi og umvefjandi
gestrisni voru lýsandi þættir í þeirri
veröld, sem Inga Þorgeirsdóttir
bauð mig velkominn í þennan dag.
Alla daga síðan hef ég verið hluti af
þeirri veröld, þar sem Inga Þor-
geirsdóttir var móðir, tengdamóðir
og amma, já og einstakur vinur.
Hennar hlutverk hefur allan tím-
ann verið öndvegissætið, ekki það
sem trónir á toppnum, heldur það
sem er mitt á meðal allra hinna í
stórri fjölskyldu, við hliðina á þeim
sem hverju sinni þurftu mest á henni
að halda. Hún lifði fyrir okkur og
með okkur, dætrunum, tengdason-
unum og barnahópnum. Hún virtist
alltaf eiga tíma og athygli handa
hverjum og einum í stækkandi hópn-
um, engum vísaði hún frá sér, sama
hvernig á stóð. Gjafmildi hennar
voru engin takmörk sett, á afmælum
og jólum sendi hún öllum höfðing-
legar gjafir með fagurlega hand-
skrifuðum óskum og fyrirbænum.
Þegar við tengdasynirnir bættumst
við fylgdi stór hópur ættingja, sem
allir voru líka boðnir velkomnir í
stóra hópinn hennar. Allir elskuðu
þessa glæsilegu konu frá fyrstu
kynnum, „Inga amma“ var notað
langt út fyrir hóp blóðskyldra barna.
Þegar þessi góða kona er kvödd er
hugurinn fullur af þakklæti fyrir
langa samleið í kærleika og gleði,
sem engan skugga bar á. Engin orð
ná að lýsa því nógu sterkt. „Þökkum
Drottni, því að hann er góður“, var
alltaf sagt þegar sest var við mat-
arborðið á Hofteigi. Nú er hún Inga
okkar sest við gnægtaborð frelsara
síns, þar sem hún ásamt himneskum
hersveitum þakkar Drottni fyrir
gæsku hans og biður áfram fyrir
stóru hjörðinni sinni sem eftir situr
og saknar. Blessuð veri minningin
um Ingu Þorgeirsdóttur.
Hörður Áskelsson.
Þakklæti er efst í huga, þegar ég
kveð Ingu, tengdamóður mína.
Minningin um kynni okkar árin 45,
síðan ég tengdist henni fjölskyldu-
böndum, er ljúf og björt. Gleði Ingu
og umhyggja varpaði ávallt birtu yfir
stundirnar, sem við áttum saman.
Bjartsýni hennar, æðruleysi og góð-
mennska hefur orðið börnum okkar
Rutar góð fyrirmynd.
Þegar ég tók, fyrstur tilvonandi
tengdasona, að leggja leið mína á
heimili Ingu við Hofteiginn, tókst
hún á við verkefni, sem mörgum
hefði orðið ofviða. Þá hvíldi heimilið
og framtíð fimm dætra á hennar
herðum. Aldrei sá ég henni þó
bregða vegna þess. Aldrei miklaðist
hún heldur af því, að dæturnar kom-
ust allar til mennta og skipuðu sér í
Inga Þorgeirsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ tekur á
móti greinum frá frambjóðend-
um í sveitarstjórnarkosningun-
um 29. maí nk.
Svo efninu verði sem best fyr-
ir komið og til að liðka fyrir birt-
ingu þess fer blaðið þess á leit að
frambjóðendur stytti mál sitt
þannig að
hver grein
verði ekki
lengri en
2.000 tölvu-
slög með
bilum.
Næstu
daga munu
þó birtast
nokkrar greinar sem fara aðeins
framyfir þau lengdarmörk þar
sem þær bárust blaðinu áður en
þessar reglur voru kynntar.
Samhliða birtingu greina í
blaðinu verður boðið upp á birt-
ingu greina í ótakmarkaðri
lengd á kosningavef mbl.is.
Greinar til stuðnings frambjóð-
endum verða aðeins birtar á
kosningavef mbl.is.
Hægt er að fara á kosninga-
vefinn beint af forsíðu mbl.is og
verða þar upplýsingar og fréttir
af því sem hæst ber vegna kom-
andi kosninga.
mbl.is/kosningar
Framboðs-
greinar
UM NOKKRA hríð hefur Orkuveita
Reykjavíkur staðið í framkvæmdum
við Hringbraut. Sem eigandi Björns-
bakarís og fasteign-
arinnar við Hring-
braut 35 er mér
gróflega misboðið
hvernig starfsmenn
Orkuveitu Reykja-
víkur standa að
framkvæmdum
þar. Allur frá-
gangur og vinnu-
lag er Orkuveitunni til minnkunar.
Ég var ekki látinn vita að til stæði að
fara í þessar framkvæmdir né var
haft samráð við mig um hvernig stað-
ið væri að framkvæmdum eða frá-
gangi.
Framkvæmdir hafa staðið í 10
daga er þetta er ritað. Grafinn var
tuga metra langur skurður, allt frá
Þjóðarbókhlöðunni yfir Birkimel í
boga framan við inngang Björnsbak-
arís. Skurður þessi hefur verið sem
opið sár á gangstéttinni og heftir för,
en mikill fjöldi fólks gengur Birkimel-
inn á leið sinni í miðbæinn, sér-
staklega nú þegar vor er í lofti.
Hvað varðar minn rekstur er hraði
framkvæmda, frágangur og aðgengi
að bakaríi mínu alls ekki viðunandi.
Viðskiptavinum mínum er ætlað að
feta sig eftir einni mjórri brú yfir
skurðinn að inngangi bakarísins en
húsið að öðru leyti afgirt með vold-
ugum varúðarborðum og girðingum.
Engin leið er fyrir fólk að koma
barnavagni yfir göngubrúna eða
framhjá framkvæmdasvæðinu öðru-
vísi en að fara út á götu.
Það er algjörlega óásættanlegt að
þeir sem ætla sér að versla við
Björnsbakarí við Hringbraut þurfi að
leggja sig í hættu vegna óvandaðra
vinnubragða Orkuveitunnar. Það er
æpandi virðingarleysi gagnvart veg-
farendum og mér sem fyrirtækjarek-
anda í Reykjavík að standa á þennan
hátt að málum. Það er vanvirðing við
rótgróinn rekstur í eldri hluta borg-
arinnar að vinna með þessum hætti.
Hagsmunir mínir eru fótum troðnir
og skeytingarleysið er algjört. Ég sé
mig knúinn til að koma mótmælum
mínum á framfæri opinberlega í
þeirri von að betur verði vandað til
verka af hálfu Orkuveitunnar í fram-
tíðinni svo vegfarendur og fyr-
irtækjaeigendur þurfi ekki að þola
viðlíka óþægindi næst er ráðast skal í
framkvæmdir. Ekki hefði þurft mik-
inn metnað eða sjálfsgagnrýni til að
gera betur, svo allir hefðu getað lifað
sáttir með þessum framkvæmdum.
STEINÞÓR JÓNSSON,
framkvæmdastjóri Björnsbakarís.
Forkastanleg vinnu-
brögð Orkuveitunnar
Frá Steinþóri Jónssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS
Steinþór Jónsson