Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2010 Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is ÞRÁTT fyrir að viðskipti með ís- lensku krónuna séu ekki frjáls vegna gjaldeyrishafta virðist gengi hennar að einhverju leyti endurspegla þró- unina undanfarin misseri á alþjóð- legum gjaldeyrismörkuðum. Þannig hefur gengi íslensku krónunnar styrkst um 9% gagnvart evrunni frá áramótum og um 4% gagnvart sterl- ingspundinu. Á sama tíma hefur gengi krónunnar veikst gagnvart Bandaríkjadal um 3% og um ríflega 2% gagnvart japanska jeninu. Samdráttur á útflutningi á föstu verðlagi Þrátt fyrir að flestir fagni eflaust þessari þróun gæti hún grafið undan einu af því fáa sem hægt hefur verðið að gleðjast yfir í íslenska hagkerfinu að undanförnu: Hagstæðum vöru- skiptum við útlönd. Sem kunnugt er hafa orðið feikileg umskipti í utan- ríkisverslun Íslendinga frá haustinu 2008 og var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður í fyrra í fyrsta sinn frá árinu 2002. Samkvæmt tölum Hag- stofunnar var vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um 90 milljarða í fyrra eða um 6% af landsframleiðslu. Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu er þessi þróun fyrst og fremst tilkomin vegna hruns í inn- flutningi fremur en verulegrar aukn- ingar í útflutningi, en verðmæti hans hefur hinsvegar aukist í krónum tal- ið vegna gengisþróunar. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að verð- mæti útflutnings dróst saman á ár- unum 2008 til 2009 um fimmtung á föstu verðlagi. Það var því algert hrun í innflutningi sem myndaði af- gang í utanríkisversluninni í fyrra en hann dróst saman um 35% á föstu verðlagi. Sambærileg þróun hefur átt sér stað fyrstu mánuði þessa árs þó svo að samdrátturinn á föstu verðlagi hafi ekki verið jafn mikill. Þar sem ólíklegt er að innflutning- ur geti dregist mikið meira saman blasir við að þróun á gjaldeyrismörk- uðum muni ráða miklu með horfurn- ar á vöruskiptum við útlönd. Þar skiptir gengi evru og sterlingspunds meginmáli en samkvæmt tölum Hagstofunnar var hlutdeild þessara gjaldmiðla í utanríkisverslun Íslands í fyrra um 40%. Hlutdeild Banda- ríkjadals var tæpur helmingur en viðskipti með ál eru gerð upp í þeim gjaldmiðli. Það segir sig sjálft að um 9% veik- ing evrunnar gagnvart krónunni hef- ur töluverð áhrif á utanríkisverslun Íslendinga. Ennfremur má ætla að evran muni veikjast enn frekar gagnvart helstu gjaldmiðlum á næstu mánuðum. Hún hefur veikst um 11% gagnvart dalnum það sem af er ári og er gengið nú tæplega 1,28. Skuldavandi einstakra evruríkja hef- ur grafið undan genginu og við það bætist að hagvöxtur hefur ekki rétt úr sér í jafnmiklum mæli og í Banda- ríkjunum. Sérfræðingar franska bankans BNP Paribas spá því að evran muni verða á pari við dalinn við upphaf næsta árs. Að öllu óbreyttu má því búast við að hún veikist einnig gagnvart krónunni. Sambærileg rök styðja þá skoðun að sterlingspundið muni einnig lækka gagnvart krónunni á næstu misser- um, það er að segja miðað við núver- andi forsendur og að ekki verða gerðar miklar breytingar á gjaldeyr- ishöftunum hér á landi. Við þetta bætist að þróunin á al- þjóðlegum gjaldeyrismörkuðum hef- ur veruleg áhrif á heimsmarkaðs- verð á áli, sem er ein mikilvægasta útflutningsvara Íslendinga. Þó svo að orsakasamhengið sé flókið er oft- ar en ekki hægt að ganga út frá því að neikvætt samband sé á milli geng- is Bandaríkjadals og heimsmarkaðs- verðs á áli. Þannig að verði þróunin sú að dalurinn haldi áfram að styrkj- ast á kostnað evrunnar og annarra gjaldmiðla má leiða að því líkum að það myndi þrýsting á lækkun ál- verðs. Sá þrýstingur bætist svo við aðra þætti sem styðja við lækkun ál- verðs, á borð við miklar birgðir af málminum á mörkuðum. Útflutningsskilyrði versna  Gengi íslensku krónunnar gagnvart evrunni hefur styrkst um níu prósent frá áramótum  Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að evran muni veikjast gagnvart helstu myntum enn frekar á næstunni Styrking gengis íslensku krón- unnar gagnvart evru og sterl- ingspundi gæti grafið undan hag- stæðum viðskiptajöfnuði. Evran hefur veikst um tæp níu prósent frá áramótum. Morgunblaðið/Heiddi Gjaldeyrisöflun Þó svo að skötuselurinn sé ljótur fiskur er hann verðmæt útflutningsvara enda gómsætur á bragðið. Eftir Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „VIÐ erum núna við það að slíta barnsskónum og erum að stíga það skref að breytast úr sprota- og þró- unarfyrirtæki yfir í framleiðslu- og sölufyrirtæki,“ segir Birna María Björnsdóttir, markaðsstjóri Haf- myndar. Hafmynd afhenti á dögun- um tvö Gavia-djúpför til skoska olíu- leitarfyrirtækisins NCS Survey og rannsóknarfar til Kumamoto-há- skóla í Japan. „Það sem gefur okkar djúpförum sérstöðu er að þeim má raða saman úr mismunandi einingum eftir þörf- um viðskiptavinarins. Það má bæta við eða skipta út mælitækjum og búnaði allt eftir því hvað verið er að fást við,“ útskýrir Birna. Hafmynd hlaut Nýsköpunarverð- launin árið 2007 og var í hópi fjög- urra fyrirtækja tilnefndra til Vaxta- sprotans í ár. Birna segir Hafmynd selja tækni sína víðs vegar um heim: „Hvert djúpfar kostar á bilinu 400 til 800 þús. bandaríkjadali, eftir því hvernig farið er útbúið,“ segir Birna en fyrirtækið framleiðir þrjár teg- undir djúpfara: til vísindarannsókna, til gas- og olíuleitar og til notkunar við hervarnir, s.s. sprengjuleit. Til marks um notkunarmöguleikana sló djúpfar frá Hafmynd nýtt dýptar- met á dögunum þegar kafað var nið- ur á 1.000 metra dýpi undan strönd- um Ástralíu. Að sögn Birnu vinnur Hafmynd nú að því að útfæra nýjung í þjón- ustu við markaðinn: „Í samstarfi við kaupandann í Skotlandi munum við koma á leiguþjónustu þar sem fyr- irtæki geta leigt djúpfar í lengri eða skemmri tíma. Á þessum markaði virðist enginn bjóða upp á þjónustu af þessum toga og neytandinn því til þessa aðeins átt þann valkost að kaupa búnaðinn til eignar.“ Í undirdjúpum Djúpköfunartæki Hafmyndar sló nýtt met fyrir skemmstu og náði 1.000 m dýpi. Tækin henta til rannsókna, olíuleitar og til landvarna. Djúpför löguð að ólíkum þörfum Seldu á dögunum til Skotlands og Japans www.gavia.is –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O R 48 90 9 1/ 10 Morgunblaðið gefur út stórglæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 21.maí Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna sumarið 2010 í förðun, snyrtingu, fatnaði, umhirðu húðar- innar dekur og fleira. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur. Sumarförðun. Nýjustu snyrtivörurnar. Krem. Sólarvörur og sólarvörn. Hvað verður í tísku í sumar. Meðferð á snyrtistofum. Ilmvötn. Kventíska. Herratíska. Fylgihlutir. Skartgripir. Og fullt af öðru spennandi efni. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 17. maí. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska og förðun P NTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS FYRIR 17. MAÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.